Vísir - 20.07.1974, Blaðsíða 4
Vlsir. Laugardagur 20. júll 1974.
ÚTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND UTLÖND UTLÖND ÚTLÖND UTLÖND
Spennan eykst
umhverfís Kýpur
— Tyrkir senda
flota af stað
— Grikkir hafna
kröfum Tyrkja
ForsetahöIIin I Nikósiu. Hiin er nii illa farin af skothrlö og eldi.
Makarios slapp út um leynidyr, þegar uppreisnin var gerð.
Mikil hræðsla greip um
sig í Níkósiu höfuðborg
Kýpur, í gær, þegar
þangað bárust f regnir um
það, að hlaðin her-
flutningaskip og fall-
byssubátar hefðu lagt úr
höfn frá Tyrklandi og
stefndu í áttina til eyj-
unnar. Kýpurbúar af
grískum ættum hlupu út á
stræti og torg og hrópuðu
„Tyrkirnir koma —
Tyrkirnir koma".
Verzlunum var lokað og
skrifstofufólk flýði úr
vinnu sinni.
Tyrkneska stjórnin
staðfesti síðdegis í gær,
að f lotadeild hefði lagt úr
höfn frá bænum Mersin í
60 km fjarlægð frá
Kýpur. Ekkert var þó
látið uppi um f jölda skip-
anna eða hvert þau færu.
Fréttamenn segja, að
a.m.k. 35 skip, að mestu
landgöngu-skip, hafi siglt
út úr höfninni kl. 13 að ís-
lenzkum tíma. Á sama
tíma var foringjum í
höfuðstöðvum tyrkneska
hersins í Ankara bannað
að yfirgefa stöðvar sínar
og starfsmönnum út-
varps og sjónvarps voru
gefin fyrirmæli um að
vera við öllu búnir.
Joseph Sisco, aðstoðarutan-
rikisráðherra Bandarikjanna,
fór til Aþenu og Ankara i gær og
hélt áfram tilraunum sinum til
að miðla málum. 1 tilefni af
komu hans til Ankara lýstu
tyrkneskir embættismenn yfir
þvi, að Tyrkir vildu enn reyna
að finna friðsamlega lausn á
deilunni. Sögðu þeir, að það
mundi ráðast af boðum Siscos
frá Aþenu.
Makarios, erkibiskup og for-
seti Kýpur, ávarpaði öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna i gær-
kvöldi. Sendimenn byltingar-
stjórnarinnar á eyjunni komu til
New York sömu erinda.
öryggisráðið viðurkennir
Makarios sem löglegan forseta
Kýpur og þar af leiðandi geta
Sala minnispenings Þjóðhá-
tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna
annast bankar og helstu mynt-
salar.
Fornar vættir og landnáms-
eldur prýða peninginn, s.em hann-
aður er af Kristínu Þorkelsdóttur
teiknara. Peningurinn er 7 cm í
þvermál, hátt upphleýptur og þykk-
ur.
Slegnar voru tvó þúsund
samstæður af silfur- og bronspen-
ingi, sem kosta kr. 18.000,00, og
ellefu þúsund eintök af stökum
bronspeningum á kr. 1.900,00.
Hver peningur er númeraður. Pen-
íngarnír eru seldir í öskjum, og
fylgir hverri þeirra smárit, sem
gerir grein fyrir landvættum ís-
lands og útgáfu peningsins.
....
og meo 26/7 takmarkast
afgreiðsla á samstæðum við þrjár
til hvers kaupanda.