Vísir - 20.07.1974, Qupperneq 6
6
Vtgir. Laugardagur 20. júll 1974.
VÍSIR
(Jtgefandi: 'Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Fréttastj. erl. frétta: Björn Bjarnason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Sími 86611
Ritsirórn: ' Siðumúla 14. Simi 86611. 7 línur
Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Sandurinn sigraður
Sprengisandur er orðinn svo vel fær, að um
daginn sást þar á ferð bill með hjólhýsi i eftir-
dragi. Er þá litið orðið eftir af ógnum þessa sögu-
fræga sands, er þægindi nútimans hafa lagt hann
að velli með þessum hætti.
Einn bezti vegur landsins liggur þráðbeint frá
inntaksstiflu Búrfellsvirkjunar upp að Sigöldu og
siðan með litlum sveigjum upp að Þórisósi.
Þarna inni á eyðisöndum er verið að reisa mikil
mannvirki, sem eiga að stuðla að þægilegu
nútimalifi á íslandi.
Þegar þessari breiðu braut sleppir, eru aðeins
eftir um 120 kilómetrar til byggða norðan sands.
Vegarstæði er mjög gott og þurrt á þessari leið,
svo að tiltölulega ódýrt er að ryðja þar upp
góðum malarvegi. Og Vegamálastjórnin er
einmitt að láta athuga, hversu hagkvæmt sé að
leggja slikan þjóðveg norður Sprengisand.
Verktakinn, sem lagði veginn frá Búrfelli að
Þórisósi, gizkaði á fyrir fimm árum, að leggja
mætti góðan veg þessa 120 kilómetra fyrir um 35
milljónir króna. Þetta gæti hugsanlega sam-
svarað um 100 milljónum króna á núverandi
verðlagi, en er þó ekki há upphæð i samanburði
við annan vegagerðarkostnað nútimans
Um svipað leyti var gizkað á, að þunga-
flutningabill, sem færiþessa leið til Akureyrar og
stytti sér þar með leiðina þangað úr 450 kiló-
metrum i 350 kilómetra, mundi spara sér 15.000
krónur i rekstrarkostnaði og viðhaldi, á leiðinni
fram og til baka. Ef áætlað er, að þessi tala hafi
magnazt með sama hætti og hin fyrri, má gizka á,
að sparnaðurinn sé kominn upp i 40.000 krónur
fram og til baka. Samkvæmt þessu nægðu 2.500
ferðir þungavörubila til að greiða kostnaðinn við
Sprengisandsveg.
Þetta eru ágizkunartölur, sem benda þó til
þess, að mönnum sé óhætt að biða spenntir eftir
niðurstöðum hagkvæmnisathugunar Vegamála-
stjórnar.
Beinn og breiður vegur yfir Sprengisand verður
ekki lagður fyrir skemmtiferðir á sumrum. Ef
hann hins vegar yrði nýttur á sumrin fyrir þunga-
flutninga til Norðausturlands, er hugsanlegt, að
hann gæti borgað sig niður á tiltölulega
skömmum tima.
Nokkur bið verður á þvi, að þetta verði að veru-
leika. En á meðan eykst umferðin stöðugt á
sandinum. Aætlunarbilar fara hann i reglu-
bundnum ferðum, auk hópferðabila og einkabila.
Ferðamönnum er til mikils hægðarauka, að viða
hafa verið sett upp skilti, sem visa leið til
skoðunarverðra staða. Menn eiga þvi ekki á
hættu að fara af vangá framhjá náttúruundrum
eins og Hrauneyjarfossi og Aldeyjarfossi.
Hins vegar er sjálf vegarmerkingin viða orðin
þreytuleg og aukaslóðir villugjarnar, eins og sést
m.a. af þvi, að ferðamenn að sunnan villast iðu-
lega inn i Sandbúðir, ef þeir ætla niður i
Bárðardal.
Þarfasti þjónninn þurfti bithaga, og þess vegna
var Sprengisandur erfið leið á sinum tima. Nú
hafa aðstæður hins vegar gerbreytzt með
bilunum. Sandurinn, sem áður var hindrun i vegi
ferðamanna, er nú orðinn hið ákjósanlegasta
vegarstæði á bilaöld. Svo kann að fara, að þessi
svarti sandur verði ein af meiriháttar samgöngu-
æðum landsins.
—JK
Cheriton
Dover-sund
Göng fyrir
eftirlitsmenn
Tveggja
hæöa
flutningalest
undir bila
LONDON "
Göngin undir Ermasund
k—Dover^r^ ■;
Norðursiór
Ermasund
Calais
Fréthun
Lest, er flytur
flutningabfla,
rútur o g
hjólhýsi
\\
PARIS
>Vegalengd milli Parisar og London:
Ferðin tekur 3 klst. og 40 minútur.
rg..............................
450 km.
Bretar telja sig þurfa aö fresta gerð jarðganganna undir Ermasund um sinn.
Wilson
og
Giscard
prútta
um olíu
Wilson lét verða sitt fyrsta verk,
þegar hann komst I stjórn, að
sækja um endurskoðun aðildar-
skilmála Bretlands I EBE. —
Hann ræddi það við Frakklands-
forseta f gær.
og EBE
D’Estaing forseti mætir beiðni
Breta með gagnkröfu.
Evrópu á undanförnum áratug
eða svo, kann að ganga undir
erfiða prófraun vegna þess arna.
Valery Giscard D'Est-
aing Frakklandsforseti. og
Harold Wilson, forsætis-
ráðherra Bretlands, hófu
viðræður f gær í París í leit
að lausn á vanda, sem
sprottinn er upp í sambúð
ríkjanna.
Agreiningurinn, sem kominn
er upp milli þessara tveggja
nágranna, stafaöi i upphafi af
beiðni Breta um breytingu á
samningunum varðandi inngöngu
og aðild þeirra að EBE. Hafa
Frakkar sett sig á móti slikum
breytingum og lita á beiðni Breta
sem ógnun við EBE, eins og það
er i dag.
Það var þvi að vænta, að
Giscard D’Estaing forseti mundi
árétta á fundinum i gær við
Wilson, að Frakkar liti svo á, að
Rómarsáttmálanum sé ekki unnt
að hagga, en hann er einskonar
grundvöllur EBE. — Fyrr i vik-
unni gaf franski utanrikisráð-
herrann, Jean Sauvagnargues,
tóninn, þegar hann lýsti þvi yfir,
að bandalagið yrði að haldast i
þeirri mynd sem það er i dag.
Þvi er varla að búast við þvi
fyrir Wilson, að Frakkar muni á
þessum fundum slaka neitt til.
Þvert á móti hafa þeir látið á sér
skilja, að þeir muni koma með
gagnkröfur. Diplómatar meö
umboöi Frakklandsforseta hafa
látiö á sér skilja, að Frökkum
þyki miklu miður, hvernig Bretar
gera sig liklega til þess að sitja
alveg einir að oliu- og gasauðlind-
llllllllllll
Umsjón: G.P.
unum fyrir Bretlandsströndum.
Hafa þeir stungið að Bretumj að
það mundi vinsælt meðal næstu
nágranna þeirra, ef leyfðu þeir
góðum grönnum að njóta af með
sér.
Viðbrögð Breta við þessum
óformlegu uppástungum eru þeg-
ar ljós. Stjórn Wilsons fylgir hér
sömu stefnu og thaldsstjórn
Heaths: „Það sem er okkar — er
okkar, en ef einhver afgangur
verður, þá munum við með
ánægju deila þvi með vinum
okkar”.
Oliuæðið felur i sér sömu hættur
og gullæðið, sem hefur rekið
bræður til að vega bræður. Þær
þjóðir, sem ramba á mörkum
þess að teljast grannar og vinir
eða skæðir keppinautar, kunna að
sjá ofsjónum yfir heppni hins. Sú
eining, sem náðst hefur innan
Af Bretlands hálfu var það ætl-
unin, að á fundum leiðtoganna
yrði rætt fyrst og fremst um
aðildarskilmálana að EBE, eins
og að ofan er getið, en siðan um
framtið Concord-áætlunarinnar
um jarðgangagerðina undir
Ermasund og svo ýmis pólitisk
vandamál: , sem spretta i kjölfar
Kýpurmálsins.
Bretar, sem eiga I miklum
efnahagserfiðleikum i kjölfar
verkfalla, verðbólgu og óhag-
stæðrar utanrikisverzlunar,
verða helzt að fá frestun fram-
kvæmda varðandi gerð jarð-
ganganna undir Ermasund, sem
ljúka átti 1980 fyrir 200 milljarða
króna.
Fréttaskýrendur gera ekki ráð
fyrir, að Wilson verði I miklu
ágengt við Frakklandsforseta.
Franska stjórnin er ekki trúuð á,
að stjórn Wilsons endist lengi úr
þvi sem komið er. Hefur minni-
hlutastjórn Wilsons beðið hvern
ósigurinn á fætur öðrum i neðri
málstofu brezka þingsins núna að
undanförnu, og flestir eru þeirrar
skoðunar, að ekki verði hjá þvi
komizt að efna til nýrra þing-
kosninga I haust.
Bretar gera sér grein fyrir
þessu sjálfir, utanrikisráðherra
þeirra, James Callaghan, sagði
nýlega I viðtali við Associated
Press-fréttastofuna, að hann
grunaði bandamennina innan
EBE um að tefja afgreiðslu á
beiðni Breta um endurskoðun
aðildarskilmálanna, vegna þess
að þeir búist viö kosningum á
næstunni.