Vísir - 27.07.1974, Side 6

Vísir - 27.07.1974, Side 6
6 Vísir. Langardagur 27. júll »74. visir Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Frcttastj. ei>l. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Kitst jórn: Askriftargjald 600 kr í lausasölu 35 kr. ein Keykjaprent hf. Sveinn K. Kyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Ilclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 8661 1. 7 linur á mánuöi innanlands. takið. Blaðaprent hf. Merkasti minnisvarðinn Ekki er unnt aö minnast ellefu alda búsetu i landinu á verðugri hátt en væntanlega verður gert á Þingvöllum á sunnudaginn. Þá mun nýkjörið Alþingi koma þar saman til að sam- þykkja fimm ára landgræðsluáætlun, er á að bjarga þeim jarðvegi og gróðri, sem nú er i hættu, og snúa vörn i sókn. Forfeður okkar komu hér fyrir ellefu öldum að gróðursælu landi, viði vöxnu milli fjalls og fjöru. Þessi landgæði hefur þjóðin smám saman verið að taka út á ellefu öldum, sér til lifsviðurværis. Þeim hefur verið eytt, án þess að nokkru hafi verið skilað i staðinn Nú er svo komið, að gróðursvæði landsins hafa rýrnað um helming að flatarmáli og miklum mun meira að gæðum. Þrátt fyrir umfangsmikla sandgræðslu undanfarinna áratuga hafa upp blástur og gróðureyðing ekki látið af sókn sinni. Við getum ekki álasað forfeðrum okkar fyrir meðferðina á landinu. Sultur og harðindi hafa fylgt þjóðinni mestan hluta búsetu hennar i land- inu. Menn hjuggu skóginn og ofbeittu landið til að halda lifi frá ári til árs. Þeir höfðu ekki aðstöðu til að lita til fjarlægrar framtiðar. Nú er þjóðin hins vegar skyndilega orðin rik og býr þar að auki yfir mikilli þekkingu, meðal annars i vistfræði. Við getum litið yfir vitahring forfeðranna og vitum, hvað við eigum að gera til að skila landinu aftur þvi, sem tekið hefur verið frá þvi. Og siðast en ekki sizt höfum við ráð á að greiða ellefu alda gamla skuld okkar við landið, Landgræðsluáætlunin er itarleg 211 siðna bók. Þar eru sundurliðuð þau verkefni er brýnust eru. Kostnaður við þau er áætlaður einn milljarður króna, sem skiptist i 200 milljónir króna á ári i fimm ár. Takmark áætlunarinnar er að stöðva upp- blástur, sandfok og aðra jarðvegseyðingu: koma i veg fyrir hvers konar gróðurskemmdir og gróðurrýrnum, koma gróðurnýtingu og beit i það horf, að gróðri fari fram; friða þau skóglendi, sem þess eru verð og tryggja,að þau gangi hvergi úr sér; leggja grundvöll að nýjum skógum til fegrunar, nytja, skjóls og útivistar, þar sem það hentar; stuðla að endurgræðslu örfoka og ógróinna landa, sem æskilegt er, að breytist i gróðurlendi; og efla rannsóknir á þessum sviðum, þannig að sem traustastur grundvöllur sé undir öllu , sem gert er til að ná þessum markmiðum. Káðgert er að skipta fjármagninu á þann veg, að 705 millj. renni til sandgræðslu á vegum Landgræðslu rikisins, 165 milljónir til skóg- ræktar, 80 milljónir til rannsókna og 50 milljónir til landnýtingarmála. Þetta fimm ára átak á að nægja til að snúa vörn i sókn i gróðri landsins. Þar með er ekki sagt, að staðar verði numið eftir fimm ár. Miklu fremur er ástæða til að gera þetta að samfelldu átaki næstu áratuga, þannig að um næstu aldamót getum við sagt, að verulegur hluti skuldar þjóðarinnar við landið hafi þegar verið greiddur. Lanagræösluáætlunin er aðalsmerki þjóð- hátiðarinnar á Þingvöllum á sunnudaginn. Hún markar timamót i viðskiptum Islendinga við um- hverfi sitt i landinu, —JK Gríkkir feta sig á braut lýðrœðis imiiiiiiii fl® umsjón BB Eftir sjö ára ein- ræðisstjórn eru Grikkir byrjaðir að feta sig aftur inn á braut lýð- ræðislegra stjórnar- hátta. Þegar herfor- ingjarnir gátu ekki einu sinni staðið sig i striði, voru dagar þeirra taldir i valda- sætunum i Aþenu. Gamlir stjórnmála- menn voru kallaðir á vettvang og beðnir að leiða þjóð sina út úr ó- göngunum. Þótt þeir hefðu verið i útlegð eða fangelsum á valdatim- um herforingjanna, hlýddu þeir kallinu og komu þjóð sinni til bjargar. Menn minnast ekki eins mikilla fagn- aðarláta i Aþenu siðan heimsstyrjöldinni lauk og urðu, þegar herfor- ingjarnir féllu. Mönnum létti ekki aðeins i Aþenu við fall einræðisherr- anna. Alls staðar var þvi fagnað sem miklum gleðitiðindum. Samaðilum Grikkja að Atlants- hafsbandalaginuer nú sú skylda á höndum að hlúa að nýju stjórninni og gera henni kleift að sigrast á þeim miklu vanda- málum, sem við henni blasa. í þvi efni duga ekki orðin tóm. Efnahagsbandalag Evrópu var óvenju fljótt að taka við sér, þegar það dró sérstakan samn- ing sinn við Grikki úr þeim hirzlum , þar sem hann hafði veriö geymdur i tið herforingj- anna, og sagðist reiðubúið til samstarfs við nýju stjórnina. Konstantin Karamanlis, hinn nýi forsætisráðherra Grikkja, er reyndur stjórnmálamaður. Hann er hægri sinnaður og þekktur fyrir stuðning sinn við vestrænt samstarf. Hann var forsætisráðherra Grikkja frá 1955—1963 en komst fyrst á þing 1933. Þegar Ioannis Metaxas, hershöfðingi, varð einvaldur i Grikklandi 1936, sýndi Karamanlis andstöðu sina með þvl að draga sig út úr stjórn- málum. Páll heitinn Grikkja- konungur fól Karamanlis að mynda stjórn, þegar Papagos, sem verið hafði forsætisráð- herra Grikklands frá lokum sið- ari heimsstyrjaldarinnar, lézt. Fjórum mánuðum siðar stofn- aði nýi forsætisráðherrann sinn eigin flokk, Þjóðlega róttæka- sambandið, og vann hreinan meirihluta á þingi. 1 apríl 1963 lenti Karamanlis upp á kant við Pál, konung, og sagði af sér. Vonsvikinn fól Óvissa rlkir um framtlð Konstantlns, fyrrum konungs Grikkja. Hann hefur ekki látið mikið til sln heyra eftir fall herforingjanna. A þriðju- daginn ræddi hann við Ilaroid Wilson, forsætisráðherra Breta. Aþenubúar fagna falli herforingjastjórnarinnar með þvl aö hylla mynd af nýja forsætisráðherranum, Konstantin Karamanlis. orðið að ósk sinni fimm árum slöar, og það kemur nú i hans hlut að leiða Grikki aftur til lýð- ræðis. Karamanlis hefur heitið þjóð sinni umbótum á stjórnskipun rlkisins og almennum kosning- um, þegar tekizt hefur að leysa vandamálin, sem skapazt hafa á Kýpur. Hann segir, að breyt- ingar verði gerðar á rikisstjórn- inni og fleiri pólitiskum öflum hleypt inn I hana, þegar sér fyrir endann á Kýpur-deilunni. Þetta er andsvar hans við þeim röddum, sem strax hafa heyrzt um það, að i stjórn hans sitji engir fulltrúar vinstri aflanna i landinu. Það kemur i hlut Geores Mavros, nýskipaðs utanrikis ráðherra Grikklands og vara- forsætisráðherra, að ná fram viðunandi lausn á Kýpurmálinu fyrir Grikki. Á fimmtudags- kvöldið settist hann við samn- ingaborðið með utanríkisráð- herrum Breta og Tyrkja i Genf. En ráðherrarnir eru fulltrúar þeirra þriggja rikja, sem eru á- byrg samkvæmt alþjóðasamn- ingi fyrir sjálfstæði og hlutleysi Kýpur. Nýja stjórnin i Grikk- landi hefur lýst þvi yfir, að hún telji Makarios löglegan forseta Kýpur. Það eittdugar þó ekki til lausnar deilunni, þvi að Tyrkj- um hefur ávallt verið i nöp við Makarios. Þótt þeir hafi gert innrásina á eyjuna undir þvi yfirskini, að þeir vildu koma honum á ný til valda, á raun- verulegur vilji þeirra til þess eftir að koma i ljós. Hvað um það, Mavros hefur nú tekið að sér það erfiða verkefni að rétta hlut þjóðar sinnar út á við eftir mistök og frumhlaup herfor- ingjanna, sem sendu hann til fangaeyjunnar Jaros. Phaidon Gizikis, hershöfðingi, er enn forseti Grikklands. Hann komst til valda i nóvember s.l., þegar herinn steypti Seorgi Papadopoulosi, sem stóð fyrir byltingu herforingjanna 1967. Sú spurning vaknar, hve lengi Gizikis muni sitja i forsetaemb ættinu og hvort Konstantin, fyrrum konungi, verður aftur boðið að setjast i höll sina sem þjóðhöfðingi landsins. Nýja rikisstjórnin hefur ekki enn sagt neitt um það. Konstantin situr i London og lætur litið fyrir sér fara, þótt hann hafi gengið á fund Harolds Wilson, forsætis- ráðherra, og rætt við hann gang mála i Grikklandi. Dimitrios Ioannidis, yfirmað- ur herlögreglunnar i Grikklandi og hvatamaðurinn að gagnbylt- ingunni á siðasta ári, hefur ver- ið sviptur völdum. Hann var maðurinn á bak við byltinguna á Kýpur og valdamestur á bak við tjöldin hjá herforingjastjórn- inni. Ioannidis situr nú i stofu- fangelsi. Nýjar aðstæður hafa skapazt i Grikklandi. Ef sundrungin verður ekki of mikil i landinu, þegar kúgun herforingjanna vikur fyrir frelsinu, verður þess ekki langt að biöa, að griska þjóðin skipi aftur veglegan sess meðal lýðræðisþjóða heims. hann Panayiotis Kaneliopou- losi, vara-forsætisráðherra, for- mennsku i flokkknum og fór til Parisar. Þegar ekki var nema mánuður til þingkosninga 1963, fengu flokksmenn Karamanlis hann til að snúa aftur heim til Grikklands og gefa kost á sér til þingsetu. Hann kom með hálf- um huga, flokkur hans tapaði meirihluta sinum á þingi og að kosningum loknum sneri hann aftur til Parisar. 1 sex ár lét hann ekki opinberlega i ljós álit sitt á þróun mála i Grikklandi. En 1969, þegar herforingjarnir höfðu stjórnað landinu i tvö ár, hvatti hann til þess, að stjórn þeirra yrði steypt. Honum hefur Georg Mavros, utanrlkisráð- herra Grikklands. t hans hlut kemur að hafa forystu um lausn Kýpur-málsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.