Vísir - 27.07.1974, Side 7

Vísir - 27.07.1974, Side 7
Vlsir. Laugardagur 27. júli 1974. 7 Myndin var tekin á Þingvöllum I gær og sýnir nokkur tjöld.sem voru komin upp á hátíöasvæöinu. Þessi tjöld eru að visu ekki á aöal tjaldsjtæöinu, en þaö er f.vrir ofan Almannagjá. Einnig er nóg af tjaldstæðum viö Skógarhóla og hjá Leirum. Ljósm.: Bj.Hj. Hann vinur okkar, Jón Jónsson, er mikið búinn að hlakka til þessarar helgar og að vonum, því að hann ætlar á Þingvöll í dag með sína kæru f rú og krakka. Hann hefði nú helzt kosið að vera lagður af stað, en eins og gengur, þá losnaði hann ekki úr vinnu fyrr. Jón var mikið búinn að hugsa um þessa Þingvallaferð sina og hvort ekki yrði nú mikil umferð austur eða hvort hann gæti nú komið tjaldi sinu fyrir á góðum stað. Hans háttvirta frú var búin að sauma á krakkana, upphlut á stelpuna og spari- buxur á strákinn, svo að nú var aðeins að vonast eftir góðu veðri. Ekki vantaði heldur, að góðgæti væri i matarkörfunni, hangikjöt og svið, harðfiskur, smjör, kæfa rúllupylsa og annar ósvikinn islenzkur matur. Allt skyldi vera i þjóðlegum stil um þessa helgi. |Nú er allt komið út i bil hjá Joni, maturinn, tjaldið, svefn- pokarnir, konan og krakkarnir, og hann aðgætir, hvort ekki sé allt i lagi með bilinn, þvi að ekki væri gott, ef eitthvað yrði að á miðri leið. Það gæti hæglega haft þær afleiðingar, að billinn stöðvaðist Þar fyrir utan kæmist Jón ekki á þessa lang- þráðu þjóðhátið, og myndi jafnvel tefja umferðina fyrir öðrum. Hvar eru viögeröarbílarnir En biðum við, kannski væri þetta nú óþarfa kviði hjá Jóni, Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir þvi að viðgerðarbilar frá Félagi islenzka bifreiðaeigenda ætla að vera með viðgerðarbifreiðar á leiðinni til Þingvalla, og Jón rifjaði upp fyrir sér i huganum, hvar þær ættu að vera stað- settar. Hann mundi lika, að það var einmitt á sömu stöðum og lögregluvarðstöðvarnar eru.l. á mótum Þingvallavegar og Vesturlandsvegar 2.á Mosfells- heiði.á mótum Þingvallarvegar og Kjósarskarðsvegar 3. á Þingvallavegi, á mótum Grafningsvegar, 4. á Þingvalla- vegi, móts við Kárastaðastig (þar sem ekið var niður Almannagjá), 5. á Þingvöllum, nánar tiltekið á Leirunum, 6. á mótum Gjábakkavegar og Sogsvegar, 7. á Skógarhólum og 8. á Uxahryggjaleið, við gatna- mót Kaldadalsvegar og Uxahryggjavegar. Spenniö bílbeltin Gleymdi hann nú nokkru? Jú, að spenna bilbeltin. Það var áreiðanlega vissara. Jón mundi eftir mörgum slysum, sem hann hafði heyrt um, að hefðu alls ekki orðið eins alvarleg, ef fólk hefði bara munað eftir að spenna beltin. Já, og var ekki einmitt tilkynning frá Umferðarráði um, að þeir, sem væru með beltin spennt.fengju afhentan getraunaseðil með 10 léttum spurningum? Vinning- arnir voru heldur ekki af verri endanum, þvi að þeir voru fjórir, og hver vinningur viðleguútbúnaður upp á hvorki meira né minna en 50 þús. kr. Jæja, þetta gengur nú allt saman vel hjá Jóni. Hann hefur keyrt með jöfnun hraða og er kominn fram hjá bilastæðinu við Kárastaði. Þaðan er bila- umferð bönnuð á sunnudag, en fólk getur tekið strætó niður á hátiðarsvæðið. Hann keyrir fram hjá tjaldstæðinu á Lækjar- bökkum við Grimagilslæk ofan Almannagjár og fram hjá hjól- hýsunum og inn að Skógar- hólum, þvi að þar ætlar hann að tjalda. Hann veit sem er, að það verða engin vandræði að komast niður á hátiðarsvæðið, þvi að strætó bjargar þvi. Stjórnstööin Ef einhver skyldi nú verða veikur eða meiða sig, þá er skyndihjálp á Leirunum og stjórnstöð löggæzlunnar er i tjaldi við Efrivelli. Stjórnstöðin er i fjarskiptasambandi við lögregluvarðstöðvar, lögreglu- bifreiðar, og björgunar- og hjálparsveitir. Hafa starfsmenn Landsimans skipulagt sérstak- lega fjarskipta- og simakerfið. t hverri varðstöð lögreglunnar verður varðstjóri, ásamt tveimur lögreglumönnum, auk tveggja aðstoðarmanna frá hjálparsveitunum. Þyrlur Landhelgizgæzlunnar munu verða til taks við eftirlits- og björgunarstörf. Vegagerð rikisins hefur viðbúnað til þess að lagfæra vegi og vegamann- virki, ef þörf krefur. Þar sem Jón er nú búinn að koma sér fyrir á Skógarhólum, hugsar hann með sér að það væri nú gott, að hann skyldi ekki þurfa að keyra þessa leið á sunnudagsmorguninn. En ef hann hefði gert það, þá hefði hann áreiðanlega haft útvarpið opið frá kl. 7 og hlustað á létt morgunlög og ýmsar leiðbeiningar um umferðina. Eitt var lika vizt, að hann myndi fylgjast vel með. hvað þeir ætluðu að segja honum i umferðarspjallinu. sem hæfist kl. 19.30. þegar hann væri á leið- inni heim. —EVI Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að þaðsé STANLEY

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.