Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. Janúar 1966
~rw
3
TÍMINN
Samstarf í bæjarstjúrninni
hefur borið góðan árangur
Bjarni Guðbjörnsson fluttist til
ísafjarðar fyrir röskum fimmtán
árum til að taka við stjórn úti-
bús Útvegsbanka íslands og hefur
gegnt bankastjórastarfi þar síðan
Hann hefur verið forseti bæjar-
stjórnar þetta kjörtímabil, var við
síðustu kosningar kjörinn sem
fulltrúi Framsóknarflokksins á
sameiginlegum framboðslista
vinstri flokkanna þriggja, sem
náði meirihluta við þær kosning-
ar. Framsóknarflokkurinn fékk
fyrst kjörinn bæjarfulltrúa á ísa-
firði 1954
Þegar ég hitti Bjarna að máli
til að spyrja hann undan og ofan
um samstarfið í bæjarstjórninni,
atvinnuástand og framkvæmdir í
bænum, sagði hann, hvað varðaði
fundi og störf bæjarstjórnar, þá,
gengi það árekstralítið og yfirleitt
friðsamlega fyrir sig, en sú hafi
verið tíð, að þar hafi þótt all-
róstusamt oft á fundum hér áður
fyrr Á síðustu árum hefði sam-
starf flokkanna í bæjarstjórninni
tekið miklum breytingum til
betra
Bjarni taldi merkustu fram-
kvæmdir á vegum bæjarins vera
VerkamannabústaSir í smíðum á ísafirði
vatnsveituna og vatnsaflstöðvarn-
ar í Epgidal hefðu verið ge.vsiátak
Götulýsing í bænum hafi verið
aukin til mikilla muna, nú væri
jkomin lýsing á allt hafnarsvæðið,
höfnin væri lífhöfn, þar sem við-
legupláss sé nú orðið mjög langt,
einkum eftir stækkun bátahaínar-
innar Unnið yrði eftir megni að
því að hraða byggingu barnaskóla
hússins, svo hægt yrði að taka
gamla barnaskólahúsið í þarfir
gagnfræðaskólans og einnig að
búa í haginn fyrir væntanlegan
menntaskóla, sem þegar hafi verið
ætlaður framtíðarstaður. Bæjar-
stjórnin væri fyrir sitt leyti búin
að samþykkaa skipulagshuguiynd,
þar sem áformað væri að fylla
upp í krikann við Torfunes, færa
þjóðveginn inn í kaupstaðinn nið-
ur fyrir brekkuna, og við uppfyll
inguna skapaðist talsvert land-
rými fyrir byggingar og þar ætti
menntaskólinn að rísa, á einu
skemmtilegasta lóðasvæði í bæn-
um.
Bjarni sagði að íbúar ísafjarð-
arkaupstaðar hefðu í desember
1964 verið 2654 og heldur fjölg-
að síðan Atvinna væri næg í bæn-
um og fremur skortur á vinnu-
afli Fyrst og fremst væri
vinna við sjávaraflann, á skipun-
um, við móttökuna í landi, í frysti
húsunum, og rækjuverksmiðjurn-
ar veittu möguleika til að nýta
vinnuafl, sem ella nýttist lítið við
framleiðsluna. því að þar ynnu
Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri, i
ísafirði.
tugir kvenna og unglinga, eink-
um gætu húsfreyjur þar komið
því við að vinna að framleiðslu-
störfum utan heimilis Þá væri að
nefna iðnfyrirtækin í bænum, sem
auk fiskiðnaðarins væru helzt
vélsmiðjan Þór, gleriðjufyrirtæk-
ið nýja, Fjöliðjan, og síðast en
ekki sízt skipabrautin og skipa-
smiðjan mikla, sem er að rísa
mikið stækkuð hjá Marselíusi
Bernharðssyni, þar sem starfslið
yrði nálægt hundrað manns, og
væru miklar framtíðarhorfur
tengdar við það mikla fyrirtæki
Þá minntist Bjarni á tekjur þær,
'sem ísafjarðarkaupstaður hefði af
erlendum skipum, sem leita við-
gerða og þjónustu af ýmsu tagi
— Hingað leituðu 241 skip á
árinu sem leið, sagði Bjarni. Og
þau greiddu hér í alls konar þjón
ustu fjórar milljónir, tvö hundruð
og tvö þúsund krónur, fyrir hafn-
skrifstofu sinni í Útvegsbankanum á
Tímamynd.
argjöld, sjúkrakostnað, viðgerðar-
kostnað, olíu o.fl. T.d. greiddu þau
í skipagjöld 432 þúsund krónur,
og sjúkrahúsinu 564 þúsund Og
þetta voru allt erlendir togarar,
að fimm undanteknum og lang-
flestir þeirra brezkir eða 236 alls
— Og þetta nýja fyrirtæki, sem
þú nefndir, Fjöliðjan, hefur það
vaxið hér ört?
— Já, það má segja, þetta er orð
in gífurleg framleiðsla á samsettu
gluggarúðugleri, og það er mikil
útflutningsvara héðan, mér er
næst að halda, að um 95% af
framleiðslunni sé flutt héðan út
um allt land, og við þetta vinn-
ur fjöldi fólks Það er margt, sem
bendir til þess, að ísafjörður
eigi eftir að vaxa og dafna í fram
tíðinni, en vonandi hér eftir sem
hingað til á kaupstaðurinn að
að mestu leyti að byggja tilveru
á þeim auði, sem sjórinn gefur.
Byggir út í sjó ■ og ætlar að
smíða 300 lesta skip undir þaki
Stærsta mannvirki, sem nú er
í smíðum á ísafirði, er skipa-
smiðja Marselíusar Bernharðsson-
ar, svo og skipabrautin hans nýja,
hvorttveggja í Neðstakaupstaðn-
um, rétt hjá þar sem enn stend-
ur elzta húsið á staðnum, nýorð-
ið 200 ára, og lætur minna á sjá
en mörg sem yngri eru. Marselíus
er ekki ýkja hrifinn af því, hvern-
ig stjórnvöld landsins hafa b-íið
að íslenzkum iðnaði á undanförn-
um árum, en samt er hann bjarr-
sýnn á möguleika íslenzks iðn-
aðar og iðnaðarmanna og dugn-
aður hans og útsjónarsemi eru
með fádæmum. Þegar athafna-
svæði hans þarna „í Neðsta“ var
orðið of þröngt, tók hann sér fyr-
ir hendur að auka sér landrými
með uppfyllingum, eru þar nú ris-
in mikil mannvirki og inargir
hamrar á loí þar sem var sjáv-
arbotn fyrir fáum árum.
Nú eru þrjátíu ár síðan Marse-
líus hóf atvinpurekstur sem skipa-
smiður á ísafirði, og réðst hann
nokkru síðar í að hafja smíði
fyrstu húsanna í Neðstakaupstaðn
um og var þeim fyrstu bygging-
um lokið eftir þrjú ár, 1939.
— Fyrstu árin hafði ég eigin-
lega engan samastað, varð að
vera með þetta niðri i fjöru og
hvar sem var, segir Marselíus, þeg
ar hann stikar með mér í Neðsta
að sýna mér ríki sitt.
Fimm árum eftir að fyrstu verk
stæðin hans voru komin þar upp,
keypti hann skipasmíðastöð Bárð
■ ■
Bp
'•-sk-f.-.S-
Marselíus Bernharðsson hjá skipasmiðju sinni i Neðsta kaupstað.
Tfmamynd—GB.
ar Tómassonar skipaverkfræðingn,
en Bárður var brautr.vðjandi í
nútíma skipasmíði á ísafirði.
Löngu síðar keypti Marselíus flug-
skýli, sem Flugráð átti þarna í
Neðsta, það stóð þar á rifi með
sjó beggja vegna, og svo tók Mar-
selíus sig til við að fylla /upp a
báða bóga við rifið, stækka hús-
ið á alla vegu, í því skyni að
hafa þar aðstöðu undir þaki til
smíða þar stærri fiskibáta, og er
nú húsið komið í þá stærð, að
þar er hægt að smíða allt að þrjú-
hundruð lesta skip. Húsið er allt
úr járni, stáli og gleri og hafa all-
ir hlutir úr járni og stáli í bygg-
ingunni, svo og innanstokksmun-
.. ■.
ir úr tré verið smíðaðir í járn-
og trésmiðjum Marselíusar þar á
staðnum. Sama er að segja um
slippinn, þar sem hægt er að
renna upp brautina allt að 400
lesta skipum til viðgerða og þjón-
ustu, allir hlutir heimatilbúnir,
nema stálhjólin, sem varð að
panta utanlands frá.
— Hvað er langt síðan þú hófst
þessar stórframkvæmdir, Marse-
líus?
— Það eru svona þrjú og hálft
ár. Samt höfum við orðið að sæta
sjávarföllum við að smíða sumt
hér, eins og t.d. spilhúsið, sem
við gátum ekki unnið vic í fyrstu
nema um fjöru.
— Hvaða fiskiskip smíðaðir þú
fyrst?
— Fyrsti þilfarsbáturinn var
,,Mímir,“ 17 tonn, smíðaður fyrir
Ingimar Finnbjörnsson í Hnífsdal.
þar sem hann stóð sig vel alla
tíð þangað til hann var seldur
til Eyrarbakka fyrir fimmtán ár-
um og hefur gengið þaðan síðan.
Á árunum fram til striðsloka smíð
uðum við hér tuttugu ný skip,
smærri og stærri.
— Og stærsta skipið, sem þú
hefur smíðað til þessa?
— Það var einmÞ' líka á þessu
sama árabili, 92 lesta vélbáturinn
„Richard," sem við smíðuðum fyr-
ir Björgvin Bjarnason 1940 og
sem síðar fór hina frægu för til
Nýfundnalands, og er þar ein-
hvers Naðar, trúi ég. Þeir gerðu
hann þar að pramma, tóku allt
ofan af honum, sömuleiðis dekk-
ið og vélarnar, og söfnuðu í
hann síldarafgangi, gerðu sem sé
úr honum gúanóverksmiðju, sagði
Marselíus og hló.
— Hvað kostaði það skip full-
gert?
— Kaupandinn lagði til efnið
og við tókum þetta í ákvæðis-
vinnu, sem kostaði 30 þúsund
krónur, allt akkorðið. Nú eru aðr-
ir prísar, og mundi þetta víst
þykja oilleg vil:a nú á tímum.
— En hvaða skip smíðaðir þú
síðast?
— Það var Ingiber Ólafsson,
fyrir einum fjórum árum. Síða.:
hef ég ckki smíðað bát, hef ekki
getað átt við það á meðan við
Framhald á bls. 15