Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. janúar 1966
TIMINW
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Erfiðleikar iðnaðarins
E fiðleifcar þeir, sem fjöldi íslenzkra iðngreina á nú
vi... ,ó búa og stafa af því, að það virðist blátt áfram
stema stjórnarvaldanna að kreppa sem mest að íslenzk-
um iðnaði, hefur valdið megnri óánægju, sem vonlegt er,
meðal iðnrekenda, eins og margir vitnisburðir þeirra
sjáifra eru nú um í blöðum og tím^ritum, þar sem mál-
efni íslenzks iðnaðar eru rædd. Kemur þar víða fram
hörð gagnrýni á iQnaðarstefnu stjórnarinnar, lánakrepp-
una og vaxtaokrið, sem kemur afar þungt niður, og ekki
sízt fáheyrt seinlæti og brigðir stjórnrválda á þeirri
sjálfsögðu ráðstöfun, að Seðlabankinn endurkaupi hrá-
efnavíxla iðnaðarins.
Þórarinn Þórarinsson hefur flutt það mál á þingi und-
anfarin ár, en stjórnarflokkarnir staðið þverir í götu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa að vísu verið með
nokkrar sýndartillögur um þetta, en þær hafa aðeins
orðið ógild loforð, því að málið situr enn í sama farí,
og iðnaðurinn er beittur sama ranglætinu og fyrr.
Morgunblaðið finnur gerla aina réttmætu óánægju
iðnrekenda, og er að reyna að bera fram afsakanir.
Talar það um „tímabundna erfiðleika*' iðanðarins og ber
blak af ríkistjóminni. En afsökunin snýst von bráðar í
hóflausar ásakanir á hendur iðnaðinum til réttlætingar
stjórnarstefnunni. Blaðið segir í forystugrein:
„Svo virðist sem ákveðnar iðngreinar hafi ekki gert
sér fullkomlega ljóst, þegar eftir viðreisnarráðstafan-
irnar 1960, að hverju var stefnt, eða a.m.k. ekki verið
nægilega snör í snúningum til þess að búa sig undir
þessar óhjákvæmilegu breytingar, sem þá urðu á tolla-
og innflutningsmálum íslendinga’’.
Undir hvað átti iðnaðurinn að búa sig? Var það ekki
heit stjórnarinnar að halda dýrtíðinni í skefjum? Átti
iðnaðurinn að „búa sig undir” það, að hann væri beittur
lánakreppir, okurvöxtum og ranglæti í endurkaupum
vöruvíxla? Átti hann að „búa sig undir” það að vera
hornreka stjórnarvaldanna og sæta skæruhernaði af
þeirra hálfu í markaðsmálum? Eða átti hann að „búa sig
undir’’ það að vera beittur þvingunum til þess að geta
ekki endurnýjað vélakost, svo sem nauðsynlegt er, eða
aflað sér brýnna tækja til bættra afkasta?
Haraldur Böðvarsson, hinn kunni útgerðarmaður á
Akranesi, nefnir dæmi um þetta » grein í Morgunblaðinu
fyrir nokkrum dögum með þessum orðum-
„Ég þekki fyrirtæki, sem pantaði fyrir um það bil einu
ári eina gaffallyftu, og kom hún skömmu síðar til lands-
ins . . . Fyrirtækið hefur hvergi getað fengið lán til
kaupanna og hggur lyftan enn þá óinnleyst til mikils
tjóns fyrir fyrirtækið”
Þetta er aðeins lítið dæmi af mörgum um það, hvernig
lánakreppa ríkisstjórnarinnar ieikur nauðsynlegustu
iðnstofnanir framleiðslunnar á meðan fjárfrystingin í
bönkunum er síaukin, okurvextir hækkaðir og neitað að
endurkaupa hráefnavíxla iðnaðarms.
Átti iðnaðurinn e.t.v, að „búa sig undir’ viðreisn af
þessu tagi? Og nú er iðnaðinum álasað fyrir að hafa
ekki verið nógu „snar” í snúmngum Er furða, þótt
sagt sé, að ríkisstjórnin beiti harðræðum við íslenzkan
iðnað?
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON;
Burt með hagræöingarhöftin
Merkilegar upplýsingar Haralds Böðvarssonar, útg.manns á Akranesi
tillaga okkar þremenninganna
svæfð á þingi í fyrra og mun
vafalaust sæta srvipaðri meðferð
nú. En baráttunni fyrir því, að
lög Seðlabankans verði ekki brot
in að þessu leyti, mun haldið
áfram. Ástæðan til þess, að ég
rifja tillöguna upp nú er stór
merk grein eftir Harald Böðvars ,
son, útgerðarmann á Akranesi,
sem birtist í Morgunblaðinu 22.
þ.m. Hún sýnir svart á hvítu,
hvílíkt nauðsynjamál þessi til-
laga er.
Haraldur segir svo í grein
sinni:
„Ýmsir framámenn utan
þings og innan, hafa í ræðu
og riti básúnað nauðsyn vinnu
hagræðingar og aukinn vélakost,
til þess að fá meiri afköst, og
betri nýtingu og til þess að létta
erfiðustu vinnunni af manns-
höndinni. Þetta eru orð í tíma
töluð, svo langt sem þau ná, því
það er bæði hægt að hækka fisk
verð og vinnulaun ei fiskverk-
unarstöðvarnar væru rétt byggð
ar upp, með nauðsynlegum tækj
um og vinnuvélum. En hvernig
er ástandið yfirleitt á vinnu-
stöðvunum í dag? Byggingar víð
ast gamlir skúrar, þar er hvorki
hátt til lofts né vítt til veggja
Eg vil nefna eitt dæmi. Frysti
geymslur eru víðast hvar þann
ig gerðar, að það er ekki hægt
að koma neinum flutningstækj-
uin við inni í þeim, og þ.a.i
ekki hægt að stafla vörunutn á
vinnupalla, sem ein gaffaliyfta
með einum manni getur fJutt
úr geymslunni á bíl fyrir utan,
eða úr vinnusal inn í geymsluna.
Við útskipun á frosnum fiski.
pökkuðum saltfiski eða skreið
sparast í þessu tilfelli 15—20
menn og þar að auki tekur út
skipunin helmingi styttri tíma.
Til þess að bæta úr þessu
ófremdarástandi væri nauðsyn
legt að byggja mjög víða nýjar
frystigeymslur í nálægð við
frystihúsin, hafa nægilegt magn
af vinnupöllum og eina eða
fleiri gaffallyftur til að flytja
vörurnar á milli húsa, og við
útskipun. Sama máli gegnir með
saltfisk og skreið. Þegar vörun-
um er pakkað, staflasl þær á
vinnupalla um leið og getur gaff
allyftan svo flutt þæ- tr’ og
staflað upp í 4—6 metra hæð
vörunum með 3—4 /innupöllum
hvern ofan á annan. Það er ekki
nóg að segja, að svona væri
æskilegt að hafa það og svo
koma allar hinar vélarnar: Flök
unarvélar fyrir síld og þorsk,
afhausunar- og flatningsvél-
ar fyrir bolfisk, síldarflokkunar-
vélar, þvottavélar fyrir síld og
þorsk o.fl. o.fí.
Landbúnaðurinn hefur yfir
allmyndarlegum vélasjóði að
ráða, en hvar er vélasjóður út-
gerðar- og fiskvinnslu?“
% en í fyrra var þetta 57%.
Fyrirtækið hefur hvergi gétað
fengið lán til kaupanna og ligg-
ur lyftan ennþá óinnleyst til
mikils tjóns fyrir fyrirtækið. En
slík verkfæri geta borgað sig
upp á tiltölulega stuttuim
tíma í vinnusparnaði, þar sem
næg verkefni eru fyrir hendi.
Ég þekki líka útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki, sem á fast
eignir, lóðir og vélar metnar ti]
verðs 1965 af lögskipuðum mats-
mönnum ríkisins og Seðlabank-
ans fyrir allháa upphæð, og þeg-
ar frá eru dregnar áhvílandi
skuldir á eignunum þá verður
eftir til veðsetningar og lántöku
kr. 14.297.000, nettó, miðað við
lánsreglur, sem leyfa að 60%
megi hvíla á slíkum eignum, þar
að auki er ábyrgð ríkisins fyrir
hendi til tryggingar greiðslu af-
borgana og vaxta. Fyrirtæki
þetta hefur leitað eftir láni hér
innan lands kr. 12.000.000, — en
hvergi fengið nein loforð fyrir
því enn sem komið er. Aftur á
nióti hefur útlent lán boðizt með
5%% vöxtum og sótt hefur ver
ið um samþykki Seðiabankans á
því fyrir nokkrum mánuðum án
þess að svar hafi borizt þegar
þetta er ritað.
„Að brjóta niður aftan frá.“
Haraldur Böðvarsson segir
ennfremur:
„Ein ástæðan íyrir því, að út-
gerðarmenn og fiskvinnslustöðv-
ar geta ekki greitt skuldir sínar
á réttum tíma er sú, að of lítið
er lánað út á fullunnar fiskaf-
urðir, þessvegna bindst því meira
fé hjá vinnslustöðvunum eftir
því sem þær framleiða meira. í
grein, sem ég skrifaði 10. marz í
fyrra fór ég nánar út í þetta at-
riði, en til skýringar vil ég geta
þess hér, að þrátt fyrir marg-
ítrekaðar tilraunir hefur ekki
ennþá fengizt leiðrétting á þessu.
Fyrirtæki, sem hefur með mikl-
um tilkostnaði útbúið síldarflök
unarsal „g keypti til hans flök-
unarvélar m.m. fyrir 3 millj.
króna, flakaði í nóv.—jan. yfir
2000 tunnur af fullunnum edik-
síldarflökum. Söluverð síldarinn
ar er all gott, en út á hana er
lánað hlutfallslega allt of lítið
og verður framleiðandinn að
bíða eftir afganginum þangað til
greiðsla hefur borizt frá kaup-
anda utanlands.
Mér finnst raunverulega, að
framámenn þjóðarinnar sýni
sjávarútvegnum alltof lítið rstt
læti eða sanngirni í baráttu fyr-
ir tilverunni, því hvar værum
við nú staddir fjárhagslega et
sjavarútvegsins nyti ekki við, en
eins og fram kemur í framan-
ritaðri grein, gæti maður ímynd-
að sér, að markvisst væri unnið
að því að brjóta niður þennan
atvinnuveg aftan frá”.
Lög Seðlabankans
og atvinnuvegirnir.
Á þinginu í fyrra og aftur á
þinginu nú hefi ég fhitt ásamt
þeim Ingvari Gíslasyni og Hall-
dóri E. Sigurðssyni svohljóð-
andi þingsályktunartillögu um
að framfylgt verði lögum um
það hlutverk Seðlabankans, að
tryggja atvinnuvegunum hæfi-
legt lánsfé:
„Alþingi ályktar að skora á rík
isstjórnina að hlutast til um, að
Seðlabanki fslands kappkosti að
fullnægja því hlutverki, sem
honum er ætlað í lögum frá 24.
marz 1961, að vinna að því, að
framboð lánsfjár sé hæfilegt
miðað við það, að „framleiðslu-
geta atvinnuveganna sé hagnýtt
á sem fyllstan og hagkvæmast-
an hái:t.“
Greinargerð tillögunnar hljóð
ar á þessa leið:
„í lögum um Seðlabanka ís-
lands frá 24. marz 1961 er hon-
um ætlað það m.a. sem aðal-
hlutverk að koma í veg fyrir, að
atvinnuvegirnir búi við láns-
fjárskort. 2. gr. laganna hefst
á þessa leið:
„Hlutverk Seðlabanka íslands
er:
1. að annast seðlaútgáfu og
vinna að því, að peningamagn
í umferð og framboð lánsfjár sé
hæfilegt miðað við það, að verð-
lag haldist stöðugt og fram-
leiðslugeta atvinnuveganna sé
hagnýtt á sem fyllstan og hag-
kvæmastan hátt.“
Það er kunnara en rekja
þurfi, að atvinnuvegir lands-
ins búa við stórfelldasta láns-
fjárskort og stendur hann fram
ar öðru í vegi þess, að fram-
leiðslugeta þeirra „sé hagnýtt á
sem fyllstan og hagkvæmastan
hátt.
Þessi mikli lánsfjárskortur at-
vinnuveganna stafar ekki af því,
að lánsfé vanti, heldur hinu,
að ríflegur hluti sparifjárins —
eða yfir 1000 millj. kr. — hefur
verið frystur í Seðlabanks ís-
lands. Seðlabanka íslands er því
vel mögulegt að fulnægja miklu
betur en nú á sér stað því
hlutverki sínu að vinna að því,
að framboð lánsfjár sé hæfilegt
miðað við það, að „framleiðslu-
geta atvinnuveganna sé hag-
nýtt á sem fyllstan og hag-
kvæmastan hátt.“ Það er því
meira en ærin ástæða til þess
fyrir Alþingi, að beina athygli
ríkisstjórnar og bankastjórnar
að þessu hlutverki bankans.
Rétt er að geta þess, að spari
fjárfrystingir. hefur stundum
verið rökstudd með því, að hún
stuðli að b\í að halda verðlagi
stöðugu. Reynslan hefur hins
vegar sýnt, að verðþensla hefur
aldrei verið meiri en síðan fryst
ingin kom til sögunnar 'og hef
ur hún þvi bersýnilega engan
árangur borið á því sviði. Hins
vegai hefui hún orsakað þann
lánsflarskort. sem stendur aukn
um afköstum og aukinni fram-
leiðni atvinnuveg'anna meira fyr
ir þrifum en nokkuð annað“
Síðan tillagan var flutt, hafa
verið hirtar nýjar upplýsingar
um upphæð frysta sparifiárins í
Seðlabankanum Það mun nú
vera orðið um eða yfir 1500
millj. kr
Mikilvægi aukinnar
vinnuhagræðingar.
Eins og vænta mátti. var þessi
H. nðingarhöftin.
Haialdur Böðvarsson nefnir
þessu næsi nokkur akveðin
dæmi um það, hvernig láns-
fjárhöftin standa nú í vegi auk-
inna' vinnuhagræðingar:
„Ég bekki fyrirtæki. sem
pantaði fyrir um það oiJ einu
ári eina gaffallyftu og kom hún
skömmu síðar til landsins. hún
kostar ca. 300 þús. króhur ,CIF
þar við bætist tollur og önnur
gjöld til ríkissjóðs, um 100 þús-
und, nú eftir að tollur og sölu
skattur var lækkað niður í 35.3
Verstu höftin.
Vafalítið geta flest fiskiðnfyr
irtæki íancísins greint frá svip-
uðum dæmum og Haraldur Böðv
arsson segir hér frá. Önnur iðn
fyrirtæki gætu ekki síður gert
það. Lánsfjárhöftin, sem hljót-
ast af soarif’árfrystingum i
Seðlabankanum eru hinn stóri
þröskuldur i vegi hess, að ís-
lenzk. r iðr.aður geti tekið vinnu
hagræðingu og vísindi í þjón-
ustu sína og aukið þannig fram-
.Framhald á bls 12.