Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. janúar 1966
TÍMINN
3
:.' . -..:: :x ::.■ •.
■
W'V'/^/'.'/////.'f'?.'".'&"'".'"?.".'*ft
W0:
,.. -
■%■/','/■ " '■'/
" ""
/'■?■/■■ '■■■■■'//':■/■■'/: '■:■
■
■■■■:':'
AtriSi f sjónleiknum „Narfa
leikendur frá vinstri: Valdemar Helgason, M argrét Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Árni Tryggvason,
Tímamynd—GE
Isl. sjónleikur og pólskur í Lindurbæ
í kvöld frumsýnir Þjóð-
leikihúsið tvö leikrit í Lindarbæ.
Leikritin eru Hrólfur og Á rúm-
sjó.
Hrólfur er eftir Sigurð Péturs-
son sýslumann, sem var fæddur
1759, en dáinn 1827. Þetta mun
vera eitt fyrsta leikritið, sem skrif
Sigurður Pétursson
höfundur „Narfa"
að hefur verið á íslenzka tungu.
Það er samið fyrir skólasveina í
Hólavallaskóla og fyrst sýnt þar
í skólanum árið 1796 og léku
skólapiltar að sjálfsögðu öll hlut-
verkin. Næsta leikrit Sigurðar Pét
ursison, Narfi, er frumflutt í
Hólavallaskóla þremur árum siðar
eða nánar tiltekið 28. jan. 1799.
Bæði þessi leikrit Sigurðar urðu
mjög vinsæl hjá alþýðu manna á
sínum tíma, og voru sýnd um allt
land við miklar vinsældir alla
nítjándu öldina. Á þessari öld
munu þau sjaldan hafa verið synd
á leiksviði, en bæði voru þau flutt
í Útvarpinu fyrir nokkru.
Það má segja að leikrit Siguið-
ar Péturssonar séu börn sins tíma
Þau eru samin fyrir nemendur i
Hólavallaskóla og allur útbúnaður
í leiknum hafður í samræmi við
þær aðstæður, sem skólasvemar
áttu við að búa. En með því að í
einbeita athyglisgáfunni að
persónusköpun höfundarins og
skapa sem sannasta umgjörð hvað
snertir allan útbúnað á leiksviði
fæst áreiðanlega skemimtileg og
sönn aldarfarslýsing og Hrólfur
hefur jafnan verið mjög þakklátt
Framhald t Dls IZ
Atrlði í leiknum „Á rúmsjó", leikendur: Valdemar Helgason (standandi),
Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason.
Samstillt átak í baráttu
gegn umferöarslysum
Ráðstefnuna um umferðaröryggi
í landinu, sem háð var um s.l.
helgi, setti Jón Rafn Guðmunds-
son, deildarstjóri hjá Samvinnu-
tryggingum. Honum mæltist á
þessa Ieið:
„Hæstvirtur dómsmálaráðherra,
góðir fulltrúar og gestir!
Til þessarar ráðstefnu er stofn-
að fyrir forgöngu átta trygginga-
félaga, eins og fram hefur komið
í fundarboði og fréttum. Auk
fundarboðenda, sitja ráðstefnuna
fulltrúar fyrir eftirtalda aðila:
Ábyrgð h.f., Bifreiðastjórafélag
ið Frama, Bindindisfélag öku-
manna, Félag íslenzkra bifreiða
eigenda, Félag sérleyfishafa, Hag-
trygging h.f., Klúbbana „Öruggur
akstur,“ Kvenfélagasamband ís-
lands, Landssamband íslenzkra
barnakennara, Landssamband
vörubifreiðastjóra, Læknafélag ís
lands, Lögfræðingafélag íslands,
Prestafélag íslands, Rauða kross
íslands, Reykjavíkurborg, Sam-
band íslenzkra sveitarfélaga, Slysa
varnafélag fslands, Trausta, félag
sendibílastjóra, Tryggingamiðstöð
in h.f., Vörubílstjórafélagið Þrótt,
Æskulýðssamband íslands og Öku-
kennarafélag Reykjavikur.
Verkefni ráðstefnunnar er fyrst
og fremst að stofna til víðtækra
samtaka, sem staðið geti fyrir sam
hæfðum aðgerðum til að draga úr
hinum tíðu og hörmulegu um-
ferðarslysum, en þau eru nú talin
kosta þjóðina, bæði beint og
óbeint, hátt á 3. hundrað milljón-
ir króna á ári.
Um nauðsyn þessa þarf ekki að
fjölyrða. Eflaust er þessi hug-
mynd ekki ný. Fyrir ellefu árum
síðan gat einn af forystumönn
um bifreiðaeigenda þess í blaða
grein, að hér skorti forystu um
aðgerðir í umferðarmálunum og
sú forysta ætti að koma frá bif-
reiðatryggingafélögunum
Um svipað leyti segir í rit-
stjórnargrein einni um þessi mál
„að margir menn hafi látið í ljósi
þá skoðun sína að hægt sé að
draga úr slysum og margvíslegu
Framhaio a bis 12.
Jón Rafn Guðmundsson setur ráðstefnuna.
svrr™:;- • •< * ••
Á VÍÐAVANGI
Þarf nýtt form
Morgunblaðið segir m. a. svo
í leiðara um úthlutun lista-
mannalauna:
„Kjarni málsins er, að finna
þarf nýtt form fyrir úthlutun
listamannalauna. Nauðsynlegt
er að setja löggjöf, sem fái
fastri stofnun, nokkurs konar
akadcmíu, það starf sem út-
hlutunarnefndin nú annast.
Ennfremur ber brýna nauð-
syn til þess að hækka veru-
lega framlögin í þessu skyni,
þannig að unnt sé að styðja
listamennina myndarlegar en
nú er gert. Þess ber þó að geta
að undanfarin ár hafa lista-
mannalaun verið hækkuð
mjög verulega."
Um þetta er ekki nema gott
að segja og vel, að nokkur
vilji kemur fram um breyting
ar til batnaðar. Hitt er ekki
rétt, að listamannalaun hafi
verið hækkuð „mjög verulega"
síðustu ár. Þau hafa einmitt
lækkað mjög illilega í hlut
falli við dýrtíð, almenna launa
þróun og heiidarupphæð fjár
laga.
Ekki feimnir við fals-
anir
Vísir er ekki feiminn við
falsanir. Um það ber eftir-
farandi klausa í forystugrein í
gær ljóst vitni:
„Allir vita að Framsóknar-
menn drógu eins lengi og þeir
gátu, að taka afstöðu til Búr
felisvirkjunarinnar. Þeir töl-
uðu og skrifuðu langan tíma á
þann veg, að engin Ieið var að
botna í hvað þeir vildu. En
loks kom þar, að þeir töldu
heppilegra fyrir flokkinn að
vera á móti málinu. Allt mið
ast auðvitað við hag flokks
ins, en ekki þjóðarhag!"
Allir «em nokkuð hafa fylgzt
með þessum málum og skrir
um um þau, vita gerla, að það
eru staðlausir stafir hjá Vísi,
að Framsóknarmenn eða Tím-
inn hafi „dregið eins lengi
og þeir gátu að taka afstöðu
til Búrfellsvirkjunar“, eða að
þeir hafi nokkurn tíma „verið
á móti málinu", eins og Vísir
segir. Allir vita, að Framsókn
armenn og Tíminn hafa hik-
laust og ætíð verið mjög
fylgjandi Búrfellsvirkjun,
mælt með henni og hvatt til
hennar. Þeir hafa aðeins ekki
talið neina þörf á að tengja
hana við stóriðju. Hér er
um tvö sjálfstæð mál að
ræða — Búrfellsvirkjun og
stóriðju og ber að meta hvort
um sig. Framsóknarmenr hafa
einmitt bent á, að Búrfells
virkjun getum við gert með
erlendri lántöku. án þess að
| ganga að nokkrum afarkost-
| um um erlenda stóriðju f
i landinu. Jafnvel ríkisstjórn
I in sjálf játaði það í greinar
| gerð fyrir frumvarpinu um
| landsvirkjun. að fyrsti á-
fansi Búrfellsvirkjunar væri
engu meira átak nú en fyrsta
virkjun Sogsins á sínum tíma.
Stórhugur þessara manna
1 er hins vegar ekki meiri en
■J svo, ið þeir geta alls ekki
I hugsað sér að gera annað
eins átak nú og sjá enga leið
j aðra heldur en ieita hjálpar
’ útlendra stóriðjumanna og
, gera við þá ókjarasamninga,
Ísem þjóðinni stafar háski af,
gegn því að beir hjálpi
til að koma orkuverinu upp,
Íog þeir hirða ekki um það,
þótt ‘jvo virðist í pottinn bú-
Framhald á bls. 12