Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 12
t I / ■ i i :' | / í : > ( '.' í f > 12 TÍMINN FTKMTUDAGUR 27 janáar 1966 Sextugur í dag: Andrés Jakobsson frá Haga Andrés Jakobsson, fyrrum bóndi í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyj arsýslu, nú starfsmaður í Prent smiðjunni Eddu og til heimilis að Skólavörðustíg 21 A, í Reykjavík er sextugur í dag. Andrés er fæddur í Haga 27. janúar 1906 sonur Jakobs Þor- grímssonar bónda þar og Sesselju Jónasdóttur, elztur margra syst- ldna. Hann missti föður sinn ungur og varð snemima fyrirvinna og for sjá stórs heimilis í Haga og tók síðan við búi þar og bjó þar nær 3 áratugi. Andrés er prýðilega gef- inn maður, stilltur og gerhugull, en þó gíminn og skemmtinn í tali. Hann kann vel með ferskeytlur að fara, enda hagorður sjálfur en fer dult með. Andrés er vinsæll maður og traustur í hvívetna. Hann bætti jörð sína að Haga bæði að húsum og ræktun og bjó þar góðu búi. ið yfir 25 landsleiki fyrir Skot- land. Leikur ennþá með félags- liði. Er þjálfari meistara Austur- Skotlands. Fararstjóri: Danny Kaye. Dómari: Rab Petrie: Mr. Petrie hefur leikið í skozka landsliðinu og er þaulvanur dómari, enda þótt hann dæmi sína fyrstu lands- leiki hér í Reykjavík. fslenzkir dómarar: Guðjón Magn- ússon dæmir á laugardag ásamt Mr. Petrie, Guðmundur Þorsteins- son mun dæma síðari leikinn í stað Guðjóns. DÓMARAR Framhald af 16. síðu. hugmyndin sú að taka til umræðu frumvarp til breytingar á sam- þykktum félagsins, sem lengi hafði verið í undirbúningi enda óhjá- kvæmilegt að breyta samþykktun um, er ráðherra hafði sett hinar nýju reglur. Er auka-aðalfundurinn var hald inn hafði málið ekki hlotið endan lega afgreiðslu hjá ráðherra, og þar af leiðandi var ekki unnt að afgreiða breytingarnar á sam- þykktum félagsxns. Var þá óhjá- kvæmilegt að fresta málinu enn einu sinni, og var ætlunin að leggja það fyrir aðalfund í des- emfoei en þá var talið öruggt að ráðherra mundi hafa gefið út reglugerðina. Skömmu síðar var málið lagt fyrir ríkisstjórnina, en mætti þar einhverri andspyrnu, og var á- kveðið að fá álit allra ráðuneytis stjóra áður en lengra væri haldið Með því að treglega gekk að fá álitsgerðir ráðuneytisstjóranna var ijóst, að afgreiðsla málsins mundi dragast fram yfir áramót. og ákvað stjórnin þvi að fresta boðun aðalfundar þar til eftir áramót J júlí 1964 óskaði dómsmálaráð herra eftir áliti og umsögn félags ins um þingsályktun artillögu þess efnis að skora á dómsmálaráð- herra að rannsaka hvaða ráð væri tiltækilegust til þess að hraða gangi mála fyrir dómstólum. Ráð herra hafði jafnframt óskað álits fleiri aðila. Stjómin skipaði nefnd í málið og var áliti skilað síðari hluta ágústmánaðar Gerð var nánari grein fyrir álitsgerðinni á auka- aðalfundinum í október” VIÐTAL VIÐ HARRY Framhald af 9. síðu. enda sjórinn gjöfull, en hundruð- um mdljóna króna er ausið út fyr ir alls konar vörur, sem eins vel mætti framleiða hér heima Ég tel, að skynsamlegt væri að staldra nú við og athuga. hvaða iðngreinar hafa staðið af sér storminn og láta fara fram at- hugun á, ivort ekki mætti finna leiðir, til þess að iðnaður fái að starfa áfram við eðlileg skilyrði, því ekki get ég fallizt á þá skoðun að bezt sé að sækja alla hluti til útlanda, hollara mun ð hafa eitt- hvað upp á að hlaupa heima fyrir. Á VÍÐAVANG Framhald af bls. 3 ið, að þjóðin verði síðar að borga fyrir erlendu stóriðjuna rafmagnið að ófyrirsjáanlegu leyti. Og þegar svona er komið heldur íhaldið í það blekk- ingahálmstrá að reyna að telja fólki trú um, að það sé eitt og hið sama Búrfells virkjun og erlent alúmínver. ÍÞRÓTTIR Framhaid af bls. 13 þúsund áhorfendur horfðu á leikinn í dag, og bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik. Josef Sabo skoraði fyrir Dyna mo, en bakvörðurinn Thomas Geramel jafnaði fyrir Celtic á 32. mínútu. SAMSTILLT ÁTAK Framhald af bls. 3 tjóni með samvinnu hins opin- bera og borgara þjóðfélagsins." >á námu tjón af völdum um- ferðaslysa' í krónutölu einum tí- unda hluta þess, sem þau kosta þjóðina í dag, og er þá ekki reynt að meta til peninga þær hörm- ungar og þær þjáningar, sem fylgja fjölmörgum umferðarslys um. Reynt hefur verið, svo sem frek- ast er unnt, að vanda til undir- búnings þessarar ráðstefnu, og vil ég í því sambandi, fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar, sér- staklega þakka Reykjavíkurborg fyrir góða aðstoð. >á vil ég sérstaklega bjóða vel- komna hingað hæstvirtan dóms málaráðherra, Jóhann Hafstein, sem hefur orðið við ósk okkar um að flytja hér ávarp, og lög- reglustjórann í Reykjavík, Sigur- jón Sigurðsson, sem flytur hér er- indi á morgun. >að er einlæg von þeirra, sem til ráðstefnunnar boða, að hún móti með einhug og djörfung stofnun öflugra samtaka, sem eigi eftir að lyfta Grettistökum í bar- áttunni gegn umferðarslysum, þannig, að sú ósk rætist, sem hæst virtur dómsmálaráðherra, lét í ljósi í októþer s.l. og allir lands- mehn hljóta að vera sammála um. „að rísa megi alda samstilltra átaka þess opinbera og einstakl inga um gjörvallt land, er að því stefnir að forðast hin ógnvekj- andi umferðarslys.“ Að svo mæltu segi ég ráðstefn- una setta. ÍÞRÓTTIR Framnalo ai ols 13 174 sm., þungi 155 lbs., atvinna: endurskoðandi. Áhugamál: kapp- akstur. Leikur nú sinn fyrsta landsleik. (5) George Turnbull, 21 árs, 191 sm. 184 lbs, Physiotherapist, Áhugamál: Rugby. 3 landsleikir, 2 ungl. landsleikir. (6) Biil Mc Innes, 20 ára, 191 sm., 195 lbs., eftirlitsmaður, hefur áhuga á kappakstri. 7 landsl. 6 ungl.l. (7) Dave Turner, 21 árs, íþrótta- kennari, 191 sm. 191 lbs., áhuga- mál: íþróttir, 11 landsleikir, 6 ungl. iandsl. (8) Brian Carmichael, 20 ára, 173 sm., 158 lbs., stúdent, áhuga- mál: knattspyrna. 4 unglingalands- leikir. () Michael Gilbert 22 ára, 190 sm., 160 lbs., endurskoðandi, áhugam.: ljósmyndataka. 1 ung- lingalandsleikur. (10) Fergus Clark, 21 árs, 191 sm.. 175 lbs. skrifstofumaður, áhugam íþróttir 1 unglingalands leikur (11) John Spence. 19 ár,a 196 sm 200 lbs opinber starfsmaður. hefur ahuga á frjálsíþr. 5 ung- lingalandsleikir. (12) Carl Millar, 30 ara, 176 sm.. 170 lbs. Röntgenmvndatöku maður Ahugam golf. 20 landsleik ir. (13) Alistair MacRae, 26 ára. 184 sm., 162 lba.. teiknari. áhuga mál: oosmynúun Tréskurður landsl., 1 ungl.1.1. BURT MEÐ Framhald af bls. 5. leiðni sína allri þjóðinni til stórfellds hags. Allar þjóðir keppast nú við að efla sem mest vinnuhagræð- ingu í atvinnuvegum sínuan og tryggja til þess sem mest fjár- magn. ísland er eina undantekn ingin. Hér er beitt hinum stór- kostlegu höftum til að hindra vinnuhagræðinguna, eins og svo glöggt er rakið í grein Haralds Böðvarssonar. Á saima tíma er 1500 millj. kr. af sparifé fryst- ar í Seðlabankanum. Af öllum höftum eru þessi höft verst og skammsýnust. >að er oft erfitt að verjast þeirri hugsun, að mestu óvitar landsins móti nú fjármálastefnu ríkisins og Seðlabankans, því að enginn getur verið svo illvilj- aður, að hann vilji gera það, sem kemur þjóð hans verst. En ekkert kemur þjóðinni nú verr en þessi höft, sem hindra atvinnuvegina í því að hagnýta sér vinnuhagræðingu og vísindi. >ess vegna eiga allir þjóðholl- ir og góðviljaðir menn að leggj- ast á eitt um þá kröfu, að þeim ákvæðum seðlabankalaganna verði framfylgt, að hann tryggi atvinnuvegunum hæfilegt lánsfé og að hafið verði ta^arlaust frá hagræðingarhöftunum. >etta er undirstaða þess, að hægt sé að hamla gegn dýrtíð- inni og byggja upp blómlegt at- vinnulíf. Hla reknir atvinnuveg ir vegna skorts á lánsfé bjóða dýrtíð, vandræðum og kyrrstöðu heim. >ví á krafan að vera: Tafar- laust burt með verstu og skamm sýnustu höftin — höftin, sem standa í vegi þess, að atvinnu- vegirnir geti hagnýtt sér vinnu- hagræðingu og x^ísindi. ÍSL. SJÓNLEIKUR Framhald af bls. 3 verkefni fyrir leikendur víðsvegar um land. Hrólfur hefur þrisvar komið út á prenti. Fyrst er hann prentaður í Kaupmannahöfn árið 1819. Síðar er það gefið út ásamt ljóðmælum skáldsins 1846, eða 19 árum eftir andlát skáldsins. Árið 1950 gaf svo Menningarsjóður leikinn út ásamt Narfa, Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður bjó þau til prentunar á mjög smekklegan hátt og skrif- aði auk þess eftirmála með leikj- unum. Leikstjóri við Hrólf er Flosi_ Ól- afsson, en leikendur eru Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Valdemar Helgason, Sverrir Guð- mundsson, >óra Friðriksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Anna Guðmundsdóttir. Lárus Ingólfsson gerir leik myndir. Á rúmsjó er pólskur gamanleik- ur í einum þætti og er höfundur hans Slawomir Mrozek. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Aðalhlut- verkin ) þessum gamanleik eru þrjú og eru þau leikin af Bessa Bjarnasyni. Árna Tryggvasym og Valdemar Helgasyni, en auk þess fara leikararnir Valdemar Lárus- son og Sverrii Guðmundsson með minni hlutverk Gunnar Biarna son gerir leikmyndii Slawomir Mrozek er þekktur leikritahöfundui i heimalandi sínu og eru leikrit hans sýnd i mörg- um leikhúsum Evrópu um þess- 6 ai mundir Þetta mun vera fyrsta leikrit hans. sem sýr>t er hér á Þjálfari: Jim Deans hefur leik-1 landi. LUNDÚNABRÉF Framhald af bls. 7 flokkanna er hins vegar svo að segja hin sama í þessum mál- um. Góður píanisti — Já. Góður leiðtogi — ?. Miklar vonir voru bundnar við forystu Hr. Heath meðal íhaldsmanna. En eftir 6 mán- aða valdaferil virðast a.m.k. stjómmálafréttaritarar telja frammistöðu hans snöktum lak ari en búizt var við, jafnvel verri en Sir Alec Douglas Home's. Að vísu hafa flestar forsíðu fréttir blaðanna undanfarið verið helgaðar Ródesíumálinu og svipað má segja um sjón- varpið. Hefur því mest borið á forsætisráðherranum, því báð- ir flokkar veita Ríkisstjórn- inni að málinu utan nokkrir íhaldsþingmenn undir forystu Salisbury lávarðar og Julian Amery, fyrrum flugmálaráð- ~r; Töfrabrögð þau, er álitið var að Hr. Heath væri manna fær- astur að framkvæma: Að koma flokknum aftur til valda, af- má gæsaskitteríssvipinn og yf- irstéttarbraginn. hefur hann ekki sýnt enn. Endurskoðuð stefnuyfirlýsing. sem mjög var básúnuð fyrir flokksþingið, virðist ekki hafa náð veruleg- um .újómgrunni. starfsemi að- alskrifstofunnar og skipulag ku vera hálfgerðu lamasessi o.s.frv. Þeir eru fjr’margir, er álita að flokkurinn þurfi harð- hentan t'oringja á þessum erf- iðu tímum, og að Hr. Heath hafi e. :i enn sýnt, að hann hafi tii að bera þá ófyrirleitni og hörku, sem leiðtogar og forsætisráðherrar eigi að hafa. Stuðningsmenn Hr. Heath tóku því brottvikningu —r. Maude með fögnuði, og töldu hér komna fram sönnun fyr- ir „hörku" leiðtogans í viður- eigninni við uppreisnarmenn og ófriðarseggi. En samt munu þeir ófáir, sem ekki hafa látið sannfærast enn og spyrja hversu lengi Hr. Powell skuli haldast uppi sinn talsmáti en halda þó embætti. Vera kann, að Hr. Heath sé annars hugar í viðureigninni við píanósónötur Beethovens, með slíka óværð í flokki sín- um. „íhalds“-Wílson. Brezkir blaðamenn ganga næstir fslendingum í þeirri list að finna upp viðurnefhi, sbr. ofanritað. Hr. WMson hef- ur lítt verið kenndur við íhalds mennsku fram að þessu, en þessa nafnbót hlaut hann fyr- ir stjóm sína á þjóðinni og þó Verkamannaflokknum sér staklega. Er hún talin sam- bærileg við hvaða íhaldsforsæt isráðherra sem vera skal. Það er nefnilega almenn trú a.m.k. í íhaldsflokknum, að þeim ein- um sé léð sú náðargáfa, að kunna að stjóma þjóðum og skipa fyrir löndum svo ein- hver mynd sé á. Þessi trúar- brögð eru kannski hol inn við beinið, en hafa engu að síð- ur verið staðfest í kosningum undanfarna áratugi. Og viður- nefnin héldu áfram. Nú er talað um Edward Heath sem „Verkamanna-Heath, þar sem klofningur í flokki hans (sérstaklega vegna Ródesíu) minni óþægilega á sundrungu Verkamannaflokksins á árun- um eftir fall Attlee-stjórnar- innar 1953. Sá á kvölina, sem á völina. Þrátt fyrir andstreymi í ut- anríkismálum, sérstaklega Ró- d^síumálinu, hefur orðstír Hr. Wilsons meðal Breta aldrei verið hærri en nú. Skoðana- kannanir reikna flokki hans 7—8% meira fylgi en íhalds- flokknu .i. Samanburður milli WMson og Heath er þeim fyrr nefnda um 35—40% í vM. Hefur Hr. Wilson þótt sýna „festu og einurð, ásamt lipurð og sveigjanleika" viðureign sinni við Hr. Smith frá Saiis- bury í útflutningsverzlun Breta aldrei verið meiri, við- skiptajöfnuðurinn færist smá saman í viðunanlegt horf án inntöku gamalla íhaldsmeð- lima: Atvinnuleysis og sam- dráttar í verzlun og iðnaði. Þá er álitið að frumvarp um end- urbætt húsaleigu- og húsbygg- ingarlög, sem einn hæfasti ráð herra stjórnarinnar, Hr. Cross mann, flytur í næsta mánuði, sé væntanlegt t f. gis í landi, sem þjáist af húsnæðisskorti og okurleigu. >ví er mikið rætt um að Hr. WMson muni blása í her- lúðra Verkamannaflokksins í /marz næstkomandi, og efni til almennra kosninga. Mörg rök mæla meö marz-kosningum og sjálfsagt jafn mörg á móti, ba r mesta vanda k hvers forsætisráðherra að meta þau rétt. Augljóst er þó, að úr- slit aukakosninga í norður- Hull, ,er iram eiga að fara f lok mánaðarins, muni hafa mik il áhrif á ákvörðun Hr. Wil- sons. Verkamannaflokkurinn við seinustu kosningar með naumum meirihluta og væri tap þess nú hinn mesti hnekk- ir. Það mundi þýða 1 atkvæð- is iiicirihluta fyrir Ríkisstjórn- ina í Neðri-málstofunni. Sigri Verkf r - okkir’ hir. x -‘ti ' er það talið örugg vísbending um .vaða hug kjósci.dur al- mennt beri til hanr 24. 1.1966.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.