Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FJðLBREYTILEGUR INNFLUTNINGUR m - og óstöðugleiki í kaupgjaldsmálum skapa mest erfið- leika iðnaðarins hér á landi, segir Harry Fredriksen. Þar sem málefni iðnaðar- ins eru nú mjög á dagskrá, fór Tíminn þess á leit við Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóra iðnaðardeildar SÍS, að hann svaraði nokkr- um spurningum er varða af- komu og framtíðarhorfur í þeim iðngreinum, sem veiga- mestar eru í rekstri SÍS. — Hvernig var staðan hjá verk smiðjum Sambandsins um sl. ára- mót? — Framleiðslan hjá verksmiðj um Sambandsins var svipuð og ár ið 1964. Hjá sumum þeirra var nokkur aukning, en í öðrum held ur minna framleitt, eða þá að breytt var um framleiðslugreinar. Heildarsalan er þó heldur meiri en árið 1964. — Ef erfiðleikar eru á ferðum, hver er þá helzta undirrót þeirra? — Það er talað um margs kon- ar erfiðleika er steðja að iðngrein um í landinu og á ég þá sérstak- lega við verksmiðjuiðnaðinn. Það er rétt. Mikill innflutningur segir fljótt til sín á tiltöluiega þröngum markaði, eins og íslenzki markað urinn er. Það er að sjálfsögðu stað reynd, að útilokað er, að íslenzk framleiðsla geti boðið upp á eins mikla fjölbreytni í vöruvali eins og hægt er að velja úr, þegar innflutningur er frjáls. Hitt má svo lengi þrátta um, hvort sé þjóð hagslegra hagkvæmara, að lands menn framleiði sjálfir sem mest af þeim nauðsynjum, sem mað urinn þarf á lífsskeiði sínu. Ein og sama reglan mun aldrei ein- hlít. Þar kemur svo margt til greina, en varhugavert tel ég að vinna markvisst að því, að allt, sem heitir verksmiðjuiðnaður Myndirnar hér á síðunum eru tekn ar í Ullarverksmiðiunni Gefjunni. Fataverksmiðjunni Heklu og Sauma- stofu Gefjunar. hverfi úr rekstri þjóðarbús- ins. Iðnaðurinn hefur sýnt það, að hann getur framleitt góðar vör- ur og hann hlýtur óhjákvæmilega að skipa sinn fasta sess í rekstri þjóðarbúsins, ásamt landbún- aði og sjálvarútvegi. Mestu erfið- leikarnir, sem nú steðja að iðnað inum, er samkeppnin við hinn fjölbreytilega innflutning, óstöð ugleiki í kaupgjaldsmálum lands- manna, og honum samfara erfið- leikar á að fá fólk til starfa í , jrksmiðjunum. — Hvaða fyrirtæki eiga erf iðast uppdráttar og af hvaða ástæðum? — Það munu vera þau fyrirtæki, sem vinna að mestu úr innfluttum hráefnum og alls kon ar vefnaði. Tollar eru hér yfir- leitt mjög háir og það einnig á ýmiss konar hjálparefnum, sem sá iðnaður þarf, sem að öðru leyti notar eingöngu íslenzkt hráefni, eins og ull og skinn. Hér þyrfti að ráða strax bót á. Allir munu sammála um, að eðlilegt sé, og sjálfsagt að vinna sem allra mest í landinu sjálfu, og nýta þau hrá efni, sem landið ræður yfir, bæði úr sveit og sjó. Það held ég, að allir stjórnmálamenn, hvar í flokki, sem þeir eru, séu sammála um, hvers vegna þá ekki að koma sér saman um að léttr þessum aukaskatti af iðnaðinum, nóg hef- ur hann samt við að stríða. Vinnu stundirnar verða færri og færri og kaupgjaldið hækkar. Hver framleiðslueining verður dýrari. Þessu höfum reynt að mæta m‘eð nýjum og afkastameiri vélum og bættu _I:ipulagi, en það er auð- vitað .akmörkum háð, hvað hægt er að gera það lengi. — Hvaða nýjungar eru helzt á C-li ini? — Verksmiðjurnar tru stöðugt að koma með einhverjar nýjung ar. Gefjun framleiðir nú nýja teg- und af garni, sem mikið er notað í smáteppi og mottur, sem fólk vinnur í tómstundum sínum FJMMTUDAGUR 27 janúar 1966 heima. Ryateppin úr Grettrsgarn- inu prýða þegar fjölda íslenzkra heimila. Þá má nefna nýja teg- und af sjómannateppum og sæng- ur og svefnpoka úr dralon. Fislétt en þó hlýtt. Hekla er með nýjungar í peys um og kuldafatnaði. Ekki má gleyma því að Hekla mun nú vera eina verksmiðjan í landinu, sem staðið hefur af sér samkeppn ina við innfluttu vinnufötin. Hin- ar verksmiðjurnar eru ýmist hætt ar eða hafa allverulega dregið sam an seglin og selja nú innfluttan amerískan vinnufatnað. Heklu vinnufötin hafa alltaf verið unn- in úr beztu tegundum af amerísk um efnum og sniðin gerð fyrir íslenzkt vaxtarlag. Þegar varan er góð, stenzt hún líka samkeppn ina. Það var hér oft áður fyrr, meðan erlend vinnuföt voru ekki til hér, að sjómenn voru spurðir, hvers vegna þeir keyptu ekki vinnuföt erlendis, þegar þeir ættu kost á því, og var svarið jafn an: „Af því ég fæ þau betri heima.“ Þetta er viðurkenning, sem vert er að hafa í huga, og hún á ekki aðeins við um vinnu- fatnaðinn. Hún gæti á.. við hvaða vöru sem er, en hún þarf að vera góð til þess að vinna sér slíka hylli. Það yrði og of langt mál í stuttu blaðaviðtali, að telja upp allar nýjungar, sem fram koma á hverju ári hjá verksmiðjum Sam- bandsins, en bæta ..iá því við, að ýmsar nýjungar eru á döfinni í skinnaframleiðslu Iðunnar og Skóverksmiðjan sendir frá sér ný model af skóm tvisvar á ári. Málningin frá Sjöfn hefur þegar áunnið sér gott orð og almenna viðurkenningu landsmanna. — Er um aukningu eða sam- drátt að ræða í útflutningi iðnað arvöru? — Það er um stöðuga aukningq að ræða. Mest er flutt út af prjóna peysum og ullarteppnum, einnig sútaðar gærur, húðir, skinn, kulda úlpur og sjófatnaður. Sútaðar stór gripahúðir er ný úitflutnings- grein, sem Iðunn byrjaði á fyrir fjórum árum. Hvort áframhald verður á sölu á þessum húðum, loðsútuðum, er ekki gott að vita, en það getur að verulegu leyti olt ið á því, að bændur og sláturs- húsin fari vel með húðirnar, salti þær strax, svo ekki myndist í þeim hárlos, en slíkar húðir eru ónýtar til loðsútunar. — Hvaða vörutegundir er auð veldast að selja ytra? Er hægt að selja meira möagn af sumum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.