Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.01.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 27 janúar 1966 Þeir sem rísa ária úr rekkju fá nýjan fisk SJ—Reykjavík, þriðjudiag. Húsmæður í bænum kvarta sár þykjast þær góðar, ef þær ná í 3.-4. flokks saltfisk til að bera á Veröur keyptur skuttogari í stað Fylkis SJ—Reykjavík, mánudag. Eins og kunnugt er, var togar inn Fylkir nýlega seldur úr landi Blaðið spurðist fyrir um það í dag hjá framkvæmdastjóra fyrir tækisins, hvort í ráði væri að kaupa skuttogara í stað Fylkis. Framkvæmdastjórinn sagði, að kaup a nýjum togara væru í at- hugun og kæmi m.a. til greina kaup á skuttogara, sem væri af svipaðri stærð og stærri togararn ir okkar, en að svo stöddu væri ekkert frekar að segja um málið. Við öskur konunnar varð mann inum svo hverft við, að hann lagði á flótta, þaut fram úr rúm inu og fór að klæða sig í spjar- irnar, og komst fram að dyrum, þar sem Iiann mætti eiginmanni konunnar. Hann var þó svo snar í snúningum, að hann komst und an við svo búið, og hefur lögregl an verið að rannsaka málið í dag að því er blaðið frétti í kvöld. VERKFÖLL Framnald af bls. 1. standið fljótt leitt til far- sótta og annarra alvarlegra vandaimála, sagði hann. Það eru ekki einungis starfsmenn í kirkjugörðum og sorphreinsun, sem farið hafa í verkfall. Hið sama hafa margir skrifstofumenn hjá bæjarfélögum gert, og s/trætisvagnastarfsmenn í Aþenu fara í verkfall tvisv ar á dag á morgnana og kvöldin, þegar umferðin er mest. Samtals um 50.000 manns eru í verkfalli, að hálfu eða öllu leytl í kvöld ætluðu 15.000 starfsmenn símamálastjórn arinnar í 48 klukkustunda verkfall. Þeir krefjast hærri launa. Hermenn munu gegna þýðingarmestu stöðunum meðan á verkfall inu stendur: Þá hafa bakara sveinar farið í verkfall víðs vegar um landið, og frá því í kvöld hafa hermenn verið kallaðir út til starfa í bakar íum, svo að fbúar landsins geti fengið brauð, að því er tilkynnt var í Aþenu í kvöld. ELDUR í OLÍU Framhald af bls. 1. í plastverksmiðjunni brunnu um 30 rúmmetrar af plasti, 12— 15 tunnur af plasthráefni og plastsílóin. Einhver von er til þess að nota megi ketilinn í plast verkcmiðjunni, en hann var í á- fastri viðbyggingu. Matsmenn frá viðkomandi trygg ingarfélagi eru nú að athuga tjónið. en þeir geta ekki gefið upp að svo stöddu. hve tjónið er mik- ið í krónutölu. Aftur á móti þykir sýnt, áð vátryggingarupphæð sé helmingi of lág. Húsakynnin voru ekki mikils virði, en mikið tjón varð a vélum. verkfærum og plast birgðum. 5—6 manns missa atvinnu um stundarsakir, en við plastfram- leiðsluna unnu nú aðeins tveir menn. Plastverksmiðjan mun taka aftur til starfa eins fljótt og auð ið er, en í vor hefði hún verið bú- in að starfa í tvö ár. Þessar byggingar voru staðsett ar skammt frá húsakynnum Verzl unarfélags Héraðsbúa, sem ekki var í neinni hættu, þar sem vind átt var hagstæð, sunnan suðvestan gola. Eigandi bifreiða og gúmmívið- gerðar/erkstæðisins er Vignir Brynjólfsson, en framkvæmda- stjóri plastverksmiðjunnar er Þór arinn Pálsson. STUTTAR FRÉTTIR Framhald af bls. 2 eyrar um aflabrögð togara félags- ins á s.l. ári kemur fram, að fjór- ir togarar hafa farið í 73 veiði- ferðir og aflað 10.159.378.00 kg. Mestan afla hafði Harðbakur. Tog- arinn Hrímbakur var í hafnarlegu allt árið, en Kaldbakur var í 16 ára flokkunarviðgerð framan af árinu og hóf ekki veiðar fyrr en 15. apríl. Um þriðjungur aflans var seld- ur erlendis, en afgangurinn var að mestu leyti losaður á Akur- eyri. GE-Reykjavík, fimmtudag. Blaðinu barst í dag yfirlit um umferð um KeflavíkurflugvöU á síðastliðnu ári. Hefur umferðar- aukning orðið mjög mikil frá því sem var árið 1964, og að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallar- stjóra þar syðra er búizt við tals- verðri umferðaraukningu á þessu ári líka. Árið 1965 er fyrsta heila árið, sem Loftleiðir flugu eingöngu frá og til Keflavíkur, og mun það vafalaust eiga drjúgan þátt í þess- ari miklu aukningu. Á vellinum lentu alls 2.389 farþegavélar á ár- inu, sem leið, en 1.548 á árinu 1964. Er hér ekki um að ræða vélar Varnarliðsins, heldur aðeins vélar Loftleiða og annarra flug- félaga. Um völlinn fóru alls 178. 583 farþegar, en árið áður var farþegatalan einungis 92.834. Vöru og póstflutningur jókst einnig talsvert svo sem sjá má af því að 1.590.424 kg. af vörum fóru um völlinn á síðasta ári, en 857. 805 kg. árið 1964, og 227675 kg af pósti fóru um völlinn í fyrra, en 97.421 kg. árið 1964. HEITT VATN Framhald ai 16. síðu. að vatnsmagnið muni aukast nokkuð að marki við það, því svo geti farið að vatn minnki bara í öðrum holum. Kristján sagði, að þegar •þetta væri haft í huga, þá væri sýnilegt að heita vatnið væri ekki nóg fyrir Reykjavík, vestan Elliðaáa. Þegar áætlun var gerð um að leggja hitaveitu í alla Reykjavík, en hún var gerð 1961, þá héldu menn að vatnið væri meira. En það hef ur ekki þá verið búið að kanna það nægilega vel. Þess vegna var öllum Reykvíkingum vestan við Elliðaár lofað hitaveitu fyr ir áramót 1965—66. Nú blasir i svo sú staðreynd við, að vatn ið er ekki nóg. Það má eitthvað bæta úr þessu á einn hátt, og er meiningin að gera það í framtíðinni. Það á að byggja stór an geymi á Eskihlíðinni, sem i r.ð ‘ ika ámótamikið vatns magn og -ilir hinir geymarnir til samans. Það mundi þýða að meiri varaforði fengizt þann ig að í stuttum irostköflum verð ur hægt að hafa vatn lengur. Hins vegar dugar ekkert í lang varandi kuldum nema aukið vatnsmagn. Við stöndum því frammi fyr ir því, að búið er að þenja hitaveituna meira en vatnsmagnið an þessa dagana yfir miklum vöru skorti hjá fisksölum bæjarins, og BLAÐ LÖGMANNA Út er komið 4. tbl. rits Lög- mannafélags íslands, og heitir það „Blað lögmanna” en ritstjóm skipa þeir Egill Sigurgeirsson og Þorvaldur Ari Arason, hæstarétt arlögmenn. Lesmál í blaðinu er 16 síður, en auglýsingar þekja 8 kápusíður. Mest af efninu er stuttar frétt ir, skýrt er frá starfsemi LMFÍ árið 1964, og aðalfundi og stjóm arkosningum. Minningargreinar eru um tvo látna félagsmenn, þá Láms Fjeldsted, hrl. og Guðmund Ásmundsson, hrl. Þá eru skráðar embættaveiting ar s.l. tvö ár, og einnig em tald ir upp dómar í hæstarétti, saka- dómi og bæjarþingi. „Blað lögmanna" hóf göngu sína í febrúar 1963, og kom síðan út í ágúst 1963 og desember 1963. Því er ætlað að vera stéttar- og fréttabláð starfandi lögmanna, sem birtir aðeins stuttar greinar. Lengri greimum er ætlað rúm I Tímariti lögfræðinga eða Úlfljóti. Þorvaldur Ari Arason tjáði blaðinu, að vonir stæðu til, að blaðið kæmi út reglulega, en helztu annmarkar væm frétta skortur. ÍSAFJARÐARAFMÆLI Framhaid ai bis i á fjárhagsáætlun þessa árs kr. 100 þúsund til stofnunar sjóðs, er varið verði til verðlauna námsaf- reka nemenda í væntanlegum menntaskóla á ísafirði. Sjóðurinn beri nafnið Aldarafmælissjóður ísafjarðarkaupstaðar. Verðlaun úr sjóðnum verði í fyrsta sinn úthlut,- að þegar fyrstu stúdentarnir _úf- skrifast frá menntaskóla á ísa- firði, en fyrir þann tíma verði sett reglugerð fyrir sjóðinn og stjórn hans kosin. Þar til fyrsta verðlaunaúthlutunin fer fram verð ur sjóðurinn vaxtaður í vörslu bæj arsjóðs ísafjarðar. Báðar þessar tillögur voru samþykktar. í fund- arlok söng Sunnukórinn aftur lag Jónasar Tómassonar undir hans stjórn í faðmi fjalla blárra og síð- an undir stjórn Ragnars H. Ragn- ars, Ó guð vors lands. Gluggar verzlana eru fagurlega skreyttir á ísafirði bæði með myndum og málverkum frá ísa- firði og sömuleiðis með myndum af öllum bæjarfulltrúum frá byrj- un. Klukkan 5 í dag hélt bæjar- stjórnin móttöku fyrir ísfirðinga í Sjálfst.húsinu og var þar mikið fjölmenni.Þá fóru skátar úr bænum undir stjórn Konráðs Jakobssonar og Jóns Þóroddssonar í blysfór upp á Stórurð og mynduðu þar með blysum „100“ ár. í kvöld átti að vera veizla bæjarstjórnar í Al- þýðuhúsinu á ísafirði, en til henn ar var boðið öllum helztu framá mönnum bæjarins í félagsmálum og öðrum málum. Á laugardag og sunnudag \ierða áframhaldandi hátíðahöld á fsa- firði, meðal annars leikþættir og skemmtun fyrir börn í Alþýðuhús- inu. borð handa fjölskyldunni. Á markaðnum sést reyndar nýr fiskur, sem hverfur svo að segja samstundis og hann kemur í búð- imar. Fiskhöllin fær t.d. ein 3— 4 tonn af nýjum fiski daglega, aðallega þorski, en það magn 'hvetrfur fljótt. Gómsætir réttir eins og hrogn og lifur eru yfir- leitt búnir kl. 9—10 á morgnana en Fiskhöllin opnar kl. 7.30. Tók ókunnugan fyrir eiginmann FB—Reykjavík, miðvikudag. Kona ein í Vestmannaeyjum lagðist til svefns i gærkvöldi eins og önnur undanfarin kvíild, og sofnaði brátt eðlilegum svefni. Hún átti von á bónda sínum heim og áður en langt leið, kom maður til hennar og liáttaði hjá henni. Taldi hún hér vera eiginmanninn á ferðinni, en ekki leið á löngu þar til henni var ljóst, að hér mundi annar vera á ferð, þótti maðurinn eitlhvað öðruvísi en hún átti von á, og rak upp mikið öskur. DAGSBRÚNARHÓF Framhald af bls. 1. trúar frá ýmsum öðrum launþega félögum og samtökum í Reykja vík og Hafnarfirði, fyrrverandi formenn félagsins, og einn af stofnendum Dagsbrúnar Magnús Magnússon, var einnig viðstaddur. í afmælishófinu var vígður nýr félagsfáni fyrir Dagsbrún. FRÍLISTINN Framhald af bls. 2 í 86.2% heildarinnflutnings, eins og hann var 1964. Meira en helm ingur þess innflutnings, sem enn er háður einhvers konar leyfisveit ingu, er benzín og brennsiuolíur. sem eingöngu eru fluttar frá Aust- ur-Evrópulöndum en innflutning ur þaðan er ekki takmarkaður á. Aðrir vöruflokkar, sem enn eru háðir leyfum, eru m.a. sykur, kaffi, kvensokkar, krossviður og hús- gögn. En allar þessar vörur er frjálst að flytja inn án nokkurra takmarkana frá jafnkeypislöndun- um. Innflutningur erlendrar land- búnaðarvöru, sem keppa mundi i við innlenda landbúnaðarfram- leiðslu, er hins vegar bannaður. FJÖLSKYLDA í VANDA Framhald af bls. 2 stunda skólanám. Fjölskyldan mátti ekki við tjóninu. Þess vegna er það, sem blöðin hafa lofað að taka á móti fram- lögum þeirra, er til finna með þessari illa stöddu fjölskyldu og vilja létta eitthvað undir með þeim. Þarf heldur ekki að efast um það, að margir munu vilja sýna með einhverri gjöf, að þeir kunna sjálfir að meta betra hlut- skipti og mildari örlög. Undir- ritaður mun einnig taka á móti gjöfum til fjölskyldunnar að Mel- gerði 23. Ólafur Skúlason, prestur, Bústaðaprestakalli. þolir, og það er því ekkert að gera nema drífa Nesjavallaveitu sem fyrst í gagnið, enda er fyr irsjáanlegt, að ástandið eins og það er, getur ekki varað svona til lengdar. Allir geta séð í hvern voða þessi mál stefna, ef hér yrði harður vetur. Fólkið í gömlu bæjarhlutun um, gamla Austurbænum og gamla Vesturbænum, er eðli lega orðið ákaflega langþreytt á þessu ástandi, enda illt fyr ir fólk í þessum húsum að bjarga málinu, þar sem engin önnur kynditæki eru til en hitaveitan, enda var fólki sagt, að kynditæki til vara væru alveg óþörf, þótt nú sé farið að hvetja þá sem hafa kyndi tæki með hitaveitunni, að nota þau geri frost. HOLDANAUTARÆKT Framhald af 16. síðu. holti. Ein kýrin, sú elzta, set ur sig ætíð í varnarstöðu ef komið er i námunda við hana. — Hvað eru margar kýr í þessum hóp? — Það er aðeins einn tarf ur í þessum hóp — þessi þarna— hann er ekki nema hálfs annars veturs gamall. Kýrnar eru allar ungar, frá veturgömlu til fjögurra vetra. Samt eiga þær víst all ar að vera með kálfi. — Verða þær inni í allan vetur? — Já, það er engin að- staða komin ennþá til þess að hafa þær úti, það þarf að setja upp girðingar fyrir holdanautin —og það öflug ar. Þetta eru miklu harð skeyttari skepnur en venju legir nautgripir og þær eiga það til að gera allt — frek ar en að láta ná sér. — Eru holdanaut víða ræktuð á íslandi? — Þau eru fyrst og fremst ræktuð í Gunnars- holti en ennfremur eru nokkur holdanaut á Egils- stöðum og í Laugardælum. — Hvernig stóð á því að hafin skyldi holdanautarækt héma? — Þegar mjólkurfram- leiðslan var lögð niður í fyrasumar og nautgripirnir seldir, var ákveðið að koma upp holdanautabúi í staðinn, og þessi tuttugu eru víst bara byrjunin, því ráðgert er að fjölga þeim. FÆRÐ VERSNAR Framhald af 16. síðu. er fært frá Reykjavík á Snæfellsnes, til Stykkis- nólms og á Fróðárfheiði. Þó mun vera þungfært á norð vestanverðu nesinu. Þá er færð á Vestfjörðum versn- andi. og mun vart vera um umferð þangað að ræða. Á ætlunarbifreið tókst að kom ast til Króksfjarðamess í dag en við illan leik. Á Austfjörðum er færð svipuð og í gær, en þar eru allir fjallvegir lokaðir, nema Fagridalur. Verður hafizt handa Um að ryðja einhverja fjallvegi þar, þegar tíð batnar. Fréttaritari Tímans á Ak ureyri sagði í dag, að allir vegir þar um slóðir væru greiðfærir flestum bílum, og leiðin Reykjavík-Akur- eyri einmg. Þó væru hættu legir sveilbunkar í Norður árdal og undir Silfrastaða- fjalli. Þá hefði Vegagerðin aðstoðað bíla á aðalleiðum a þrið.iudögum og föstudög um í vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.