Tíminn - 29.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. janúar 1966 TÍMINN 59 loknu ætlaði hann að hvílast í nokkrar stundir, en áður en hann kæmist til þess, varð hann að fara á fund Chauvel hershöfðingja, sem kvartaði yfir því að sumar arabísku sveit- irnar hirtu ekki um að heilsa liðsforingjanum að hermanna- sið. Daginn eftir var ástandið mun skárra á sjúkrahúsinu. Læknarnir voru að hreinsa áhöld og vinna nauðsynlegustu undirbúningsstörf og skipa niður hjúkrunarmönnum. Kirk- bride fylgdist með störfum þeirra. Mikið var enn ógert og þegar Lawrence kom þarna á eftirlitsferð mætti honum liðs- foringi úr hjúkrunarsveitunum, gekk til hans og spurði hann hvort hann væri yfirmaður staðarins. „Á vissan hátt, já,“ svaraði Lawrence. „Svívirðilegt, skammarlegt, ættuð að verða skotinn" öskr- aði liðsforinginn. Lawrence var þannig á sig kominna ð hann gat ekki meira. Hann reyndi ekki að vera sig og skýra út, hvernig á málum stóð. í stað þess rak hann upp hásan hlátur. „Bölvaður ruddinn,“ öskraði liðsforinginn og sió hann beint í andlitið. Liðsforinginn strunsaði úr og tautaði eitthvað um rudda, sem stæðu á lægra stigi en dýrin. Lawrence stóð hugsandi um stund. Hann fann ekki til reiði gagnvart árásarmannin- um, honum fannst hann vera óhreinn og óheiðarlegur. En höggið hafði hrifið hann úr þreytudoða, hann áttaði sig og fann að hann gat þetta ekki lengur, hann gat ekki kvalið líkama sinn né sál lengur. Þegar hann gekk út úr sjúkrahúsinu, sá hann bifreið Allenbys fyrir utan aðalgisti- hús borgarinnar. Hann gekk hratt til gistihússins og eftir fáeinar mínútur gaf hann yfirhershöfðingjanum síðustu skýrslu sína. Allenby hlustaði með athygli og samþykkti allar gjörðir hans, bæði varðandi herinn og'það sem hann hafði gert í nafni Feisals varðandi borgarlega stjórn borgar- innar. Síðan baðst Lawrence lausnar. Allenby reyndi fyrst að malda í móinn, hann sagði að Þjónusta hans væri einmitt nú mjög mikilvæg og nauðsynleg. En það þýddi ekki, hann þekkti Lawrence nógu vel til þess að vita, að hann var ákveðinn. Hann hefur ef til will aldrei skilið hvað það var, sem breytti afstöðu Lawrence og hvers vegna sigurinn varð honum svo súr, sigur, sem hann átti svo mikinn þátt í að vannst. En hann bar allt of mikla virðingu fyrir þessum einkennilega undirmanni sínum til þess að þvinga hann til að gegna starfi sínu áfram. Lawrence hvarf burt af þessum vettvangi sigursins jafn skyndilega og formálalaust og hann hafði í upphafi hafið að yiðurkenna hann sem snilling, fann hann aðeins til skamm- ar fyrir það, sem hann hafði afrekað, honum fannst han vera falsari og hafa svikið og villt um fyrir vium sínum, sem treystu honum. Hann var læstur inni í fangelsi sjálfs- auðmýkingar og það eina sem hann gat hugsað um var að komast frá þessu öllu, flýja. 25. Burtför og endurkoma. Það eru engir tveir ævisöguhöfundar Lawrence sama sinn- is um ástæðuna fyrir því að hann vildi flýja á hátindi nig- ursins. David Garnett álítur hann hafa farið sökum þess að hann héldi að hann yrði málstað Araba að meira gagni í London, þar s.em útlit var fyrir að næsti áfanginn í bar- áttu þeirra yrði útkljáður við samningaborðið. Dvöl hans í London gagnaði þeim meira en ef hann dveldi áfram áfram í Damaskus og nyti sigurs síns. Lowell Thomas telur ástæðuna hafa verið líkamlega og andlega ofþreytu og Enr- est Altounyan læknir, sem var armenskrar ættar og góðvin- ur Lawrence hafi sagt honu „að þessu væri lokið, og það væri næg ástæða.“ Skýring Lawrence sjálfs var sú að hann hefði óttast valdagirni sína og því orðið að flýja. Skoðanir þessara manna geta allar staðizt, þær stangast ekki á í raun og veru. Hann var vissulega örmagna og til þess voru nægan ástæður. Flóttinn frá metorðagirni getur einnig staðizt sem ástæðaj tt sjfiLEsmkmöÍMif-.i áttuna síðustu mánuðina ber vitni um angist og kvöI maníis, sem hefur séð spegilmjmd eigin sálar í spegli sjálfsrannsókn- ar og ligði í stöðugum ótta við það, sem hann sá. Það varð einnig vitanlegt að hann vildi og var Aröbum að miklu liði í sjálfsstæðisbaráttu þeirra með aðgerðum sínum í Lon- C The New Amerlean Llbrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY held, að þessu sé beint til mín, sagði hann og hló. En Rhoda var orðin reið. Og nú höfðu allir fengið nægju sína, svo að hún stóð upp tók saman borðbúnaðinn, en varðveitti alltaf virðuleik sinn og sjálfstjórn. — Ég skal koma fram með disk ana, hrópaði Fenella á eftir henni. — Þakka fyrir. Fenella slétti úr kjólnum yfir grönnum mjöðmunum. Þú veizt að þetta er aumi bletturinn, Joss frændi. Þú ættir alls ekki að segja svona hluti. Ef þú hefðir gert hana að heiðarlegri eigin- konu — Stór hönd small á borðinu, svo að gler og silfurmunir klingdu við. -- Nú er nóg komið! Loðnar augabrýrnar drógust saman, svo að þær nærri því huldu augun — Þú gengur full langt. Fenella fölnaði lítið eitt. Fyrir gefðu, Joss frændi. Ég var bara að gera að gamni mínu. Ég á við það, að .... Það kemur málinu ekkert við, hvað þú átt við. Héðan í frá hef- urðu gát á munninum á þér! Hann ýtti stólnum aftur á bak. — Rhoda er og hefur aldrei ann að verið en ráðskona hjá mér. Hún svaraði auglýsingu í blöðun- um fyrir sjö árum og ég þakka hamingjunni fyrir hana. E4 þú ert enn einu sinni ósvífin, stúlka mín, skaltu borða þínar máltíðir heima hjá sjálfri mér. Skilurðu mig? — Já, Joss frændi. Mér þykir þetta leitt. Ég vissi ekki .... — O-jú. Þú verður að gæta tungu þinnar Fenella. — Já, Joss frændi, sagði hún hæglátlega. — Og gættu þess, að vera ekki með neinar móðganir. Rhoda kom hingað sem ráðskona. Þar áður þekkti ég hana ekki. Fenella stóð með hendurn ar krepptar um stólbakið. Iðrunar svipurinn hvarf um leið og hann hvarf út úr herberginu. — Þetta er nú þín mikla iygi, kæri Joss frændi, sagði hún lágt. — Hættu þessu, Fenella, fnæsti Ralph. Hún starði á hann. — Eg hefði líklega ekki átt að segja þetta. En að frændi sé með einhverja vandlætiugasemi.! er nokkuð mikið af því góða. Því þetta er nefnilega satt. Það eru mörg ár síðan ég heyrði mömrnu tala um síðustu ástir Joss frænda. Fyrirsætu, sem héti Rhoda. — Getur ekki verið nema ein kona, sem heitir Rhoda? Fenella horfði á hann. — Ef þú trúir mér ekki, get urðu fengið sönnun fyrir því, að ég segi satt. Þegar þessi aræðilegi aðgangur út af morði Felixar frænda er liðinn hjá, skal ég taka þig með inn í vinnustofuna og sýna þér nokkur hinna gömlu rykfallnu málverka eftir Joss frænda, mannamyndir og sitthvað annað. Þama er ein mynda af Rdodu sem ungri stúlku. — Það gæti verið einhver, sem líktist hennL — En það er það ckki því að hún hefu. yfir s^r grænt sjal, sem er fest með g illnælu eins g þess- ari sérkennilegu, sem hún notar svo mikið. — Uss, hvíslaði Ralph. i..huda var að k >n. Fenella fór að taka saman disk r. x. Vonnie tók ónotuð hnífanör. — Hvar á ég að leggi - þetta? Á. þ.ss að segja orð, onnaði F -n°l skúffu í gömh buffeti. Rhoda hafði bakka með. Hún lagð. á þa; servíettu. J — Kemur þú heim i miðdag í c’ag, 'Ia° — Nei . .Fenella sneri sér c3 Ralph. — Var það ekki ætlunin að fara á bíc? — Ég held við ættum ekki að fara. Það lítur ekki vel út, að . . . — Hvaða bull! Ekki erum við riðin við morðið á Felix frænda. Enginn getur búizt við því, að við sitjum alltaf heima, til að | bíða eftir þvi að einhver verði j tekinn faútur. — Ég held nú samt, að við ætt ! um að halda okkur heima fyrstu i dagana. Þessi mynd, sem þig langar til að sjá, á eftir að ganga lengi ennþá. Við getum farið f næstu viku. — Þá fer ég sem snöggvast yfir í íbúðina og fer í sólkjól. Á svona heitum degi fáum við ekki betri dvalarstað en garðinn hans Joss frænda. Þú vilt sjálfsagt Tka slappa dáiítið af, Myra, eftir svona langa flugferð. — Það er sannarlega freist andi, sagði Vonnie. — Og þú, Rhoda, agði Fenella við hina hávöxnu konu, sem stóð í dyrunum, þú þarft ekki að vera heima til að skenkja te handa Joss frænda. Ég verð hérna, og skal sjá um það. — Ég verð ákveðið heima. Það eru symfóníuhljómleikar í útvarp- inu, sem Mr. Ashlyn og ég viljum gjarnan hlusta á. Hún svarc.T Fen ellu án þess að líta aftur, og með virðuleik húsfreyjunnar bar hún fullan bakkann út í eldhúsið. — Þarna sérðu, hvort hún þyk- ist ekki eiga kröfu til Joss frænda. Ég þori að veðja um það, að þegar ________________________________n við erum hér ekki kallar hún hann ekki Mr. Ashlyn. Ralph brosti til Vonnie. — Hirtu ekki um. hvernig hún lætur. Ilún þarf alltaf að setja eitthvað út á Rhodu. Ekki svo að skilja, að Rohdu standi ekki hjart anlega á sama. Hún er stilltasta manneskja, sem ég hef fyrir hitt. — Nema þegar Joss frændi minnist á pipsrmeynar, hreytti Fenella út úr sér. Hann lét sem hann slægi hana léttilega í andlitið. — Hafði nú stjórn á þér, góða mín, sagði hann mjúklega. Það fer þér ekki vel að vera móðguð. — Fyrirgefði. Hún brosti til hans geislandi brosi. En ég. þoli hana ekki og mun aldrei gera það. — En frændi þinn hefur mætur á henni, og það er aðalatriðið. — Ég held, að það sé líka það eina, sem hefur nokkra þýðiagu fyrir hana. Þar með tók hún strik ið fram hjá Vonnie út úr stofunnL — Taktu ekki nærri þér, það sem hún segir. sagði Ralph við Vonnie. Fenella meinar ekki helm inginn af því, sem hún segir. Þetta er vani hjá henni. — Ó, jú, hugsaði Vonnie, meðan hún gekk frá hnífapörunum. Fen- ÚTVARPIÐ Laugardagur 29. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn Iir lögin. 14.30 í vikulokin, páttur undir stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Veðurfregnir. 16.05 Þetta vil ég heyra Anna Snæbjörnsdóttir vel ur sér hljómplötur. 17.00 Fréttir Fónninn gengur Ragnheiður Heið reksdóttir kynnir nýjustu dægur lögin. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barn- anna: „Á krossgötum" Guðjón Ingi Sigurðsson les þýðingu Sig urlaugar Björnsdóttur (8' 18.20 Veðurfregnir 18.30 Söngvar í léttum tón. 18.55 Tiikynningar 19.30 Fréttir. 2Q.00 Laugardags konsert. 20.45 Leikrit: „Gleðileg jól, Monsieur Maigret“. sakamála ieikrit eftir Georges Simenon og Serge Douay Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veð urfregnir. 22.15 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. janúar 8.30 Létt morgunlög. 9.25 Morgun hugleiðing og morguntónleikar . Laugarneskirk j u 1 Prestur: séra Garðar I Svavarsson. 12.15 Hádegisútvarp 13.15 Ein- staklingsgreind og samfélagsþró un. Dr. Matthias Jónasson prófess ar flytur fyrsta hádegiserindi sitt: Eðlishvöt og mannleg greind. 14.00 Ungir tónlistarmenn í út- varpssal. 15.10 Miðdegistónleikar 15.30 Þjóðlagastund Troels Bendt sen kynnir þjóðlög 16 00 Veður fregnir Endurtekið leikrit: „Bnmarústir“ eftir August Strindberg. Leikstjóri og þýðandi Sveinn Einarsson. (Áður útvarp að í marz 1962). 17.30 Bamatími: Anna Snorradóttir stj. 18.20 Veð urfregnir. 18.30 íslenzk sönglög: Sigurður Skagfield syngur. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kímni í Nýja testamentinu. 20. 25 Gestur í útvarpssal: Vannulla Pappas frá Bandaríkjunum syng ur „Sex lög" eftir Louis Spohr. 20.45 Sýslumar svara Rangár- vallasýsla og Skaftafellssýsla keppa, og lýkur þar með fyrstú yfirferð um landið. 22.00 Fréttir »g veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. 11.00 Messa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.