Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 8
8 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1966 SMURT BRAUÐ Smurt brauð er mikið notað, ef til vill vegna þess, hve auðvelt er að útbúa það, þægilegt að grípa til þess og að mikla tilbreytingu er hægt að hafa í álegginu. Brauð, sem nota á sem nesti verður að smyrja þannig, að álegg og skraut haldizt, svo að brauð ið verði ekki ólystugt, þegar þess er neytt. Einnig ber að athtuga, að það á að nægja sem heil máltíð ásamt þeirn drykkjum, sem neytt er með því. Á mörgum heimilum er notað smurt brauð í morgun- og kvöld verð ásamt köldum eða heitum drykkjum. Þessar brauðsneiðar eru af venjulegri stærð, þ.e.a.s. hveitibrauð er skorið í þunnar sneiðar og rúgbrauðsneiðar mega ekki vera of stórar. Áleggið er oft matarafgangur, svo sem kjöt, fisk ur, salat eða t. d. ansjósur og egg, kæfa, ostur o. s. frv. Mjög litlar brauðsneiðar eru kallaðar snittur. Þegar þessar smá sneiðar eru bornar fram er oft stungið í þær tréstönglum, þannig að auðvelt er að taka þær af fat inu. Oft er líka búin til einskonar brauðterta úr hveiti- og rúgbrauði. Brauðið er þá skorið eftir endi löngu og sett saman til skiptis hvít og dökk ræma með smjöri og áleggi á milli, síðan er tertan skor in í sneiðar. Þetta virðist vera ofur einfalt, en þarf þó töluverða nákvæmni, til þess að árangurinn verði góður. Samlokur eru tvær brauðsneiðar lagðar, saman með álaginu á milli, ánn þess að það sjáist. Algengasta tegund af smurðu brauði eru smá sneiðar, sem skorp an hefur verið skorin af og skreytt ar eru síðan með fallegu bragð góðu áleggi. Þær eru oft bornar fram 2 til 3 á diski sem lystaukandi forréttur. Áleggið á sneiðum þess um á að vera mismunandi, ein með söltu áleggi, önnur með reyktu og þriðja með osti. Þó eiga þær að fara vel saman á disknum. Einnig má bera svona smá sneiðar á borð á bakka eða stóru fati með kaffi, tei eða „coektail". Það er hægt að hafa mikla tilbreytingu í álegg inu, og sneiðar þessar geta verið hvortveggja mjög dýrar eða ó- dýrar. Fallegt er að skreyta fatið eða bakkann, sem sneiðamar eru bornar fram á. Minnstu snittur eiga að vera á stærð við tveggja krónu pening og skera má þær út á ýmsan hátt. Þegar þær eru bómar fram með „cocktail" er bezt að nota bragðmikið álegg: Til þess að þægilegt sé að taka þær af fatinu er stungið í hverja sneið tréstöngli. Brauðið, sem notað er, getur verið hvaða tegundar sem er og verður hver að velja eftir sínum smekk. Smjörið þarf helst að vera nýtt og gott. Einnig má nota smjörlíki, en það er bæði bragðverra og tor meltara. Ef smjörið er borið með brauðinu á það að vera vel kælt og búnar til úr því (með smjör spaða), kúlur, sívalningar eða skífur. Ef brauðið er smurt með þvx verður að hræra það svo að það verði lint. Oft er settur bragð bætir í smjörið af ýmsu taki. Þeg ar smurðar eru smá brauðsneiðar, t. d. snittur, þá eru venjulegar brauðsneiðar smurðar mjög vel, síðan klipptar eða skorn'ar út á ýmsan hátt. Það, sem afgangs verður má nota í brauðsúpu eða rífa og nota í eplaköku. Áleggið getur verið einfalt eða skrautlegt, en það verður alltaf að vera nýtt. Bezt er að hafa allt við hendina, þegar byrjað er að smyrja. Eggih soðin og köld, olíu sósu (mayonnaise) tilbúna, en kjöt og reyktan lax á ekki að skera niður fyrr en á síðustu stund svo það þorni ekki. Ef álegg ið er keypt niðurskorið er bezt að kaupa það rétt áður en það er notað. Þegar smyrja skal fínt brauð, er bezt að athuga áður, hvaða brauð fer bezt við hverja tegund af áleggi og hvaða áleggs tegundir fari vel saman hvað1 bragði viðvíkur. Sé áleggið bragð dauft, á skrautið að vera bragð mikið og öfugt, t. d. kálfasteik og gúrka, hangikjöt og hrært egg o. s. frv. Helzt á að smyrja rétt áð- ur en brauðið er borið fram. Ef því verður ekki viðkorhið, má geyma sneiðarnar sem nýjar í nokkra tíma með því að raða þeim á dúk. sem vættur hefur verið í köldu vatni og leggja síðan þunn an, rakan pappír yfir. Hér eru birtar nokkrar uppskriftir af smurðu brauði. Smurt brauð með rækjum eða liumar og olíusósu. Hveitibrauð humar eða rækjur ólíusósa (mayonnaise) salat Dill (egg) Olíusósan er fyrst búin til og kæld. Sé sósan þunn, svo að ekki er hægt að sprauta henni til skrauts, skal bæta út í hana matar lími. Brauðsneiðamar ferhymdar eða þríhymdar, smurðar þunnt Olíusósunni smurt jafnt yfir alla brauðsneiðina, brúnimar ýfðar með gaffli. Rækjur eða humarsbit ar sett ofan á og skreytt með dill skúf, eða 1—2 salatblöð sett á hverja brauðsneið, olíusósu sprautað á blaðið og skreytt með rækjum eða humar. Ef vill má sprauta sósunni yfir rækjumar eða humarinn og skreyta með dillskúf. Einnig má má skreyta með litlum bita af harðsoðnu eggi. Smurt brauð með eggjum, tómöt um og gúrku. Rúg- eða hveitibrauð smjör egg tómatar ný gúrka olíusósa mayonnaise steinselja sálat ' " ' Harðsoðin egg em skorin í sneiðar. Tómatar og gúrka þvegið og skorið í sneiðar. — Brauðsneið ar, kringlóttar eða ferhymdar, smurðar. Á hverja sneið er látin eggjasneið og á hana tómat- og gúrkusneið. — Olíusósu spraut að í topp þar á. Skreytt með stein selju og salati. Einnig má gera gat á tómat- og gúrkusneiðarnar og fylla það með t. d. olíusósu eða tómatsósu. Sleppa má gúrk- unni. Er þá settur % lítill tómat, sem hefur verið holaður, á hverja eggjasneið, síðan fylltur með olíu sósu og skreytt með steinselju. Smurt brauð með laxi og eggi. Hveiti- eða normalbrauð smjör egg saltaður, reyktur lax dill Harðsoðið egg er skorið i sneið ar, helzt með eggjaskera. — Kringl óttar brauðsneiðar em smurðar. Eggjasneið er látin á hverja brauð sneið niiðja og laxræma umhverfis þannig að brauðsneiðin sé vel þakin, eða laxasneið er látin á á brauðsneiðina og eggjasneið of an á hana miðja. Skreytt með dill skúf. f stað eggjasneiða má nota hrært egg. Smurt brauð með ansjósum og söx uðu eggi. Kugbrauð smjör ansjósur steinselja Hill eða kaperc X Aiisjósurnar eru skornar í ræm ur. Eggin soðin í 10 — 11 mín Kæld í vatni. Skurnin tekin af og rauðan og hvítan aðskildar og saxaðar hver í sínu iagi. Brauð sneiðarnar smurðar. þær geta verið kringlóttar. aflangar eða fer hyrndar. Ansjósum. eggjahvitu og eggjarauðu raðað í rendur á hranð sneiðarnar. Skreytt frekar með i: ramnaia a ois 12 RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR Fallegur persian pels meS nýtízkulegu snlði, sem kostar 3£00 sænskar krónur. Fallegir pelsar í vetrarkuldanum „í þessum vetrarkulda væri gott að eiga pels“, hugsar mörg konan. Draumurinn um pels og lúxus fer saman, því pelsar eru dýrir og falla ekki í verði. Er þörfin fyrir pels sú sama og áður var?, spyrja eflaust margir, þar sem breytingar hafa orðið á lífi konunnar síð- istliðna áratugi. Hún er farin að vinna úti, ferðast milli vinnu staðar og heimilis í upphituð um bíl eða strætisvagni, það er einungis á sunnudögum og öðr um tyllidögum sem konan gefur sér tíma til þess að fara í göngu ferðir. Nútímakonan vill að föt in séu létt og þægileg, og auð velt að halda þeim hreinum. Þrátt fyrir það, vill konan í dag eignast hlýja og fallega flík og Framhald á bls 12 Pels ;r folnldeskinnl með belti og líningum úr mocka-skinni. Sú i miðjunni er i pels úr íshafssel og sú lengst til hægri í kálfspels.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.