Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. febrúar W66 | t I I t TÍMINN HZ-Reykjavík, miðvikudag. Næstu þrjár vikur vertia til sýnis á Mokkakaffi 25 svart- hvítar myndir, sem ungur mál- ari, Svavar Hansson, hefur mál að. Þetta er fyrsta málverka- sýning Svavars hérlendis, en hann hefur tekið þátt í sam- sýningu á Ítalíu fyrir þrem ár- um og hlaut liann þar gullverð- launapening fyrir eina mynd sína. Einnig hélt hann einka- sýningu í Washington árið 1964 Reykjaneskjördæmi Formenn Framsóknarfélaganna í Reykjaneskjördaami, áríðandi fund ur sunnudaginn 6. febrúar klukk an 2 síðdegis að Neðstutröð 4 Kópavogi. Kaupstefna í Leipzig í marz CfÞE—Reykjavík, miðvikudag, f gær boðaði forstjóri Verzlunar sveitar Þýzka alþýðulýðveldisins fréttamcnn á sinn fund til að skýra frá Vorkaupstefnunni í Leipzig, sem haldin verður dag- Rafmagns- truflun í jjj^g jjj ^ KT—Reykjavík, miðvikudag. í kvöld varð raímagnslaust um stund frá Suðurnesjum til Akra ness. Rafmagnstruflun þessi varð er Sogslínan „datt út”, eins og starfsmenn Rafmagnsveitunnar orðuðu það. Ekki var í kvöld hægt að segja með fullri vissu um or- sök bilunarinnar, en talið, að hún stafaði af salti, sem setzt hefði á svonefnda einangrara, eða þá að línum hefði slegið saman. Þegar Sogslínan hafði verið tengd aftur gekk allt eins og vera bar, en á- litið var, að sama truflun gæti átt sér stað aftur. Sæmdir frönskum heiðursmerkjum Ríkisstjórn Frakklands hefur sæmt Þorbjörn Sigurgeirsson, pró fessor franska heiðursmerkinu Croix d’Officier de la Legion d’ Honneur, Níels P. Sigurðsson, deildarstjóra í utanríkisráðuneyt inu heiðursmerkinu Croix d'Off icier diu Merite. Einar Oddsson, sýslumann i Vík í Mýrdal og dr. Ágúst Valfells, fyrrverandi for- stöðumann almaunavarna heiðurs merkinu Croix de Chevalier du Merite I viðurkeningarskyni fyr ir veitta aðstoð við visindatilraun ir, sem franska Geimrannsókna- stofnunin vann að á íslandi árið 1964. ana 6.—15. marz næstkomandi. Mun að venju vera mjög vandað til þessarar kaupstefnu og verða þátttakendur fleiri en nokkru fyrr. 10.000 framleiðendur frá 70 löndum munu bjóða fram vörur sínar, en um það bil 6.000.000 viðskiptamenn frá liðlega 90 lönd um eru væntanlegir til Leipzig. Vöruframboðinu er skipt í 60 flokka, og mest áherzla verður lögð á afurðir á sviði tæknifram fara, svo sem kemisk hráefni, verksmiðjur fyrir kemiskan iðn að, raftækni, rafeindatækni o.fl. og einnig er mikið framboð á margs konar vélaiðnáði. Alls nær sýningarsvæðið yfir 345.000 fer- metra, og er um þriðjungur þess nýttur til sýninga frá fyrirtækjum í vestrænum ríkjum, en sósíalist- ísku ríkin sýna á 40.000 fermetra svæði, sem er um 12% af heildar sýndngarfletinum. Stærsti þátttak andinn eru Sovétríkin með 13.200 ferm, en frá löndum utan Evrópu er sýning Indlands umfangsmest en Arabíska sambandslýðveldið er með stærstu sýningu Araba- landa. Bandaríkin og Japan hafa aukið mjög þáttöku sína og er sýn ing Bandaríkjanna margfalt stærri en í fyrra. Eftirspurn eftir VEÐUROFSI Framihald af bls. 1 á Fagurhólsmýri í Öræfum, allt að 11 vindstig, en lítið hefur snjóað þar. Læknir frá Höfn í Hornafirði var i gær kvaddur á bæ einn í Öræfunum, og er þar veð urtepptur í dag. Á Hornafirði hefur verið frekar leiðinlegt veður í dag, hvasst og nokkur snjókoma og hefur veðrið hert nokkuð seinni hluta dagsins. Stapafellið kom við á Höfn til þess'að landa olíu og treysti sér ekki út aftur vegna veðurs. Vegir voru ruddir fyrir skemmstu um Al- mannaskarð og Lónsheiði, en bú- ast má við að þessir vegir verði illfærir eða jafnvel ófærir á morg- un. sýningarsvæði var miklu meiri en hægt reyndist að fullnægja. Kaupstefnan verður mjög fjöl- breytt og verður vel búið að þátt takendum og öðrum gestum. Ekki mun allt miðast við viðskipti, held ur verður og boðið upp á mjög fjölþætt menningarprógram, auk þess sem tízkusýningar verða haldnar tvisvar á dag meðan kaup stefnan stendur og verða þátttak endur í þeim frá 12 löndum aust- urs og vesturs. Undanfarið hcfur þátttaka ís- lands í kaupstefnunni í Leipzig verið góð, og hafa frá 40-100 manns farið á hana. í ár verður sú nýlunda að íslenzkir iðnaðarmenn taka þátt í kaupstefnunni. ís- lenzka vöruskiptafélagið hefur skrifstofu í Leipzig og miun þar verða greitt fyrir íslenzkum þátt takendum á ýmsa lund. BEN BARKA Framihald af bls. 1 en hann er grunaður um þátt- töku í Ben Barka-ráninu 29. október í fyrra. Le Ny er þekktur í undir- heimum Parísarborgar sem „Serge,“ en David hafði viðru- nefnið „Le Beau Serge." Mun íetta hafa valdið misskilningi, þegar maður einn hringdi í lög regluna og sagði að „Serge“ væri í þessum klúbb. David veitíi ekki mótstöðu þegai* hann var handtekinn í klúbbnum, en þegar hann var kominn út fyrir, sagðist hann hafa gleymt regnfrakka sínum inni í klúbbnum og fékk leyfi til þess að sækja hann. Þegar David kom til baka, hófst skothríðin. Hann tók byssu upp úr frakkavasanum og skaut að Galibert fulltrúa og þrem öðrum lögregluinönn- um, sem biðu við lögreglubfl- inn fyrir utan. Bílstjórinn, sem sá allan atburðinn, sagði að David hafi skyndilega .stungið hendinni i vasann. — Ég sá skína í byssuna áður en skot- in smullu af, og þrír lögreglu- menn féllu sagði bílstjórinn. Tveir lögreglumenn særðust, voru fluttir í sjúkrahús og eru úr allri Iífshættu. Einn þekktasti lögreglumað- ui Frakklands, Maurice Bouvi- er, lögreglufulltrúi, kom á staðinn tæpum klukkutíma eft- ir að átökin áttu sér stað. Ifann fór síðan til sjúkrahúss- ins og yfirheyrði lögreglumenn ina tvo. ‘i>á. heimsótti hann Louis Zollinger, dómara, að eigin ósk til þess að visa til baka ásökunum um að hann hefði reynt að leyna hlutdeild Elskulegur maðurinn mlnn, faSir, tengdafaðir, og afl Karl GuSmundsson skipstjórl Öldugötu 4, verður jarðsunglnn frá Fríklrkjunnl föstudaginn 4. febrúar kl. 1.30. Maria Hjaltadóttir, Erla Karlsdóttir, Karl Jóh. Karlsson, Kristin Sighvatsdóttir og barnabörn. á vegum Alþjóðabankans og lilaut góða dóma. Svavar er aðeins 21 árs gam all og má segja að hann hafi byrjað sinn listamannsferil snemma eða aðeins 19 ára. Svavar hefur málað mikið af olfumálverkum en einnig hef- ur hann málað fresco-myndir og skorið í tré. Myndirnar eru allar til sölu og Svavar ætlar að láta ágóð- ann af myndunum renna til t drengja, sem búa við erfiðar heimilisaðstæðuí eða utan heimilis. Svavar ráðgerir að halda tvær aðrar málverkasýningar á þessu ári hérlendis. Mun hann einnig láta ágóða af þeim sýningum renna til bágstaddra drengja. Þessi mynd var tekin af Svavari Hanssyni er hann var að vinna að fresco-mynd í bandarískum unglingaskóla. lögreglunnar í ráni Ben Barka. Bou.vier sagði við blaðamenn, að tveir menn, sem eru grun- aðir í' Ben Barka-málinu, An- toine Lopez frá gagnnjósna- þjónusitunni og blaðamaðurinn Philippe Bernier reyni að vekja grunsemdir gegn sér. Þeir höfðu sagt Zollinger, að Bouvi er hafi, við yfirheyrslur þeirra, virzt vera hræddur við að nefna nafn lögreglumannanna Louis Souchon og Roger Voitot sem unnið hafa fyrir eitur- lyfjadeild lögreglunnar, en sem nú eru í haldi vegna þátt- töku sinnar í ráni Ben Barka. FROST í N-EVRÓPU Framhald af bls. 1 í Finnlandi og Laplandi var 40 —45 stiga frost í Laplandi, að sögn finnsku fréttastofunnar FNB. Aðfaranótt fimmtudagsins var bú izt við frosti sem slá muni út all ar fyrri frostanætur. Mikill ís er með ströndinni, og í dag var allri umferð á Álandshafi hætt. Þyrla frá finnska hernum bjarg aði í dag 20 fiskimönnum og 200 netum, sem lent höfðu í útjarðri þriggja km breiðrar rifu í ísinn í Finnlandsflóa, IÐNAÐARFRAML. Framhald af bls. 1 kjöts og smjörs óx í staðinn nokk uð. Heildarframleiðsluaukningin ár ið 1965 var tæplega 7%. sem er svipað og áriS 1964. í skýrslunni segir að meðallaun verkamanna hafi í fyrra hækkað úr 90 rúblum í 95 rúblur (tæpl. 4.800 kr.) á mánuði. Ef bónius og félagslegar bætur eru teknar með eru meðallaunin 121—128 rúblur (rúml. 6 þúsund til tæpl. 6.500 kr.) Rauntekjur hækkuðu um 7% í fyrra en 39% árið 1964. í skýrsjunni segir, að íbúatala Sovétríkjanna sé nú um 232 millj. Fréttamaður Tass segir, að það fyrsta, sem athygli veki, sé hin mikla aukning iðnaðarframleiðsl unnar miðað við tvö undangengin ár. En hið þýðingarmesta sé þó gæðabreytingin i framleiðslunni, sem hafi haft veruleg áhrif á neyzlu almennings. Áður fyrr fór mikið af fram- leiðslu þungaiðnaðarins til frek ari uppbyggingar þess iðnaðar, sem þróaðist mjög ört. Nú er þungaiðnaðui hinsvegar kominn á það stig, að hann getur í ríkari mæli en áður afhent vélar og tæki til landbúnaðarins, matvöru iðnaðarins neyzluvöruiðnaðarins og iðnaðar. sem veiti almenningi ýmsa þjónustiu, jafnframt því, sem hann fullnægir eigin þörfum og þörfum landvarna, segir Tass. KRAFTBLÖKK Framhald af 16. síðu, ‘ ir bátar þá tekið upp kraftblökk- ina. En reynslan hefði sýnt, að margir bátanna þoldu ekki háu kraftblakkirnar og var því nokkuð um, að bátunum hvolfdi. Þessi lága kraftblökk væru aftur á móti mun lægri, og væru bátarnir því mjög stöðugir með þessar kraft- blakkir um borð. Hove sagði að gamla kraftbiökk in hafi verið góð, en þróunin hafi orðið svo ör, og næturnar staékk- að það mikið, að nú þyrfti meira til. Þessi nýja blökk drægi átta tonn, og veitti ekki af, því næt- urnar væru orðnar geysistórar, eða 320 faðmar á lengd, og 90—100 faðma djúpar. Áður fyrr hafi nót- in vegið þrjú tonn, en nú væri hún 13 tonn. Og af þessu væri ljóst, að sterkar vélar þyrfti til að draga þær inn. Hann sagði, að eftir tveggja ára reynslu með kraftblakkirnar, væru margir, sem beindu sérstakri at- hygli að viðgerðum á nótunum, en kostnaður við þær hafi verið mjög mikill hjá sumum. Þessi nýja kraftblökk væri þannig byggð, að slit ætti að vera mjög litið á nót inni. Jafnframt sagði hann, að vegna þess, hversu hún væri lág, væru bátarnir mjög stöðugir, og af þeim orsökum litu norsk yfir- völd með velvilja á þessa nýju kraftblökk. Hove ætlaði sér upprunalega að fara í reynsluferð með íslenzku bátunum, sem keypt hafa þessar kraftblakkir, en varð að fresta þvi, þar sem þeir voru ekki tilbúnip. Hann kvaðst mundu koma aftur, líklega í marz, til þess að vera með í reynsluferðum og sjá um, að allt færi samkvæmt áætlun. Hann sagði, að margir hér á landi hefðu sýnt áhuga á Hov- kraftblökkunum, en vildu bíða þar til árangur sæist af reynsluferð- um íslenzku bátanna. Kvaðst hann viss um, að árangurinn yrði góð- ur, því slík væri reynslan í Noregi. Umboðsmaður fyrir þessar kraftblakkir, er Einar Farestveit og sagði Hove, að nú væri fs- lendingur á hans vegum úti í Nor- egi að kynna sér allt í sambandi við þessar kraftblakki og myndi hann vinna að því að setja upp og gera við kraftblakkir hér á landi, því nauðsynlegt væri að leggja mikla áherzlu á góða þjón- ustu við kaupendur. Þá minntist Hove á, að fyrir- tæki hans væri nú að reyna nýja snurpukraftblökk, og hefðu fyrstu tilraunir á dögunum gefið góðan árangur. Þessi nýja blökk yrði vel reynd áður en hún kæmi á mark- aðinn. FISKIÞING Framhald af 16. síðu. Keflavík og varafundarritari Hólmsteinn Helgason frá Raufar- höfn. Síðan flutti fiskimálastjóri skýrslu sina. Að loknu hádegis- hléi flutti Jón Jónsson, forstöðu- maður Hafrannsóknasofnunar innar mjög ítarlegt og fróðlegt erindi um fiskistofnana og nýt- ingu þeirra. Þá voru lagðir fram reikningar Fiskifélagsins og fjái hagsáætlun fyir árið 1966. Fundur var boðaður á ný kl. 10 fimmtudaginn 3. febrúar. Frá fiskiþingi. DOLLARAGRÍN Framhald af 16 síðu. leidd verður að sinni. Þessi nýi Dusenberg er sagður verða margfalt fullkomnari á ailan hátt heldur en hinn unpruna lcgi Dusenberg, enda þótt hann hafði verið góður. 4ðeins 448 bílar af Dusenberg-gerð voru framleiddir á árunum 1929 til 1936 og eru um 350 þeirra gangfærir enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.