Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1966
Áheit á Kálfa-
tjarnarkirkju
Á árinu 1965 var kirkjunni
gefinn hátíðahökull, hinn vandað
asti og fullkomnasti, sem völ er
á. Gefandinn, sem ekki vill láta
nafns síns getið er kaupmaður í
Reykjavík, og gjöfina gefur hann
tn minmingar um konu sína sem
dáin er fyrir nokkrum árum og
ættuð var úr Kálfatjarnarsókn.
Hökullinn var vígður á síðastliðn
um pásfeum af sóknarprestinum
séra Garðari Þorsteinssyni prófasti
með ræðu frá altari kirkjunnar,
skrýddist hinum fallega hökli,
skírði tvö böm og flutti páskapre
dikun, var kirkjuathöfnin öll hin
hátíðlegasta og var kirkjan þétt
skipuð.
Á síðastliðnu hausti var gjafar
þessarar getið í Morgunblaðinu,
en átti að koma á síðastliðnu vori
eða rétt eftir páskana, en varð
svona vegna mistaka en hér með
endurnýjum við þakklaeti okkar
til gefandans fyrir hina fögru og
höfðinglegu gjöf.
Þá hafa kirkjunni borizt á árinu
áheit frá konu sem ekki vill láta
nafns síns getið en er ættuð úr
Kálfatjamarsókn kr. 1000,00. Eitt
þúsund krónur. Frá Guðrúnu Þor
valdsdóttur 50 krónur.
Fyrir hönd Kálfatjarnarkirkju
og safnaðar, færum við gefendum
hugheilar þakkir og óskum þeirn
góðs og gleðilegs árs og fram-
tíðar.
Sóknamefnd,
Kálf atj amarsóknar.
TJÓNIÐ í SAURBÆ
Framhald af bls. 2
slitnaði frá ölluim leiðslum. Laus
lega áætlað er talið, að tjón af
völdum þessa óveðurs sé ekki inn-
an við hálfa milljón króna, en
fyrir utan þessi stærri fok, fauk
mikið af alls konar lausum hlut-
um, og auk þess nokkuð af heyi,
sem menn telja vart lengur til
tíðindi, eftir þessi ólæti. Nokkuð
var til af efni á flestum bæjum
í sveitinni, og er því langt komið
að gera við mestu skemmdirnar.
Lá*l8 okkur stilla og herða
upo nýju blfreiSina. Fylgírt
vel með bífreiðinnl
BÍLASKOÐUN 1
Skúlagötu 32 Sfml 13-100 :
EYJAFLUG
m.
MED HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FUÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120
ST JÓRNMÁL AS AMB AND
Framhaid af bls. 2
ættismanna, áður en ákvörðun
yrði tekin um málsmeðferð við
lausn deilunnar í samræmi við
Manila-samkomulagið. — Næg
góðvild og góður ásetningur eru
nú auðsjáanlega til staðar bæði á
Filippseyjum og í Malaysiu og
(horfur á, að senn verði að ftullu
upp tekið stjómmálasamband
milli þessara tveggja landa, svo
að von er til að þetta óleysta á-
greiningsmál verði að lokum leyst
í vinsemd og í anda Manila-sam
komulagsins. — Þessar tvær þjóð
ir og rikisstjórnir geta þá aftur
tekið höndum saman til að ná
því sameiginlega marki að koma
á friði, velmegun og stöðugleika
á þessu svæði Suðaustur-Asíu.”
Viðræður milli Malaysiu og Fil
ippseyja um upptöku stjómmála
sambands hafa farið fram frá des
emberbyrjiun. Það mun hafa verið
í Manila 1. desember á ráðstefnu
um efnahagssamvinnu í Asíu, að
Ferdinand Marcos, þá nýkjörinn
forseti, ræddi um upptöku stjóm
málasambands milli landanna við
San Siew Sin, fjármálaráðherra
Malaysín, á öðram fundi þeirra.
Ferdinand Marcos sendi konungi
Malaysiu boð um a ðvera viðstadd
ur embættistöku sína en það mun
vera í fyrsta sinn, að Filippseyjar
hafa boðið erlendum þjóðhöfð-
ingja að vera viðstaddur embætt-
istöku forseta. Ennfremur bauð
Ferdinand Marcos Abdul Rahman
fursta til „Golfleika áhugamanna
í Suðaustur-Asíu“ í Manila í des
ember, en þeir era báðir áhuga-
menn um golf. Furstinn gat þó
ekki þekkzt boðið. En í viðtali við
Manila Times 21. janúar sagði
furstinn, að Malaysia mundi hafa
forgöngu um upptöku stjórnmála
sambands miRi landanria. "
Þá mun undirjjúningijr „hafinn
undir ráðstefnu utanríkisráðherra
Malaysíu, Thailands og Filipps-
eyja tii að endurvekja Samtök
Suðiaustur-Asíu (ASA) sem var
komið á fót árið 1963, en urðu ó-
virk 16. september það ár, er Mal-
aysía var stofnuð. Utanríkisráð
herra Thailands. Tun Thanat
Khoman, lýsti 3. janúar Thailand
reiðuhúið til að endurvekja sam
tökin. Meðal þeirra mála, sem
ASA lét sig varða, voru: skipa-
ferðir, stofnun sameiginlegs flug
félags aðildariandanna þriggja,
viðskipti, ferðamenn og menníng
arsamskipti.
Kuaia Lumpur 26. janúar 1966
Haraldur Jóhannsson.
BÍLDUDALSBRÉF
Framhald af bls. 2
urnar og kjósa frekar að ganga.
Það er margendurtekin saga hér
á landi að lagfæra ekki ýmsar
vegatálmanir fyrr en valdið hefur
alvarlegum slysum, einu eða fleir-
um og vona allir auðvitað að
slíkt hendi ekki hér, en það hlýt-
ur að hvííla þungt á forráðamönn
um þessara mála, að bera ábyrgð
á þessu ástandi, án þess að úr-
bætur séu reyndar. Fyrirtæki eitt
hér, sem sækja þyrfti hráefni til
vínnslu til Patreksfjarðar, fékk
þau svör, að sjálfsagt væri að
VÉLAHREINGERNING
Vanir
v
menn.
Þægileg,
Fljótleg
vönduS
vinna.
bRIF —
símar 4195/
og 33049
halda veginum opnum, ef fyrir-
tækið vildi greiða helming kostn-
aðarins. Þar sem sá kostnaður er
of mikill auk flutningskostnaðar-
ins verður ekkert úr framleiðsl-
unni og margur verður af vinnu.
Menn hér grunar að morgum
fyrirtækjum sunnanlands brygði í
brún, ef þau ættu að fara að
greiða helming kostnaðar við að
halda vegum opnum þar. Gömul
saga segir frá hvernig söfnunar-
æði getur gripið fólk, að einn
safnarinn fékk þá dellu, að safna
holum og eftir stuttan tíma var
hans sveit orðin holulaus, en það
er gamanlaust og sorglegt til þess
að vita, að efcM fæst meiri né
betri árangur út úr viðræðum við
fulltrúa vegartiála hér, en þó
reynt væri að auglýsa eftir manni,
sem safnaði svellbungum.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 13
sambandsins og kom þá í ljós, að
nýr varamaður hafði verið skip-
aður í nefndina, Hreiðar Ársæls-
son, sem hefur landsdómararétt-
indi. Annars ern nefndir KSÍ
þannig skipaðar:
Mótanefnd:
Jón Magnússon
Sveinn Zöega
Ingvar N. Pálsson
Landsliðsnefnd:
Sæmundur Gíslason
Haraldur Gíslason
Helgi Eysteinsson
Hafsteinn Guðmundsson
Magnús Kristjánsson
Unglinganefnd.
Alfreð Þorsteinsson
Guðjón Einarsson
Jón B. Pétursson
Dómaranefnd:
Halldór Sigurðsson
Guðmundur' Guðmundsson
Magnús Pétursson
Varámenn:
Carl Bermann
Hreiðar Ársælsson
Tækninefnd
Karl Guðmundsson
Óli B. Jónsson
Reynir Karlsson
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 13
af báðum liðum. Leikurinn var
kvikmyndaður frá fyrstu mínútu
til hinnar síðustu, og er áreiðan-
legt, að fsl. knattspyrnuunnendur
munu njóta myndarinnar vel.
Blaðamönnum gafst í gær tæki-
færi til að sjá síðari hluta mynd-
arinnar, síðari hálfleikinn, en þá
voru bæði mörk leiksins skoruð.
Sá, sem þetta ritar, hefur séð
fyrri hlutann og er hann ekki síð-
ur skemmtilegur. — Til stóð, að
hefja sýningar á myndinni n. k.
laugardag, en KSÍ tók það ráð
að fresta sýningunni um viku
vegna þess, að landsliðið í hand-
knattleik leikur gegn Dukla Prag
á laugardaginn. En sem sé, mynd-
in verður sýnd annan laugardag
í Gamla Bíói.
PELSAR
Framhald af 8. síðu.
oft sMptir verðið engu máli.
Framleiðendur pelsa hafa
fylgst það vel með þróuninni,
að pelsinn heldur sínu gildi.
Þeir eru farnir að þynna húð
ina svo að pelsinn verður ekki
eins þungur og áður var. og
síðu axlabreiðu pelsarnir eru
úr sögunni. nú eru þeir klipptir
og skornir samkvæmt tízkunni
og litaðir í bleikum og bláum
litum. Fleiri og fleiri skinnteg
undir eril teknar i pelsasaum
og má þar til dæmií nefna is-
lenzku gráu gærurnar.
Sú sem kaupir pels þarf að
hugsa vel um hann. Pelsinn
má ekki hanga f heitri for-
stofu, hann þarf að ’hanga á
köldum stað, því að hann þolir
ekki hita. Þegar pelsinn er ekki
notaður á að geyma hann í
pappírspoka en ekM plastpoka
því að skinnið þarf að anda.
Á VÍDAVANG
Framhald af bls. 3
þessara skflyrða né mörgum
öSrum yrði fullnægt. því var
afstaða flokksins ráðin á móti
þessari stóriðju nú og undir
þessum kringumstæðum. Ef sú
afstaða hefði ekki verið tekin
hefði flokkurinn genigið gegn
skýlausum samþykktum flokks
þinga og miðstjómarfunda, og
þá hefði verið hægt að segja,
að hann hefði alveg snúizt í
málinu.
Það er þvi alveg út í hött,
þegar Morgunblaðið er að tína
til gamlar tilvitnanir eftir Fram
sóknarmenn, sem hafa lýst á-
huga sínnm á stóriðju. Það
hafa flokksþing hvað eftir ann
að gert með ófrávíkjanlegum,
íslenzkum skilyrðum, og það
eru þau, scm úrslitum ráða um
það, hver afstaða flokksins til
slíkra einstakra mála er hverju
sinni.
BÚRFELLSVIRKJUN
Framhald af bls. 5.
unnar á þeim grundvelli að það
væri skynsamlegri virkjunarkost
urinn fyrir okkur sjálfa. Sú af-
staða kemur glöggt fram í þing-
skjölum um Landsvirkjunarlög-
in.
Við skulum hefjast handa um
Búrfellsvirkjun án tafar með til-
liti til þarfa okkar sjálfra. Alu-
mínbræðsla getur beðið síns
tíma. Síðar má alltaf auka hrað-
ann í rafvirkjunarframkvæmdum
til þess að skapa orkugrundvöll
fyrir stóriðju, ef eða þegar hún
yrði talin æskileg.
H. B.
FERÐAMENN
Framhald af 9. síðu.
Samanburður á gjaldeyristekjum
af erlendum ferðamönnum aftur
í tímann er tilgangslaus ef rétt
mynd á að fást, þar sem erlendur
gjaldeyrir var hér svartamarkaðs
vara allt til ársins 1960, er gengi
íslenzku krónunnar var rétt skráð.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að
eðlilegt ástand um meðferð er-
lends gjaldeyris sé orðið að veru
leika 1962, en það ár kaupa bank
amir erlendan ferðagjaldeyri fyr
ir kr. 42.500.000,00. Það ár koma
til landsins 17.249 ferðacnenn en
eyðsla á hvem ferðamann nemur
kr. 2.464.00. Eins og að framan
segir var eyðsla á hvem erlendan
ferðamann að meðaltali á árinu
1964 kr. 3.557,00. Þannig nemur
hækikun á meSaltalseyðs'lu er-
lendra ferðamanna 44.4% á tíma-
bilinu 1962-1964. Þessi mikla
hækkun stafar að einhverju leyti
af betri sMlum á erlendum gjald-
eyri til bankanna. Hins vegar má
ekki loka augunum fyrir þeirri
staðreynd, sem er aðalatriði í
þessu máli, að hin síaukna dýrtíð
innanlands gerir það að verkum
fyrr eða seinna, að erlendir ferða
menn faar hér hiá garði, ef ekki
tekst a? halda verðbólgunni í
skefjum. Þrátt fyrir þá staðreynd
að verðbólga er' ekM fyrirbæri
sem við fslendingar eigum einir '
höggi við. þá er verðbólga hér á
landi mun mein en hjá frændum
vorum á Norðurlöndum. Þó kvarta
þeir, sem að ferðamálum vinna á
hinum Norðurlöndunum yfir sí-
hækkandi • verðlagi á allri þjón-
ustu. jnda “r ospart látin í ljós
ótti við að ferðamenn gisti ekki
löndin ef svo heldur fram. sem
horfir
Tekjui aí erlendum ferðamönn
um á íslandi eru enn sem komið
er ekki áberandi liður í gjaldeyr
isöflun þjóðarinnar. Samkvæmt
upplýsingirm The Organisation
for Economic Co-operation and
Developmemt, voru tekjur af er-
lendum ferðamönnum 0.8% af
heildartekjum íslendinga af vör-
um og þjónustu árið 1962. Voru
íslendingar um þessi efni neðstir
á blaði landa innan OECD. Næst
kemur TyrMand með 1.5%. Sam-
bærilegur hundraðshluti hjá Dön
um var 6%, en Spánverjar eru
hæstir þjóðanna með 31.3%. Uni
on of Official Travel Organisation
telur, að á árinu 1964 hafi saman
lagður fjöldi ferðamanna um alla
heimsbyggðina verið 105 milljón
ir. Ferðamönnum fjölgar stöðugt
þannig er fjöldinn 1964 15%
meiri en 1963, en fjöigun frá 1962
—1963 er 12% ”.
SMURT BRAUÐ
Framhald af 8. s«M.
steinselju, dilli eða kapersfeorn
um. Einnig má saxa í einu eggja
rauður og hvítur og blanda þeim
saman við ansjósurnar bæta síðan
út í nokkruim dropum af ansjósu
sósu. Brauðsneiðarnar eru þá
smurðar með þessari blöndu og
fínsöxuðiu dilli eða kapers stráð
yfir, eða skreytt með tómatsneið.
Smurt brauð með reyktu svína-
kjöti og eplum.
Rúg- eða hveitibrauð
smjör eða sinnepssmjör
soðið, reykt svínakjöt
(sMnka)
epli, vínber eða hlauð.
Eplið er afhýtt, skorið í jafnar
sneiðar, sett í dauft sykurvatn og
suðan látin koma upp. Sneiðarnar
teknar upp og vatnið látið renna
af þeim. Kjarnahúsið skorið burt,
þannig að eftir er lítið kringlótt
gat. Kringlóttar brauðsneiðarnar
smurðar með smjöri eða sinneps
smjöri. Hver brauðsneið er þakin
imeð sneið af reyktu svinakjöti.
Eplasneið lögð þar ofan á og hol
an fyllt með vínberi eða einhverju
góðu hlaupi. Skreyta má brauð
sneiðarnar frekar með því að strá
fínt saxaðri gúrku hringinn í kring
um eplasneiðina. Sinnepssmjör: 3
msk. smjör í skál og hrærið það
til það er hvítt. Sé smjörið mjög
hart má setja það yfir hita. Setjið
síðan sinnepið í. Látið smjörið
harðna og búið til úr því kúlur
með smjörspöðum.
Á þfennan hátt má búa til tómat
smjör, piparrótarsmjör o. fl. með
mismunandi bragðefnum.
Smurt brauð með osti, rækjum og
olíusósu.
Hveitibrauð
smjör
rækjur
oliusósa
steinselja
Osturinn skorinn í jafnar fer
hyrndar lengjur. Brauðsneiðarnar
(ferhyradar) srmurðar. Olíusósunni
er sprautað í stóran topp á miðja
sneiðina. Ostlengjunum er stungið
í toppinn. Rækjunum stungið í
olíusósuna milli ostlenganna,
þannig að þær myndi krans. Horn
in á sneiðinni skreytt með stein
selju.
Smurt brauð með osti, hnetum og
hlaupi.
Hveitibrauð
smjör
hesli- eða valhnetukjamar
hlaup
vínber.
Hnetukjaraarnir saxaðir og ost
urinn skorinn í litla, þrfhymda
bita. Brauðsneiðarnar (kringlóttar)
smurðai 3—4 ostbitar settir á
helming hverrar brauðsneiðar. Á
milli þeirra er skreytt með t. d.
eplahlaupi. Hnetunum stráð yfir
hinn helming sneiðarinnar og
skreytt með vínberi.