Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.02.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, sfmar 16300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lansasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Uppgjöfin í forsæti Þe^ar Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokks- ii eddi á Alþingi í haust stuttu eftir að þingið kom ti irfa um þá stefnubreytingu sem brýnast væri að koni fram í stjómsýslu þjóðarinnar eftir sex ára „við- reisnarstjóm’’, bar hann fram riokkrar spurningar, sem köliuðu á svör, er varpað gætu ljósi á það, í hverju stefnribreytirigin þyrfti að vera fólgin. Hann spurði, hvemig menn teldu skynsamlegast að þjóðin beitti starfs- orku sinrn, framkvæmdafé og vinnuafli, hvort þessu affi ætti að beita til eflingar og uppbyggingar lífsnauð- synlegri framleiðslu eða ekki. Hann spurði, hvort leggja skyldi allt kapp á að efla menntun og byggja skóla, efla rannsóknir og byggja rannsóknarstöðvar, efla vélaorku og framleiðni og bæta samgöngur eða ekki. Augljóst var, að eðlileg svör við þessum spurningum komu ekki nógu vel heim við stjórnarstefnuna, og flík- uðu talsmenn stjómarinnar ekki svörum sínum þá. For- sætisráðherrann fann þó til þess að spurningar þessar lágu heldur óþægileg^ á honum og því réðst hann í það að svara þessum spurningum í áramótagrein sinni í Morguribllaðínu. Flest vom svörin lítillar náttúru og víða útúrsnúningar einir og vekja varla athygli nema eitt: Spumingu Eysteins: „Á að efla vélaorku og framleiðni og verja til þess því, sem þarf?" svaraði forsætisráðherra svo: "Já, og þar reynir sérstaklega á hvort menn hafa framsýni til að ráðast í virkjun Búrfelb og byggingu álverksmiðju". Þó að forsætisráðherrann geti varla fengið háa eink- unn fyrir það að tala um „virkjun Búrfells“ í hátiða- grein sinni, og hingað til hafi menn virkjað vatn en efcki fjöll, skilst hvað hann fer, og það er ekki hið at- hyglisverðasta í svarinu, heldur hitt, að honum dettur aðeins í hug erlend álverksmiðja, þegar um það er að ræða að efla vélaorku og framleiðn’ þjóðarinnar. At- vinnuvegir landsins sjálfs, sem hrópa á þetta hvort tveggja koma honum ekki í hug. Búrfellsvirkjunin er sameiginlegt áhugamál allra. Hún er undirstöðuframkvæmd til þess að auka framleiðslu- orku þjóðarinnar og bæta kjör, og hana geta íslendingar reist af eigin rammleik En ágreiningurinn er um það, hvernig skuli nota hina nýju orku Forsætisráðherrann sér aðens eitt — erlenda álverksmiðiu þannig setta og umsamda að geigvænleg hætta stafar af fvrir atvnnu- og efnahagsjafnvægi landsins og með föstu rafmagns- söluverði augsýnilega vanmetnu, i aldarfjórðung. Hann sér ekki möguleika íslenzkra atvinnuvega og minnist ekki á þá. Hann sér ekki hættuna. sem þeim er stofnað í. Hans svar er aðeins eitt — álverksmiðja. En hann á annan boðskap handa dugmiklum íslending- um, sem trúa á möguleika lands og þióðar og sá boð- skapur verður honum oftast nærtækast.ur sem texti há- tíðaræðna. Það er gamla tuggan um það, að ísland sé „á mörkum hins byggilega heims’’ Þann boðskap vill hann umfram allt festa i huga íslendinga sýknt og heilagt og bætir síðan við lexíu frá eigin brjósti um bað. hve dýrt það sé að halda uppi sjálfstæðo þjóðfálasi á ís- landiH ' Uppgjöf og úrdráttur er innt.ak orða og svara for- sætisráðherrans og rnarka stefnu viðhorf og gerðir rík- isstjórnar hans. Það er þessi andi uppgiafar og vantrúar á íslenzkt framtak, sem nú skiptir mestu máli að reka út úr íslenzkum stjórnarherbúðunm. TÍMLNN 5 1 Helgi Bergs, alþingismaður: Tryggjum Búrfeflsvirkjun fram- gang - alúmínbræðsla ótímabær f nýúfkomnu blaSi Þjó5 ólfs, málgagni Framsóknar- manna í Suðurlandskjördæmi, ritar Helgi Bergs, alþingismað ur, athygiisverða grein um Búrfellsvirkjun og alúmínver, og telur Tfminn ástæðu til að birta hana. Undanfarin ár höfum við búið við vaxandi raforkuskort. Það hefur tekizt að koma í veg fyrir að þessi raforkuskortur bitnaði á heimilum landsins hversdags- lega með því að nota í vaxandi mæli orku frá dýrum olíuvara- stöðvum, þegar álagið er mest og með því að skammta áburð- arverksmiðjunni raforku svo mjög að mikið skortir á að hún fái þá orku, sem hún þarf til þess að halda uppi eðlilegum rekstri. Það þarf í rauninni eng- an að undra þó að svona sé kom- ið í raforkumálum. Það er lið- inn hart nær áratugur síðan sein ast var ráðizt í meiriháttar virkj unarframkvæmd, en raforkunotk unin vex mjög ört frá ári til árs. Orkuskortur mun þess vegna fara vaxandi á næstu árum þar til.ný virkjun kemur í gagnið. í Ijósiy. þessarar staðreyndar samþykkti Alþingi á s.l. vori lög um landsvirkjun. Með þeim lög- ' um var ákveðið að ráðast í 210 MW virkjun í Þjórsá við Búr- Sfell. Sérfræðingar í virkjunarmál um voru sammála um að sú virkj un væri hagkvæmasti virkjunar- kostur, sem völ væri á og Al- þingi féllst á þá skoðun með einróma samþykkt laganna. Með afgreiðslu þessara laga tók Alþingi hins vegar ekki af- stöðu til þess hvort virkja skuli einungis fyrir okkar eigin mark að, eða hvort að einnig skuli taka tillit til hugsanlegrar alú- mínbræðslu og virkja fyrir hana, en hún var þá komin á dag- skrá. Það var heldur ekki nauð- synlegt fyrir Alþingi að taka af- stöðu til þessa á því stigi, þar sem öll gerð mannvirkja og all- ar tæknilegar úrlausnir yrðu í báðum tilfellum eins, aðeins yrði munur á framkvæmdahraða, mun ur á því hvað ört áfangar verks- ins fylgdu í kjölfar annars, en í Búrfellsvirkjun er gert ráð fyr- ir sex einingum af 35 MW raföl- um og má koma þeim fyrir stig af stigi á. lengri eða skemmri tima, Væri virkjað fyrir okkar mark að einan yrðu fyrst settar upp tvær vélar eða 70 MW og síðan ein vél 35 MW í viðbót á tveggja til þriggja ára fresti. Virkjunarframkvæmdum yrði þá lokið upp úr árinu 1980 og virkjunin væri fullnýtt fyrir inn lendan markað á árunum 1983— 1985. Væri þessi leið farin mætti svo auðvitað á hvaða stigi sem væri, auka framkvæmdahraðann til þess að geta selt rafmagn til stóriðju ef svo þætti horfa Isíðar. Ef á hinn bóginn yrði ráðizt í alumínverksmiðju sem ætti að byggja á orku frá Búrfells- virkjun yrði byrjað með 105 1 MW virkjur, og það yrði vænt- anlega fullvirkjað á árinu 1973 en ekki síðar en á árinu 1975 I en þá myndi síðasti áfangi verk Helgi Bergs smiðjunnar í seinasta lagi taka til starfa og orkan yrði þá þeg- ar fullnýtt eða á árinu 1975 og þyrfti því að hefjast handa um virkjun annars staðar, ekki síðar en á árinu 1973 og jafnvel áður en Búrfellsvirkjun væri að fullu lokið, til þess að koma í veg fyrir að orkuskortur yrði á ár- inu 1976. Heildarkostnaður við fram- kvæmdir þessar mundi verða mjög svipaður hvor leiðin, sem farin yrði. Áætlanir gora ráð fyrir að fyrrnefnda leiðin mundi kosta 1640 milljónir króna en sú síðarnefnda 1617 millj. króna. Líklegt má þó telja og raun ar nær víst, að kostnaður fari verulega fram úr þessum tölum. Kemur þar til sú dýrtíðaraukn- ing, sem orðin er síðan áætlan- ir voru gerðar og ekki séð fyrir endann á, en þó enn frekar hitt, að ástæða er til að gera ráð fyrir að gera þurfi meiri ráð- stafanir en reiknað hefur verið með til þess að draga úr is- myndun í ánni. Sá mismunur kemur allur fram í innlendu raf- orkuverði, þar sem fyrirfram yrði samið um fast verð til al- umínbræðslunnar Því er haldið fram, að raf- orkukostnaður okkar sjálfra yrði meiri einkum fyrst í stað, ef við virkjuðum fyrir okkar markað einan. Sjálfsagt er þetta rétt, en sá munur kæmi fyrst og fremst fram fyrstu árin. En það er auð- vitað ekki aðalatriði málsins, hvort við höfum eilítið ódýrara rafmagn um tveggja til þriggja ára bil, heldur hitt, að rétt sé stefnt til frambúðar í raforku- málum landsins. Um það liggur að vísu ekkert fyrir hvað við taki í raforku- málum, ef Búrfellsvirkjunin yrði fullnýtt eftir um það bil áratug, en auðvitað er enginn skortur á virkjunarmöguleikum, þó þeir séu ekki eins hagstæðir eins og Búrfellsvirkjunin, og þess vegna gæti komið til mála að tryggja okkur nokkurn hagnað með raf- orkusölu til slíkrar stóriðju, ef önnur skilyrði væru fyrir hendi, sem tryggðu þjóðinni þær hags- bætur af slíkum atvinnurekstri. sem menn hafa gert sér vonir um, að hann gæti leitt til. En þannig er ástandið því miður ekki. Undanfarin ár höfum við búið við verðbólgu og vaxandi þenslu Mjög margvíslegar framkvæmdir í þjóðfélaginu kalla að, en fram- kvæmdamáttur þjóðarinnar. « vinnuaflið og tæknin, sem hún ræður yfir, er ónógur til þess að sinna þessum verkefnum öll- um í einu. Atvinnuvegirnir fá ekki vinnuafl til nauðsynlegra nýbygginga og endurbóta og jafnvel skortir á að þeir fái það, sem þarf til rekstursins þannig, að þeir geti náð fullum fram- leiðsluafköstum. Framkvæmdir í landinu mótast meir og meir af þeim verðbólguhugsunarhætti, sem alltaf gerir vart við sig, þeg- ar efnahagsástandið er með þeim hætti, sem hér hefur verið um skeið, en þá leitast þeir, sem umráð hafa yfir fé fyrst og fremst við að koma peningun- um í fast til þess að forðast rýrnun þeirra, en byggja ekki fjárfestingarákvarðanir á tilliti til þjóðfélagslegrar eða efnahags legrar nauðsynjar. Opinberar þjónustuframkvæmdir eru svo skornar niður af ríkisvaldinu til þess að þess háttar fjárfesting geti haldið áfram. Þeir, sem land inu ráða, kalla þetta ástand frelsi og eru ófáanlegir til þess að beita sér fyrir skynsamlegum vinnubrögðum, þó að það ætti að vera hverjum manni augljóst að þegar þannig er ástatt er óhjákvæmilegt að taka upp skipu lega röðun framkvæmdanna í þjóðfélaginu. Það er augljóst, að framund- an bíða miklar framkvæmdir, sumar bráðnauðsynlegar þar á meðal virkjunarframkvæmdirnar og ýmsar umbætur fyrir atvinnu- lífið, sem setið hafa á hakan- um á undanförnum árum, aðrar ekki aðeins ónauðsynlegar, held- ur alveg fráleitar eins og þær framkvæmdir, sem nú eru að hefjast fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í Hvalfirði á veg- um bandaríska flotans. Þessar framkvæmdir munu nema mörg hundruð milljónum króna á næstu þremur árum, einmitt á sama tíma og Búrfellsvirkjunin og fleiri bráðnauðsynlegar stór- framkvæmdir þurfa að vinnast. Þegar þannig er ástatt er alu- minbræðsla ótímabær. Slík fram- kvæmd mundi kosta 2500 milljón ir króna. að vísu er allmikill hluti þess erlendur kostnaður, en mjög mörg hundruð milljón- ir króna í erlendu fé, sem kast- að er inn á yfirfylltan fram- kvæmdamarkað mundu gera efna hagslífinu meira tjón en verk- smiðjan gæti síðar unnið upp. Verksmiðja af þessu tagi er að sjálfsögðu’ekki nein allherj- ar lausn á vandamálum íslenzks atvinnulífs eins og oft hefur ver- ið bent á. Á hinn bóginn er ís- lenzkt atvinnulíf einhæft og iðn- aður af þessu tagi gæti verið þarfur liður í uppbyggingu efna- hagslífsins á breiðum gundvelli en þá þarf að gera skynsamleg- ar áætlanir um slíka uppbygg- ingu, koma á skipulegri röðun verkefnanna til þess að slík upp- bygging megi takast. Annars leiðir framkvæmd af þessu tagi aðeins til vandræða eins og riú er ástatt í íslenzku þjóðfélagi. Því hefur verið haldið fram að við getum ekki ráðizt í Búr- fellsvirkjun nema alúmín- bræðsla koimi til. Þetta er al- rangt. Alþingi samþykkti Búr- fellsvirkjun á sínum tíma, án þess að taka afstöðu til bræðsl- Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.