Tíminn - 09.02.1966, Side 3

Tíminn - 09.02.1966, Side 3
Mlf)VIKUDAGUR 9. febrwar 1966 TÍMINN SPEGLITIMANS Eins og við skýrðum frá fyr- ir nokkru hér í Spegli Tímans var kvikmyndaleikkonan fræga Hedy Lamarr, handtekin fyrir þjófnað í verzlun og þetta mál hefur nú haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir leikkonuna. Á myndinni sést verjandi leikkonunnar Arthur Lawrence ræða við blaðamenn eftir að kvikmyndaframleiðand V Ég hafði hugsað mér að halda upp á 30 ára afmæli mitt sem söngvari með þvi að kunngera þessar dásamlegu fréttir, sagði ítalska söngkonan Giuiletta Simionato. Fréttirnar áttu að vera þær, að hún hyggist ganga í hjónaband að nýju og hún * inn Bert Gordon hafði til- kynnt að Lamarr hefði verið svipt aðalhlutverkinu í kvik- myndinni „Picture, mommy dead,“ sem verið er að taka um þessar mundir. Kvikmynda félagið sagði þó, að brottrekst- urinn stafaði ekki af hinum mjög svo auglýsta þjófnaði held ur af veikindum leikkonunnar. ætlaði að gera það 1. febrúar, þegar hún syngi í síðasta sinn. En fréttin um það, að hin 56 ára gamla söngkona og Dr. Gesare Frugoni, 85 ára gamall skurðlæknir væru gift, barst út. Bæði giftast nú í annað sinn. Um langt skeið hefur Holly- wood átt tvo slúðurdálkahöf- unda, þær Hedda Hopper og Louella Parson og var með sanni^hægt að segja, að þeim kaemi ekki of vel saman. Nú er Hedda nýlega látin og rifj ast þá upp ýmis atvik úr iífi hennar og þá aðallega sam- skipti hennar og Louellu Fyrir 10 árum síðan var opnað Hilton hótel í Istanbul og fóru þær þangað báðai Hedda og’Louella. Um það at- vik skrifaði hinn frægi blaða- maður Art Buchwald: Alþjóðleg ur skilningur og góðvilji náðu hámarki sínu, þegar Louella Parson og Hedda Hopper ekki aðeins komu báðar til Istanbul heldur flugu í sömu flugvél. í apríl 1963 tilkynnti tíma ritið Life, að þegar upp komst orðrómur um það, að Hedda ætlaði að skrifa bók, hafi Lou ella Parson hringt í reiði til hennar og spurt hana, um hvað bókin fjallaði. Ég ætla bara að segja sannleikann sagði Hedda. — Það var einmitt það, sem ég var hrædd um, sagði Lou ella og skellti á. Eftir að bókin sem hét All- ur sannleikurinn og ekkert ann að en sannleikurinn, kom út, sagði höfundurinn í viðtali við Life: — Ég sá Louelle eftir að bókin kom út. Ég kallaði til hennar: Halló Louella, en hún horfði beint fram fyrir sig. Heyrðirðu ekki til mín Louella? sagði ég og hækkaði röddina. Ég heyrði til þín sagði hún og hélt áfram. Þannig vissi ég. að hún hafði lesið bókina. ★ Ferial elzta dóttir Farúks fyrrum Egyptalandskonungs er nýlega gift hóteleiganda ein- um í svissneska skíðabænum Gstaad og hefur Ferial nú tek ið að sér að reka skíðahótel ásamt manni sínum. Áður en hún giftist var hún kennari við skóla fyrir einkaritara. ★ eltu hana hver’ sem hún fór. Við hlið hennar er spánski ambassadnrinn í Róm. Antonio / Garrigues. Jacqueline Kennedy var ný- lega stödd í Róm og á mynd- inni afhendir Franco Bucarelli henni blómvönd frá félagi ljós myndara í Róm, sem nokkurs konar sárabót fyrir allt það ónæði, sem ljósmyndarar ollu henni á ferðalaginu, en þeir Þessi fallega stúlka Odile Milano var kjörin „Miss Inter- national beauty‘‘ á síðasta ári og hér sést hún í hlutverki í kvikbyndinni „Adventures in Provence,“ sem verið er að taka i Marseille í Frakklandi. ★ Frá Austurríki, þar sem kosn ingabaráttan stendur sem hæst, berast fréttir af stjórnmála- mönnum, sem hamast við að reyna að krækja sér í nokkur atkvæði. Schmidt sem er fjár málaráðherra, hefur látið til- kynna, að allir, sem hafa löng- un til þess að bera upp spurn ingu fyrir hann, geti stanzað bílinn hans. Bíll með hátalara fer á und an bifreið Schmidts og sér um það, að það fari ekki framhjá neinum, að hér er Schmidts á ferð og allir geti lagt fyrir hann einhverja spurningu. Hin ir fótgangandi eiga einungis að rétta út höndina og þá stanz- ar ráðherrabíllinn þegar í stað Segja fréttir að fyrsta tilraun hafi heppnazt mjög vel og fólk hafi þust að bílnum í hvert skipti, sem hann stanzaði, en enn sem komið er er senni- lega enginn, sem hefur stanz- að bílinn til þess að spyrja ráð herrann hvað klukkan væri. ★ Margréti Bretaprinsessu vant ar nú kokkabókina sína, og nú er fyrrverandi kokkurinn henn ar í upphangandi vandræðum Allir mínir réttir eru svona góð ir af þvi hve góður og tær kokkur ég er. Eg er búin að skrifa prinsessunni og <egja henni 'að ég geti ekki skiiað bókinni aftur því að hén er mitt lifibrauð Kokkur bessi fór úr hinu konunglega eld- húsi með kokkabókina til þes? að finna sér auðveldara 3tarf, en hann hefur greinilega ekki fundið svo auðvelt starf ennþá. að hann þurfi ekki kokkabók ina 3 Á VÍÐAVANGI Ríka ekkjan Fyrir nokkrum árum var sýnd í Reykjavík „revía“, þar sem eitt aðalatriðið var það, að ríkisstjórnin sendi fulitrúa sinn til annarra landa í því skyni að „hukka" ríka ekkju til þess að bjarga fjárhag og efnahags lífi landsins. Hér voru stílfærð ar fjarstæðar og kátlegar mynd ir um afglöp í stjórn landsins. Þetta.gamla revíuatriði hefur mönnum nú dottið í hug í sambandi við stjórnarstefnu nú- verandi ríkisstjórnar. FeriII hennar er nefnilega eins og þessi revía. Hún hefur glatað trúnni á framtak íslendinga og kosti lands og miða. Hún gerði uppgjafarsamning við Breta um landlielgina og skuldbatt sig tii þess að færa ekki meira út landhelgi nema biðja Breta um leyfi fyrst. Hún hleypti erlendu hermannasjónvarpi inn á ís- lenzk heimili, og þegar hún hgfði þannig búið sig til brúð kaups með ýmsum hætti, fór hún nákvæmlega að eins og í revíunni, lagði af stað út í lönd til þess að „húkka“ rfka ekkju. Sú ríka var erlend ál- verksmiðja. Festar hafa nú far ið fram og jafnvel er búið að lýsa, en brúðkaupið mun standa á vordögum. Verður það mikil veizla, og íslenzkir atvinnuvcg ir og íslenzkir framtaksmenn munu verða að reiða af hendi bæði brúðkaupsföng og bónda- toll ríflegan. Spánskar nætur Nýafstaðið ferðalag forsætis- ráðherrans minnir líka á aðra reykvíska revíu, sem hét Spánskar nætur. Forsætisráð- herrann sigldi suður til Cux- haven á flaggskipl fslendinga og skoðaði þar meðal annars iðjuver mikil, þar sem vann fjöldi erlends vinnufólks, eink- um spánskra stúlkna, sem voru þarna hundruðum saman. Þótti forsætisráðherranum mikið til þessa koma og auðsætt, að ís- lcndingar gætu mikið af þessu lært um gróðavænlegan nútíma rekstur. Segir hann síðan f reisu bók sinni í Morgunblaðinu, að svona sé þetta vfðar. Á öllum Norðurlöndum sé t. d. mikið aðflutt vinnuafl nema f Finn- landi og bætir síðan við: „Ýmsir örðugleikar eru sam fara þessum flutningum. Sára fátt þessa fólks ílendist þó f þeim norðlægu löndum, þar sem það sækist nú eftir vinnu. En menn láta örðugleikana ekki hindra æskilegar framfarir. Enginn vill verða aftur úr. All ar vita þessar þjóðir, að ein- angrunin gamla er úr sögunni, og sakna hennar fáir aðrir en forhertir afturhaldsseggir." Á ðlúmínóðalinu. Hrifning og tilhlökkun hins eftirvæntingarfulla brúðguma leynir sér ekki, enda lætur hann það nú ekki liggja í lág- inni lengur, að raunar hafi þetta verið námsför hans, áð ur en hann tekur á móti brúði sinni, ríku ekkjunni f alúmín- skrúðanum erlenda. Hefur námsförin augsýnilega ekki ver ið til einskis farin, og veit brúðgumi nú, hverng reka skuli hið mikla og auðsæla hú á al- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.