Tíminn - 09.02.1966, Page 5

Tíminn - 09.02.1966, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 1966 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritsti.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur. sfml 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán ínnanlands — f lansasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Frumkvæði stúdenta í %ær afhenti framkvæmdanefnd háskólastúdenta ft >.c:ta sameinaðs Alþingis áskorun til Alþingis um „að það sjái um, að sjónvarp frá herstöðinni verði takmark- að við hana eina nú þegar eða í síðasta lagi um leið og ísienzkt sjónvarp tekur til starfa“. Áskorun þessi er undirrituð af sex hundruð stúdentum, eða mikium meiri hluta þeirra sem nú eru við nám í háskólanum. Er skýrt nánar frá þessu á öðrum stað hér í blaðinu f dag. Með þessu myndarlega átaki hafa háskólastúdentar sýnt, að þeir skilja hið mikiivæga hlutverk sitt í menn- ingar- og þjóðernismálum og eru staðráðnir í því að bregðast því í engu. Þeir hafa gengið fram fyrir skjöldu með mjög lofsverðu fordæmi og bent á leiðina, sem þjóð in á og verður að fara til þess að koma þessu máli í viðunandi höfn, eða losa það með þeim farsælasta hætti, sem völ er á héðan af. úr þeirri „andstyggilegu sjálf- heldu, sem það er í, eins og formaður útvarpsráðs orð- aði það fyrir nokkru. Þá ber einnig á það að líta, að undirskriftir stúdent- anna sýna, að meðal þeirar er þetta ekkert flokksmál. Þar standa sarnan stúdentar úr öllum floKkum og með sundurleitar þjóðmáiaskoðanir. Hið sama’mun gilda um þjóðina alla? Eins og kunnugt er liafa menntamálaráðherra og jafn- vel fleiri talsmenn ríkisstjórnarinnar, svo sem formað- ur útvarpsráðs, látið það álit sitt uppi fyrir alllöngu, að þeir teldu að sjónvarp hersins ætti á ný að takmarka við herstöðina eina, þegar íslenzkt sjónvarp tekur til starfa. Um þetta liggja þó ekki fyrir hreinar yfiriýsingar ríkis- stjórnarinnar eða meirihluta Alþmgis enn. Þó er ekki ástæða til að ætla annað, að óreyndu, en meirihluti Al- þingis sé fylgjandi þessu. En hrein yfirlýsing þess og stjórnarinnar þarf að fást sem fvrst. Og hún ætti að geta fengizt án flokkslegra átaka. Það væri mikill ávinn ingur, ef svo sjálfsagt þjóðernismál ætti greiða sigurleið utan hatrammra átaka miUi flokka. Hrein svör Áskorun mikils meirihluta háskólastúdenta er bend- ing til þings og stjórnar um það. hvers ætlast er til af henni, og óhætt að fullyrða, að samstaða stúdentanna að þessu sýni rétta mynd af vilja þjóðarinnar. Ef þing og stjórn draga ekki rétta ályktun af áskorun stúdenta, hlýtur þjóðin að halda áfram baráttu þeirra og sýna Alþingi vilja sinn með fjöldaáskorunum. Miklu væri þó,, æskiiegra. að þing og stjórn þvrfti ekki slíkra spora við, heldur gæfi þjóðinni ótilneytt þau hremu svör, sem hún væntir í þessu máh, svör, sem hún bíður nú eftir. Þjóðin mun hins vegar fagna bví mjög, að stúdentarn ir, vaxtarbroddur menningarlífs bióðarinnar ný mennta kynslóð stendur svo trúan vörð um bjóðernismál henn- ar, og skilur ábyrgð sína svo glöggum skilningi Hún veitir því líka athygli, að þarna standa menn saman utan flokksmarka fólk úr öllum flokkum Forvstumenn úr öilum flokkum hafa og lýst yfir að þeir vilji fara þá leið, sem stúdentarnir hafa sameinazt um Þetta mál er ekki flokksmál og á pkki að vera það heidur íslenzkt þjóðernismál. Hvað æ'tti þá lengur að tefja skýlaus svör þeirra, sem þjóðin hefur falið forustu mála? ___TÍIVI8MM__________________________!___________ ff"**"**^ ...... II ■ — —»^iiwmiin.iiw II .111 III Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Skoðanir Bandaríkjamanna mjög 1 skiptar um stríðið í Vietnam Aðeins opinskáar umræður geta aukið einingu þjóðarinnar Loftárás á Norður-Vietnam. ÞEGAR forsetinn segir, að samkvæimt samþykktinni frá 7. ágúst 1964 hafi hann fullt umboð þingsins til „að gera all ar nauðsynlegar ráðstafanir" gagnvart Vietnam, setur hann sjálfan sig í sömu aðstöðu og manninn, sem treystir í blindni á bökstaf skuldbindingar, án tillits til þess ,hvað hún táknaði þegar hún var gefin út. Enginn vafi leikur á, að orðalag sam þykktarinnar er forsetanum sem óútfyllt en undirrsikrifuð ávísun. En á hinu leikur held ur enginn efi, að þegar þessi óútfylllta ávísun var afhent með samþykkt í ágúst 1964 var verið að veita hana manni, sem barðist við Goldwater öldunga deildarþingmann um forseta- kjör, og Goldwater mælti þá einmitt með þeirri hernaðar- stefnu, sem Johnson forseti fylgir nú. Af þessu leiðir, að sé lagaheimild samþykktarinn ar skoðuð í réttu sögulegu ljósi hefir forsetinn hvorki lagaleg an né siðférðilegan rétt fram ar til að rita á hina óútfylltu ávísun frá því í ágúst 1964 hvaða ákvarðanir, sem honum sýnist að taka árið 1966. Vitanlega er ekki unnt að ógilda samþykktina frá í ágúst 1964. En hitt liggur í augum uppi, að aðgerðir ríkisstjórn arinnar ganga langtum lengra en upphaflega meining þessar ar samþykktar. Vegna þessar ar beinu, óyggjandi ástæðu ber tvímælalaust að kanna og rök ræða markmið og rekstur hins mikla stríðs áður en við erum teymdir út í enn meiri og víð tækari styrjöld. Á þessu atriði ætti ekki að þurfa að hamra í lýðræðislandi, þar sem stjórn lýtur réttum. eðlilegum lagareglum. Forseti. sem verður þess vísari, að ábyrgir leiðtogar í hans eigin flokki, jafnt sem andstæðing ar, draga vald hans í efa, hafnar ekki rökræðum. Hann hlyti að krefjast rökræðna og fagna þeim. Með því eina móti getur forseti fylgt anda laga í athöfn um sínum að neita að treysta f blindni á bókstaf þeirra. ALRANGT er að halda á- fram að nota óútfylltu ávísun ina frá 1064 eftir að margir þeirra, sem veittu hana með atkvæði sínu. eru farnir að segja. að samþykktin nái ekki til þess. sem forsetinn fram kvæmi samkvæmt henni árið 1966. — og fara þar alveg efa laust með rétt mál, sögulega séð. Ennfremur er mjög ó- hyggilegt að teygja bókstaf laganna á þennan hátt Meðal þjóðarinnar eru mjög svo og hættulega oeildar mein ingar um stríðið i Vietnam Framundan eru erfiðir dagar og klofningurinn hlýtur að aukast og gerast enn alvarlegri ef forsetinn oeitar um þá með ferð. sem ein getur læknað slík an klofning meðal friálsrar þjóðar. en það eru abyrgar rök ræður. bvggðar á fullri fræðslu Tvö alvarleg tormerki eru á að slíkar rökræður fari fram. Annað heyrum við ærið oft rætt, eða að andstæðingarn ir stælist við væntanlegar ræð ur og blaðagreinar og sannfær ist um, að Bandaríkjamenn heykist á að þreyja þorrann og góuna, taki saman dót sitt og hypji sig heim. Enginn efi er á, að sundurlyndið hér heima fyrir er fróun fyrir óvin okkar erlendis. En bótin við þessu méini er ekki í því fólgin að þegja um sundurlyndið. Sundurlyndið verður ekki þaggað niður. Mik il blekking væri að gera ráð fyr ir, að sundurlyndið standi hvergi rótum nema i hugum fárra öldungadeildarþingmanna og blaðamanna. Það stendur rótum meðal þess fjölda banda- rískra þegna, sem er ekki sann færður um, að stríðið í Vietnam sé háð til þess að verja brýna hagsmuni Bandaríkjamanna. ÞJÓÐIR berjast ekki öaflát anlega nema þær séu sannfærð ar um, að brýnir hagsmunir séu í veði. Þó Kóreustríðið hæfist við miklu hagstæðari aðstæður en Vietnamstríðið, bæði sið ferðilega og lagalega, hötuðu Bandaríkjamenn Kóreustríðið áður en lauk. Orsök þess var, að þeir trúðu ekki að hagsmun ir Bandaríkiamanna á megin landi Asíu væru nógu brvnir til að réttlæta þær mannfórnir, sem færðar voru i Kóreu. Hitt tormerkið á. að sameina þjóðina um þióðlegan tilgang i Indó-Kína stafar af því, að for setinn og ráðgjafar hans hafa aldrei skýrt tilgang okkar og markmið sem þjóðar með öðru en mjög óljósum athugasemd um um árás og frelsi. Megin H hluti þjóðarinnar gæti samein azt um stefnu, sem fæli f sér takmarkaðar aðgerðir til að koma fram takmörkuðum áform um. Þjóðina er ekki unnt að sameina um að fórna lffi Bandaríkjamanna fyrir líf Asiu manna á meginlandi Asíu til þess að gera Ky hershöfðinga eða eftirkomanda hans að stjórnanda alls Suður-Víetnam. Sundrung þjóðarinnar heldur einfaldlega áfram að magnast með auknu mannfalli og aukn um kostnaði án þess að við sé um nokkru nær stríðsmarbmið um okkar og lok stríðsins eru jafn fjarlæg og fyrr. Endurskoðun stefnu okkar í Vietnam — endurskoðun á að- ferðum, framlagi, pólitískum til gangi og ætlun. — er ófrávíkj anlegt skilyrði raunverulegrar einingar þjóðarinnar heima fyrir og samins friðar ytra þeg ar þar að kemur. Látbragð, á- róður, opinber kynning, loftárás ir og meiri loftárásir hrökfcva ekki til. Verði stefna okkar ekki endurskoðuð öll, — stríðsmark miðin, eins og Rusk utanrfkis ráðherra lýsir þeim, og hern aðarreksturinn, sem McNamara varnarmálaráðherra aðhyllist, — rekur forsetinn sig á það fremur fyrr en síðar, að hann er lentur inni í lokuðu sundi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.