Tíminn - 09.02.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 09.02.1966, Qupperneq 7
MEÐVJKUDAGUR 9. febrwar 1966 TÍMINN 7 Loödýraræktarfrum- varpið rætt á Alþingi Þingmenn neðri deildar Alþing- is komn saman í dag í fyrsta skipti að afloknn jólahléi. Þrjú m'ál voru á dagskrá, sinubrennur, loðdýrarækt og vinnuvemd. Þar sem enginn var á mælendaskrá um sinubcMHxur, var málið ekki tekið fyrirf Einn af flutningsmönnum frum- varpsins um loðdýrarækt, Jónas G .Rafnar fylgdi málinu úr hlaði og gerði í stuttu máli grein fyrir rökum þeirra sem aðhylltust loð- dýrarækt á íslandi. Lögin, sem í gildi eru um loðdýrarækt eru frá árinu 1951, sagði Jónas, og hefðu þau frekar átt að vera sniðin sem Vinnuvernd Flutningsmaður frumvarps um vinnuvernd o.fl., Hannibal Valdi- marsson sagðist hafa flutt frum- varp sitt tvö undanfarin ár, en sökum tímaskorts hefði það ekki verið tekið fyrir. Nú flytti hann það í þriðja sinn að mestu leyti óbreytt. Hann hefði stuðzt við norskt frumvarp um vinnuvernd og samið þetta frumvarp, með hliðsjón af því. Einnig sagðist hann hafa kynnt sér dönsku lög- gjöfina um vinnuvernd og hann sagði að danska löggjöfin væri miklu kröfuharðari en frumvarp- ið, sem hann hefði samið. Ekki taldi hann ástæðu til að rekja efni frumvarpsins, sem væri í 8 köflum, nánar, þar sem hann hefði verið búinn að því á s.l. ári. Hann taldi þó nauðsynlegt að skýra örlítið nánar kaflann um vinnuvernd barna, en svo kallaði hann persónur allt að 14 ára aldri. Sem menningarþjóð, þá verður íslenzka þjóðin að setja vinnu- verndarlög. Hingað til hefðu ver- ið sett þrenn vinnuverndarlög, vökulög á togurum, lög um greiðslu verkakaups og öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum, og kvað Hannibal þessi lög ágæt svo langt sem þau næðu. Að lokinni ræðu Hannibals var málinu vísað til 2. umræðu og heil brigðis- og félagsmálanefndar og sleit forseti Neðri deildar síðan fundi. MINNING . . . Framhald af 9. síðu. lagði múrarastörfin alveg á hill- una og tók að sér aðalflugkennara- starfið hjá Flugsýn. Höskuldur var fæddur á fsa- firði 8. september 1925 og var hann því á 41. aldursári er hann lézt. Foreldrar hans voru hjón- in Rebekka Bjarnadóttir og Þor- steinn Ásgeirsson, lengi formaður við ísafjarðardjúp. Faðir hans lézt fyrir 14 árum en móðir hans varð nýlega áttræð og sá ég þá Höskuld í sxðasta sinn, þar sem saman voru komnir flestir af 80 afkomendum Rebekku. Höskuldur reglugerð, því þau eru mjög flók- in. Sjálfsagt væri að leyfa loðdýra- rækt að nýju innan vissra tak- marka, þannig að strangt eftirlit yrði haft með búunum, sem til bráðabirgða yrðu fimm talsins ef frumvarpið yrði samþykkt. Á íslandi væri fyrir hendi mikill fiskúrgangur, sem væri alveg til- valið fóður fyrir minka, sem fyrst og fremst yrðu fluttir inn af loð- dýrum. f stað þess að selja fisk- úrgang sem gúanó, þá fengist fimm sinnum hærra verð fyrir hann, ef hann væri seldur sem minkafóður. Sagðist Jónas hafa kynnt sér framieiðslu minkaskinna víðs veg- ar um heim og samfcvæmt þeim rannsóknum hefðu öll Norður- löndin ræktað minka um langt skeið, þó að Færeyjar og Grænland' hefðu fyrir skömmu hafið ræktun minka, og væri minkaræktun þar nú blómlegur atvinnuvegur. Einnig væri loftslagið tilvaiið fyrir minkarækt á fslandi og sjálf- sagt væri að afla þjóðinni tekna með útflutningi minkaskinna. Halldór Ásgrímsson tók næstur til máls og kvað erfitt að halda minknum í skefjum og benti jafn- framt á, að minknum hefði enn ekki verið útrýmt. Tjónið, sem hlotizt hefði við tilkomu minksins, væri gjfurlegt og það hefði ekki verið að ástæðulausu, sem Alþiugi hefði lögfest bann við minka- rekstri. Minkurinn eyðir nytjafuglum, öðrum fuglum, sem til augnayndis eru og svo væri það ekki svo lítið af silungi og laxi, sem minkurinn æti árlega. Einnig benti Halldór „minka- mönnum“ á, að margt gæti breytzt á komandi árum um sölu loðdýra- skinna. Sala þeirra væri háð tízku, sem væri margbreytileg og óstöð- ug. Einnig væri sennilegt, að fisk- úrgangur hækki í verði og með nútíma tækni væri kleift að vinna mannafóður úr fiskúrgangnum. Villiminkurinn á íslandi væri nú útbreiddur og mikil þörf væri á því að kynna sér lifnaðarhætti hans til hægari útrýmingar honum Fleiri tóku ekki til máls um loðdýrarækt og var málinu vísað til 2. umræðu og landbúnaðar- nefndar. er af traustum og góðum ættum við ísafjarðardjúp. Móðurfaðir hans var Bjarni Jakobsson, kenn- ari og hreppstjóri að Nesi í Grunn vík, en föðurafi var Páll Ásgeirs- son frá Arnardal, albróðir Ásgeirs Ásgeirssonar, skipherra, sem stofn setti Ásgeirsverzlanirnar á Vest- fjörðum og sigldi sjálfur út með afurðir sínar og var talinn einn mesti athafnamaður landsins á öldinni sem leið. Eru þetta allt afkomendur Magnúsar prúða, Jóns Indíafara og annarra kunnra garpa við ísafjarðardjúp.. Höskuldur var næst yngstur af 7 bræðrum og 10 systkinum og er hann hinn fyrsti, sem hverfur úr þeim hópi. Sjósókn og sjó- mennska hefur verið sterkur þátt- ur í þessari ætt. Þrír bræðra hans eru kunnir sem skipstjórar, en einn þeirra hætti þó sjómennsku fyrir allmörgum árum og gerðist bóndi, tveir störfuðu um árabil sem vellátnir brytar og einn er vélstjóri. Sjálfur hóf Höskuldur ungur sjómennsku og lifði það að sjá skip sökkva undan fótum sín- um án þess þó að slys yrði á mönnum. Eftirlifandi kona Höskuldar er Kristfríður Kristmarsdóttir frá Siglufirði, hin mesta myndarkona, ekki síður að sér í kveniegum hannyrðum en Höskuldur var í iðn sinni. í sameiningu bjuggu þau sér og fjölskyldu sinni hið vistlegasta heimili í húsi því, er þau höfðu komið sér upp að Víg- hólastíg 14 í Kópavogi og voru þau ætíð einstaklega skemmtileg heim að sækja. Börn þeirra eru 5, á aldrinum frá 3ja til 16 ára, heilbrigð og mannvænleg böm. Það er stór hópur skyldmenna og vina, sem á um sárt að binda við fráfall Höskuldar Þorsteins- sonar, en sárastur er þó söknuð- urinn hjá eiginkonunni, börnun- um hans ungu og aldraðri móð- ur, sem nú hafa misst ástríkan og umhyggjusaman eiginmann, föður og son. Við biðjum hinn mikla höfund hins góða að vernda þau og styðja í raunum þeirra. Ég vil svo Ijúka þessum orð- um mínum með síðasta erindinu úr kvæði því, sem Guðmundur Árni Valgeirsson frá Auðbrekku birti í blaðinu „Dagur á Akur- eyri 2. þ.m.: „Einhvern tíma kemur þýður þerrir og þurrkar burtu tárinvsem við grétum. Við hetjustarfið alltaf mikils metum og minnumst ykkar, Höskuldur og Sverrir. Karlmennsku og kjark fær ekk- ert bundið, kannski fer að rofa af nýjum degi. Nú fljúgið þið um fagra ljóss- ins vegi. Við flytjum ykkur kveðju yfir sundið." Henry Hálfdansson. MINNING . . . Framhaid af 9. síðu. guð um að varðveita um ókomna framtíð. Megi það vera huggun í hinum mikla harmi að eftir stendur minning um góðan dreng. Jón Magnússon. Glaðir skulum allir að öllu til átthaga vorra horfa, er héðan sá hverfur oss hjarta stóð nærri. Veit ég, er heimtir sér hetju úr harki veraldar foringinn tignar, því fagna fylkingar himna. Þannig kvað Jónas Hallgríms- son um Bjarna Thorarensen. Sökn uðurinn er sár, þegar ástvinir eða félagar eru kvaddir á brott, og því sárari, er sá var meira metinn, sem horfinn er. Þá er það huggun harmi gegn að horfa lengra, eins og Jónas gerði, og finna tilgang í því, er við fyrstu sýn virtist grimmúðlegt tilgangsleysi. Þá er gott að geta sagt með Jónasi: Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd, að Sverrir Jónsson sé allur á hinu jarðneska starfs- sviði. Geðþekkari, drengilegri og áhugasamari samstarfsmann vgr ekki hægt að kjósa sér. Það Jget ég óhikað mælt fyrir munn okk ar allra, sem áttum þess kost að vinna með honum í samtökum Framsóknarmanna. Þótt hann væri fæddur alllöngu eftir alda mótin, átti hann í ríkum mæli þann félagsanda og fórnarhug, sem einkenndi úrvalsmenn alda mótakynslóðarinnar svonefndu Áhugi hans og fórnfýsi naut sín sérstaklega vel vegna þess, að hann var ágætlega gáfaður, glöggur á menn pg málefni, góð ur að tala máli sínu, og fastur og öruggur fyrir, þegar á reyndi. Öll framkoma hans var þannig, að það kom eins og af sjálfu sér, að hann ynni sér vináttu og traust þeirra, sem kynntust honum og unnu með honum. Sverrir valdi sér ungur flugið að atvinnugrein og vann sér brátt álit sem einn færasti flugmaður íslendinga. Það leiddi af félags- hyggju hans, hæfileikum og skap gerð, að hann varð mikill áhrifa maður í félagi flugmanna, þegar það reis á legg. Þar reyndist hann hinn trausti baráttumaður meðan hans naut. við. Félags- skapur flugmanna á honum tví mælalaust mikið að þakka. Sverri var það sérstaklega mikið áhuga mál, að flugmenn héldu fast á rétti sínum á sviði öryggismál- anna. Þar hefur mikið áunnizt, m. a. fyrir atbeina hans, en mörgu er þó enn áfátt í þeim efnum. Það væri í anda Sverris Jónssonar, að stéttarbræður hans héldu fast á þeim málum. Við, sem unnum með Sverri að félagsmálum, munu lengi minn ast hans og sakna hans. Við skiljum vel, hve þungt frá fall hans hlýtur að vera konu hans, börnum, öldruðum föður, systkinum og öðrum ástvinum. Þeim vottum við innilegustu sam úð. En þau eiga á þessari stundu ekki aðeins samúð okkar, sem þekktum Sverri, heldur allrar þjóðarinnar, sem dögum saman fylgdist með leitinni að hinum vösku félögum, sem hættu lífi sínu til að vinna mannúðar TrOlofaö par um tvítugt (danir) óska eftir vinnu, saman eða sitt í hvoru lagi, frá 23. þ. m. Helst við garðyrkju, en allt kemur til greina. Holger Rasmussert, c/o Thorkild Rasmussen, Thurögade 17, Odense, Danmark. verk. Það var í fullu samræmi við hjálparhug, drenglyndi og karlmennsku Sverris Jónssonar að falla frá á þann veg. Góð hlýtur heimkoman að vera þeim," sem þannig ljúka tilyist 'sinni hér, og víst hlýtur' þeim að vera ætlað að „fljúga á vængjum morg unroðans, meira að starfa guðs um geim.“ ÞJÞ. Brúnir! Svartir! Rauðir! Tii allrar vinnu á sjó og landi. Verksmiðjan gw MAX UNIÐ ALNAVORUMARKAÐINN í LISTAMANNASKÁLANU

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.