Tíminn - 09.02.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.02.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. febrwar 1966 MINNING TÍMINN Sverrir Jénsson flugstjóri Hinn 11. f.m. skeði sá hryggi legi atburður, að fiugvél frá flug- félaginu Flugsýn h.f. fórst við _austurland og með henni tveir ungir flugmenn, þeir Sverrir Jóns son, flugstjóri, og Höskuldur Þor- steinsson, flugkennari. Slíkir atburðir, þegar ungir menn farast, valda öllum hryggð. Vegna mannfæðar íslenzku þjóð- arinnar, er missir ungra efnis- manna henni meiri og sárari en ?erist með öðrum mannfleiri þjóð um. íslendingum er Ijóst, hversu mikils virði hver einstaklingur er, og vegna þeirrar vitundar eru þeir manna hjálpsamastir, ef slys ber að höndum. Þetta kom vel fram í hinni víðtæku leit að flugvélinni. Sverrir Jónsson var fæddur I Bergen í Noregi 16. ágúst 1924, sonur hins þjóðkunna fræðimanns Jóns Eyþórssonar veðurfræð- ings og konu hans, Kristínar Vig- fúsdóttur frá Vatnsdalshólum í Húnaþingi, en hún lézt 1946. Sverrir giftist eftirlifandi konu sinni, Sólveigu Þorsteinsdóttur 16. desember 1950, sem nú, ásamt fjórum dætrum þeirra ungum, verður fyrir þeirri miklu sorg að missa ástkæran eiginmann og föður í blóma lífsins. Þó Sverrir Jónsson, fíug- stjóri, væri ekki nema rúmlega fertugur, er hann féll frá, hafði hann lokið miklu dagsverki. Ung- ur lærði hann að fljúga, og var um mörg ár flugstjóri hjá Flug- félagi fslands, en nú síðustu árin meðeigandi í flugfélaginu Flug- sýn h.f. og aðalflugmaður þess félags. Sverrir Jónsson hafði um ára- bil verið í stjórn Framsóknar- félags Reykjavíkur og unnið þar mikið og gott starf. Hann var gáf aður drengskapármaður, tillögu góður og starfsamur, fljótur að átta sig á, hvað var aðalatriði máls og hvað aukaatriði. Frá því fyrsta að Sverrir tók að gefa sig að stjórnmálum var hann einn af áhugasömustu for- ustumönnum Framsóknarflokks ins hér í Reykjavík, ávallt reiðu- búinn að leggja fram vinnu og fjármuni í flokksins þágu. Allir þeir mörgu, er kynntust Sverri, sakna hans mjög, þessa glaða og góða drengs. Við samstarfsmenn hans í stjórn Framsóknarflokks Reykja víkur eigum bágt með að trúa þvi að Sverrir sé horfinn og komi ekki oftar til fundar með okkur. Við þökkum honum samstarfið. Hann var okkur ekki aðeins samstarfs- maður, heldur vinur og félagi Sverrir Jónsson var gæfumaður, hann átti glæsilegt heimili, góða konu og fimm mannvænleg börn sem nú ásamt öldruðum föður, systkinum, frændum og vinum, syrgja hann látinn. En það er huggun öllum þeim, er þekktu Sverri, að um hann eiga þeir góð- ar minningar. Við vottum fjölskyldu hans okk ar dýpstu samúð. Gústav Sigvaldason. Síminn hringir og beðið er um sjúkraflugvél til Norðfjarðar. Veð urupplýsingar eru athugaðar, á meðan er flugvélin undirbúin til ferðarinnar. Veðrið lítur ekki sem bezt út, éljagangur en þó talið bjart á milli, skömmu seinna er flugvélin komin i loftið. Stjórnandi er þaul- reyndur flugmaður, sem hefur marga hildi háð við náttúruöflin. Hann hefur um árabil stýrt flug- vél sinni á þessari leið heilli í höfn, enda með afbrigðum kunn- ugur, aðstoðarmaður hans er reyndur og vel metinn í starfi sínu. Til öryggis er lent á Egilsstöð- um í þeirri von um betri veður- lýsingu á leiðinni framundan. Við nánari veðurupplýsingar er lagt af stað. — Þær vonir. sem lifðu í brjóstum manna um möguleika á happasælum ferðalokum flug- vélarinnar eru nú að engu orðnar. Flest flugslys koma öllum á óvænt, látlaust er unnið að um- bótum til að tryggja öryggi þeirra, sem um loftin fljúga. Þrátt fyrir það geta slys ávallt borið að hönd- um og það jafnvel eftir að telja má að höfn sé náð Hinir ungu menn, sem gerzt hafa brautryðjendur í flugmálum landsins, verða seint metnir að verðleikum. Flug getur oft verið háskalegt, ekki sízt hér á landi, þar sem allra veðra er von að manni finnst á einum og sama klukkutímanum. Við Sverrir á Veðramótum vor- um nágrannar í Laugarásnum, þar sem við ólumst upp. Þegar út í lífið er komið skilja oft leiðir. skyldan kallar. Það var í byrjun árs 1964 að Sverrir réðist til Flugsýnar sem meðeigandi. Er mér minnisstætt frá byrjun af hve mikilli elju og dugnaðix hann framkvæmdi sín störf. Sverrir var búinn mörgum beztu kostum til viðkynningar við nem- endur og farþega. Hann var ákveð- inn og öruggur í sínu starfi og átti til að bera ríka ábyrgðartil- finningu. í vinahóp var Sverrir oft hrókur alls fagnaðar. Kunnáttumaður var Sverrir um allt er laut að flugi, enda hafði hann um árabil rekið flugskóla í félagi við annan. Lét hann sér annt um allt öryggj og stóð þar tryggan vörð. Sverrir, ég þakka þér alla þína vinsemd, hjálpsemi og góðvild. Konu þinni og börnum, föður og tengdaforeldrum sendi ég hinar innilegustu samúðarkveðjur og bið Frambald a bls 7 KVEÐJA Á þriðjudagskvöldið 18. jan. foreldrar hans eru Rebekka kom beiðni um að sækja sjúkl- Bjarnadóttir og Þorsteinn Ás- ing austur til Norðfjarðar. Til geirsson. Höskuldur fór til ferðarinnar réðust Sverrir Jóns Kanada og lauk þar flugnámi son flugstjóri og Höskuldur 1947. Er hann kom heim, gerð- Þorsteinsson flugkennari. — ist hann ekki flugmaður að Tíminn leið — og öll leit varð sinni, en gerðist múrari og árangurslaus. vann að þeirri iðn um árabil, Sverrir Jónsson var fæddur en á síðasta ári hvarf hann 14. ágúst 1924, foreldrar hans aftur í raðir flugmanna og gerð eru Kristín Vigfúsdóttir og ist flugkennari hjá Flugsýn hf. Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Hinn 4. júlí 1949 kvæntist Sverrir fór til Bandaríkjanna hann eftirlifandi konu sinni síðla árs 1945 og lauk þar flug- Kristfríði Kristmarsdóttur og námi. Er hann kom heim næsta eiga þau fimm börn. ár stofnaði hann flugskóla í Samstarf þeirra Sverris og Reykjavík en í janúar 1948 Höskuldar var mjög náið, sam- réðist hann til Flugfélags fs- vinna þeirra góð og samstarfs- lands og var þar flugmaður um menn þeirra hjá Flugsýn, sem langt árabil. Fyrir tveimur ár- eftir lifa, senda þeim hlýjar um gerðist hann hluthafi í þakkir yfir móðuna miklu en flugfél. Flugsýn. ástvinum þeirra innilegar sam- Sverrir lét félagsmál mjög úðarkveðjur. til sín taka, bæði í félagi at- Það húmar, er sorgin kveður vinnuflugmanna og víðar. Hann dyra að heimili hins burtvikna var atorkumaður að hverju sem vinar, byrðin er afar þung, er hann gekk og málafylgjumað- hún leggur þeim á herðar, sem ur ótrauður. eftir lifa, en sorgin er sjaldan Hinn 16. des. 1950 kvongað- ein á ferð. Ástin — kærleikur- ist hann eftirlifandi konu sinni inn, er jafnan á næsta leiti. Sólveigu Þorsteinsdóttur og Gegnum húmið brjótast Ijós- eiga þau 4 dætur. Enn fremur geislar liðinna sólskinsstunda átti Sverrir son, sem er elztur — en bænirnar stíga til alföð- barna hans. urs, bæn og þökk. Höskuldur Andrés Þorsteins- son var fæddur 8. sept. 1925, Magnús Stefánsson. Höskuldur Þorsteinsson flugkennari Fátt er það, sem snertir mann eins sárt og þegar fjölskyldufeð- ur farast í blóma lífs síns með sviplegum hætti. Það á jafnt við, hvort sem þetta skeður í þeirra eigin lífsbaráttu eða i þjónustu hinnar háleitu köllunar að hjálpa öðrum. Þetta verður því átakan- legra sem maður þekkir viðkom- andi betur og þvi kærari sem hann er manni. Þannig var það hinn 18. janúar s.l., að tveir af- bragðs flugmenn, fórnfúsir og mikl ir fullhugar, létu lífið í áhættu- sömu sjúkraflugi, er þeir gerðu tilraun til að bjarga barni, sem hafði orðið fyrir slysi og talið var, að mikið lægi við að koma því til Reykjavíkur. Þegar ég minnist mágs míns, Höskuldar Þorsteinssonar, sem lét lífið við þessa tilraun ásamt Sverri Jónssyni, flugstjóra og forstjóra Flugsýnar, koma fram margar end hjálparlaust, í það að fara til Ameríku til flugnáms. Lauk hpnn þar prófi vorið 1945 við sama flug urminningar um þennan góða skólann og stofnendur Loftleiða dreng og ber þar hvergi skugga höfðu lokið við prófi árið áður og í dag er kvaddur hinztu kveðju Sverrir Jónsson. flugstjóri. Sverrir var um langt árabil í fremstu röð stéttarbræðra sinna í baráttu fyrir bættum hag og vinnuskilyrðum atvinnuflugmanna. Gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Félag ísl. atvinnuflugmanna og reyndist ætíð traustur félagi og sannur félagshyggjumaður. Ég vil því á kveðjustund f. h. F.Í.A. þakka Sverri störf hans öll fyrir stéttarfélag atvinnuflugmanna. Konu Sverris. börnum og nánum ættingjum vottum við ein- læga samúð. f. h. Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, Einar Ó. Gíslason. á. Höskuld þekkti ég frá því hann var ungur drengur og hef ég get- að fylgzt með þroska hans og áhugamálum. er voru bæði mörg og manndómleg. Ungur gerðist hann sjálfboðaliði í björgunarsveit um Slysavarnafélags íslands og var alltaf boðinn og búinn til hjálpar þegar til hans var leitað eins og aðrir bræður hans, sem allir hafa einhvern tíma starfað í björgunarsveitum félagsins við góðan orðstír. Sama daginn og þetta hörmulega slys átti sér stað, stjórnaði elzti bróðir hans björg- un 18 manna af brezka togaran- um Wyre Conqueror og hefur áð- ur unnið að björgun margra skips hafna. Síðasta flug mitt með Hösikuldi var einmitt á strand- stað, er pólskui togarj strandaði á Landeyjafjöru. Árið 1944, meðan síðasti heims- ófriðurinn var enn í algleymingi, réðist Höskuldur, þá 19 ára að aldri, mjög févana og að heita má í bréfi til mín um það leyti segir hann: „Ég er vel ánægður rneð flugnámið. Ég held ég geti vel orð ið sæmilegur flugmaður.“ Mér var líka sagt, að hann hefði stundað nám sitt svo vel, að hann hafi tek ið bezta prófið af þeim, sem með honum lærðu. Að prófi loknu flaug hann um tíma sem aðstoðarflugmaður á kanadískum flutningaflugvélum norður um óbyggðir Kanada og taldi hann sig mikið hafa lært af þeirri reynslu, er hann öðlaðist þar. Hann vildi þó ekki ílengjast vestra heldur langaði heim til ís- lands, þar sem hann hafði brenn- andi áhuga á að taka þátt í upp- byggingu flugmálanna. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Það átti ekki 'yri Höskuldi að liggja að stunda flug nema að litlu leyti. Þegar heim kom, fékk hann reynd ar fullgilt flugmannsskírteini, en nokkrum vikum síðar var það heimtað af honum aftur og öðr- um íslendingum, sem með hon- um lærðu, þar eð yfirvöldunum hafði þóknast í millitíðinni að gera nýjar prófkröfur, og það við- bótarnám, sem til þurfti, gat ein- ungis farið fram erlendis, en til þess höfðu fæstir hinna ungu manna. er nýkomnir voru að vest- an, neina fjárhagslega getu Þannig skil með þeim og hin- um, er lært höfðu áður. Aðgát skal höfð í nærveru sálar Þetta óréttlæti fékk svo á Höskuld, að hann sneri baki við flugi í mörg ár. Gerðist hann múrari, fór í Iðnskólann og lauk þar tilskyldu námi á einum vetri með sérstakri viðurkenningu og verðlaunum. Með Höskuldi er ekki einungis horfinn góður flugmaður og ein- staklega vinsæll flugkennari held- ur einnig sérstaklega góður og vandvirkur múrari. svo orð var á gert. Þetta munu múrarastarfs- bræður hans fúsir að votta. Verk- in sýna merkin: víða um borgina má sjá handbragð Höskuldar á húsum, sem hann hefur fínpúss- að. Þar sjást ekki sprungur, ekki færuskil, engin missmíði og öll hans verk þoldu hornmál og rétt- skeið. En flugið átti samt allan hug hans. í félagi með kunningja sín- um keypti hann flugvél, sem nú er eina sjó- og landflugvélin, sem við eigum. Á henni flaug Höskuld- ur milli þess sem L-nn múraði og margar voru ferðir hans á henni yfir Surtsey og var Surts- eyjarmynd Geysis-kvikmyndafé- lagsins m.a. tekin að miklu leyti úr þessari flugvél. Þegar svo blindflugskennslutæki fluttust til landsins og annar útbúnaður til að hér væri hægt að ljúka námi í þeirri viðbótartækni, sem kraf- izt var við flugið, tók Höskuldur þau próf með sama ágæta árangr- inum og altaf einkenndi nám hans. Og að því kom, að hann Framhald á bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.