Tíminn - 09.02.1966, Síða 11

Tíminn - 09.02.1966, Síða 11
ÍIIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 1966 68 komna myndina, þá var þaö Ronald Storrs, landstjóri Kýpur og fyrrum aðalaöstoðarmaður Lawrence um málefni upp- reisnar Araba, sem hann sæmdi orðunni. 28. Hverfa inn í sviðsljósið. Lawrence hefur líklega ekki þráð neitt meir eins og komið var en að hverfa í gleymsku og gleyma fortíðinni. Draumar hans höfðu ekki rætzt og allt hafði verið svikið, sem hann barðist fyrir. Hann hafði vissulega notið eftirtektar þeirrar, sem hann vakti í fylgd Feisals á friðarráðstefnunni. Hann klæddist gullbryddri hvítri skikkju að sið Mekkafursta og aðdáunar og forvitnisaugu hvíldu á honum þar, sem hann fór, og það var hvíslað um hinn „ókrýnda konung Arabíu.“ Ef hann naut þessa ekki, þá var hann ekki mennskur. Nautn hans var ekki eingöngu sprottin af hégómagirnd. Oftar var það, sem hann hló að þessum dýrkandi fíflum, ' sem voru trúgjörn pg barnaleg í aðdáun sinni, stundum fyrir- leit hann sjálfan sig fyrir að sækjast eftir aðdáun þeirra og athygli. Starfi hans í Arabíu var lokið með svikum og þótt „leikarinn" í honurh þarfnaðist athygli og dýrkunar, þá fann „hans betri maður“, að sýndarmennskan væri ósamboðin honum og þjóð hans. Hann var tekinn að skrifa sögu arabisku uppreisnarinnar og þáttur hans sjálfs í þeim atburðum. Fyrstu frumdrögin að „Sjö súlur vizkunnar" voru skrifuð í París meðan friðarráðstefnan þar stóð yfir og hann vonaðist til að geta fengið næði til að Ijúka verkinu í London í lok ársins 1919. Það fór ekki á þann veg. Ástæðan til þess var bandarískur blaðamaður, Lowell Thomas að nafni, hann var sá, sem átti eftir að gera Lawrence að þjóðsagnapersónu um allan enska heiminn. Thomas var sendur frá Bandaríkjunum 1917, af hóp stuðningsmanna Bandamanna til þess að viða að sér efni í áróður fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni. Hann kom til Frakklands og sá þar nóg af manndrápum og erfiðleikum. Einhver ráðlagði honum að fara til Austur- landa, þar væri litauðugra umhverfi og meiri hreyfing á herjunum. Thomas fór til Palestínu og var kynntur fyrir Lawrence af Storrs, landstjóranum í Jerúsalem. Þetta var eitthvað til að segja frá, brezk hetja í eyðimerkurumhverfi. Thomas lét ímyndunaraflið ráða, hann bætti við nokkrum viðtölum við Lawrenee og heimsókn í herbúðir Feisals við Akaba. Lawrence hafði gaman af þessu, hann leyfði ljós- myndara að taka myndir af. sér í Arababúningi og sagði honum sögur um þátttöku sín í uppreisninni og krítaði stundum liðugt, einnig fræddi hann hgnn um hætti og siði Bedúína. Thomas trúði öllu, dvaldi í smátíma í Petra, og hélt síð- an til Bandaríkjanna til þess að skrifa greinarnar. Þegar styrjöldinni var lokið, ákvað hann að safna þessu efni sam- an og semja fyrirlestra um þetta til flutnings í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Auk þess voru sýndar skuggamyndir. Hann nefndi fyrirlestrana og myndasýningarnar „Með Allen- by í Palestínu og Lawrence í Arabíu". Lawrence kom þarna fram sem hinn drengilegi riddari, hugdjarfur og heiðar- legur. Fyrirtækið heppnaðist afburða vel, og eftir að Thomas hafði komið fram í Madison Square Garden, varð hann fræg- ur og nafn Lawrence fór að sjást í bandarískum dagblöðum. Menn voru ofurlítið barnalegir á þessum tímum og fólk vildi fallegar og hreinar hetjur. Percy nokkur Burton, auglýsingakaupmaður brezkur sat einn fyrirlesturinn og þótti súrt að Bretar nytu ekki þessa sjónarspils. Hann bauð Thomasi að koma til London, hann sagðist koma, ef tryggt væri, að fengi óperuna sem fyrirlestrarsal og Englandskon- ung sem áheyranda. Burton símaði honum eftir mánuð að hvortveggja væri fengið. Thomas hélt fyrirlestra og sýndi myndir í Covent Garden frá því í septemþer 1919 og fram á árið 1920. Á þessum tíma sóttu meir en milljón manna fyrirlestrana og meðal þeirra voru ráðherrar, hershöfðingjar, flotaforingjar, sendi- herrar, og fremstu menn í atvinnu- og fjámálum Bretlands Georg konungur óskaði eftir einkasýningu. Síðan hélt Thom- as til landa samveldisins og fyrirlestrarferðin stóð í fjögur ár. Lawrence varð hetja á einni nóttu og þjóðsagnapersóna til og með. Frægðin vakti sundurleitar tilfinningar með Lawrence. C The New Amerlcen Llbrarv * UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY — Aðstæðurnar eru nú líka dálítið óvenjulegar, sagði Vonnie rólega. Mig langar ekki í nein samkvæmi. Ég kom hingað til að vera sem mest hjá Joss frænda og ég skemmti mér ágætlega við að skoða London ein míns liðs. — Samt sem áður, sagði Ralph lágt — vildi ég óska, að þú hefðir getað komið með. Ég skal segja þér nokkuð — ef þú ert dæmi- gerð Kanadastúlka, held ég, að ég flytji mig búferlum þangað. — Þetta voru ágætir gullhamr- ar, Ralph! Þakka þér fyrir. Þau hlógu bæði og um leið og Vonnie fór, tók hún eftir, að Rhoda var ekki lengur í vinnu- stofunni. Hún var horfin hljóð- laust. Enginn fengi að vita. hverj- ar hugsanir bærðust innra með henni, meðan hún stóð fyrir fram an mölbrotið listaverkið .... Seínna um daginn, þegar Vonnie var í garðstofunni, heyrði hún símann hringja, og rétt á eft- ir hratt fótatak eftir forstof unni. Rhoda birtist, og kallaði á hana. — Það er spurt eftir þér, sagði hún. Vonnie lrrökk við. — 'Ó, Rhoda, kannski er það blaðamaður! Ég vil ekki tala við hann. — Ég held ekki. Það er bezt, að þú svarir sjálf. Ef það er ein- hver, /sem þú kærir þig ekki um að tala við, geturðu bara lagt sím ann á. Kannski eru það einhverjir vinir, sem hafa frétt, að þú værir í Englandi, bætti Rhoda rólega við. Vinir Myru, hugsaði Vonnie þreytulega. — Já, kannski. Þakka bér fyrir, Rhoda. Hún gekk að símanum og fann, að hún hafði fengið ákafan hjart- slátt. Hún herti sig upp. Enginn sá til hennar og varla lægi nokk ur á hleri. Hún varð aðeins að gæta stillingar sinnar. Hún dró djúpt andann. Eftir beztu getu, reyndi hún að herma eftir leti- legri rödd Myru: — Það er Myra Ashlyn. — Myra — þetta/er Nigel Fish- er. Allt virtist snarsnúast umhverfis hana. Hún þreif stól og hlamm- aði sér niður. Hjartað barðist svo, að henni fannst allúr líkam- inn titra og hún varð rök á hönd- unum. — Halló, Myra, ertu þarna? ^Ertu þarna? endurtók hann óþol inmóður. — Já, svaraði hún. — Þú hefur svei mér verið óheppin í þínum fyrstu kynnum af Englandi Eg vona þín vegna að málið upplýsist fljótlega. —, Þökk, svaraði hún hljóm- laust og beið. — Það er óttalegt af mér, að hringja til þín núna, en ég gat ekki annað, Myra. Ég skal ekki tefja þig, en gerðu það fyrir mig, að segja mér . . . — Segja þér — hvað? — Ég verð að finna Vonnie, hvar er hún? Hún hélt svo fast um tólið, að hnúamir hvítnuðu. Hún sá nú, að stofudyrnar stóðu í hálfa gátt og kannski var þar einhver, sem heyrði til hennar. — Ég hef reynt, að hringja til hennar í Vancouver, hélt Nigel áfram. En það fæst ekkert svar í fbúðinni hennar. Ég hef líka skrifað henni og ekki fengið svar. — Ég get útskýrt.... Rödd hennar hlaut að vera of lág til að hann neyrði. Hann greip myndugleva fram í. — Hvað hefur komið fyrir hana? Og ykkur báðar? Og hvar er Vonnie? — Hér. Nigei, elskan mín, hérna. Hún er að tala við þig með torkennilegri rödd, vegna þess að fólk — ókunnugt fólk má ekki vita hið sanna! — Ertu þarna? Röddin var hærri og kenndi óþolinmæði. — Já. — Myra. Ég bið þig mjög að . afsaka. Ég veit, að það var ekki i rétt að hringja til þín, en ég verð að ná sambandi við Vonnie. — Hún var í Vancouver, lengi eftir að þú fórst. Þú hefðir getað sett þig I samband við hana þá. — Ég get útskýrt það! En það ! verð ég fyrst og fremst að út- 1 skýra fyrir Vonnie. — Hvérnig vissurðu, að ég var hér? Auðvitað var það óþörf spurn ing og hún vissi það sjálf. , — Það var hægur vandi. Ég las um dauða frænda þíns í blöð- unum. í rödd hans gætti óþolin- mæði yfir spurningum hennar. — Ég veit, að þú kærir þig ekki um að verða fyrir ónæði. En ef þú vilt bara segja mér, hvern í ig ég get náð í Vonnie .. . Það var vonarhreimur i rödd hans. Minnstu munaði, að Vonnie | segði honum allt af létta, þegar | hún heyrði, hvað hann varð glað- ur við. — Myra. sagði hann drengja lega glaður. Meinarðu, að hún sé hér í Engalndi? | — Já. Nei, NEI. En ég skai sjá um, að hún fái bréfið. — Hvers vegna sagðirðu fyrst já og neitar þvi síðan í sömu andrá? J1 Hann var reiður og óþolin móður aftur — Ég bið þig enn að afsaka, en þetta skiptir mig öllu! Er Vonnie þarna eða ekki? — Ég — Nigel, — ef þú sendir bréf til hennar hingað .... — Mér dettur ekki í hug, að skrifa henni á þitt heimilisfang! Ég vil fá að vita, hvar hún er sjálf! — En ég iofa því upp á æru og trú, að ef þú aðeins sendir bréf hingað .... — Gætirðu verið svo elsku- leg að segja mér, hvers vegna þú ert með þessi undanbrögð Hann var lágróma, en hún fann, að þolinmæði hans var á þrotum. — Hver er ástæðan fyrir jn*, að ég má ekki skrifa beint til Vonnie? En kannski veiztu það ekki! Hún og ég — við erum — við urðum hrifin hvort af öðru. Kannski hún hafi skipt um skoðun, en ég verð að fá að vita vissu mína. — Þú fórst þína leið — þú lézt ekkert frá þér heyra .... — Um það þarf ég einmitt að tala við hana. Hvar er hún? — Ég get ekki gefið þér heim- ilisfang hennar. Mér þykir það leitt Nise! en bú verður að trúa ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 9. tebrúar. 700 Moreunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.40 Við sem beima sitjum. Sigrfður Thorlacius les skáldsöguna „Þef hann biusta” eftir Sumner Locket Elliiot (11). 15.00 Miðdegisútvarp 17.20 r'ram burðarkennsla i esperanto og spænsku 17.40 Þingfréttir 18.00 Útvarpssaga barnanna: „A Itross götum" eftir Aimée Somnierfelt Guðión Ingi Sigurðsson lýkur lestri sögunnar. sem þýdd var af Sigurlaugu Biörnsdóttur 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónieikar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál. 4rni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Efst á baugi. Biörgvin Guð- mundsson og Biörn Jóhannsson tala um erlend málefni 20.35 Hvað er framundan? Arm Árna son dr med. flytur erindi um leikmannsstört innan þióðkirkj unnar. 21.00 Lög unga fólksins. Bergur Guðnason kynnír 22.00 „Tilhneigingar1’ smásaga eftir Conrad Aiken 22.55 Úr tónleika sal: Frá tónlelkum Musica Nova og Tónlistarfélagsins i Austurbæj arbíói 16. nóv s. L 23.55 Dag- skrárlok. Flmmtudagur 10. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalaga- þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum 15.00 Miðdegisút- varp. 16.00 Síðdegisútvaro 18.00 Segðu mér sögu. Sigríður Gunn laugsdóttir og Bergþóra Gústafs dóttir stjórna >ætti fyrir vngstu hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir 20. 00 Daglegt má) Arni Böðvarsson flytur þát.tinn 20.05 Gestur í útvarpssal: Fiðluleikarinn lon Voicu frá Rúmeníu leikur 20.25 Bréf til bænda og neytend? Arni G. Eylands flytur fyrri hluta erindis. 20.50 Sinfóníuhljómsveit tslands og söngsveitin Fílharmon fa halda hljómleika i Háskólabíói 22.10 FYéttir og veðurfregnir 22.30 Átta ár í Hvíta húsinu. 22. 50 Djassþáttur Ólafur Stephen- sen kynnir. 23.10 Bridgeþáttur. Hjalti Eliasson og Stefán Guð- johnsen ræðast við. 23.35 Dag skrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.