Tíminn - 09.02.1966, Page 16
Framhaldssöguhöfundur Tímans sloppinn frá Rússlandl
VONA RÚ55AR AÐ TARSIS
SNÚIEKKIHEIM AFTUR?
NTB-Moskvu, EJ-Reykjavík,
þriðjudag.
Hinn umdeildi rússneski rithöf
undur Valery Tarsis, sem er þekkt
astur á vesturlöndum fyrir sína
bitru árás á Rommúnismann f
Sovétríkjunum, er kominn til
Bretlands. Honum hefur verið boð
ið að halda fyrirlestur við Leicest
er-hás'kólann í Bretlandi. Að sögn
talsmanna pólska flugfélagsins í
Moskvu, fór Tarsis í gær áleiðis
til Póllands, en hélt þaðan til
Bretlands, en hann hefur fengið
vegabréf og leyfi til ferðarinnar.
Akranes
Framsóknarfélag Akraness held
ur fund í Framsóknarhúsinu í
kvöld miðvikudagskvöld kl. 8.30
Tagskrá: Fjárhagsáætlun Akraness
kaupstaðar 1966 og önnur bæjar
mál. Framsöguræður flytja bæjar
fulltrúar flokksins.
Ella Fitzgerald, negrasöng-
konan fræga, er nú i Kaup-
mannahöfn, og var þessi mynd
tekin á tónleikum í Falconer
Centeret í Höfn, en um undir-
leik sá hljómsveit Duke Elling-
tons. Áður en langt líður gefst
íslendingum tækifæri til þess
að hlusta á Ellu í eigin persónu
og ekki af hljómplötum eins
og hingað til, en hún mun
halda hljómleika í Háskólabíói
uþþ úr tuttúgasta þessa mánað
ar.
Þetta gerist samtímis því, sem
sýndarréttarhöld gegn tveim sov
ézkum rithöfundum eru að hefj
ast í Moskvu, en þeir eru ákærð
ir fyrir að hafa skrifað, og dreift
til annarra landa, „andsovézkum
áróðri“.
í dag birtist í blaðinu Komsomol
skaja Pravda hörð árás á V. Tarsis.
þar sem segir m. a. að síðan hann
hóf að' skrifa sínar and-sovézku
bækur, hafi hann verið til rann-
sóknar hjá geðlækni. Hann var
vissulega, segir fréttaimaður brezka
útvarpsins í Moskvu, sendur á
geðveikrahæli í Sovétríkjunum og
dvaldi þar um nokkuð langan tíma,
og þetta er grundvöllur skáldsög
unnar „Deild 7“, sem birtist sem
framhaldssaga í Timanum, en þar
skrifar hann um dvöl „óæskilegra
manna“ í sovézku geðveikrahæli.
f greininni i Komsomolskaja
Pravda, sem er málgagn ungkomm
únista í Sovétríkjunum, er bent
á, að Tarsis hafi notið fulls frelsis
i Sovétríkjunum og borist nokk
uð á, líann hafi fengið ibúð í sam
eignarhúsi skammt frá miðbiki
Moskvu, hann hafi keypt sér bíl
og fengið að njóta gjaldeyris, sem
hann fékk fyrir útgáfu bóka sinna
erlendis. Greinin í heild lætur að
þvi liggja, að Sovétrikin séu feg
in að Tarsis fer úr landi.
En málið á sér dýpri rætur, seg
ir brezka útvarpið. Brottför Tarsis
á sér stað daginn áður en réttar
höldin yfir tveim öðrum sovézk
lim rithöfundum, Andrei Sinyvsky
og Yuri Daniel, sem einnig hafa
fengið gefnar út á vesturlöndum
Framhald á bls. 14.
Skrifstofur Fram-
sóknarflokksins
verða lokaðar tfl kl. 13 f dag vegna
minningarathafnar um Sverri
Jónsson flugstjóra og Höskuld Þor
steinsson flugkennara.
Fundur Framherja
manna í laun-
þegasamtökun-
um heldur fund
næst komandi
sunnudag 13.
febrúar kl. 2 e. h.
í Tjarnargötu
Gnnnar 26. Frummæl-
andi á fundinum verður Gunnar
Guðbjartsson formaður Stéttarsam
bands bænda og ræðir hann um
verðlagningu landbúnaðarvara.
Að loknum umræðum verða sýnd
ar litskuggamyndir úr sumarferða
lagi félagsins. Framsóknarfólk
mætið vel og stundvíslega.
NYR BREZKUR
AMBASSADOR
Stórfelldar framkvæmdir til undirbúnings síldarmóttöku á Austurlandi
„ Verkefnin mega ekki verameirí"
SEGIR SVEINN GUÐMUNDSSON FORSTJÓRI í HÉÐNI
KT-Reykjavík, þriðjudag.
Vélsmiðjan Héðinn hefur nú
tekið að sér byggingu tveggja
nýrra sfldarverksmiðja á Austur-
landi auk endurbóta á nokkrum
verksmiðjum að auki. Tíminn
hafði í dag samband við Svein
Guðmundsson, forstjóra Héðins, til
þess að spyrjast fyrir um, hvort
ekki yrðu erfiðleikar á að anna
þessum miklu verkefnum.
— Við erum nú með tvær verk-
smiðjur í byggingu, á Eskifirði og
á Stöðvarfirði, fyrir Hraðfrystihús
Eskifjarðar og Saxa hf„ sagði
Sveinn. Sú fyrri er 2500 mála, en
hin síðari er 1000 mála. Auk þess
eru geysilegar endurbætur og við-
bætur á eldri verksmiðjum, sem
við þurfum að sjá um. Má þar
nefna soðkjarnatækni, sem við
erum að smíða fyrir verksmiðjuna
á Norðfirði og Hafsíld á Seyðis-
firði. Þá erum við að undirbúa
smíði samtals 14 síldar- og lýsis-
geyma fyrir ýmsar verksmiðjur.
Við sjáum einnig um stækkun á
verksmiðjunni á Borgarfirði eystra
en hún á að stækka um helming,
úr 500 málum í 1000 mál.
— Þarf ekki mikið vinnuafl til
þess að anna öllum þessum verk-
efnum?
— Jú, við höfum nú yfir að
ráða 200—250 manna starfsliði en
Hádegisklúbbur.
kemur saman í dag á venju-
legum stað og tíma.
það er svipað og í fyrra, en það
er ekki víst að það verði nóg. Við
höfum að undanförnu auglýst eft-
ir mönnum, en erfitt er að fá fólk
nú.
— Hve mikinn hluta af sjálfum
verksmiðjunum á Héðinn að sjá
um?
KT-Reykjavík, þriðjudag.
Björgunarsveitin „Ingólfur“
keypti fyrir skemmstu ásamt Slysa
varnafélaginu fjalla- og sjúkrabif-
reið til notkunar á þeim svæðum,
sem erfið eru yfirferðar. Bifreið
þessi er af gerðinni Unimoc S.
Jóhannes Briem, formaður
— Á Stöðvarfirði eigum við að
sjá um allt saman, tökum við land
inu og eigum að skila verksmiðj-
unni í gangi. Á Eskifirði tökum
við hins vegar við steyptum grunn
um. Við sjáum um mestan hluta
vélanna en eitthvað verðúr keypt
að utan. Nýbyrjað er á fram-
kvæmdunum, jarðvinnslu og þess
björgunarsveitarinnar „Ingólfur",
sagði í viðtali við Tímann í dag,
að hin nýja bifreið hefði verið
keypt yfirbyggingarlaus frá Þýzka
landi og væri nú verið að byggja
yfir hana hér í Reykjavík. Yfir-
byggingin ætti að vera innréttuð
fyrir 14 farþega í sæti, en breyta
mætti innréttingunni, svo rúm yrði
háttar, en það verður varla hægt
að byrja af fullum krafti fyrr en
eftir páska.
— Eruð þið bjartsýnir um að
geta lokið þessum verkefnum fyr-
ir tilskilinn tíma?
— Já, það má segja svo, en
víst er, að ekki mega verkefnin
vera meiri en þetta.
fyrir 6—9 sjúklinga á börum. Þá
verður bifreiðin útbúin með öll-
um helztu sjúkragögnum og tal-
stöðvum, sem næðu bíla-. báta- og
flugbylgjum. Sagði Jóhannes, að
líklega yrði bifreiðin tilbúin fyrir
landsþing Slysavarnafélaganna,
hinn 28. apríl.
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
Svo sem kunnugt er var Basel
Boothby, sem verið hafði ambassa-
dor Breta á íslandi um margra
ára skeið, skipaður ambassador
Breta við Evrópuráðið í Strass-
burg í desembcr s. 1., svo að í sex
vikur hefur enginn brezkur am-
bassador verið hér á landi. Klukk-
an 4 í dag kom hingað til lands
Aubrey Halford-MacCleod, og mun
hann taka við ambassadorstign.
Næstkomandi fimmtudag afhendir
hann forseta íslands trúnaðarbréf
sitt við hátíðiega athöfn að Bessa-
stöðum. Ambassadorinn kom með
Sólfaxa Flugfélags íslands.
Aubrey Halford-MacCleod er
51 árs að aldri. Hann er skozkur
að uppruna, stundaði nám í Ox-
ford og hefur verið í utanríkis-
þjónustunni um nokkurt skeið.
Hingað kemur hann frá Munchen,
en þar var hann aðalræðismaður
Breta í nokkur ár, og var þar í
fyrra, þegar Elizabet Bretadrottn-
ing kom þangað í opinbera heim-
sókn. Einkaheimili Halford-Mac-
Cleod er nær Reykjavík heldur en
London, þar sem það sfendur á
smáeyju norðan við Skotland.
Hinn verðandi ambassador hefur
lengi haft mikinn áhuga á íslandi
og íslenzkri menningu. Hann er
og mikill náttúruskoðari og veiði-
maður.
Verðlaunum heitið fyrir
lýsingar um hinn týnda
NTB-Kaupmannahöfn, þriðju-
dag.
Þriggja og hálfs mánaða
gamli drengurinn, sem rænt
var í gær úr barnavagni fyrir
utan verzlun i Kóngsgötu i Óð-
insvéum, hefur enn ekki fund
izt. Lögreglan hefur fengið um
200 tilkynningar í málinu, en
hefur enn ekki náð i nokkrar
persónur, sem sáust með smá
barn á þeim tíma, þegar barn
inu var rænt.
Lögreglustjórinn . Óðinsvé-
um hefur lofað verðlaunum að
upp-
Basse
upphæð um 35.000 íslenzkar
krónur fyrir upplýsingar, sem
leiða til þess að barnið finnist
og eigandi verzlunárinnar, þar
Framhald á bls. 14.
Torf ærubif reið til sjúkraflutninga