Tíminn - 17.02.1966, Page 11

Tíminn - 17.02.1966, Page 11
FIMMTUDAGUR 17. febrúar 1966 TÍMINN 75 á Kairó ráðstefnunni og Lawrence, þá hafði hann ekki áhuga á að deila um það við þá. Það var ekkert hægt að gera í Sýrlandsmálinu, Frakkar höfðu þar öll völd og þeir hirtu ekki um raus í Amman. Hússein var ekki við bjargandi, hann stefndi út í ófæru. Lawrence vissi að það var ekki meira fyrir hann að gera í Arabíu. Churchill hafði boðið honum landstjórastöðu, en hann hafði neitað. Hann vissi að Arabar yrðu sjálfir að læra að stjórna sér og hann kunni ekki við að standa hjá og hafast ekki að. Hann þráði einhverja breytingu. Hin mikla sálræna og líkamlega áreynsla undanfarinna ára hafði komið honum á yztu nöf andlegrar heilbrigði. Hann gat aðeins náð sér með því að skera á öll tengsl við fortið sína og hafði oft talað um að gerast vitavörður eða strandvörður á afskekktum stað við Leopold Amery, íhaldsþingmann og vin Churchills. Hann hafði einnig rætt andlega heilbrigði sína við vini sína bæði i samtölum og bréfum, hann segir í bréfi til Lionels Cutris „stundum held ég að næsti áfangastaður verði geðveikrahælið.“ Þegar hann var spurður um ástæðuna fyrir því að vilja ganga í flug- herinn, svaraði hann, „ég held að ég hafi verið mjög tauga- veiklaður." Þessi löngun hans að losna við fortíðina kemur fram í „Who's Who.“ Fyrstu árin taldi hann upp allar orður og viðurkenningar, svo fór Þessi upptalning að þynn- ast og síðustu árin nefndi hann sig aðeins fræðimann og forminjafræðing. Sumir hafa haldið fram að hann hafi með því að breyta um nafn og gerast óbreyttur dáti verið að sækjast eftir enn meiri athygli með því að gera sig sem leyndardóms- fyllstan og slíkt myndi vekja meiri athygli er uppvíst yrði, en ef hann hefði tekið virðingarstöðu eða lifað áfram undir eigin nafni í Oxford. Þessi hugmynd er full langt sótt til að vera sennileg. Allir vinir hans vissu af þessu, eíi þar fyrir utan vissi enginn neitt. Hann varð einnig miður sín þegar upp um hann komst og hann var látin víkja úr flug- hernum. Lawrence hafði þrjár ástæður fyrir því að vilja ganga í flugherinn, að eigin sögn. Sú fyrsta var öryggi, önnur, lausn frá ábyrgð og sú þriðja, sjálfsauðmýking. Hann skrifaði vini sínum Hogarth, „það er öryggið, ég er orðinn þreyttur á stöðugri baráttu, ég hef að baki Lawrence tíma- bilið og hirði ekki frekar um það liðna . . . stjórnmál þreyttu mig óumræðilega.“ Hann segir í bréfi til Curtis vinar síns: „Sjö ár munu nægja til þess að slíta tengslin. Ég hef enga löngun til þess að móta menn, þótt ég viti vald mitt, ég sækist nú aðeins eftir öryggi og reglu, vil ekki þurfa að taka neinar ákvarðanir, og þarf þess ekki. Hér gera menn það, sem þeim er skipað, engar sjálfstæðar ákvarð- anir og með því öðlast ég frið. Ég hef ráðið og mótað, ég hef haft völd og stundað andleg störf, öllu þessu hef ég kastað frá mér, nú vil ég að aðrir agi mig, enda þótt ég viti að það muni síðar verða mér óbærilegt, þá vel ég það nú.“ Young og fleiri ráðlögðu honum að taka liðsforingjastöðu, en hann kvaðst ekki hafa mikið álit á liðsforingjunum i flughernum. Hann vildi annaðhvort vera æðstur eða neðst- ur, og hann taldi sig hafa fengið nóg af völdunum og því valdi hann neðsta þrepið. 30. ágúst var John Hume Ross á gangi fyrir utan skrá- setningarstöð brezka flughersins í Henriettastræti í London, hann var þarna á vakki í tvo tíma og virtist mjög tauga- óstyrkur, hann óttaðist að hann yrði ekki talinn gildur til þjónustu. Og það kom að því að kvíði hans rættist. Skil- ríkin, sem hann lagði fyrir liðsforingjann, sem var á verði, voru klaufalega fölsuð, og það vakti strax tortryggni um að hann væri fyrrverandi fangi, og sá grunur jókst við læknisskoðunina er merkin eftir svipuhöggin komu í ljós. Hann reyndi að fóðra þetta með því að segja að hann hefði rifið sig á gaddavír, en sú skýring var ekki tekin til greina. Hann taldist ekki hæfur. Hann leitaði nú að- stoðar Ti'cnchard jnarskálks og- með hans aðstoð-.tókst hon- um að Verða skráður í flugherinn. Hanri hélt ri'ú'ífil Uxbrige til æfiriga. Trenchard hafði fengizt til að taka þátt 1 þessu með eftirtölum og hann krafðist þess að hægt yrði að segja upp ráðningarsamningnum með mánaðar fyrirvara, því að C The New Amerlean Ubrarv UNDIR FÖLSKU FLAGGI ANNE MAYBURY um á göngu í garðinum — svo rifumst við. Annað var það ekki. — Nei, ekki annað, sagði Fen- ella fyrirlitlega. Mér sýnist það hafa verið þér nóg. — Ég tók það fullnærri mér, eftir allt, sem á undan er gengið. — Þú hefur sérhæfileika til að lenda í alls konar kröggum. Þarna býður Joss frændi þér að þú búir á gistihúsi til þess að þú komist hjá að vera í þessu morðhúsi og þú kýst að vera kyrr. Þá hittir þú gamlan kunningja, og byrjar á því að rífast við hann. Jæja, jæja, komdu út í garðinn. Við erum þar öll saman. Ralph líka. Fenella strauk hárið frá enninu eins og henni væri heitt. Karlmenn geta verið hreinustu djöflar. En samt myndum við drepast úr leiðindum ef við hefðum þá ekki. — Ég kem á eftir, sagði Vonnie. En mér er svo heitt. Ég fer upp og þvæ mér um andlitið fyrst. Inni 1 herbergi sínu baðaði hún andlitið í ísköldu vatni og leið strax ögn betur. Hún leit út um gluggann. Þarna sátu þau öll á ver öndinni beint fyrir neðan. Rhoda var þar líka. Fenella reis upp og gekk til Ralphs, hendur þeirra snertust og augun mættust. Joss veifaði burt flugum með saman brotnu blaði. Rhoda horfði stöð- ugt á Fenellu. í fjarlægð virtist þetta allt hugljúft — fjölskyldan i mjög ánægð og sæl. Vonnie sneri sér frá, og leit á myndina á veggnum. Hún gekk að i henni og tók hana niður skjálf- i andi höndum. Svo kom hún henni ífyrir á hillunni fyrir ofan fata- j hengið. Joss gamli myndi sjálf- | sagt ekki koma hingað inn og ef j Rhoda tæki eftir einhverju, ætl- aði Vonnie að vera hreinskilin og segja að myndin vekti hjá henni sárar minningar um' ólukkulegt ástarævintýri. 11. kafli. Allan næsta dag — mánudag var þrumuveður í aðsigi. Vonnie fannst dagurinn aldrei ætla að líða í þessu drungalega andrúmslofti. Hún hafði fengið tækifæri til að endurnýja vináttu sína og Nigels, en hafði ekk' not- fært séi það. Það dugði skammt þótt hún segði við sjálfa sig, að hún hefði gert sitt beztá. Hún komst að þeirri beizku niðurstöðu, að þrátt fyrir allt hlyti ást þeirra að skorta einlægni og dýpt. Og nú var ástin hjöðnuð, vegna þess að hún hafði ekki verið sönn. Skýringar þær, sem hefði átt að færa þau nær hvort öðru, höfðu jaðeins myndað óyfirstíganlega gjá j milli þeirra. Eftir miðdegisverðinn opnaði Joss Ashlyn fyrir sjónvarpstækið og lét fara vel um sig til þess að fylgjast með stjórnmálaumræð- um. Vonnie var ekki í rónni. Ensk stjórnmál voru eins ög framandii tungumál fyrir hana og hún hafði engan áhuga á að setja sig inn í þau. Hún reikaði upp á her . bergi sitt til að sækja bók og heyrði að á grammafóninn í her-i bergi Rhodu var leikin sinfónía. Ralph var ekki komin heim enn og þau bjuggust ekki við Fenellu fyrr en um kvöldið. Vonnie gekk niður í garðinn, fékk sér sæti og reyndi að lesa. En orðin runnu út í eitt fyrir henni. Hún gat ekki einbeitt sér. Hún lokaði bók- inni og andvarpaði, stóð upp og gekk eirðarlaust niður á flötina. Vonnie fann sér skuggsælan stað og settist niður og studdi hönd undir kinp. Aftur hafði hún á tilfinningunpi, að fylgst væri með henni. kannski líka úr næstu húsum. Fólk hafði sjálfsagt lesið um hana í blöðunum daginn áður. Myra Ashlyn, unga stúlkan frá Kanada, sem kom beint inn í morðmál. Hún heyrði hljóð og leit upp. Ralph hafði lokað glugga á efstu hæðinni — í þakherberginu, þar sem ljósið hafði verið slökkt hið örlagaríka kvöld. Var það Ralph,, sem hafði verið þar, þegar Felix Ashlyn dó? Hafði hann heyrt dynkinn og brothljóðið? Var það fótatak hans, sem hún hafði heyrt á tröppunum og stígnum? Ralph á leið frá húsinu, þar sem hann vissi að eitthvað hefði komið fyrir, sem hann ætti að gæta að? Hann kom auga á Vonnie og veifaði. Hún sýndi engin merki þess, að hún hefði séð hann, sneri höfðinu frá húsinu og beindi áitur augum að dökkum skýjabólstrun- um. Hvar var Nigel núna? Aðeins tilhugsunin um hann kom henni í uppnám. Gleyma Nigel? Aldrei. En þó varð hún að gleyma honum. Hann heyrði fortlðinni til, það þjónaði engum tilgangi að end- urvekja leiðinlegar endurminn- ingar . . . — Halló, það er þýðingarlaust að leita að stjörnum á himninum núna Vonnie hrökk við. Ralph kom yfir flötina og fleygði sér niður í grasið hjá henni. — Frændi þinr. hefur vinsamlegast gefið mér leyfi til að vera í garðinum, sagði hann, —- ef þú hefur haldið að ég væri að aðhafast eitthvað óleyfi legt. Það er dásamlegt hérna, finnst þér það ekki. Sjáðu tréð þarna með hvítu blómin. — Já, það er fallegt. n — Einkennilegt -, - - hann horfði íhugull á hana — hvað fólk getur breytzt. Þú til dæmis. Þú varst rauðhærð einu sinni. Hún fann hita hlaupa í kinnar sér. -r- Hvernig veiztu það? — Ég hef séð málverk, sem frændi þinn málaði af pér, þegar þú varst lítil. Manstu eftir því, þegar hann málaði það? — Nei, svaraði hún eins og satt var. — Langar þig til að sjá það? Hann settist snöggt upp. — Nei, sagði hún ívið hvasst. — Hvers vegna ekki? Það hlýt- ur að vera gaman að sjá málverk af sjálfri sér sem smástúlku. Það er dásamlega fallegt málverk. — Ég býst ekki við að frændi kæri sig um að við förum inn í vinnustofuna. Hann hefur sagt, að gestir fái aldrei að stíga fæti inn fyrir dyr. — Það er annað með okkur. En auðvitað spyr ég hann fyrst. — Þakka þér fyrir, en ég vil helzt ekki fara inn í vinnustof- una. — Það skil ég vel. En ég skal sækja málverkið ef þú vílt. Ég spyr frænda þinn auðvitað um leyfi. Þú ættir að sjá það. — Seinna kannski. Ég held það sé að skella á óVeður. — Við getum verið hér þangað ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 17. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 Á frfvaktinnl fiydfs Eyþórsdóttir stjómar óskalaga- þætti fyrir sjómenn. 14 40 Vlð, sem, hefma sltjum. 15.00 Miðdegls- útvarp 16.00 Sfðdegisútvarp. 18.00 Segðu mér sögu. Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunn laugsdóttir stjórna. 18,'ÍÖ Veður fregnir 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 20.05 Tónleikar f útvarpssal: Samletkur á flautu og píanó. Jón Heimir Sigurjónsson og Ólafur Vigmr Albertsson leika. 20.20 Bréf tll Bænda og neytenda. Árni G. Ey- lands flytur sfðara hluta erindis síns. 20.55 „Khamma" balletttón list eftir Debussy. 21.15 Bóka- spjall Njörður P. Njarðvík cand. mag. stj. 20.50 Kórsöngur: Det Norske Solistkor syngur andleg lög. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr 22.20 Húsfrú Þórdís. Séra Gunn ar Árnason les söguþátt eftir Magnús Björnsson frá Syðra- Hóli (2) 22.40 Djassþáttur: Django Jón Múll Árnason kynnir. 23.15 Bridgeþáttur. Hallur Símon arsson flytur. 23.40 Dagskrárlok. Á morgun Föstudagur 18. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tórileikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigríður Thorlacius ies skáldsöguna „Þei, hann blust- ar“ eftjr Sumner Locfeet EUlot. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð- degisútvarp. 17.00 Fréttir 17.05 I veldi hljómanna. Jón Örn Marin ósson kynnir sígilda tónlist fjrrir ungt fólk. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. Sverrir Hólm arss. les sögu Elfráðs Englands- konungs og Danina, 19.30 Fréttir 20.00 Kvöldvalca. 21.30 Útvarps sagan: „Dagurinn og nóttin* cft ir Johan Bojer í þýðingu Jó- hannesar Guðmundssonar. Hjört ur Pálsson les ÍS). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passm- sálma (10) 22.20 íslenzkt œá|. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur. 22.40 Næturhljómleikar. 23.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.