Tíminn - 17.02.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTÍR
13
FIMMTUDAGUR 17. febrúrar 1966
TÍMINN
Eins og sagt hefyr veriS frá á íþróttasíSunni, iéku Danir nýlega gegn Pólverjum í Gdansk í síSari leik land-
anna í heimsmeistarakeppninni í handknattleik og töpuSu Danir 14:18. I ieiSinni heimsóttu Danir A-Þýzka-
land og léku landsleik gegn A-ÞjóSverjum. En ekki sóttu þeir gull í grelpar þeirra frekar en Pólverja og töpuSu
leiknum 20:28. Myndin hér aS ofan er frá þoim leik og sést einn dönsku leikmannanna, G. Petersen skora af
tínu.
2 Evrópubikarleikir á sunnudag
Ragnar fer ekki
með FH til Prag
FH heldur til Prag á morgun, en
Valsstúlkur til Leipzig í dag.
Alf-Reykjavík.
Á sunnudaginn kemur eiga ís-
landsmeistararnir í handknattleik,
FH í karlaflokki og Valur í kvenna
flokki, erfiða Evrópubikarleiki fyr
ir höndum á erlendri grund. FH
mætir tékknesku meisturunum
Dukla í Prag, og verður að leika
án Ragnars Jónssonar, sem enn
þá á við slæm meiðsli í hendi að
stríða. Fer Ragnar ekki með félög-
um sínum utan, en að öðru leyti
teflir FH sínu sterkasta liði fram.
FH-ingar halda utan á föstu-
dagsmorgun. Fararstjórar verða
þeir Einar Mathiesen, Árni Ágústs
son og Hallsteinn Hinriksson. Eins
2 leikir í 1.
deild í körfu- .
bolta í kvöld
Tveir leikir verða háðir í 1.
deildar keppninni í körfuknatt
leik .' kvöld að Hálogalandi. f
fyrri leiknum mætast ÍR og
fþróttafélag Keflavíkurflug-
vallar, en í síðari leiknum Ár
mann og fslandsmeistarar KR,
en sá leikur ætti að geta orðið
spennandi. Fyrri leikur hefst
kl. 20.15.
og kunnugt er, vann Dukla fyrri
leik liðanna með fimm marka
mun, 25:20, og verður því FH að
sigra í síðari leiknum með sex
marka mun til að komast áfram.
Valsstúlkurnar halda utan í dag,
fimmtudag, og leika gegn a-þýzku
meisturunum í Leipzig á sunnu-
daginn. Alls fara 10 stúlkur utan
Framhald á bls. 12.
Unglingameistara-
mótið í frjálsiþr.
Unglingameistaramót fslands í
frjálsíþróttum innanhúss fer fram
í KR-húsinu sunnudaginn ,20. febr
úar 1966 og hefst kl. 13.00.
Keppt verðui i venjulegum
meistaramótsgreinum. sem eru:
Stangarstökk
Hástökk
Þrístökk án atrennu
Kúluvarp
Hástökk án atrennu
Langstökk án atrennu
Jafnframt fer fram keppni f
stangarstökki tilheyrandi Drengja
meistaramóti fslands 1966, sem
fer fram síðar.
Þátttökutilkynningar berist í
síðasta lagi 19. febrúar til Þórðar
B. Sigurðssonar, c/o Landnám rík
isins, Pósthólf 215.
Hörður Gunnarsson skrifar um Skjaldarglímuna:
Glímt fyrir fullu húsi í Iðnó
Sigtryggur leggur Ingva GuSmundsson. (Tfmamynd GE)
54. Skjaldaglíma Ármanns var
háð í samkomuhúsinu Iðnó í
Reykjavík síðastliðinn sunnudag
13. apríl. Sjö keppendur voru
skráðir til leiks og mættu allir
en einn varð að hætta þátttöku
í fjórðu glímu sinni vegna meiðsla.
Mótið var hið fyrsta, sem haldið
hefur verið eftir endurskoðun
BREZK
knattspyrna
Ensku deildarmeisturun-
um, Manch. Utd., gekk ekki
of vel að yfirbuga Rother-
ham í endurteknum leik úr
4. umferð bikarkeppninnar
en liðin léku aftur saman í
fyrrakvöld á velli Rother-
ham Þegar venjulegum
leiktíma var lokið, var stað
an jöfn, 0:0, en í framleng
in-gu, þegar 4 mín voru eft
ir. tókst Connolly að skora
eina mark leiksins og
ti'yggja Manch. Utd. þar
með sæti í 5. umferðinni,
en í henni leikur liðið gegn
Úlfunum.
Leik Carlisle og Shrews
oury lauk með jafntefli, 1:1
eftir framlengingu.
glímulaganna. Þá voru tvær víta-
byltur dæmdar í glímunni en
slíkt hefur ekki átt sér stað á
glímumóti um árabil. Glímustjóri
var Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, en yfirdómari Þorsteinn
Kristjánsson. Húsið var þéttsetið
áhorfendum, sem fylgdust með
glímum af áhuga og skcmmtu sér
hið hezta.
Mótið setti Hörður Gunnarsson,
formaður Glímudeildar Ármanns,
með stuttri ræðu. Gat hann til-
draga þess, að Skjaldarglíman
færi fram að þessu sinni í Iðnó
en nú munu vera 23 ár frá því
hún var háð þar síðast. Hann
rakti sögu glímunnar og hvar
efnt hefur verið til hennar allt
frá upphafi, árið 1908. Þá minnt-
ist hann gildis drengskapar og
háttprýði glímumanna í leik og
samskiptum við glímubræður sína
og aðra.
Áður en gengið var til glímna
i sjálfri Skjaldaglímunni sýndu
24 drengir úr Glímudeild Ár-
manns undir stjórn kennara síns
Harðar Gunnarss. nokkur glímu-
brögð og glímdu léttilega. Vakti
sýningin athygli áhorfenda og var
vel tekið.
Um Skjaldaglímuna sjálfa má
það segja, að heldur fór hún í
betra lagi fram, glímur yfirleitt
ekki mjög Ijótar, og dómarar
ákveðnari en allajafna áður, að
minnsta kosti hin síðari ár, því
tvíræð úrslit glímna fengu síður
náð fyrir þeirra augum en fyrr.
Má þakka ákveðnari dómum meðal
annars skýrari fyrirmælum um
starfssvið þeirra í hinum endur-
skoðuðu glímulögum, og þó öllu
fremur hinu, að dómararnir virt-
ust gera sér Ijóst þegar í upphafi,
hver ábyrgð var lögð þeim á herð-
ar til þess að skapa þá virðingu
og tilfinningu fyrir starfi glímu-
dómara, sem þeim ber. Mistækist
þeim starfið nú, þegar glímt er
í fyrsta sinni eftir endurskoðuð-
um glímulögum, er óvíst um, hvern
ig framhaldið hefði getað orðið á
komandi glímumótum. Dómararn-
ir komust nokkuð vel frá starfa
sínum yfirleitt, en þó verður að
segja, að enn eimir eftir af gömlu
hræðslunni við það, að einbeitni
í dómum á glímuvelli geti orðið
þeim að aldurtila utan hans, svo
ekki má dæma einn vegna brots
án þess að dæmt sé á annan í
leiðinni. Væntanlega verður það
svo, að í glímudómum í framtíð-
inni verði hverjum ætlað sitt en
einn þurfi ekki að axla annars
byrðar.
Ef ræða skal einstakar glímur
manna ber fyrstan að nefna sig-
urvegarann Sigtrygg Sigurðsson,
KR, sem vann nú Ármannsskjöld-
inn í annað sinn. Hiaut hann 4
vinninga ög 1 víti. Sigtryggur hef
ur oft áður glímt betur og hefði
hann nú í þessari Skjaldarglímu
mátt sýna skemmtiiegri glímur
ekki sízt við Guðmuud Frey Hall-
dórsson, Á. og Ingva Guðmunds-
son, UV, þótt þeirra hlutur hafi
verið lítið betri í þeim glímum.
Sigtryggur hlaut vítabyltu í glímu
smni við Guðmund Frey, sem
einnig var dæmd vítabylta. Mun
sá dómur hafa komið til af því,
að Sigtryggur virtist hafa ýtt með
vinstri hendi læri og mjöðm Guð-
mundar í glímuvöll eftir að hann
hafði komizt í handvörn úr snið-
glímu á lofti hjá Sigtryggi. Voru
þeir þá látnir glíma áfram en
dómari gaf viðvörun. Nokkru
síðar, eftir Ijóta glímu, sem
dómari hafði stöðvað minnst tví-
vegis, nær Sigtryggur réttu klof-
bragði en fylgir fast eftir alveg
niður í gólf, svo hinn kom engri
vörn við. Dómarar þinguðu lengi
um málið en kváðu síðan upp
þann úrskurð, að báðum skyldi
dæmast vítabylta, og munu þá
sennilega hafa haft í huga glímu-
lag þeirra allt, en ekki brotið eitt.
Þá var glíma þeirra Ingva Guð-
mundssonar ekki fögur en stutt.
Sigtryggur átti í nokkrum erfið-
leikum með léttasta mann móts-
ins, Valgeir Halldórsson, Á, sem
tvívegis lét Skjaldarhafann verj-
ast við gólf. Telja verður að
hefði Sigtryggur glímt léttar og
yfirvegað meira glímur sínar og
glímulag myndi hann hafa sigrað
auðveldlegar og með meiri glæsi-
brag en raun varð á. Bæti hann
glímulag sitt og hemji skapið
meir, er ekki að efa, að hann
Framhald á bls. 12.
Sexþraut KR:
Ólafur Guðm.
sigraði í
grindahlaupi
Næstsíðasta greinin, sem keppt
var í á vegum KR-inga í sexþraut-
inni nLmtoguðu, var ekki síður
nýstárleg en fjórða greinin, 25 m
hlaupið. Miðvikudaginn 9 febrúai
fór fram keppni í 65 m grinda-
Framhald á bls. 12.