Tíminn - 18.02.1966, Page 3
FOSTUDAGUR 18. febrúar 1966
TÍMINN
Brezku leikararnir tveir Ric-
hard Burton og Peter 0‘Toole
hafa samþykkt að leika í kvik-
mynd um orrustuna við
Waterloo. Á Burton að
leika Napoleon en 0‘Toole
hertogann af Wellington. Það
verður Dino de Laurentiis, sem
sér um gerð kvikmyndarinnar
og sagði hann nýlega, að leik-
ararnir tveir hefðu ekki enn
skrifað undir samninginn, en
hann hefði fengið loforð þeirra.
Áætlað er að kvikmyndin kosti
um 5 milljónir króna og á
John Huston að sjá um leik-
stjórn myndarinnar, en hann
hefur nýlokið við að stjórna
stórkvikmyndinni Biblían. Hug
myndin er, að orrustunni við
Waterloo verði lýst frá sjón-
armiði Napoleons og hertog-
ans af Wellington.
★
f Ástralíu varð maður nokk-
ur fyrir því að keyra á keng-
úru. Hann stanzaði bílinn og
fór út til þess að huga að
hinu slasaða dýri. Skipti það
engum togum, að þegar hann
kom að dýrinu réðst það að
honum og reif utan af honum
buxumar. Bílstjórinn flýtti sér
sem skjótast inn í bifreið sína
og ók í burtu en kengúran
stökk í hina áttina, og virtist
ekki hafa sakað hið minnsta.
★
Þeir kalla hana „ísfjallið."
En þegar sænska kvikmynda-
leikkonan Anita Ekberg fer í
sólbað, vafin innan í loðfeld,
er það nóg til þess að jafnvel
snjórinn fer að bráðna. Þessi
mynd af Anitu er tekin fyrir
utan skíðahótel það, sem hún
dvelst nú á í svissnesku ölp-
unum, rétt hjá Lausanne. An-
ita og maður hennar, banda-
ríski leikarinn Rik van Nutter,
hafa sótt um svissneskan rík-
isborgararétt og er það fýrsta
skref þeirra til að láta gaml-
an draum rætast. Þá hafa þau
einnig í hyggju, að fá að ætt-
leiða svissneskt stúlkubarn.
Það gerðist i Pittsburgh
fyrir skemmstu, að maður
nokkur, Melvin Sweeney vakn
aði um miðja nótt í íbúð sinni
og var sannfærður um það, að
innbrotsþjófur væri í eld-
húsinu. Hann þreif riffil-
inn sinn og fór inn í eld-
húsið — og afleiðingarnar
áttu eftir að verða miklar.
Sweeney skaut fjórum skot
um inn í dimmt eldhúsið á
skugga, sem hann taldi vera
innbrotsþjófinn.
Fyrsta skotið hæfði hund
fjölskyldunnar, sem lá þar og
svaf í makindum sínum, og
fótbraut hann.
Annað skotið hæfði gas-
leiðslu og næstu tvö skot fóru
í gegn um eldhúsvegginn inn
til nágrannans, brutu þar dýr-
næta könnu og eyðiölgðu mál-
verk.
Eftir allt þetta fór Sweeney
inn í svefnherbergið sitt til
þess að róa konu sína, sem
hafði vaknað við öll ósköpin.
Til þess að reyna að jafna
sig, fékk konan sér sígar-
ettu og gekk út í eldhúsið og
kveikti þar á eldspýtu. Við
það varð auðvitað sprenging
í gasinu, sem hafði lekið úr
sundurskotinni leiðslunni.
Frú Sweeney varð að leggj-
ast á sjúkrahús og fjóra
íbúðir í nágrenninu skemmd-
ust.
Þegar lögreglan kom’á vett-
vang, sagði Sweeney, að hon-
um hefði skjátlazt, enginn inn
brotsþjófur hefði verið í íbúð-
inni.
★
Nýsjálenzki fjallagarpur-
inn Sir Edmund Hillary, sem
árið 1953 kleif Mount Everest,
hefur nú á prjónunum áætl-
anir um það, að byggja skóla
og sjúkrahús 15 kílómetrum
frá Mount Everest. Verður
spítalinn byggður í þorpinu
Khunde, sem liggur 3800
metrum fyrir ofan sjávarmál.
★
— Það tekur sex daga að
fara fótgangandi til næsta spít
ala og ef einhver fótbrotnar
eða verður veikur, deyr hann,
segir Hillary.
Spítalinn mun kosta um
það bil 16000 pund og verður
peningunum safnað á Nýja-
Sjálandi. Sir Edmund hefur
þegar byggt sjö skóla í
námunda við Mount Everest.
it
Nú er brúðka^ipsundirbún-
ingurinn í Hollandi í fullum
gangi, en 10 marz næstkom-
andi verða gefin saman í hjóna
band þau Claus von Amsberg
og Beatrix Hollandsprinsessa.
Nú þegar er lögreglan farin
að gæta staðarins ásamt hund-
um, þar sem vígslan fer fram
og herflugvélar eru að fljúga
yfir svæði það, sem brúðhjón-
in fara um á brúðkaupsdegin-
um, og finnist eitthvað grun-
samlegt á myndunum er lög-
reglan send á staðinn til 'þess
að rannsaka það nánar. En
það eru fleiri en Hollending-
ar, sem undirbúa brúðkaup. í
vor fer fram gifting í Hvíta
húsinu og er það Lucy Baines
Johnson, sem hyggst þá ganga
í hjónaband. Ekki stendur eins
mikið til þar og ætla íorseta
hjónin einungis að hafa mót-
töku fyrir nánustu ættingjana
við það tækifæri.
*
Messina Rosario la Rosa vinn
ur á pósthúsi í Messina og gaf
það starf honum tilefni til þess
að gerg einstakt listaverk úr
meira en 100.000 frímerkjum
hefur hann gert andlitsmynd
af Páli páfa.
★
Hinar miklu frosthörkur í
Skandinavíu undanfarnar vik-
ur hafa skapað mikla örðug-
leika í sambandi við flutninga
á sjó. Þessi mynd gefur góða
hugmynd um hvernig útlitið er
við strendur Svíþjóðar. Skip-
verji á skipi, sem fast er í ísn-
um á Eyrarsundi, horfir á
þýzkt skip reyna að brjótast í
3
Á VÍÐAVANGI
„Listin að foiekkja"
Eftirfarandi grein er tekin
úr MAGNA, myndarlegu blaði
sem Framsóknarfélögin á Akra
nesi gefa út:
„Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur mikla æfingu í blekkingum
og hefur í skjóli öfiugs blaða
kosts komizt ótrúlega langt.
Með síendurteknum fullyrðing
um er fólki talin trú um, að
málin standi öðruvísi en
raunverulega er. Blekkingahjúp
urinn er oft þykkur og giepur
sýn að hinum raunverulega
kjarna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
borið aðalábyrgð á fjármála-
stjórn ríkisins síðan 1959. Á
því tímabili hafa fjárlögin
fimmfaldazt eða farið úr 800
millj. í 4000 millj. kr. þrátt
fyrir mærðarfullar ræður um
sparnað og hagsýslu á hveru
einasta ári. Hækkun þessi er
algert met í óstjórn og eyðslu
semi. Þegar flokkurinn upp-
götvaði á s. 1. ári, að kjós
endur hans voru farnir að
sjá i gegnum blekkingavefinn
á sama hátt og barnið í æv-
intýri Andersens, sem sagði:
„Keisarinn er ekki í neinu“,
þá voru góð ráð dýr. Þessi
rödd gat gripið um sig eins
og í ævintýrinu. Skipt var
i skyndi um fjármálaráðherra
og hafði sá nýi fyrirmæli um
að breyta um aðferð og spila
nýja plötu. Ilelzta breyting
in var fólgin í því að leggja
á sérskatta fram hjá fjár-
lögunum og kalla þar fleiri
ráðherra til ábyrgðar. Dýr-
tíðin heldur svo áfram með
fullum hraða. Skulu hér á
eftir nefnd um þetta nokkur
dæmi.“
„Framhjátakan" varð
161 millj.
Og enn segir í grein Magna:
„Rafmagnsverð í landinu
hækkar um þessar mundir um
30—40% því ríkissjóður hefur
verið látinn létta af sér 35
millj. kr. sem gengið hafa til
rafmagnsveitna ríkisins. Benz
ínverð hækkaði í ársbyrjun
um kr. 1.15 lítirinn, þvi
ríkissjóður felldi niður 47
millj. kr. til vegamála. Ekki
voru fjárlögin Iækkuð um
þessar 82 millj. heldur var
hér um glænýjan skatt á al-
menning að ræða. En þessar
verðhækkanir voru ekki skrif
aðar á reikning fjármálaráð-
herra, heldur Ingólfs Jónsson-
ar, ráðherra.
Samþykkt hefur verið að
sexfalda fasteignamat til
skattlagningar á þessu ári.
Þetta mun afla ríkissjóði um
44 millj. kr. frá þeim, sem
fasteignir eiga. Allt er þetta
gert utan fjárlaga. Þetta á
að skrifa á reikning félagsmála
ráðherra. í fjórða Iagi hefur
verið Iagt hálft prósent gjald
á allan seldan gjaldeyri —
gjaldeyrisskattur, sem gefa
mun 35 millj. kr. og eykst með
gjaldeyrisveltunni. Þetta átti
uppliaflega að vera ferðamanna
skattur en breyttist við með
ferð málsins á Alþingi. Þetta
er skrifað á rcikning viðskipta
málaráðherra.
Þessi fjögur atriði eru tek
in sem dæmi um hina nýju
aðferð við fjáröflun í ríkissjóð.
Teknar eru af þegnunum 161
millj. og kemur upphæðin að
mestu til viðbótar fjárlögum.
Þetta heitir listin að blekkja.
Framhald á bls. 12.