Tíminn - 18.02.1966, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 18. febrúar 1966
TÍMINN
©vt'
wu
ARABÍU LAWRENCE
76
hann áleit að ef þessu yrði uppljóstrað myndi það skaða
agann innan hersins.
Lawrence varð fyrir vonbrigðum í Uxbridge. í styrjöld-
inni átti hann mjög gott með að umgangast óbreytta her-
menn, hann bjóst við þessu sama hér, en raunin varð önn-
ur. Félagarnir voru ruddalegir og kauðskir í hegðun sinni,
klæmskir og subbulegir í hugsunarhætti, og hann átti ekkert
sameiginlegt með þeim. Liðsforingjarnir héldu uppi aga með
stöðugum skömmum og svívirðingum, sem ekki var sparað
þegar nýliðar áttu í hlut. Dvölin þarna varð honum martröð.
Eftir tveggja mánaða þjónustu þarna, var hann sendur til
Farnborough, þar voru stundaðar flugæfingar og þar hafði
flugflotinn Ijósmyndastöðvar. Hann vann þarna aðallega að
framköllun mynda og var farinn að una sér sæmilega, þeg-
ar allt komst upp. 27. desember 1922 kom stór frétt í
„Daily Express“ þess efnis að Lawrence ofursti væri starf-
andi í flughernum og gengi þar undir fölsku nafni. Blaða-
menn þustu á staðinn og stöðin var í umsátursástandi. Yfir-
stjórn flughersins taldi þetta ófært og Lawrence var látinn
fara eftir mánuð, samkvæmt samningnum við Trenchard.
Hann fór nú á milli vina sinna til þess að fá þá til að
styðja sig í því að fá aftur inngöngu í flugherinn, þótt
hegðun hans hefði mátt teljast góð í Farnborough hafði
hann þó látið liðsforingjana finna það, að hann var þeim
mun fremri um gáfur og menntun, Trenchard var ófáan-
legur til þess að ráða hann aftur, nema þá sem liðsforingja
og við það sat.
Lawrence gafst ekki upp, hann fékk sig ráðinn í skrið-
drekadeild hersins. Þá gekk hann undir nafninu T. E. Shaw.
Hann dvaldi í herbúðum við Bovington í Dorset og eftir
nokkra þjálfun var hann settur í birgðastöðvarnar, þar sem
úthlutað var einkennisbúningum. Þetta var rólegt starf,,ogi.
hann hafði góðan tíma til að fást við skriftir. Þarn‘æ'Í1áuk
hann við endurskoðun handritsins að „Sjö súlum vizkunnar“.
Harin þýddi einnig nokkrar franskar skáldsögur fyrir Cape,
til þess að afla sér vasapeninga.
Lawrence fékk nú tækifæri til þess að stunda Þá íþrótt,
sem hann naut framar öðrum. Hann kynntist George Brough
ANTHONY NUTTING
verksmiðjueigenda, sem framleiddi mótorhjól. Lawernce
fékk keypt ódýrt slíkt hjól, sem notuð höfðu verið í aug-
lýsingaskyni og á þeim þeysti hann út um allar jarðir og
fór geyst. Hann heimsótti kunningja sína víða á Englandi
og fór jafnan á hjólinu. Hann naut þess að fara sem hrað-
ast og þegar aðstæður leyfðu fór hann áttatíu til hundrað
mílur á klukkustund.
Hann eignaðist um þetta leyti það eina heimili, sem hann
nokkru sinni átti, það var eyðikofi skammt frá herstöðinni,
sem hann keypti og lagfærði, kofinn nefndist Skýjahæðir.
Þarna kom hann fyrir hvílu, þremur stólum, bókum sínum
og plötuspilara. Hann hafði mikinn áhuga á endurbótum
kofans og lýsti mjög nákvæmlega öllum endurbótum sínum
á kofanum og fyrirkomulagi þar í öllum bréfum, sem hann
skrifaði móður sinni. Þessi kofi varð aðalstöð hans, og þang-
að bauð hann vinum sínum, veitingar voru fábreyttar, hann
þoldi ekki matarlykt og því voru veitingarnar venjulega
dósamatur, sem var etinn beint úr dósunum, þá þurfti ekki
að þvo upp. Það eina sem hann sauð var vatn til tegerðar.
Frú Eric Kennington minntist þess að þvottur tekrúsanna
fór þannig fram að hann setti dollurnar út á stétt og hellti
sjóðandi vatni yfir.
Lawrence beiddist þess af Trenchard að hann tæki sig
aftur í flugherinn, þar sem hann hafði nú gegnt þjónustu
í skriðdrekasveitunum í eitt ár. Þótt honum liði sæmilega
í Bovington þá þráði hann alltaf flugherinn, þetta kemur
fram í bréfum hans til Hogarths, hann segist fyllast heim-
þrá þegar hann sjái flugsveitarmenn.
Trenchard varð ekki hnikað. Flugmálaráðherrann, Thomson
hafði mælst til þess að Lawrence skrásetti sögu flughers-
ins og Lawrence samþykkti það með því skilyrði að hann
fengi þá inngöngu í herinn, en það fékkst ekki samþykkt.
Lawrence reyndi þá aðra aðferð. Hann hafði nýlega kynnst
John Buchan rithöfundi, sem seinna varð landstjóri í Kanada,
þá Tweédsmuir lávarður. Buehan var mikill vinur Stanleys
Baldwin, sem varð forsætisráðherra eftir ósígur brezka verka-
mannaflokksins 1924. Hann var einnig góðvinur Garnetts.
Lawrence bað nú Buchan að flytja mál sitt og skrifaði jafn-
framt til Garnett: „Ég duga ekki til neins, ég ætla að kveðja
C The New Amerlcan Llbrarv
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
ANNE MAYBURY
til byrjar að rigna. Veiztu, Myra,
að mig langar til að tala við þig
um Kanada.
— Já, ekkert hef ég á móti
því, sagði hún fegin yfir að hann
breytti um viðræðuefni.
— Ég hef oft hugsað um að
flytjast þangað. Ég held að Kan-
ada sé alveg að mínu skapi. Fal-
legar borgir, tignarlegt landslag.
Dýrlegt að fara á skíði og skauta
á veturna og baða sig á sumrin
— sumrin hér eru ekki nógu heit,
finnst mér.
— Já, ef þú færir til Montreal
eða Toronto myndirðu fá að kynn
ast ærlegum sumarhitum. Hún hló.
— Ætli ég gæti fengi atvinnu
þar. Samkeppnin í auglýsinga-
bransanum er hörð.
— Það er skrítið, sagði Vonnie,
að fólk heldur alltaf að^ það sé
betra annars staðar. Ég vildi
gjarnan búa í London alla mína
ævi. Það er eitthvað heillandi við
þessa borg — á allt annan hátt
en New York. Það er andrúms-
loftið, sem er örvandi. Allar þess-
ar eldgömlu hefðir og venjur og
svo allt það fræga fólk, sem er
hér að staðaldri og á ferðalögum.
Og auk þess er England svo ná-
lægt meginlandinu. Hún þagnaði
og bætti við:
— Mér þætti fróðlegt að vita,
hvernig Fenella mundi una sér í
Kanada.
— Fenella — át hann upp eftir
henni.
— Já —þú og hún. — Nei
þetta hefði ég víst ekki átt að
segja. Fyrirgefðu mér, en
ég hélt. ..
Fari ég til Kanada fer ég
einn . . .
— En ég hélt — ég á við —
Hún þagnaði, stórhneyksluð á
framhleypni sinni. — Ég hef víst
misskilið allt. Ég bið þig innilega
afsökunar.
— Það er allt í lagi, sagði hann
rólega. — En ég ætti kannski að
útskýra fyrir þér, hvernig landið
liggur. Fenella og ég höfum
þekkst í tvö ár. Við erum vinir,
það er allt og sumt. Það er akkúr-
at ekkert annað né meira á milli
okkar.
Hann brosti við og leit aftur
undan.
Vonnie tók strá og tuggði. Það
var ekki meira að tala um. Ralph
hafði sagt sína meiningu, stuttara-
lega og ákveðið — en það sem
hann sagði var ósatt Það var hún
viss um. Hún var sannfærð um,
að einhvern tíma hefði verið ann
að og meira milli þeirra en venju-
legur kunningsskapur. Hún mundi
augnaráð þeirra og þá spennu,
sem oft virtist vera á milli þeirra.
Hvers vegna hafði Ralph sagt
henni ósatt? Var hann hræddur
um. að Fenella mundi ekki sleppa
honum? Var það þess vegna, sem
hann spurði um Kanada. Ralph
var veiklundaðri en Fenella og
eina leiðin til að slíta sig alveg
lausan frá henni var að fara úr
landi. Til Parísar eða Rómar
mundi Fenella elta hann. Hún var ,
gáfuð, en skorti þekkingu og í!
hennar augum var Kanada langt |
fyrir utan alla siðmenningu. Ef
Ralph vildi komast í burtu var
það ákjósanlegur staður.
En var það Fenella, eða eitt-
hvað annað, sem hann vildi flýja?
Eitthvað, sem gaf honum ekki
frið? Morð ..
— Veiztu, Ralph beygði sig )
áfram og horfði athugandi á hana
— það var Fenella, sem fann j
málverkið af þér innan um stafla'
af gömlum myndum í vinnustof-
unni. Hún sagði, að þú hefðir
verið miklu laglegri en hún, þeg-
ar þið voruð börn og þess vegna
var henni í nöp við þig. Hún
hafði eiginlega gleymt, hvernig
þú leizt út og þegar við skoðuðum
myndina vakti hún athygli mína
á augunum, svo sérkennilega fjólu
blá. En ég sé, að það er ekki
rétt. Þau eru gullbrún.
Vonnie krosslagði hendurnar.
— Joss frænda hefur kannski þótt
fallegra og fara betur á að hafa
mig með fjólublá augu, heldur en
gullbrún, eins og þú kallar það.
Hún reyndi að vera létt og örugg
í máli, vogaði ekki að mæta sak-
leysislegu, spyrjandi augnaráði
Ralphs. — Hann hefur sjálfsagt
fegrað mig heilmikið.
— Hann segist alltaf hafa lagt
sig fram um að málverk yrði
eins líkt fyrirmyndinni og hann
gat. Það er gamaldags, segir hann.
En meðan hann fékkst við að
mála hafði hann þessa reglu. Og
hann varð bæði vinsæll og eftir-
sóttur vegna þess.
Þau heyrðu þrumur í fjarska.
Vonnie horfði kvíðandi til lofts.
— Þú verður að leyfa mér að
sýna þér dálítið um borgina,
sagði Ralph. Þú verður að kynn-
ast London meðan þú ert hér.
— Þökk. Kannski gætum við —
sagði hún gætilega. — Svo spurði
hún snögglega: — Hvar er Fen-
ella?
— Hún er í kvennaboði, svar-
aði hann kæruleysislega.
Vonnie varð litið upp og sá
Rhodu standa við gluggann og
stara út og hún hugleiddi, hversu
lengi Rhoda hefði verið þar og
horft á þau.
Allir njósna hver um annan,
hugsaði hún. Það er eins og all-
ir vantreysti öllum. Kannski var
það óhjákvæmilegt, þar sem morð
______________________________n
hafði verið framið í húsinu og
morðinginn var enn ófundinn.
Hún færði sig til og leit aftur
til lofts.
— Ég held það sé byrjað að
rigna.
— Það tekur nokkra stund áð-
ur en það hefst fyrir alvöru.
Vertu róleg. Auk þess finnst mér
gaman að tala við þig Myra.
Vonnie starði á dökk skýin
hrannast upp á himininn og virt-
ust kynleg andstæða við beinvax-
in tré, þar sem ekki bærðist lauf
blað.
— Ralph.
— Já.
— Hvað heldur þú um morðið
á Felix frænda?
Hún fann, að hann langaði ekki
að tala um það. En eftir stutta
þögn svaraði hann rólega.
— Ég er á sömu skoðun og lög-
reglan — en Fenella samþykkir
ekki þá skoðun að koníakið
hafi verið ætlað Joss.
— Og að einhver utanaðkom-
andi sé hinn seki?
— Auðvitað.
— Hún mótmælti allt í
einu ákaft.
— En enginn, sem stóð hon-
um nálægt mundi gera svo hræði-
legt. Allir eru í uppnámi yfir því,
sem gerzt hefur. Hann — vekur
samúð og virðingu, hvort sem
manni er það Ijúft eða leitt —
ÚTVARPIÐ
Föstodagur 18. febrúar.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
| isútvarp.
13.15 Lesin
!dagskrá
næstu viku. 13.30 Við vinnuna:
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
sitjum. Sigriður Thorlacius les
skáldsöguna „Þei. hann hlust-
ar“ eftir Sumner Locket Eiliot.
15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð-
degisútvarp. 17.00 Fréttir 17.05 I
veldi hl.iómanna. Jón Örn Marin
ósson kynnir sígilda tónlist fyrir
ungt fólk. 18.00 Sannar sögur
frá liðnum öldum. Sverrir Hólm
arss. les sögu Elfráðs Englands-
sonungs og Danina, 19.30 Fréttir
20.00 Kvöldvaka 21.30 Útvarps
sagan: „Dagurinn og nóttin- eft
ir Johan Bojer þýðingu Jó-
hannesar Guðmundssonar rijört
ur Pálsson les ,3) 22.00 Fréttir
og veðurfregnir Lestur Passiu-
sálma (10) 22.20 Islenzkt mál. Jón
Aðalsteinn Jónsson cand. mag.
flytur. 22.40 Næturhljómleikar.
23.40 Dagskrárlok
Laugardagur 19. febrúar.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis
j útvarp.
13.00 Óskalög
sjúklinga.
Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn
ir iögin. 14.30 í vikulokin. þáttur
undir stjórn Jónasar Jónassonar.
16.00 Veðurfregnir. 16.05 Þetta
vil ég heyra. Auður Guðmunus-
dóttir velur sér hljómplötur. 17.
00 Fréttir. Á nótum æskunnar.
Jón Þór Hannesson og Pétur
Steingrímsson kynna létt lög. 17.
35 Tómstundaþáttur barna og
unglinga. Jón Pálsson flytur. 18.00
Útvarpssaga barnanna: „Flótt.inn“
eftir Constance Savery. Rúna
Gísladóttir les þýðingu sína >3)
18.20 Veðurfregnir. 18.30 Söngvar
í léttum tón. 19.30 Fréttir. 20.00
Hlerað hér og hvar. Björg Inga
dóttir og Jón Sigurðsson skjótast
milli húsa í Reykjavík og Kópa-
vogi — í leit að blönduðu efni i
þorralokin. 20.50 Leikrit: ,,Heim
sókn, til iftillar stjörnu" eftir
Gore Vidal. Leikstjóri: Gísli Hall-
dórsson. 22.00 Fréttir og veður
fregnir. Lestur Passíusálma :ll).
22.20 Góud3ns útvarpsins. 01.00
Dagskrárlok.