Tíminn - 27.02.1966, Page 9
SUNNUDAGUR 27. febrúar 1966
TÍMINN
9
Snjóa- og frostaveíur
„Ofan gefur snjó á snjó, snjó-
um vefur flóató.“ Þessa vísu
mega þeir sannarlega raula á
Norður- og Austurlandi um þess
ar mundir. Þar er nú fannfergi
eins og mest verður, og flestir
vegir ófærir. Bæir og sveitir
falla allt í einu í gamalkunna
einangrun. Þó tengir síminn
menn enn saman. Austur
í Fljótsdal þykjast gamlir bænd-
ur vart muna meiri fönn í hálfa
öld. Norður í Aðaldal féll 30
sm. snjólag í logni á fimmtu-
daginn. Á þessum slóðum er
allur fénaður á fullri gjöf. Aust-
firðingar hafa ekki enn fengið
allt það hey, sem þeim var heit-
ið. Hvernig reiðir þeim bænd-
um af, sem sitja í snjókví með
Frá setningu búnaðarþings. Þorsteinn Sigurðsson í ræðustóli. Nokkrir fulltrúar til vinstri.
MENN OG MÁLEFNI
fénað án heyja til vors, munu
ýmsir spyrja og hugsa til sein-
lætis og fyrirhyggjuleysis stjórn
valda á s.l. sumri um heykaup
handa óþurrkasvæðunum.
Hér sunnan lands er svipur-
inn annar, þó að engin
blíða ríki. Þar er snjólaust í
brúnir upp, en hörð frost herja
nakta jörð. Fullvíst er, að frost
stendur nú þegar óvenjulega
djúpt í jörð þar, og ýmsir kvíða
afleiðingunum á komandi vori
og óttast kal og frostdauða í
ræktaðri fórð.
Dýrt fóðurkorn.
Biínaðarþing kom saman í s.l.
viku. Það mun fjalla um mörg
vandamál landbúnaðarins. Eitt
fvrsta málið, sem þar hefur bor-
ið á góma að þessu sinni, eru
fóðurbætiskaup bænda. Komið
hefur í Ijós, og oft verið um
rætt áður, að íslenzkir bændur
eiga mjög óhagstæðum kjörum
að sæta í kaupum á innfluttu
fóðurkorni, sem flutt er inn
sekkjað og malað en blandað
í fiksimjöl hér. Fóðurkomsinn-
flutningur er enn leyfisbundinn,
þrátt fyrir allt tal ríkisstjórnar-
innar um verzlunarfrelsi, og
bændur fá ekki að sæta tilboð-
um, sem nema allt að 1.500.00
kr. lægra verði á smálest en nú
er keypt. Er það harla fróðlegt
til samanburðar við ýmsar aðr-
ar gerðir og kenningar stjórn-
arinnar um samkeppni til verð-
lækkunar.
En kjami þessa vandamáls er
sá, að við ráðum ekki enn yfir
þeirri tækni við fóðurkorns-
flutninga, sem nágrannaþjóðir
hafa þegar aflað sér og reynzt
hefur drýgst til verðlækkunar
— að flytja kornið í tankskip-
um beint frá framleiðslusvæð-
um og losa hér í geyma til möl-
unar og blöndunar, Talið er, að
slík tækni mundi spara allt að
70 millj. á ári við fóðurkorns-
kaupin. Næsta brýnt er nú að
koma upp kornhöfnum á tveim-
ur stöðum á landinu og eign-
ast kornflutningaskip.
Að sækja sér afsökun
til Moskvu.
Valdamikill ritari Reykjavík-
urbréfs 1 Morgunblaðinu sakaði
Tímann um það s.l. sunnudag
að afsaka dómsofsóknir rúss-
neskra valdahafa á hendur rúss
neskum rithöfundum með þvi
að gagnrýna vaxandi pólitíska
hlutdrægni íslenzkra valda-
manna í garð ungra, íslenzkra
ádeiluhöfunda. Taldi bréfritar-
inn, að þetta „væri mjög til
þess lagað að rugla menn í skiln
ingi á því, sem væri að gerast
austur í Moskvu,“ og bætti við,
að „hugsunarháttur þess, sem
svo skrifaði, væri meira en lít-
ið brenglaður . . . Til lýðræðis-
sinna yrði að gera aðrar kröf-
ur.“
Hýðingar í skjóli
gálgans
1 þessum ályktunum og ásök-
unum birtist gamalkunn íhalds-
siðfræði og fangaráð þeirra aft-
urhaldsmanna, sem hafa lýðræð-
ið á vörunum en einræðisblóð
í hjartanu. Þeir réttlæta eigin
misgerðir og brot á lýðræðis-
hugsjónum með stórafbrotum
annarra. Þeir fremja pólitískar
hýðingar í skjóli gálgans og
segja svo að ekki megi minnast
á þær, af þvi að þær séu svo
miklir smámunir miðað við stór
glæpi einræðisins austur í
Rússlandi. Þeir telja sig sannar
lýðræðishetjur, þó að þeir brjóti
ofurlítið af sér, af því að það
er ekki eins hraksmánarlegt og
austur í Rússlandi. Þetta er
sams konar siðfræði og að telja
þúsund króna þjóf saklausan
aí því að til eru þeir, sem stela
hundrað þúsundum.
En lítið er lýðræðisgeð þess
guma, sem metur lýðræðisþjón-
ustu sína þannig á mælikvarða
austan úr Moskvu. Bréfritarinn
segir: „En til lýðræðissinna verð
ur að gera aðrar kröfur.“ Það
er einmitt mergurinn málsins.
Sannur lýðræðissinni, og þó
fyrst og fremst lýðræðisstjórn-
andi, verður að gera aðrar kröf-
ur til sín en Moskvumanna. og
lýðræðisþjóð hlýtur líka að gera
það. Þess vegna gagnrýnum við
harðlega hér ýmislegt það, sem
varla þætti tiltökumál austur í
. Moskvu og bendum á hinn
Ihættulega skyldleika við það,
en réttlætum ekki breytni okk-
ar með því, að aðrir hagi sér
miklu verr. Sá maður, sem ber
sig með þeim hætti saman við
Moskvumenn, setur sig á bekk
með þeim, og lýðræðismat hans
er með þeim hætti, að honum
er ekki trúandi til að vera for-
sætisráðherra í íslenzku lýð-
veldi. Hann hæfir miklu betur
austur í Kreml eða suður í
Portugal.
íslendingar hljóta að afbiðja
sér forsætisráðherra, sem heimt
ar að fá að stunda pólitískar
hýðingar í friði í skjóli gálga
Stalíns í Moskvu.
Hið rétta lýðræðismat í þess-
um málum er á Þá lund að
fordæma harðlega pólitískar of-
sóknir og gerræði austur í
Moskvu og láta það um leið
verða okkur sjálfum áminningu
og kenningu um það að forð-
ast sem heitan eldinn allan gróð-
ur af sama sæði. Forsætisráð-
herrann segir hins vegar: Hvað
eruð þið að tala um smábrest-
ina mína? Sjáið þið ekki, hvað
ég er hátt hafinn yfir Rússa?
„Þjóðarsmán44
En sama dagseintak Morgun-
balðsins og flytur Reykjavíkur-
bréf forsætisráðherrans ber það
með sér, að hann hefði mátt
höggva sér nær í herferð sinni
gegn hinum „brenglaða hugs-
unarhætti“ í þágu Rússa. í
spjalli Sigurðar A. Magnússonar
um úthlutun listamannalauna í
Lesbók Morgunblaðsins hinn
sama umvöndunardag Bjarna
segir m.a. svo:
„Á undanförnum árum hefur
hið pólitíska gerræði orðið æ
freklegra, og má segja, að keyrt
hafi um þverbak í ár. Nú blasti
það sem sé við öllum landslýð,
vegna þess að tveir ungir höf-
undar, þeir Jóhannes Helgi og
Ingimar Erlendur Sigurðsson,
höfðu sent frá sér stór skáld-
verk fyrir jólin þar sem óvægi-
lega var veitzt að íslenzku þjóð-
félagi samtímans og nokkrum
máttarstólpum þess. Þó bæði
þessi verk væru stórgölluð, eink
anlega þó Borgarlíf, voru þau
mun mikilsverðara framlag til
íslenzkra bókmennta en obbinn
af þeim vaðli, sem árlega er
launaður af almannafé, og báðir
höfðu þessir höfundar áður sent
frá sér athyglisverðar bækur.
Hér virðist thlutunarnefndin
kinnroðalaust hafa fetað 1 fót-
spor þeirra sovézku menningar-
forkólfa, sem með ýmsum hætti
hafa ofsótt þarlenda rithöfunda,
ef þeir hafa farið út af opin-
berri réttlínu í skrifum sínum.“
Og fyrr í greininni hafði Sig-
urður sagt: „Þessum þætti út-
hlutunarinnar ber meirihluti
nefndarinnar fulla ábyrgð á,
og verður honum ekki nógsam-
lega mótmælt, því hann er þjóð
arsmán.“
Hér virðist tekið svo djúpt í
árinni um samanburðinn við
Rússa, að varla muni forsætis
ráðberranum duga minna en
tvö Reykjavíkurbréf til þess að
leiðrétta hinn „brenglaða hugs-
unarhátt“ þessa manns, miðað
við þá ádrepu, sem honum þótti
nauðsynlegt að tileinka Tíman-
um. Eru slíkar bréfaskriftir auð
vitað forsætisráðherranum ill-
ar frátafir í miklum önnum við
pólitískar hýðingar ungra
ádeiluhöfunda í skjóli rússneska
gálgans.
Álbarónar á
undanhaldi
Ofstækisbarátta ríkisstjóm
arinnnar og álbaróna hennar
fyrir því að koma hér upp er-
lendri álbræðlsu á kostnað is-
lenzkra atvinnuvega tekur nú
á sig æ skýrari myndir nauð-
varnar ills málstaðar á undan-
haldk Játningarnar um hinn
eina og sanna tilgang flestra
stjórnarathafna um þessar
mundir verða æ fleiri. Um
áramótin jók stjómin enn fjár-
frystingu og hækkaði vexti. Hún
sagði, að þetta væru vopn gegn
verðbólgunni. En reynsla síð-
ustu ára gerði hana að athlægi
fyrir þau orð. Síðan hafa bæði
forsætisráðherra og Alþýðu-
blaðið játað, að þessi gömlu
íhaldsráð hafi reynzt gagnlítil
hér. Jafngilti það játningu um,
að tilgangurinn hefði verið all-
ur annar, sem sé sá að hefta
uppbyggingu íslenzkra atvinnu-
vega og framkvæmdamanna,
svo að svigrúm yrði betra fyr-
ir erlendan auðhring, sem þyrfti
á vinnuafli að halda. Nú hefur
Jóhann Hafstein játað til viðbót-
ar, að nægi þetta ekki verði
skornar niður opinberar fram-
kvæmdir, bygging gatna, skóla,
sjúkrahúsa, vega, brúa og hafna.
Þetta er þó einmitt það, sem
þjóðina vantar einna mest. En
hverju skiptir það? Þannig er
tangarsókn álbarónanna yfirlýst
á hendur íslenzkum atvinnuveg-
um og framtaki. Fyrir þetta hef-
ur álstjómin auðvitað hlotið
þungan áfellisdóm.
Nýtt flóttavígi
Síðustu dagana hafa álbarón-
ar síðan hörfað í alveg nýtt
flóttavígi og reyna að búast það-
an til endursóknar.
Fyrir jólin þóttist stjórnin
leggja á borðið útreikninga af
þeim hag, sem af því væri að
leyfa hér erlenda álbræðslu sam
hliða Búrfellsvirkjun. Sá hagur
var þó augljóslega lítill eða
enginn, en álbarónar héldu, að
þetta mundi namt duga til að
koma málinu fram. Nú hafa þeir
uppgötvað, að þjóðin verður
þessu því andstæðari sem hún
kynnist málavöxtum og samn-
ingskjörum betur. Hinn 4. maí
í vor sagði Ingólfur Jónsson á
Alþingi:
„Lítið eitt dýrari yrði rafork-
an fyrstu árin eftir að stórvirkj-
un yrði gerð, ef það yrði án
alúmínverksmiðju, á meðan ver-
ið væri að byggja markaðinn
upp.“
Þetta var mat tjómarinnar
þá og talið að mundi duga til
þess að tryggja málinu fram-
gang. Rafmagnið yrði aðeins
„lítið eitt dýrara“ án alvers. Nú
sér álstjórnin hins vegar, að
nýrra og betri gyllinga þarf við,
ef ffiálið á ekki að tapast. Þá er
annar ráðherra, Jóhann Haf-
stein sendur fram með nýja og
allt aðra „útreikninga“ þar sem
peningahagur af álbræðslu er
sýndur nokkru meiri en áður,
og er þessu nú veifað framan
í þjóðina úr þessu nýja flótta-
vígi álbaróna. En falsanirnar og
skrumið skín nú út úr þessu
augljósar en fyrr. Hér má nefna
þrjú dæmi:
1. Jóhann reiknar með
óbreyttu verðlagi og dýrtíð ekki
aðeins allan byggingartímann,
heldur allt til 1985, en allan
þann tíma er rafmagnsverðið til
álbræðslu fastbundið, hvað sem
verðbólgan geysist hátt.
2. Jóhann álbarón tekur þann
hluta af skattgreiðslum álverk-
smiðju, sem Alþjóðabankinn
krafðist að rynni til orkuvers-
ins sem uppbót á rafmagnsverð
álversins, með rafverðinu til ál-
verksmiðjunnar og gerir það
þannig hærra en það er í raun
og veru.
3. Jóhann gerir sér hægt um
hönd og reiknar rafmagnsverð
tslendinga frá Búrfellsvirkjun
án álvers þannig, að engin nýt-
ing yrði á afgangsorkunni og
hún yrði alveg verðlaus langan
tíma. En allir vita, að þegar ný
stórvirkjun er komin, munu
koma til ýmis ný fyrirtæki, sem
kaupa mundu hluta af afgangs-
orkunni
Þetta eru aðeins ofurlítU sýn-
ishorn af þeim falsskotum, sem
álbarónai senda nú úr síðasta
blekkingavíghreiðri sínu eftir
frægðarlitla uppgjöf á fyxri vig-
stöðvum.