Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 9
MtlÐJUDAGUR 1. marz 1966 TIMINN Og þá var þa3 Gullna hliðið einu sinni enn.— Hvað snýr að undirrituðum var það að nokkru leyti í fyrsta sinn, í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld ið. Þar var ég sennilega meðal þeirra fáu ,sem höfðu ekki fyrr séð Gullna hliðið á sviði. Skal því strax játað að mér er nokkuð örðugt um vik að skrifa um þessa sýningu því eðlilegt og naiuðsyn legt má teljast að fjallað sé um hana með hliðsjón af þeirri hefð sem verkið hefur áunnið sér í Þjóðleikhúsinu, Iðnó og víðar. Eittihvað af gömlu andrúmslofti verksins hefur þó síazt inní mig gegmtm útvarpið, eins og flesta aðra landsmenn, og þær hugmynd ir urðu sizt til að gera flutning Þjóðleikhússins ánægjulegri. Sá Ijómi secn staðið hefur af Gullna hliðinu varð ekki numinn á þess ari sýningu. Má kannski orða það svo að gyllingin hafi dottið af þvi Samt hygg ég að Gullna hliðið hafi áður verið flutt þannig að leikurinn verðskuldaði hrifningu. Mig rekur minni til þess að rödd Lárusar Pálssonar kitlaði _ hlustir manns þegar hann lék Óvininn, þannig að hrollur fór um mann, og þó gat maður ekki að sér gert að vorkenna djöfsa. Ég man líka, að Kerlingin ávann sér hug og hjarta þeirra sem hlýddu þeg ar Arndís Bjömsdóttir fór með hlutverkið. Hvorugt gerðist að þessu sinni, a.m.k. ekki hvað mig snertir. Og hvernig sem á því stendur, þá féll Gullna hliðið í Þjóðleikhúsinu að þessu sinni þótt ágætum leikurum væri teflt fram, bæði í þessum hlutverkum og öðrum sem máli skipta. Aðeins í þriðja þætti lyftist það ögn, og þau áhrif hjöðnuðu niður að mestu áður en sál Jóns bónda var kominn innfyrir. Hvað veldur? — Hér bæri kannski fyrst að spyrja, hvað olli því að Gullna hliðið var fyrrum hafið til vegs og virðingar? Svarið hef ég ekki á reiðúm höndum, en mig grun ar að leikfólkið sem það gerði hafi skilið Davið Stefánsson og verk hans alveg sérstökum skiln ingi sem verður ekki vakinn til lífsins. Þess munu fá dæmi að íslenzk skáld hafi hlotið aðdáun samtíðarmanna á borð við hann: og er' mér næst að halda að í krafti þess skilnings, ástar og virðingar, hafi ieikfólkinu tekizt að hefja Gullna hliðið. Þá er und arlegt til þess að vita að Lárusi Pálssyni skyldi ekki takast að blása lifi í þessa sýningu. svo mjög sem hann hefur komið við sögu verksins. Þó sýndi Lárus enn að nokkru hve hann er inn- lifaður í skáldskap Davíðs, þar á ég við flutning hans á prologus. Sá fliutningur var laus við öfga- kennda leikræna tilburði og þær hvimleiðu dýfur sem einkenna mest af ljóðalestri íslendinga, og nálgaðist þannig einfaldleik óbund ins máls, án þess að hrynjandhi færi forgörðum. Tónlist Páls ís- ólfssoar brást heldur ekki, flutn ingur hljómsveitarinnar undir stjórn Bodháns Wodiczko, það var Gullna hliðið sem brást í höndum leikaranna. Og ekki fæ ég séð að það sé neinn velgjöm ingur við hina ágætu leikkonu, Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, að fá henni hlutverk Kerlingar, svo mjög virðist það fjarstætt þeim glæsilegu heimskonum sem Guð- björgu lætur hvað bezt að leika. Með því er ég ekki að gefa í skyn að hæfileikasvið Guðbjarg ar sé þröngt. Hitt er mér nær að halda, að hin einfalda þráa Kerl ing sem brýtur lögmál himnarik is (og helvítis) sé eitt af þeim hlutverkum sem kemur þar sízt til greina. Þá hlýtur samanburð urinn við Arndísi Bjömsdóttur að verða óhagstæður, og ekki vænkast óvinurinn í mínum eyrum við samanburðinn á með- ferð Gunnars JEyjólfssonar nú og Lárusar Pálssonar fyrr. Þá minnti djöfsi einhvernveginn and Rúrik Haraldsson sem Jón. Gunnar Eyjólfsson og Guðbjörg Þor bjarnardóttir í hlutverkum sinum. kannalega á Pétur Gaut. Þetta er ekki sagt af illkvittni, heldur til að benda á óheppilegan saman- burð sem kann að hafa orðið til þess að ég hafi vanmetið frammi stöðu Gunnars íremur en skyldi. Þá fannst mér rödd Jóns bónda ógreinileg og niðurbæld um of meðan sálin var í skjóðuni. Áheyrandinn verður að nema orð in þótt röddin sé bæld að nokkru. En Rúrik Haraldsson kom vel fyrir í gervi Jóns á tröppunum við hliðið. Af þeim mörgu leikurum sem hér koma við sögu þykir mér hlýða að nefna Önnu Guðmunds dóttur sem lék Vilborgu grasa- konu í fyrsta þætti og Herdísi Þorvaldsdóttur er kom fram í öðrum þætti sem frilla Jóns. Þessum hlutverkum var vel til skila haldið þótt hvorug megnaði að svipta burt þeim drunga sem hvíldi yfir leiknum. Var þess og sízt von af Herdísi þar sem hlut- verk hennar er örstutt. Með til- komu Róberts Arnfinnssonar (sveitunga Jóns). Valdimars Helgasonar og Nínu Sveinsdóttur (foreldra Kerlingar) og Valdi- mars Lárussonar (prestsins) i þriðja þætti var einsog þessi drungi hyrfi um stund og leikur inn nálgaðist það „naívitet" sem ég geri ráð fyrir að verkið þurfi á að halda. Sá barnalegi og gamansami tónn entist þó ekki ÞjóðEeikhúsio: ilLLNA H LiDaÐ eftir DavíS Stefánsson — tónlist: Páll ísólfsson — leikstjóri: Lárus Pálsson — leikmyndir: Lár- us Ingólfsson — hljómsveitarstiórn: Bodhan Wodiczko. ________________________9 til lykta, en Valur Gíslason, hag- vanur í hlutverki Lykla-Péturs, átti drýgstan þatt i því að bjarga því sem bjargað varð eftir að komið var að hliðinu. Jón Sigur björnsson lék Pál postula, gervi hans var frábært og flutningur- inn heldur viðkunnanlegur. Búningateikningar Lárusar lng ólfssonar þóttu mér yfirleitt góð- ar en leikmyndirnar kunni ég ekki að meta nema landareign himnaföðurins í byrjun þriðja þáttar. Sú mynd undirstrikaði kímni leiksins á einkar viðfeldinn hátt. Hliðið var ofviða og gylling in innifyrir úr hófi. Sé farið úti smáatriði má benda á að geisla baugurinn um höfuð Maríu rann saman við gylltan bakgrunninn í lokasenunni, lítil en greinileg skerðing á myndrænu gildi. Ljós j um var haglega beitt, einkum í I fyrsta þætti, en baðstofuhornið var snubbótt. Það væri fróðlegt að vita hvað komið hefði útúr Gullna hliðinu ef viðkomandi hefðu söðlað um, túlkað verkið frá nýjum sjónar- hóli um leið og mannaskipti urðu í helztu hlutverkum, en eins og nú er á haldið í Þjóðleilchúsinu i virðist mér Gullna hliðið hefði betur fengið að hvíla í friði. Baldur Óskarsson. Sinfóníu- tónkikar Sinfóníuhljómsveit íslands, og söngfólk hafa haft umsvifa- miklu starfi að gegna síðustu vikurnar eftir að hafa flutt 9. sinfóniu Beethovens 5 sinnum fyrir þéttskipuðu húsi, með ágætis árangri og við mikinn á huga hlustenda. — Það má því segja að á fimmtudagstónleik- unum síðustu væri starfsemin komin aftur í sitt fyrra og eðlilega horf, þótt rólegheitin yrðu kannske heldur mikil. — Efnisskráin var helguð Hayd’i — Beethoven og Mozart, ágæt verk ef undan er skilið Diverti mentó „Bergmál" eftir Haydn þr sem Hljómsveit Tónlistar- skólans flutti „Bergmálið" Unga fólkið stóð mjög vel fyrir sínu, en það eldra lagði sig ekki eins vel fram, þrátt fyrir „sjálfspilandi“ eiginleika verks ins, þess utan sem þetta verk er óvenju gisin og hversdagsleg tónsmíð. — Konsert fyrir píanó fiðlu, cello og hljómsveit, er sérlega aðlaðandi og falleg mús ik með óvenjulega sóló-hljóð- færaskipan þar sem píanóið er eins og kryddið í verkinu. Þeir Árni Kristjánsson, Björn Ólafs son og Einar Vigfússon, fluttu þetta verk með aðstoð hiióm- sveitarinnar. Innbyrðis var leik ur þeirra þremenninganna vel samstilltur og i fyrsta og öðruin þætti verksins var um að ræða fallegan samleik og litríkar tón línur. — í þriðja þættmum slaknaði aftur nokkuð a því trausta samspili, sem að öðru leyti var hin styrka stoð í leik þeirra. — Síðasta verkið a eín isskránni var svo Es-dúr sin- fónían eftir Mozart. Stjórn- andinn Bodan Wodiczko, fyllti þetta indæla verk af lífi og reisn, sem óx með því og náði hámarki í lokaþættinum. Wod- iczko, hélt vel í alla þræði og kom í mörgu á óvart me'ð fast mótuðu hraðavali og snerpu. Þá var og ánægjulegt að heyra Beethovenkonsertin fluttan hér. í fyrsta sinni. Stjórnanda og einleikurum var mjög vel fagn að. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.