Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. marz 1966 TÍMINN 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benedflctsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiSslusími 12323. Auglýsingasími 19523. ASrar skrifstofur, sáni 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f. Lýsa „sérstökum óttau við erlend stórumsvif Samþyfckt sú, sem frystihúsaeigendur gerðu á fundi Sfflam fyrir helgina, mun vekja óskipta athygli, ekki sfz± sá kafli hennar, sem fjallar um viðhorf til erlendr- ar stóriðju hér á landi, en þar segir: „Með tilliti til þeirrar aðstöðu, sem útflutningsiðnað- ur landsmanna hefur með samkeppni á eriendum mark- aði, lýsir fundurinn yfir sérstökum ótta við ráðgerðar stórframkvæmdir útlendinga í landinu, á sama tíma sem landsmenn ráðast í stærri og meiri raforkuframkvæmdir en nokkru sinni fyrr. Mikilvægt er, að stórframkvæmd- um á ýmsum sviðum verði hagað með þeim hætti, að ekki verði aukið á spennu vinnumarkaðsins, eða efnt til óeðlilegrar samkeppni við sjávarútveg og fiskiðnað tim íslenzkt vinnuafl, og er eindregið hvatt til þess, að gerð- ar verði ráðstafanir til að afstýra slíkri þróun og forða þar með fyrirsjáanlegum vandræðum í útflutningsfram- leiðslunni af þeim sökum’’. Hér tala fulltrúar þess atvinnuvegar og íslenzks iðn- aðar, sem vinnur að meginhluta þeirrar útflutningsvöru, sem gjaldeyris- og viðskiptaafkoma landsmanna byggist á, og býr þessar vörur í hendur erlendum kaupendilm. Að þrengja mjög að þessum atvinnuvegi með rekstrar- fjár- og vinnuaflsskorti er að skera niður mjólkurkýrnar án þess að hafa annað í staðinn, eins og Haraldur Böðvarsson orðaði það. Forystumenn þessarar megin- stoðar í íslenzkum þjóðarbúskap lýsa nú yfir „sérstökum ótta” við ráðgerðar stórframkvæmdir útlendinga. Mundi ekki sanngjarnt að taka nokkurt tillit til álits þessara manna? Fiskiðnaðarsíóður í ályktun frystihúsaeigenda segir ennfremur svo um lánakreppuna, sem fiskiðnaðurinn býr nú við: „Til að styrkja núverandi samkeppnisaðstöðu fiskiðn- aðarins álítur fundurinn þýðingarmikið, að lánskjör hans verði bætt til muna, m.a. með endurskipan lánamála á þann hátt, að stofnaður verði öflugur lánasjóður fyrir fiskiðnaðinn, sem starfi samhliða Fiskveiðasjóði. Fjár- festingarlán vegna endurnýjunar véla, tækja, húsa, frystiklefa, hagræðingar og þess háttar þarf að sfórauka iafnframt því, sem vextir verði lækkaðir og lán veitt til mun lengri tíma en nú tíðkast’’. Hér er einmitt bent á þau atriði, sem Tíminn hefur talið brýnust í aðbúnaði við þennan mikilvæga atvinnu- veg, og hann hefur einnig gagnrýnt harðlega stefnu rík- isstjórnarinnar, sem miðast við það að kreppa að þess- um undirstöðuatvinnugreinum og halda þeim í lána- svelti og vaxtakreppu svo að eðlileg tæknivæðing og framleiðniaukning getur ekki átt sér stað Á þessari stefnu var sem kunnugt er hert um s.l. áramót. þegar sparifjárfrysting var enn stóraukin og vextir hækkaðir Mótmæli frystihúsaeigenda gegn þessu eru bví eðlileg og tímabær. Tillagan um fiskiðnaðarsióð er miög athyglis- verð, en meginmáli skiptir nú, að ríkisstjórn landsins haldist ekld uppj að beita þvingunarráðstöfunum við ^Mindvallaratvinnuvegi þióðarinnar til þjónustu við ann- * ^Mieg og erlend sjónarmið. a Ungþorskur aðeins 19% í afla Is- lendinga en 82% I afla ötlendinga Skýrsla Jóns Jónssonar fiskifræðings um athugun alþjóðanefndar á íslenzka Ástand fiskstofnanna í Norð- ur-Atlantshafi hefur verið mönnum áhyggjuefni um nokkurt skeið, því með vaxandi sókn eru margir þeirra famir að láta á sjá. Á ársfundi North East Atlan tic Fisheries Commission, en það eru samtök Evrópuíþjóða um fiskvernd á úthafinu, sem haldinn var í Moskvu í maí á s. 1. ári var þess æskt, að gerð yrði heildarúttekt á ástandi þorsks-, ýsu, ufsa- og karfastofn anna við ísland, Færeyjar og Austur Grænland og þá sér- staklega með tilliti til aukning ar á möskvastærð í botnvörpum á þessum hluta samningssvæðis ins, til samræmis við þá aukn- ingu upp í 130 m/m, sem þegar hefur verið gerð við Norður Noreg og í Barentshafi. Var undirrituðum falið að S. 1. fimmtudagskvöld ‘ flutti Jón Jónsson, fiski- træðingur mjög athyglis- verðan fréttaauka í útvarp- ið um niðurstöður alþjóða- uefndar, sem liann hefur veitt forstöðu, um athugun á ástandi nokkurra helztu nytjafiskastofna við íslands strendur. Skýrt hefur ye.r- ið lauslega frá niðurstöðum í fréttum, en rétt þykir að birta skýrslu Jóns alla. veita forstöðu alþjóðanefnd fiskifræðinga, er skyldu taka saman öll gögn í málinu og átti sú skýrsla að vera tilbúin fyrir næsta ársfund samnings- aðila, sem haldinn verður í Edinborg í maí n. k. f nefnd þessa voru valdir hinir færustu sérfræðingar á þessu sviði, sem Evrópuþjóðir eiga völ á, en þeir voru frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Þýzkalandi, Skotlandi og Englandi. Voru gögnin undirbúin í hinum ein- stöku rannsóknastofnunum í fyrrasumar og haust og lágu því flestar niðurstöður fyrir er nefndin hittist í desemberbyrj un s. 1. í aðalstöðvum Alþjóða Ihafrannsóknarráðsins í Kaup- mannahöfn. Á þeim fundi voru niðurstöður hinna einstöku þjóða samræmdar í eina heild og skrifuð greinargerð um mál- ið. Þessa skýrslu varð svo að leggja fyrir þá nefnd Alþjóða hafrannsóknarráðsins, sem sam anstendur af formönnum í helztu nefndum ráðsins. Sú nefnd hefur nú lagt blessun sína yfir skýrsluna og var þá fyrst hægt að senda hana form lega til ríkisstjórna hinna ein- stöku aðildarríkja til athugun- ar. Af þeim sökum hef ég sem formaður nefndarinnar ekki rætt málið opinberlega fyrr en nú. Eg vil geta þess að útdráttur úr skýrsluni mun birtast í næsta tölublaði Ægis. Þorskveiðin hefur um langan aldur verið em aðalundirstaða íslenzfcs sjávarútvegs. Á fyrstu fimm tugum 20. aldarinnar má segja að árJeg? hafi þorskaf’ borskstofninum. •l'i Jón Jónsson, fiskifræSingur 'mfí' húiriið 70—90 húridraðshlút um af heildarveiðinni. Árið 1961 varð hins vegar sú breyt ing á, að síldaraflinn varð meiri en þorskaflinn og árið 1964 var svo komið, að síldin nam rúm- lega 56% heildaraflans, en af þorski fengust einungis tæp 22%. Þetta stafar hins vegar ekki af neinni verulegri rýrnun þorskaflans, heldur jókst síld- veiðin svo mjög með aukinni veiðitækni og aukinni síldar- gengd. Sóknin í islenzka þorskstofn inn hefur farið cnjög ört vax andi frá lokum síðari heimstyrj- aldarinnar; árig 1946 var hún t. d. aðeins 116 einingar, en var komin upp í 824 einingar árið 1964 og hefur sóknaraukningin verið tiltölulega jöfn allan tím ann. Á árunum fyrir stríð hélzt sókn og heildarþorskafli í hend ur og sama má segja að gildi allt fram til ársins 1958, en þá verða greinileg .þáttaskil, því eftir það eykst sóknin óðfluga, en heildaraflinn minnkar að sama skapi. Heildarþorskveiðin náði hámarki árið 1954, en það ár fengust tæplega 550 þúsund tonn af þorski á íslandsmiðum. Á árunum 1954 — 1964 lækkaði heildaraflinn um 22%, en sókn in jókst um 87%. Noktour aukn ing varð á aflanum árin 1963 os 1964 en það má að nokkru leyti þakka auknum göngum frá Grænlandi sem svo oft áður. Öruggustu heimildii um þorskafla á sóknareiningu eru skýrslur Breta um afla á millj- ón tonntíma. Árið 1946 var afli brezfcra togara 2310 tonn á um- rædda einingu, en var kominn niður í 546 tonn árið 1964. Við eigum ágætar tilsvarandi skýrslur um veiði íslenzkra tog- ara síðan i960. Það ár var afli beirra 1185 tonn á sömu sóknareiningu en var kominn niður í 411 tonn árið 1964. Afla skýrslur þýzkra togara sýna líka þróun. Nefndin gerði mjög athyglis- verða athugun á lengdardreif- ingu bess þorsks, sem hinar ein- stöku þjóðir afla í hin mismun andi veiðarfæri, sem notuð eru á íslandsmiðum og er það gefið upp sem fjöldi fiska í hverjum 5 cm flokki. Á árunium 1960-64 var sam- tals landað af íslandsmiðum 575 milljónum þorska og eru íslend ingar og Bretar stórtækastir í Veiðinni, en það skiptir mjög í tvö hom með stærðina á þeim fiski, sem þessar þjóðir afla. Á þessu tícnabili nam heildarveiði Breta samtals 254 milljónum fiska eða 44% af heildarfjölda, en sá fiskur var aðallega 40— 70 cm langur og mest af honum á aldrinum 3—5 ára og svo til allur óþroska. Heildarþorskafli íslendinga 4 sama tíma nam 261 millj. fisikum, en þar af öfl uðust á vetrarvertíð 174 milljón ir fiska, en þeir voru aðallega 70—110 cm langir, aldurinn 7 —12 ár og svo til allir kyn- þroska og hofðu a. m.k. 30% hrygnt einu sinni eða oftar. Afli þýzkra togara nam 40 milljón fiskum. Það er ennfrem dreifingin í afla þeirra mjög lík og hjá íslenzkum togurum utan vertíðar., en beildarafli hinna síðastnefndu nam tæplega 17 miljón fiskum. Það er enfrem- ur mjög athyglisvert, að athuga hve mikill hluti í afla hinna ein- stöku þjóða er fiskur undir 70 cm eða óþroska. í heildarafla fslendinga voru um 19% undir þessari stærð, en 82% í veiði útlendinga. Heildarafli okkar af fiski undir ^0 cm nam 50 millj ónum og þar fengust í dragnót 6.4 cnilljónir, en t. d. 9 milljón ir í veiðarfærí bátanna á vetrar vertíð og 25 milljónir á báfa utan vertíðar. Samfara hinni auknu sókn i þorskstofninn hefur dánartalan aukizt jafnt og þétt. Eg hef oft. talað um að ekki væri æskilegt, að hún færi yfir 65% á ári hjá hinum kynþroska hluta stofnsins, rauða strikið, sem ég hef svo kallað. Á árunum 1960 — 1964 var meðal dánartalan hins vegar komin upp í 70% en 65% virðist hún hafa náð í kringum 1960, einmitt þegar þáttaskil verða 1 viðbrögðum stofnsins gagnvart veiðinni. Það blasir þv: við okkur sú kalda staðreynd að meira er tek ið úr íslenzka þorskstofninum, en hann virðisi þola. Við getum ekki gert ráð fyrir að auka þorskveiðina að neinu ráði frá því sem nú er, það geta að vísu komið inn nýir sterkir árgangar eða sterkar göngur frá Grænlandi sem geta aukið veiðina eitthvað stutta stund, en sé litið á þetta til langs tíma virðist útilokað að stofninn geti skilað af sér meira aflamagni og verði sóknin enn aukin má búast við minnkandi aflamagni á bát og sfðan minnkandi heildar afla. Hvað er bá hægt að gera til verndar þorskstofninum og til þess að aiuka afkastagetu hans? Fyrsta skrefið hlýtur að vera að auka möskvastærð í botnvörp Framhald á 14. sfða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.