Tíminn - 05.03.1966, Qupperneq 1
J-----------------------------
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega t'yrir augu
80—100 þúsund lesenda
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið i síma 12323.
Flogmaðurinn, Sævar Pétursson.
Miðstjórn ASÍ um fyrirhugaða alumínsamninga:
Ný og hættuleg stefna í
íslenzkum atvinnumálum
----------------- EJ—Reykjavík, föstudag.
Plper Colt flugvélin á hvolfi á Keldnaholti.
Flugvélinni hvolfdi - flug-
maðurinn slapp ómeiddur
Miðstjórn Alþýðusambands íslands gerði á fundi sínum í gær
ályktun um stóriðju og alúmínmálið, þar sem segir m. a„ að mið-
stjórnin telji, „að hugsanieg samþykkt í fyrirhuguðum samningi fs-
lenzka ríkisins og Swiss-Aluminium um stofnun aluminumverksmiðju
hér á landi mundi marka nýja og hættulega stefnu í íslenzkum atvinnu-
málum,“ og beinir miðstjórnin „sterkum aðvörunarorðum sínum til
allrar alþýðu, til þjóðarinnar og til löggjafarvaldsins gegn þessari
grundvallarstefnubreytingu í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar
og lýsir eindreginni andstöðu sinni gegn henni.“
Ályktun miðstjórnar ASÍ er svohljóðandi:
KT-Reykjavík, föstudag.
I morgun varð flugvél af gerð-
inni Piper Colt að nauðlenda á
Kcldnaholti nálægt tilraunastöð-
inni að Keldum. Flugvélin er tal
in gjörónýt eftir þetta atvik, en
flugmaðurinn, Sævar Pétursson,
slapp algerlega ómeiddur. Flugvél-
in var í eigu Flugsýnar.
Flugmaðurinn á Flugsýnarvél-
inni, sem nauðlenti á Keldnaholti
í morgun, Sævar Pétursson, sagði
í viðtali við Tímann í dag, að
mestu mildi mætti telja, að hann
hafi sloppið ómeiddur úr lending-
unni, en stórgrýtt væri á þeim
stað, sem hann nauðlenti.
Sævar sagðist hafa verið að búa
sig undir að endurnýja einkaflug-
mannsréttindi sín, en þau hefðu
fallið úr gildi fyrir nokkru. Sagð-
ist hann hafa verið á flugi yfir
Árbæjarhverfinu nýja, er hreyfill-
inn hefði misst afl og flugvélin
farið að missa hæð. Til þess að
forðast að lenda í byggðinni, hefði
hann reynt að ná túni, sem hann
sá nálægt Korpúlfsstöðum, en
ekki náð því. Hann.hefði því orð-
ið að nauðlenda á Keldnaholti,
sem er grýtt og óslétt.
Um lendinguna sagði Sævar, að
hún hefði tekizt með ágætum. Það
hefði orðið sér til bjargar, að
tekizt hefði að forða því, að nef-
hjól flugvélarinnar kæmi fyrst nið
ur, en ef svo hefði farið mætti
búast við því, að flugvélinni hefði
hvolft á þeim hraða, sem hún var
á. Sagði Sævar, að flugvélin hefði
runnið 30—40 metra áður en nef-
hjólið snerti jörðina, en þá brotn-
aði það af og flugvélin valt fram
yfir sig.
„Þetta fór betur en á horfðist,"
sagði Sævar. „Ég komst tafarlaust
út úr flakinu og hefði ekki mátt
vera að því að verða hræddur.“
Sævar reyndi að ná sambandi
•♦■•'amndir • - •
„Miðstjórn Alþýðusambands fs-
lands telur, að hugsanleg sam-
þykkt á fyrirhuguðum samningi
íslenzka ríkisins og Sviss-Alumini-
um um stofnun aluminiumverk-
smiðju hér á landi mundi marka
nýja og hættulega stefnu f Ísleník-
um atvinnumálum, þar sem horfið
yrði í ríkum mæli frá þeim skráðu
og óskráðu lögmálum, sem fylgt
hefur verið fram til þessa — að
íslenzk a tvinnufyrirtæki • væru
byggð á íslenzku framtaki, fjár-
magni í eign íslendinga eða und-
ir þeirra ráðstöfunarvaldi, og að
öllu á íslenzkum lagagrundvelli —
en horfið að því að veita erlend-
um aðilum óskoruð yfirráð yfir
stórfyrirtækjum á íslenzkri grund
og gera útlendinga þannig að
sterkum áhrifaaðila i atvinnulífi
þjóðarinnar og efnahagsþróun
landsins og veita þessum aðilum
að auki margskonar og mikilvæg
forréttindi umfram íslenzka at-
vinnurekendur og jafnvel undan-
þiggja þá í mikilvægum greinum
íslenzkri lögsögu.
Vill miðstjórn Alþýðusambands
íslands beina sterkum aðvörunar-
orðum sínum til allrar alþýðu, til
þjóðarinnar og til löggjafarvalds-
ins gegn þessari grundvallar-
stefnubreytingu í atvinnu- og efna
hagsmálum þjóðarinnar og lýsir
eindreginni andstöðu sinni gegn
henni.
Með tilvísun til þeirrar túlkun-
ar, sem frammi er höfð af for-
vígismönnum hinnar erlendu stór-
iðju, þeirri, að með samningum
við Sviss-Aluminium sé aðeins um
að ræða upphaf annarra og meiri
framkvæmda, sem í sömu átt
stefna, er því ekki aðeins um að
ræða einangraða framkvæmd, held
ur fyrsta spor í þá átt að skorða
efnahagslegt sjálfsforræði þjóðar-
innar með vaxandi erlendri fhlut-
un í atvinnulífinu.
H'ramhaid a ois z
Wilson hefur
11% meira fylgi
en ihaldsmenn
NTB-London, föstudag.
Verkamannaflokkurinn hefur í
dag 11% meira fylgi en íhalds-
flokkurinn, meðal brezkra kjós-
enda, og ef þetta hlutfall helzt
fram til kosningadagsins, 31.
marz, mun stjórnarflokkurinn
sigra kosningarnar og fá ca. 167
fleiri þingsæti. en íhaldsflokkur-
inn. Þetta er niðurstaða Gallup-
rannsóknar, sem birt var f dag
Framhald á 14. síðu.
Jökulfellið
sneri aftur
SJ-Reykjavík, laugardag.
Á miðvikudagskvöld lagði Jök-
ulfellið af stað til Þýzkalands eft-
ir að bráðabirgðaviðgerð var lokið
i Vestmannaeyjum. Eftir tíu tfma
siglingu var ákveðið að snúa aftur
við til Vestmannaeyja, þar sem
sjór var kominn í lest og ekki
þótti þorandi annað en að snúa
við.
í Vestmannaeyjum verður reynt
að ráða bót á lekanum, en ekki
er hægt að segja um að svo stöddu
hvort skipið siglir til Reykjavík-
ur, eða hvort reynt verður aftur
að sigla því til Þýzkalands.
Læknar reyna að bjarga fveim krabbameinssjúkingum:
Reyna ai fíytja vírus úr
öðrum sjúklingnum í hinn
Teletype 11 cis GK
NTB-Buffalo, föstudag.
Læknar við sjúkrahús eitt í
Buffalo í New York ríki,
ákváðu í dag að reyna að
bjarga lífi tveggja krabba-
meinssjúklinga með því að
flytja krabbameinsvírus úr
einum í annan og láta vfrus-
ana þannig eigast við í líköm-
um sjúklinganna.
Sjúklingarnir tveir, Roboyt
Allen, sem er 28 ára og þriggja
barna faðir, og Harry Griffith
sem er 63 ára, þjást af illkynj
um beinkrabba. Talið er, að
þeir muni einungis lifa í tvo
mánuði, ef ekkert verður að
gert.
Þessi einstæða aðgerð, sem
Framhald a bls V