Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 3
3 LAUGARDAGUR 5. marz 1966 TÍMINN I daq vinna um aTTariu manns i riioursuuuvciMimwiu -- « ........ I verksmiðjunni. Þar er nóg a3 gera og allir vinna af kappi. (Allar mynd-irnar á síBunni tok Haraldur SlgurSsson). sem skiptist þannig eítir 4 myndinni eru talið frá vinstri Þórir Kristjánsson, Mikael Jónsson, Hjalti Eymann og Kristján Jónsson. HS-Akureyri, föstudag Blaðamönnum var í gær boðið að skoða niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar og co. á A.kur eyri undir leiðsögn Kristjáns Jónssonar, forstjóra og Mikaels Jónssonar framkvæmdastjóra en þeir eru aðaleigendur fyrir- tækisins ásamt Hjalta Eyrnann, en hann var verkstjóri við alla inni- vinnu og Þóri Kristjássyni, sem er verkstjóri við alla útivinnu. Alls vinna 80 manns í verksmiðj- unni, en með fullum afköstum vinnur verksmiðjan með 120 manns. Forsvarsmenn verksmiðjunnar létu blaðamönnum í té ýmsar upp lýsingar um starfsemi fyrirtækis- ins, og fara þær hér á eftir: Hlutafélag um rekstur niður- _______ vöru- tegundum: Sardínur 3 millj. dósa, smjör- síld 1 millj. dósa, gaffalbitar 4,6 millj. dósa. Aðalmarkaðslandið hefur ávallt verið Rússland. Nokkuð hefur einnig verið flutt út til Tékkó- slóvakíu, Rúmeníu og Bandaríkj anna. Þrátt fyrir þessa framleiðslu hef verksmiðjan aldrei starfað með fullum afköstum allt árið, þar eð erlendir markaðir hafa ekki verið fyrir hendi, enda engin skipu- lögð markaðsleit framkvæmd, hvorki af hálfu íslenzkra viður- suðuverksmiðja né hins opinbera. Fullkomin ástæða er til að þessu málefni verði meiri gaumur gef- inn í framtíðinni, og sérstaklega Selja fyrir milljón- ir til Sovétrikjanna suðuverksmiðju K. Jónsson og Co. h.f. var stofnað 1947. Fram til 1960 starfaði fyrirtækið í mjög ófullkomnu húsnæði og við lítinn vélakost. enda þá eingöngu fram leitt í smáum stíl fyrir innlendan markað. Árið 1960 var ráðizt í stór- fellda stækkun verksmiðjunnar m. a. vegna áeggjunar þess opin- bera, sem hafði látið rann- saka skilyrði fyrir slíkum rekstri við Eyjafjörð, aðallega með út- flutning fyrir augum. Byggt var nýtt verksmiðjuhús og keyptar nýtízku niðursuðuvélar frá Nor- egi. Á árunum 1961-1965 hafa verið framleiddar niðursuðuvörur að verðmæti 65 millj. kr. Þar af hef- ur útflutningur verið 47 millj. kr. að hið opinbera hafi forustu í þess um aðgerðum, þar eð niðursuðu- verksmiðjur í landinu hafa ekki bolmagn til að standa straum af víðtækri markaðsleit og aug- lýsingastarfsemi. Hér á landi eru ýmsir erfið- leikar í sambandi við rekstur nið ursuðuverksmiðju. Ef um er að ræða verulega framleiðslu til út flutnings verður verksmiðjan að hafa geysimiklar birgðir af alls konar hráefnum og umbúðum. Má t.d. nefna dósir svo hundruðum skiptir, matarolíu, krydd alls kon ar l.fl. Þá þarf fyrirtækið einnig að festa kaup á nokkrum þús- undum tunna af kryddsíld fyrir fram, ogt í óvissu um markaði erlendis. Framhald á 14. síðu. "'la'samenn* og verksmlSjumenn virSa fyrlr sér hráefniS áSur en þaS fer f dósirnar. Kristján fylgist meS síldardósunum f einni af hinum mörgu vélum verk smiSjunnar Húsbóndahollir menn Jón Sigurftsson, bóndi i Yztafelli, skrifar mjög athygl- isverða grein í Dag nýlega, þar sem hann ræðir um viðhorf Sjálfstæðisflokksins til er- lends valds. Hann segir m. a.: „Hvar sem „Sjálfstæðismenn” mæta erlendu valdi, gera þeir sig að undirlægjum. Þeir lofa Bretum því áð gera ekkert í landhclgismálum, nema með leyfi þeirra og samþykki. Þó eiga þeir aðra húsbændur harð- ari. Bandaríkjamönnum nægir ekki að halda fast um litlafing- ur Reykjanesskagans, þeir vilja seilast i alla hendina, biðja um leyfi til að setja upp ný hern- aðarmannvirki í Hvalfirði. Þetta er leyft. Svo á borgríkið „Stór- Reykjavík," að dafna milli þess arra herstöðva”. Auðræðið i hásæti Jón segir ennfremur: „Þegar betur er athugaður hugsjónagrundvöllur hins innsta kjarna Sjálfstæðisflokks ins, er afstaða hans gagnvart erlendu valdi og fjármagni, að nokkru skiljanleg. Ráðamenn flokksins og blaða hans ráða yfir aðalauðmagni landsins með eign og lánum. Auðmagnið er fullkomlega óþjóðlegt og Ieit- ast við að sameinast í „hringi“, sem hvorki þekkja þjóðerni né Iandamæri. Þetta er nefnd auð- ræðisstefna eða ,,kapitalismi“ og er ekki nema cðlilegt að hún eigi hér einhverja fylgj- endur, en ísland mun vera eina landið í Evrópu, þar sem ráða- mennirnir eru gegnsýrðir af henni. Ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins ráða yfir bönkunum í Reykjavík og beita valdi sínu óþyrmilega til þess að sem allra minnst af sparifé almenn- ings sleppi úr höndum þeiira. Bankarnir rétta krabbaklær með sogskálum í fjárhirzlur allra peningastofnana út um allt land. Hvar sem hundrað krónur eru lagðar á vöxtu, verð ur að senda 30 krónur til Reykjavíkur, þær eru „frystar“ fyrir almenningi, en munu oft „þíðar“ til afnota fyrir gæð- inga bankanna.“ Tróju-hestur úr alúmírti Og loks segir Jón: „Hellenar sátu um Trjóu-borg ártim saman og fengu ekki brotið traustar víggirðingar, þá kom þeim í hug að smíða tré- hest mikinn utan við borgina og fela nokkra kappa sína í hest inum. Þeir hurfu síðan til skipa, en skildu eftir menn við hcstinn, sem sögðu Tróju-mönn um að honum fylgdi goðmögn- uð gæfa. Tróju-menn rufu borg armúrinn og drógu inn hestinn. Þá kom út úr hestinum um nóttina flokkur Hellena og opn aði borgarhliðin fyrir megin- hernum, sem lagði undir sig borgina og seldi íbúana i þræl- dóm. Alumín-samningurinn getur orðið íslcndingum slíkur hest- ur. Stjórninni sýnist hann háskalaus. En honum verður ekki komið inn í landið, nema múrinn sé rofinn. Stjórnarherr ar, þeir sem nú ráða, eru ekki líklegir til að hafa hemil á er- lendu fjármagni. ef skarð er rof ið í múrinn. Það er fullvíst, að fjöldi þeirra manna, sem kusu stjórn Framhald á 14. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.