Tíminn - 05.03.1966, Side 5

Tíminn - 05.03.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 5. marz 1966 TÍMINN Útgefandl; FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraittkvæmdastjórl: Krlstján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, stmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJ. Samvmnubú Eitt áUra merkasta máliS, sem nú liggur fyrir Al- þingi, er án efa frumvarpið til laga um samvinnubúskap, sem flxrtt er af Páli Þorsteinssyni og öðrum þingmönn- um Framsóknarfloksins í efri deild. Með frv. þessu, ef að lögom yrði, er stefnt að því að auðvelda mönnum að efna til samvinnubúskapar, ef áhugi er fyrír hendi.. í greinargerð fyrir írumvarpinu er það itarlega rakið hvemig íbúum sveitanna hefur fækkað að undanfömu. Þetta liggur ekki eingöngu í því, að bændum hafi fækk- að, heldur hafa sveitaheimilin orðið fámennari. Ein- yrkjabúskapur hefur því færzt óðfluga í vöxt. Höfuðrök flutningsmanna fyrir frumvarpinu era ann- ars þessi: Reynslan sannar, að einyrkjabúskapur hefur mikla annmarka. Starf einyrkjans er mjög bindandi. Hann þarf einn að leysa af hendi margvísleg verkefni, sem hann er misjafnlega faliinn til að vinna, og ef annað hjónanna á sveitaheimilinu forfallast um lengri eða skemmri tíma, þá getur það valdið miklum örðugleikum þar sem einyrki á í hlut. Nauðsyn ber til þess, að leitað sé ráða til að skapa sveitabúskapnum sem mest öryggi. Með samvinnuskipulagi hefur bændastéttin með að- stoð lögjafarvaldsins lyft Grettistökum á sviði viðskipta og afurðasölu. Þegar hinar stórvirku jarðræktarvélar tóku að ryðja sér til rúms, reyndist það flestum einstaklingum í bænda- stétt ofviða sökum kostnaðar að kaupa þær og reka. Hins vegar era slíkar vélar og viðeigandi tæki nauðsyn- leg við framkvæmdir í sveitum. Þennan vanda hefur bændastéttin leyst mjög greiðlega og ágreiningslítið á grandvelli löggjafar með stofnun ræktunarfélaga og samvinnu um kaup vélanna og rekstur þeirra. Til era sveitir hér á landi, þar sem það er algengt, að skyldfólk vinni saman að búskap. Slíkur samvinnubú- skapur, þótt óformlegur sé víðast hvar, hefur víða gef- ið góða raun. Aukin samvinna í búskap ætti að geta valdið breytingum til bóta. Áhugi, framtak og félagshyggja einstaklinganna ræð- ur úrslitum um það .hvort samvinnubúskapur nær út- breiðslu og blómgast Reynslan ein fær úr því skorið, hver þróunin verður að þessu leyti. En augljóst er, að samvinnubúskapur hefur ýmsa kosti og mun gera sveita- fólkinu kleift að losna við annmarka, sem einyrkjabú- skap fylgja. Þar sem tveir bændur eða fleiri starfa sam- an að búrekstri, getur komizt á hagkvæm verkaskipting, framkvæmdir orðið hlutfallslega meiri en hjá einyrkj- um, vélaaflið notazt Detur og búin orðið hlutfallslega stærri. Það má þó telja enn mikilvægara, að með sam- starfi í búskap skapazt öryggi, bannig, að búið verður ekki í bráðri hættu, þótt einn maður forfallist, þar sem samstarfsmenn hlaupa þá undir bagga. Með samvinnu- búskap mun og gefast kostur á meira frjálsræði til að taka þátt í nútíma þjóðlífi en einyrkjabúskapur leyfir. Samkvæmt framangreindu telja flutningsmenn frum- varpsins það orðið tímabært, að með iöggjöf verði lagð- ur grundvöllur að stofnun sambúa i sveitum, svo að þeir sem áhuga hafa á að stofna til búreksturs í því formi, og telja sér það henta. geti stuðzt við löggjöf og notið heldur hjálpar í þeim efnum en hið gagnstæða. Þess ber að vænta, að Alþingi allt fallist á þennan skilning, því að hér er greinilega um stórt íramtíðarmál að ræða. ERLENT YFIRLIT Ústööugt stjórnarfar í Afríku SÍÐAN 25. nóvember eða á þremur mánuðum hafa orðið ekki færri en sex stjórnarbylt- ingar í Afríku. Meðal þeirra, sem hefur verið steypt af stóli í þessum byltingum, eru þeir tveir forustumenn, sem þóttu einna traustastir í sessi eða þeir Abubakar Tafawa Balewa í Nígeríu og Kwame Nkrumah í Ghana. Síðan í ársbyrjun 1963 hafa verið gerðar stjórnarbylt- ingar í 12 Afrficulöndum, en langsamlega örust hefur þessi þróun verið seinustu mánuðina. Ýmsir þeirra, sem kunnugir eru. álíta þetta þó aðeins byrj- unina í þessum efnum, því að búast megi við, að hinir nýju valdhafar verði enn skemmri tíma í valdasessi en fyrirrenn- arar þeirra. Fyrst eftir að nýlendurnar í Afríku fengu fullt sjálfstæði var í flestum þeirra reyct að koma fótum undir lýðræðis- lega stjórnarhætti að vestrænni fyrirmynd. Hiklaust má segja, að þetta_ hafi misheppnazt alls staðar. f 12 löndum er nú bú- ið að steypa úr stóli þeim mönnum, sean upphaflega tóku völdin me9 þessum hætti, en þeir, er f*n sitja í valdastóli er;> löngu búnir að víkja frá öllum vestrænum lýðræðisreglum og verður tæpast láð það. Að öðrum kosti væri búið að gera byltingu. Það hefur sannazt hér, eins og mátti vita fyrirfram, að ekki er neinn jarðvegur fyrir vest- rænt lýðræði í Afríku fyrst um sinn. Til þess vantar þá félagslegu þjálfun og almennu menntun, sem er grundvöllur þess, að vestrænt lýðræði geti þrifizt. Afríka á sennilega enn langt í land þangað til að sá grundvöllur verður fyrir hendi. í ÖLLUM þeim löndum, þar sem byltingar hafa verið gerð ar að undanförnu, hefur her- inn verið að verki. Einstakir foringjar hans hafa tekið sig til, steypt stjórnmálamönnum úr stóli og sett á hernaðarlegt einræði. Rökin hafa oftast ver- ið þau, að stjórnmálamennirn- ir hafi reynzt óduglegir og spilltir. Þeir hafi hreiðrað um sjálfa sig og gæðinga sína, en hugsað lítið um þjóðarhag. í mörgum tilfellum hefur verið talsvert rétt í þessu, en hins ber þó jafnframt að gæta, að verkefnin hafa mátt heita nær óleysanleg og tíminn skammur til að fást við þau. Nýlendu- veldin skildu yfirleitt þannig við, að allt varð að byggja frá grunni og á öllum sviðum skorti menn með menntun og þjálfun til að taka við. Þess vegna hlaut flest að lenda i ólestri hjá hinum nýju vald- höfum. Sumir þeirra blaðamanna, sem þessi lönd hafa gist. gera sér vonir um, að hershöfðingj- unum muni takast betur en stjórnmálamönnunum. Þeir séu líklegri til að halda uppi röð og reglu og muni ekki hreiðra um sig á sama hátt. Ekki er þó enn hægt að benda á neitt dæmi, er sannar þetta, enda er vart liðin, langur tími, að þetta sé komið i ljós. Þó bendir ýmislegt til, að hinar nýju hershöfðingjastjórnir séu veikar í sessi og ráði ekkert betur við vandann en fyrirrenn arar þeirra gerðu. Þannig hljóða nú t. d. yfirleitt blaða- dómar um stjórn Boumedienn es í Alsír og stjórn Mobutus í Kongó-Leopoldville. SÚ-REYNSLA, sem þegar er fyrir hendi af stjómarháttum í hinum nýju ríkjum Afríku, bendir yfirleitt til þess, að þar megi í framtíðinni búast við ótryggu stjórnarfari og hernaðarlegu einræði. Ein hernaðarklíka muni leysa aðra af hólmi með ekki löngu milli bili. Eina athyglisverða tilraun- in, sem virðist vera gerð til að finna sérstakt lýðræðisform, er henti afríkönskum skilyrðum, fer fram í Tansaníu. Mesti valdamaðurinn þar, Nyerere, reynir þar að fara einkonar millileið milli lýðræðis og ein ræðis. Aðeins einum flokki er leyft að starfa í landinu, en innan hans ríkir verulegt lýð- ræði. Jafnframt er unnið að því að koma upp héraðsstjórn um með lýðræðislegum hætti, og byrja þannig á undirstöð- unni. Mjög vafasamt er það talið, að Nyerere, sem mjög reynir að sækja ýmsar fyrir- Kenyatta myndir sínar til Norðurlanda, t. d. varðandi héraðsstjórn, verkalýðs- og samvinnufélög, heppnist þessi áform. Þótt hann njóti mikilla vinsælda í landi sínu, eru ýmsir áhrifa- miklir samverkamenn taldir ó- tryggir honum. Ho»um getur orðið steypt hvenær. sem er. Af hinum nýju valdamönnum í Afríku, er Kenyatta nú senni lega traustastur í sessi. HIÐ ÓTRYGGA ástand, sem líklegt er að ríki í Afríku næstu árin, mun skapa jarð veg fyrir harða samkeppni milli vesturveldanna annars- vegar og kommúnistaríkjanna. Sumir blaðamenn telja, að fall Nkrumah hafi verið mikið á- fall fyrir Rússa og Kínverja, því að hann hallaði sér mjög að þeim. Hins vegar hafi falli hans verið fagnað í Washing ton. Aðrir blaðamenn draga þetta í efa, og telja, að Kín- verjar hafi grátið fall Nkrum- ah þurrum tárum. Frá sjónar- miði Kínverja sé það heppilegt, þegar til lengdar lætur, að í Afríku fari með völd óstöðug- ar hershöfðingjastjórnir, sem ráði takmarkað við vandamál- in, því að gegn þeim muni auð velt að vekja óánægju. Kín- verjar álíti að slíkt ástand muni reynast þeim hliðhollt í framtíðinni. Hins vegar sé það veruleg hætta fyrir vesturveld- in, þó ekki sfzt Bandaríkin, að ganga of langt í stuðningi við fallvaltar og óvinsælar hers- höfðingjastjórnir. Af hálfu þessara manna er lagt til, að Bandaríkin og vest- urveldin verði varkár í stuðn- ingi við slíkar stjórnir og veiti þeim ekki nema takmark aða beina hjálp. Sú, efnahags- leg aðstoð, sem vesturveldin veiti Afríku, eigi að gerast í formi einskonar Marshallað- stoðar fyrir Afríku og jafnvel helzt á vegum Sameinuðu þjóðanna. Slík hjálp muni koma Afríku að mestum notum og þá þurfi Bandaríkin eða vesturveldin heldur ekki að hljóta skell, þótt einhverri hers höfðingjastjórninni sé steypt úr stóli. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.