Tíminn - 05.03.1966, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
TÍMINN
ÆSKUNNAR
LAUGARDAGUR 5. marz 1966
ÖRVÆNTINGARFULLIR ALBARONAR
Hvatningargreinin Kallið er komið olli miklum úlfaþyt oe
ngg í höll álbarónanna vi3 Aðalstræti. f leiðara Morgunblaðs-
ins síðasta fimmtudag birtist vesældarlegt fimbulfamb, sem
átti víst að heita svar við umræddum Ármannspistli. f örvænt-
ingu reyndu ritstjórar blaðsins að telja sjálfum sér og lesend-
um sínum trú um, að hin nýja þjóðfélagsstefna Framsóknar-
flokksins væri hjóm eitt, því aldrei hefðu ungir i ienn skipað
sér í framkvæmdasveit flokksins og aldrei hefði flokkurinn beitt
sér fyrir framförum. Ömurleg er vörnin og varla ættu leiðara-
höfundar stærsta stjórnmálablaðs á íslandi að gera sig bera
að slíkri vanþekkingu og það í augsýn alþjóðar. En kannski
vita þeir betur. Kannski er þeim fullkunnugt, að enginn íslenzk-
ur stjórnmálaflokkur hefur falið jafn upgum mönnum forystu
og enginn hefiár á þessari öld átt Framsóknarflokknnm ríkari
þátt í uppbyggingu efnahagslífsins og eflingu íslenzkrar menn-
ingar. Leigupennar rikisstjórnarinnar mega ekki láta flokks-
þjónustuna leiða sig svo langt, að þeir virði sannleikann að
vettugi og beri blygðunarlaust blekkingar á borð.
Framsólcnarflokkurinn var stofnaður af forystumönnum fjöl-
mennustu og áhrifaríkustu æskulýðssamtaka í sögu íslands.
Fyrstu útgefendur og ritstjórar Tímans voru rétt þrítugir. Af
fjórum forsætisráðherrum Framsóknarflokksins voru þrír tutt-
ugu árum yngri en núverandi landsfaðir íhaldsunglinganna.
Hermann Jónasson var yngsti forsætisráðherra veraldar. Eysteinn
Jónsson var aðeins 27 ára, þegar Framsóknarflokkurinn fól
honum að gegna ráðherrastörfum. Enginn íslenzkur stjórn-
málaflokkur hefur sýnt jafn ungum manni slíkan sóma. Ásgeir
Ásgeirsson var rúmlega þrítugur, þegar hann stýrði Alþingis-
hátíð á Þingvöllum. Saga Framsóknarflokksins er samfelld
lýsing á afrekum ungra manna. Þeir hafa verið í fararbroddi
á flcstum sviðum.
Endursköpun íslenzkrar verzlunar á fyrstu áratugum þessarar
aldar miðaði að upprætingu arðráns, sem erlendir og íslenzkir
kaupmenn stunduðu f skjóli dáðlítilla íhaldsráðherra. Vöxtur
og viðgangur samvinnuhreyfingarinnar tryggði, að alþýða til
sjávar og sveita fékk sannvirði fyrir vinnu sína.
Jarðræktarlög, ræktunarsjóðir, Búnaðarbanki og fjölmargar
umbætur í þágu Iandbúnaðar gerðu bændum kleift að auka
svo framleiðslu sína, að kaupstaðir og kauptún gátu vaxið
án skorts á neyzluvörum. í skjóli framfara landbúnaðarins
myndaðist þéttbýli, höfuðstöðvar sjávarútvegs og iðnaðar.
Bygging frystihúsa, kaup á kæliskipum, fjölgun sfldarverk-
smiðja, skreiðarverkun, karfaveiðar, söltun sfldar og aðrar
byltingar í íslenzkum fiskiðnaði voru allar framkvæmdar í
stjórnartíð Framsóknarflokksins. Án þessara byltinga væru
íslendingar enn fátæk og vanþróuð þjóð. Framfarir síðustu ára-
tuga, velsæld almennings og aukning þjóðarauðs hvfla allar á
stoðum, sem reistar voru í hinum umfangsmiklu byltingum
í matvælaiðnaðinum.
Efling íslenzks iðnaðar hefur ávallt verið stefnumál Fram-
sóknarflokksins. Þar hefur ekki verið setið við orðin tóm.
Áburðarverksmiðja, Sementsverksmiðja og ótal önnur fyrirtæki
sýna hug flokksins í verki. f helzta iðnaðarbæ á fslandi, Akur-
eyri, hefur flokkurinn ávallt ve"!?t ráðandi framkvæmdaafL
Mestu mennta- og menningarstoínanir þjóðarinnar eiga reisn
sína og tilveru Framsóknarflokknum að þakka. Hann beitti sér
fyrir stofnun og byggingu Þjóðleikhúss. Byggingar Háskóla fs-
lands munu um ókomnar aldir sýna stórhug forystusveitar
flokksins. Menntaskólarnir á Akureyri og Laugarvatni eru
ávextir af langri baráttu Framsóknarflokksins fyrir jafnri að-
stöðu æskufólks til skólagöngu. Héraðsskólar og gagnfræða-
skólar um allt land eru einnig tákn um, hve árangursrík sú
barátta var. Margar fleiri menningarstofnanir eru verk Fram-
sóknarmanna: Ríkisútvarpið. Sundhöll Reykjavíkur. Fyrstu
lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna voru sett að frum-
kvæði Framsóknarflokksins. Hann virkjaði vísindamenn til
þjóðarheilla.
Verkamannabústaðir og byggingasamvinnufélög voru upphaf-
ið að löggjafarstarfsemi til stuðnings íbúðarbyggingum í bæj-
um. Ávallt og í sívaxandi mæli hefur Framsóknarflokkurinn
stuðlaði að því, að sem flestir gætu eignazt eigin íbúð. Hinn
mikli fjöldi efnahagslega sjálfstæðra íslendinga stendur f
ómetanlegri þakkarskuld við brautryðjendastarf Framsóknar-
flokksins.
Og svona mætti lengi telja. Saga íslenzkra framfara er í senn
saga Framsóknarflokksins. Flestar meginstoðir íslenzks þjóð-
félags, athafnalífs og menningar, voru reistar af forystusveit
flokksins. Sú framtíðarstefna, sem Framsóknarflokkurinn býður
æsku íslands að framkvæma með sér, er rökrétt og eðlilegt
framhald af hálfrar aldar æviferii. Ungir íslendingar sjá þetta
og skilja. Þeir eru fúsir til að taka höndum saman við forystu
flokksins. Þeir vita, að í höllum álbarónanna bíður þeirra
ekkert annað en ömurleg þjónusta við erlenda auðmenn, gisti-
vini barónanna á Álvöllum. Leiðari Morgunblaðsins færði
æskumönnum enn einu sinni heim sanninn um, hve lítilmót-
legt hlutskipti valdhafarnir ætla þeim. f stað þátttöku í hinni
umfangsmiklu, fjölbreyttu og róttæku stefnuframkvæmd Fram-
sóknarflokksins, býður Morgunblaðið æsku íslands aðeins eitt:
erlendra áliðju. En sú kynslóð, sem nú haslar sér völl í íslenzkum
þjóðmálum ætlar sér verðugra og reisulegra hlutskipti. Hún
vísar gulli álbarónanna á bug. fslenzkir æskumenn verða aldrei
hirðsveinar í höllum þeirra.
Blekkingar, falsanir og útúrsnúningar stoða leiðarahöfunda
Morgunblaðsins lítt, þegar þeir ávarpa menntuðustu kynslóð,
sem ísland hefur alið. Ritstjórarnir hljóta vissulega að vera
langt leiddir, ef þeir halda, að loddaraleikur og ritklækir muni
einir nægja til að stöðva framsókn ungra íslendinga. Það þarf
meira til.
ÁRMANN.
Fjölmenni á
FUF-fagnaöi
Félag ungra Framsókn-
armanna i Reykjavík
efndi til kvöfdskemmtunar
aS Hótel Sögu fyrir
skemmstu. Mjög var til
skemmtunarinnar vandaS,
enda var húr hin ánægju
legasta í alla staöi. FormaS
ur félagsins, Baldur Ósk-
arsson bauS félagsmenn
og gesti þeirra velkomna
og stjórnaSi samkomunni.
Einar Ágústsson, alþm.
flutti snjallt ávarp.
Skemmtikraftarnir Jón
Gunnlaugssor og Ómar
Ragnarsson fluttu gaman-
þætti og hliómsveit Ragn
ars Bjarnasonar lék fyrir
dansi.
Húsfyllir var og skemmti
fólk sér hiS bezta.
Næsta skemmtun félags-
ins a8 Hóte! Sögu verSur
haldin fvrsta maí VerSur
hún nánar auglýst síSar.
Áðalfundur sambandsráðs S.U.F.
Svo sem áður hefir verið auglýsti daginn. Dagskrá fundarins er seni i 2. Skýrslur: a) formanns,
verður aðalfundur Samhandsráðs hér segir: b) gjaldkera, c) erindreka
S.U.F. haldinn dagana 9. og 10. Fyrri dagur: 3. Umræður.
marz n. k. að Tjarnargötu 26 í 1. Fundurinn settur af Örlygi Seinni dagur:
Reykjavík, og hefst kl. 5 e. h. fyrri I Hálfdanarsyni formanni S. U. F. I 1. Nefndarstörf fyrir hádegi.
12. Eftir hádegi flytur Eysteiiui i 3. Kvöldverður s ooð S.D.F.
Jónsson, formaður Framsóknar- Sambandsráðsmenn eru hvatiir
flokksins. ræðu, en síðan hefjast til að mæta timanle^a til f” "•
umræður að ioknum skýrslum og tilkynna varamönnum sinutn.
nefnda. I geti þeir ekki mætt.