Tíminn - 06.03.1966, Side 1
Auglýsing í Tímaimm
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið 1 sima 12323.
54. tbl. — Sunnudagur 6. marz 1966 — 50. árg.
Þetta er teikning af fyrirhuguSo stöSvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Uppl á fellinu sést í jöfnunarþrær.
GIN- OG KLAUFAVEIKI
ÚTBREIDD Á SJÁLANDI
NTB-Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi, laugardag.
Gin og klaufaveikin á Sjálandi
hefur enn breiðzt út, að þessu
sinni norður og vestur á bóginn.
Nýtt tilfelli fannst í morgun í
Fruedal fyrir sunnan Kogen, að
því er tilkynnt var í Kaupmanna-
höfn í dag. Svæði það, sem yfir-
völdin munu taka til rannsóknar,
stækkar stöðugt og útvíkkast nú
í átt til Mið-Sjálands.
Yfirvöldin hafa allt Stevns-hér-
aðið til rannsóknar, auk suðurhér-
aðanna, þar sem sjúkdómurinn hef
ur fundizt áður. í gær fannst gin-
og klaufaveiki á bæ einum rétt fyr
ir utan Fakse í Stevns, um 15 km
fyrir norðan litlu eyjuna Nyord,
þar sem slátrað var í gær
22 kúm og 50 svínum vegna veik
innar.
Á bæ þessum fyrir utan Fakse
eru 50 nautgripir og 250 svín, og
verður að slátra kvikfénaði þess-
um.
Yfirverkfræðingur Landsvirkjunar um lausn ísvandamálsins í Þjórsá
Isnum verði skolað yfir
114 metra langar lokur
IGÞ-Reykjavík, laugardag.
Norðmennirnir, dr. Olav Devig
og Edvig Kanavin, sem hafa verið
hér að undanförnu að athuga ís-
myndanir á vatnasvæði Þjórsár og
Hvítár, fóru utan í morgun. Þeir
sátu m. a. fund með Landsvirkjun-
arstjórn áður en þeir fóru og svör
uðu ýmsum fyrirspumum og
ræddu einnig við verkfræðinga.
Tíminn sneri sér í dag til dr.
Gunnars Sigurðssonar, yfirverk-
fræðings hjá Landsvirkjuninni, og
spurði hann um helztu niðurstöð-
ur þeirra ísrannsókna, sem fram
hafa farið á virkjunarsvæði Þjórs-
ár, og gerðar hafa verið á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
Dr. Gunnar Sigurðsson sagði.
að norsku sérfræðingarnir hefðu
verið hér af og til síðast liðin tvö
ár við að rannsaka ísmyndanir á
Þjórsár- og Hvítársvæðinu, sem
hefur verið liður í almennum und
irstöðurannsóknum, sem hér hafa
verið unnar undir stjórn Raforku-
málaskrifstofunnar. Hins vegar
höfum við hjá Landsvirkjuninni
alltaf verið í sambandi við Norð-
mennina og þeir við okkur, sagði
dr. Gunnar. Þótt þeir hafi haft á
hendi athugun á ísmyndunum,
hafa þeir ekki unnið að úrlausn
verkefna við Búrfell.
Dr. Gunnar sagði, að í gær
hefðu Norðmennirnir setið fund
með stjórn Landsvirkjunarinnar,
og síðan hefðu þeir átt fund með
verkfræðingum Landsvirkjunar-
innar. Dr. Gunnar sagði, að þeir
hefðu rætt um isvandamálið og
þá sérstaklega hin svokölluðu
þrepahlaup, sem þeir hafa varað
sérstaklega við, og hefðu Norð-
mennirnir bent á þann möguleika
að byggja stíflu við Sultartanga,
sem er á ármótum Þjórsár og
Tungnár til þess að stöðva þrepa
hlaup, sem koma ofan að.
Um þrepahlaup er það að segja,
að botnís safnast fyrir í farvegin-
um og myndar fyrirstöðu, þegar
þiðnar geta komið flóðbylgjur. Þeg
ar efsta þrepið brestur og vatns-
þunginn frá því rýfur næstu þrep
fyrir neðan og síðan koll af kolli.
þangað til mikið vatnsmagn er
komið á hreyfingu og ryðst niður
farveginn og rífur með sér jakr.
hröngl.
Við höfum gert ráð fyrir því að
þetta eigi sér stað á virkjunar
svæði Þjórsár sagði dr. Gunnar og
meiningin er að hleypa þessum
hlaupum yfir stíflu, sem gerð er yf-
ir ána. Við gerum ráð fyrir að
setja upp viðvörunarkerfi, sem veií
ir okkur allt að hálftíma frest, að-
ur en hlaupið kemur. Það gefur
okkur tíma til að setja niður lokur
og hleypa vatninu yfir. Áætlað er
að lokur þessar verði 114 metrar
að lengd. Með því að hleypa vatn-
124 FORUST ER BOEING
VÉL HRAPAÐI í JAPAN
NTB-Tokyó, laugardag.
Boeing 707 farþegaþota frá
brezka flugfélaginu BOAC rakst
í nótt á hið heilaga fjall, Fujiy-
ama, í Japan, og fórust allir, sem
um borð voru, 124 að tölu. Er
þetta með meiri flugslysum sng-
unnar. Er nú skammt stórra högga
milli á þessu sviði í Japan, því að
tæpum sólarhring áður hafði flug
vél frá Kanada farizt á Tokyóflug
velli og með henni 64 menn, og
fyrir réttum mánuði síðan fórst
Boeing 727 þota með 133 mönnum
innanborðs í Tokýóflóa. Flestir far
þeganna í þotunni, sem fórst í
morgun, voru Bandaríkjamenn.
Tæknifræðingur, sem starfaði a
athugunarstöðinni á toppi Fujiy-
ama, þegar slysið varð, segir, að
honum hafi virzt, sem flugvélin
hafi lent í kröftugu uppstreymi er
hún var í um 4000 metra hæð. Sá
hann, að flugvélin þaut skyndilega
upp í loftið svo til lóðrétt. Og, að
því er virtist á sama augnabliki,
brotnaði hluti úr stéli flugvélarinn
ar, og það kviknaði i vélinni, áð
ur en hún féll til jarðar við rætur
Fujiyama.
Brot úr flugvélabrakinu og eig
ur farþeganna lágu á víð og dreif
á stóru svæði umhverfis stað
þann, sem þotan skall niður a
Tveimur tímum eftir slysið, logaði
í brakinu, og er talið óhugsandi að
nokkur sé lifandi af farþegum eða
áhöfn.
Framhald á 14. síðu.
Talsmenn yfirvaldanna í Dan-
mörku hafa lýst yfir áhyggjum
sínum vegna útbreiðslu sjúkdóms
ins, en áður hafði verið vonazt til
að tekizt hefði að takmarka veik-
ina. Stevns-héraðið er m. a. þekkt
fyrir góðan búpening, ekki sízt
nautgripi.
Sænska ríkisstjórnin veitti í gær
leyfi til þess, að keypt yrði bólu-
efni gegn gin og klaufaveiki fyrir
Framhald á 14. síðu.
1 agst gegn tilrauna-
veiðum togara innan
íslenzkrar landhelgi
SJ-Reykjavík, laugardag.
Eins og kunnugt er af fréttum
fór Útgerðarráð Reykjavíkur þess
á leit við sjávarútvegsmálaráðu-
neytið, að það heimilaði einum
togara að veiða innan Iandhelgi um
fjögurra vikna skeið undir vísinda
legu eftirliti. Ætlunin var að kanna
fiskigengd innan markanna og
setja aflann á markað hér í Reykja
vík.
Hafrannsóknarstofnunin fjallaði
um málið og skilaði áliti til sjáv
arútvegsmálaráðuneytisins þess
efnis að ekki væri ástæða til að
leyfa þessar veiðar.
Slíkt verkefni yrði sennilega fal
ið hafrannsóknarskipi því, sem
fyrirhugað er að kaupa í framtíð-
inni.
inu yfir er komið í veg fyrir að
jakahröngl safnist fyrir og stöðvi
aðrennslið. Við lítum svo á að
þetta sé nægilegt, en hins vega/
verða líka byggðar stíflur ofar j
ánni, sem liður i áframhaldandi
virkjun Þjórsár, sem mundu þá
stöðva þetta.
Þrepahlaup eru ekkert einsdæmi
um Þjórsá. Þau eru algeng í Laxá
í Þingeyjarsýslu, og það hefur
aldrei valdið neinum erfiðleikum
við nýju rafstöðina i Laxá að
hleypa þeim yfir stíflu. Þó verða
lokurnar í Þjórsá miklu stærri og
aðstaða betri.
Framhald á 14. síðu.
ELDUR I
FÉLAGS-
HEIMILI
ARMANNS
KT,—Keykjavik íaugardag.
Um r, leytið i morgun var
j slökkviliðið kvatt að félags-
t heimili Ármanns við Sigtún
I v Laugarnesveg. Þegar á stað
inn va' komið. var húsið fullt
af reyk og vesturálman alelda.
Skemindii urðu talsverðar
þó furðuiitlar miðað við að-
stæður
Það tók ekki nema um 40
mín. ao ráða niðurlögum elds
ins, en til bess varð að rjúfa
þak nússins í vesturenda
hússins var inngangur og
herbergi og ryðilagðist pað í
brunanum. Svo heppilega
vildi til a? eldurinn komst
ekki sai hussins og náði því
ekki að skemma hann, né
vmis leikfimiáhöld.
Eins og áðui er sagt, voru
skemmdu talsverðar, en ekki
hefur tekizt að grafast fyrir
um orsök brunans. Samkvæmt
upplýsingum slökkviliðsins,
var olíukynding öðrum megin
inngangsins. en rafmagnstafla
hinum megin. Var mikið
brunnið á báðum stöðum.
« -ii i n -i -