Tíminn - 06.03.1966, Side 3
SIWNTJDAGCR 6. marz 1966
TÍMINN_________ a
f SPEGLITÍMANS
Fyrir skömmu síðan átti að
fara að loka smáskemmtistað
í Liverpool, þar sem eigandi
hans skuldaði 10.000 pund og
átti að selja staðinn á upp-
boði en ekkert boð fékkst
hærra en 1500 pund. Þegar
táningar í Liverpool fréttu að
loka ætti staðnum flykktust
þeir þangað og í þrjá kl. vörn
uðu þeir þvi að lögreglan
★
Eins og kunnugt er af frétt-
um steyptu Ghanabúar styttu,
af Nkrumah forseta Ghana.
Stytta þessi var á fjölförnu
torgi í höfuðborg Ghana, og
er nú orðin aðalleikfang barna
£ Ghana .
kæmist inn. Allan þann tíma
spiluðu þeir bítlamúsik. Ástæð
an til þessarar hegðunar ungl-
inganna var sú að þessi
skemmtistaður var einmitt sá
¥
Bandaríski kvikmyndaleikar
inn Gary Grant, sem nú er
62 ára, er nú orðinn faðir í
fyrsta -skipti. Kona hans, sem
er 28 ára gömul, fæddi dóttur
á spítala í Los Angeles.
Þetta er fjórða kona Garys.
Áður var hann kvæntur Betsy
Drake. Viriginia Cherril og
milljónamæringnum Barböru
Hutton.
★
staður þar sem The Beatles
þófu frægðarferil sinn. Eigand-
inn greiddi bítlunum þá 6
pund á kvöldi. Myndin sýnir
unglingana í bardagaham.
Beatrix krónprinsessa Hol-
lands fær stöðugt nýjar og nýj-
ar áhyggjur í sambandi við hið
væntanlega brúðkaup. Fyrir
skemmstu neitaði starfsfólk á
símstöð nokkurri að gefa pen’
inga í brúðargjöf handa henni
og þrír þulir við hollenzka sjón
varpið hafa farið þess á leit,
að þeir þurfi ekki að lýsa brúð-
kaupinu í sjónvarpið.
Spánskt vikublað „Semana“
birti fyrir skömmu viðtal við
hertogann af Windsor. Sagði
hann blaðamanni blaðsins, að
hann ætti aðeins tvenn föt. —
Eg á aðeins tvenn föt. Önnur
eru þau sem ég er í og hin
hanga heima í skáp. Ég held
maður þurfi ekki að eiga mik-
ið af fötum til þess að vera
glæsilega klæddur. Glæsileiki
er kominn undir persónuleika
manna en ekki hve marga
jakka þeir eiga. Annars kæri
ég mig kollóttan um tízkuna
eins og hún er í dag. Ef ég
gerði það ætti ég kannski fleiri
föt. Hertoginn var klæddur
þykkum köflóttum jakka, sem
var mjög krumpinn að sögn
spánska blaðsins og buxurnar
hans voru með breiðu uppbroti.
— Lítið á þennan jakka, sagði
hertoginn. Ég var í þessum
jakka, þegar ég kom hingað
fyrir viku síðan og enn er ég
í honum. Hvers vegna ætti
maður að skipta um föt dag-
lega? Finnst yður þetta ekki
falleg föt? Til allrar hamingju
slapp blaðamaðurinn við að
svara.
★
Frá því að John Glenn varð
fyrsti geimfari Bandarikjanna
þann 20. febrúar 1962 og fram
á þennan dag hefur hann fengið
792.144 ástarbréf frá konum á
öllum aldri og nú hyggst hann
gefa út úrval þessara bréfa í
bók. Meðal þeirra, sem hugsa
sér að hljóta vinsældir af bók-
inni eru nokkur hundruð kon-
ur, sem skrifuðu honum og
hafa nú stofnað samtök til
þess að fara fram á það að
þær fái að njóta heiðursins af
bókinni.
★
Tízkuteiknarinn Courreges,
maðurinn, sem átti frumkvæð-
ið að stuttu kjólunum, hefur
boðið The Beatles í kvöldverð
í París. Ef þeir þiggja boðið,
ætlar hann að teikna með eig-
in hendi regnkápur handa
þeim.
★