Tíminn - 06.03.1966, Side 5

Tíminn - 06.03.1966, Side 5
5 SUNNUDAGUR 6. marz 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristián Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- iýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusfmi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hX Stjórnleysið á Islandi Hér í blaðinu hefur veriS bent á þá staðreynd, að ísland er það land Evrópu, þar sem dýrtíð og verðbólga hefur vaxið langmest síðari árin. Eigi að finna einhver hliðstæð dæmi til samanburðar verður að fara alla leið til Afríku eða Suður-Ameríku. Á þá staðreynd hefur jafnframt verið bent, — og var m. a. rækilega gert á Alþingi á síðastl. hausti — að aldrei hefur verðbólga vaxið hraðar en eftir seinustu þingkosningar, enda þótt það væri aðalloforð stjórnar- flokkanna þá að vinna að stöðvun hennar. Til réttlætingar á þessu afrfkanska ástandi á íslandi hafa stjórnarblöðin yfirleitt ekki nema eina afsökun. Þetta er allt Framsóknarmönnum og kommúnistum að kenna, þeir hafa æst upp bændur og verkalýð og stjórn in hefur ekki ráðið við neitt. Þessu er ósköp auðvelt að hnekkja. Fylgismenn stjórnarflokkanna innan verkalýðssamtakanna og bænda samtakanna hafa sízt verið kröfulinari en stjórnarand- stæðingar. Það eru einmitt þau verkalýðsfélög, sem eru undir forustu stjórnarsinna, sem gert hafa flest og lengst verkföll. Nú seinast eru það samtök verzlunar- manna. Enginn sanngjarn maður mun he'idur telja það óeðlilegt, þótt þessar kröfur hafi verið bornar fram, þar sem það er staðreynd, að kaupmáttur venjulegra daglauna hefur farið minnkandi, þrátt fyrir stóraukn- ar þjóðartekjur. Hvernig eiga launþegar og bændur að una slíkri öfugþróun? Þótt það sé þannig rangt að kenna stjórnarandstæð- ingum um dýrtíðina og verðbólguna, fellst eigi að síður athyglisverð játning í þessum fullyrðingum stjórnar- blaðanna. Þessi játning er sú, að stjórnin ráði ekki við efnahagsmálin. Þrátt fyrir sjö ráðherra, nýjan dýran seðlabanka og nýja dýra efnahagsstofnun, hefur aldrei ríkt þvílíkt stjórnleysi í íslenzkum efnahagsmálum sem nú. Þar blasir við upplausn og glundroði hvert sem litið er Þau afskipti, sem stjórnin reynir að hafa af þessum málum, gera aðeins illt verra, eins og sparifjárfrysting- in og vaxtaokrið. Það er þetta, sem gerir gæfumun íslendinga og ann- arra Evrópuþjóða varðandi efnahagsmálin. Ríkisstjórn- ir í öðrum löndum Evrópu stjóma og hafa allsæmileg tök á efnahagsþróuninni. Hér ríkir hins vegar stjórn- leysi. Ráðherrarnir hanga í stólunum og hafa náðuga daga meðan stjórnleysið magnast, dýrtíðin og verðbólg- an halda áfram að aukast og aðstaða jafnt launþega sem atvinnurekenda fer versnandi. Það er þetta ástand, sem minnir miklu meira á Afriku og Suður-Ameríku en Evrópu. Það var höfuðloforð stjórnarflokkanna í kosningun- um 1963 að bæta úr þessu. Aðalforingi þeirra sagði þá róttilega, að allt væri unnið fýrir gíg, ef ekki tækist að ráða við verðbólguna. Síðan hefur hún magnazt hraðara en nokkru sinni fyrr. Þriggja ára reynsla er nú fyrir því, að núv. stjórn er ófær um að standa við loforðin frá 1963. Hver heiðarleg stjórn, sem ekki getur staðið við lof- orð sín, segir af sér. Ekkert er ódrengilegra og ókarl- mannlegra en að hanga 1 valdastóli upp á þau býti að svíkja loforð sín. Hafi ríkisstjórnin ekki siðferðiskennd til að gera sér þetta ljóst, verður þjóðin að hjálpa henni til þess. TÍMINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Á kjörtímabil þingmanna aö vera tvö ár eða fjögur ár? Tillaga Johnsons forseta um lengingu kjörrímabils Lyndon B. Johnson, forseti FORSETINN hefur mælt með stjórnarskrárbreytingu, sem kveði á um lengingu kjör- tímabils þingmanna fulltrúa- deildar úr tveimur árum í fjög- ur ár. Þessi breyting kæmi þó ekki til framkvæmda fyrir kosn ingar árið 1972, eða ekki fyrri en Johnson forseti er örugg- lega hættur að gegna forseta- embætti. Johnson forseti legg- ur til, að þingkosningar til full- trúadeildar fari fram sama ár og forsetakostningar og vill hann með því afnema almenn- ar kosningar á miðju kjörtíma bili forsetans. Aðalrök forsetans fyrir breytingunni voru, eins og hann komst sjálfur að orði, að þingmenn fulltrúadeildarinnar væru með því móti „lausir við kosningabaráttu nægilega lengi til þess að þeim gæfist tóm til að ná fullum tökum á störf- um þingsins." Hann bætti því ennfremur við, að fjögurra ára kjörtímabil „dragi úr kostnaði við þinghaldið, bæði fjárhags- lega og pólitískt," og vonir stæðu til, að breytingin yrði til þess, að þingstörfin yrðu meira aðlaðandi en áður í aug um „hinna beztu manna, bæði í einkarekstri og opinberri þjónustu." Tilgangur Johnsons forseta með breytingunni er góður. En að minni hyggju hefur breyting in í för með sér ókosti, sem eru að minnsta kosti eins al- varlegir og vandkvæðin, sem henni er ætlað að leysa. SAMKVÆMT tillögu forset- ans yrðu þingmenn fulltrúa- deildar ekki kjörnir nema það ár, sem forsetakosningar fara fram, og kjörtímabil hvers þing fulltrúa um sig yrði því hið sama og kjörtímabil forsetans. Af þessu leiddi, að ekki yrði leitað álits kjósenda á fjög- urra ára kjörtímabili forsetans nema í þeim þriðjungi fylkj- anna, þar sem kostningar til öldungadeildar færu fram mitt á milli forsetakosninga. Að mínu áliti hlyti þetta að draga stórlega úr áhrifum full- trúadeildarinnar sem þeirrar stjórnarstofnunar, er næst stendur kjósendum, ef það eyddi þeim ekki með öllu. Þingmönnum fulltrúadeildar- innar, sem væru flokksbræður forsetans, hætti að sjálfsögðu mjög til að vera hans menn. Tíðast er forsetinn tilnefnd- ur sem forsetaefni annað kjör- tímabil og af því leiddi að mjög fast yrði eftir því gengið, að fulltrúadeildarþingmaður, sem kjörinn væri um leið og for setinn væri honum fylgispakur og auðsveipur. Stjórnarskráin ætlaðist til, að fulltrúadeildin stæði næst kjósendum allra stjórnarstofnana, en með breyt ingunni kemst forsetinn þar upp á milli. Með þessu móti yrði sá þriðjungur öldunga deildar, sem kjörinn væri á miðju kjörtímabili forseta, að gegna því hlutverki, sem full- trúadeildinni var ætlað sam- kvæmt stjórnarskránni. ÉG ER sjálfur ákafur fylgis- maður sterkrar forsetastjórnar og eindregið þeirrar skoðunar, að Woodrow Wilson hafi haft lög að mæla, þegar hann and- mælti þingstjórn. En breyting- in, sem lagt er til að gerð verði nemur burtu helzta að- hald þjóðarinnar á forseta- stjórn. Nú á tækniöid hlyti af þessu að leiða, að for- setinn sem heita má að hafi einokunaraðstöðu til notkunar sjónvarps, öðlaðist ótilhlýði- lega og óhófslega mikið vald. Bent befur verið á, að laga mætti þenna galla á fyrirkomu laginu, sem forsetinn stingur upp á, með því að kjósa að- eins helming fulltrúadeildar- þingmanna í senn, enda þótt kjörtímablið væri fjögur ár Yrði þá helmingur þingmanna fulltrúadeildar kjörinn sama ár og forsetinn, en hinn helming- urinn á miðju kjörtímabili hans. Þetta er að vísu miklum mun álitlegra en fyrirkomulagið, sem forsetinn stingur upp á, en hefur eigi að síður í för með sér allmikil vandkvæði. Skipta yrði þingmönnum full- trúadeildar í tvær fylkingar og yrði önnur að ganga til kosn- inga sama ár og forsetakosn ingar færu fram, en hin á miðju kjörtímabili hans. Þegar þannig væri farið að, yrði ekki með neinni vissu fullyrt um, hvort fulltrúadeildin gæfi í raun og veru rétta mynd af skoðunum og vilja kjósenda á miðju kjörtímabili forsetans. ÞEGAR verið var að ræða stjórnarskrána árið 1787 var ákaft deilt um, 'hvort kjörtíma- bil þingmanna fulltrúadeildar- innar ætti aS vera eitt, tvö eða þrjú ár. Árlegum kosningum var hafnað á þeim forsendum, að með því móti yrði kjörtíma- bilið of stutt með hliðsjón af því, hve ferðalög frá kjördæm- unum til höfuðborgarinnar tóku langan tíma á þeirri tíð. Madison fylgdi þriggja ára kjörtímabili, en því var einnig hafnað. Ég geri ráð fyrir. að því hafi verið hafnað af þeirri ástæðu, að með því móti yrði að kjósa þriðjung þingmanna hvert ár og það fyrirkomulag kæmi í veg fyrir eða torveld- aði mjög að minnsta kosti, að kosnir væru þingfulltrúar, sem styddu forseta, sem kjöri næði. Vilji kjósendur gera þennan eða hinn að forseta, ættu þeir einnig að eiga þess kost að veita honum meirihluta í full- trúadeild þingsins. Hafi kjós- endur aftur á móti orðið al- varlega andstæðir ákvörðunum forsetans og stjórnarfram- kvæmd hans, á að veita þeim tækifæri til að sýna andúð sína með þvi að svipta hann meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins. Samkomulag varð því um tveggja ára kjörtímabil árið 1787. Ég get ekki komið auga á, að færð hafi verið nægi- lega sterk rök gegn því fyrir- komulagi til þess að ástæða sé til að breyta því. GILDUSTU rökin með fjög urra ára kjörtímabili eru í því fólgin. að þingfulltrúar kjör- dæma, þar sem sérlega mjóu munar í fylgi, hafi ekki tíma til „að ná fullum tökum á störfum þingsins" vegna „þess áleitna þrýstings, er stafarfrá baráttu fyrir endurkjöri ann- að hvert ár.“ Þessa röksemd þarf þó að at- huga af stakri gaumgæfni og vandvirkni til þess að fá úr því skorið, hvort aðalvandikvæð in stafi af því, hve stutt kjör- tímabilið er. Vera má, að þau stafi af hinu, eins og Joseph W. Sullivan benti á í The Wall Street Journal, að þingmenn verði að eyða allt of miklum tima í annarleg verkefni, til dæmis viðræður við umsækjend ur um herskólann í West Point og erindrekstur fyrir kjósend- ur sína. Þessa annmarka væri auðvelt að laga með því að láta þing- mönnum í té fleiri og færari aðstoðarmenn en nú er gert. Þarna er komið inn á svið, sem rétt er að byrja á að at- huga vendilega þegar við för- um að reyna að bæta mannval- ið í fulltrúadeilc' þinssins

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.