Tíminn - 06.03.1966, Side 8

Tíminn - 06.03.1966, Side 8
SUNNUDAGUR 6. marz 1966 8 TÍMINN í Adlai Stevenson kveið jaín- fraant ósköpin öll fyrir þeirri standu er hann gengi á fund Johnsons forseta til að afhenda honum lausnarbeiðnina. Hann þóttist ganga að því vísu, að Johnson mundi leggja sig all an fram um að fá hann til að haida embættinu áfram. Svo mundi hann spyrja, hver ætti svo serni að koma í staðinn fyrir mig hjá Sameinuðu þjóðunum og satt að segja hefur mér ekki fcomið í hug nokkur maður lík legur til þess starfs,“ sagði AdlaL HMri gerði hann sér neitt far um það þetta kvöld að gagn rýna í grundvallaratriðum stefnuna í Vietnam eða Dómin- iska lýðveldinu. E. t. v. hefur hann ekki kært sig um að lýsa yfir við mig andúð sinni á stjómarstefnunni gagnvart Dóminiska lýðveldinu, því að sennilega hefur honum venð kunnugt um það, að ég hafði verið hlynntur bandarískri í- hlutun á Karíbahafinu, og þótti mér það þó ill nauðsyn. Hvi gat forsetinn ekki beðið í svo sem þrjá daga, þannig að bægt hefði verið að fá meiri stuðning frá Suður-Ameriku?“ spurði hann mig. Eg svaraði því til, að persónulega teldi ég það ekki hafa verið hægt, að atburðarásin í Santo Domingo hefði verið það hröð og að ég gæti ekki ímyndað mér, að margar ríkisstjómir Suðuv- Ameríku vildu fúslega veita opinbera aðstoð bandarískri íhlutun í Rómönsku Ameríku. Þeir mundu ekki sjá sér það fært vegna ástands í innanrikis málum, hvað sem liði einkaósk um þeirra. „En hvaða nauður rak okkur til að senda svona fjölmennt herlið á vettvang, 20 þúsund manna lið?“ spurði Adlai. Eg anzaði því, að landvarnarráðu neytið hefði upphaflega óskað leyfis til að setja 30 þús. manna her á land, og Stevenson komu þessar upplýsingar á óvart. Hann reis á fætur, tók glösin okkar, gekk yfir að litla barn um og blandaði okkur drykki. Allt í einu varð hann svo yfir- 3 taks þreytulegur, að ég stakk upp á því að hann færi í hátt inn. En hann vildi samt halda eitthvað áfram samræðum. Hann fór að segja mér frá laug ardagsheimsókn sinni til Chequ ers og sitthvað af Wilson for- sætisráðherra, sem hann dáöi mjög. „Eg skal segja þér, að Wilson gerði það ekki enda- sleppt. Hann sýndi mér húsíð hátt og lágt og ekki hætti haun / fyrr en hann var búinn að kynna mig fyrir hverjum cin asta vinnumanni og vinnukonu í húsinu." (Viku síðar, er ég var stadd ur í Downing Street 10, rifjaði Wilson upp þessa ferð i Chequers og sagði: „Adlai virt ist hafa áhuga á að skoða hvern krók og kima í húsinu." Enn- fremur sagði Wilson mér, að hann hefði sýnt Stevenson Rubens-málverkið, sem Churc hill fannst hann þyrfti að gera bragarbót á og tnálaði mús inn á myndina. „ímyndið yður sjálfstraust þess manns, sem leyfði sér að breyta málverki eftir Rubens!" bætti Wilson við, er hann sagði mér frá þessu). Við ræddum aftur og fram um Sameinuðu þjóðirnar, Wash ington ,Vietnamm, Démini- ska lýðveldið og hvað Steven son hugsaði til eigin framtíðar. Hann rifjaði upp dag einn i skrifstofu Johnsons forseta, þeg ar forsetinn gaf skipanir um að senda út af örkinni dálítinn flokk sjóliða til að bjarga út- lendingum ,sem voru í hættu í Santo Domingo. Aðrir viðstadd ir í forsetaskrifstofunni voru Dean Rusk utanríkisráðherra, McGeorge Bundy, sérlegur að- stoðarmaður forsetans, og Hu- bert Humhrey varaforseti. Forsetinn las upphátt tilkynn inguna, sem hann ætlaði að flytja í útvarpinu. Og þar var drepið á fleira en sendiförina til að bjarga útlendingum. Þar var setning svohljóðandi, að Bandaríkin mundu ætíð vera reiðubúin að hjálpa Dómin- iska lýðveldinu við að varðveita frelsi sitt. Þetta var fyrsta á- bendingin um það, að nokkum mann á æðri stöðum renndi grun í hættuna á kommúnista byltingu. Þessi setning mundi draga ófyrirsjáanlegan pólitísk an dilk á eftir sér. Stevensoa kvaðst hafa spurt forsetann hvort hann hefði á móti að lesa þessa sérstöku málsgrein aft- ur. Johnson gerði það. ,Jlvaö þýðir þetta?“ spurði Stevenson fundarmenn í heild. Mér skild ist, að ekkert sérstakt svar hefði verið gefið við þeirri spurn- ingu, en Johnson varð allábúð armikill og fór að velta þessu atriði fyrir sér. Síðari grein Stevenson kvaðst hafa hallað sér í áttina að Humphrey, sem væri sér mjög að skapi, og hvíslað: „Segðu eitthvað!" En Humphrey lagði fingur á varir sér og hristi höfuðið. „Eg gekk til Mac Bundy, sem stóð við gluggann og horfði út og sagði: „Hvað álítur þú?“ Bundy svaraði: „Eg er á báðum áttum." Stevenson duldi ekki fyrirlitninguna yfir þessu svar;, er hann sagði mér söguna. Loks tók forsetinn símaheyrn artólið og bað um samband við Thomas C. Mann, varautanrik isráðherra í efnahagsmálum. Mann, sem var harðsoðinn raun sæismaður í rómansk-amerísk- um málefnum, sagði forsetan- um, að hann sæi ekkert athuga vert við þessa setningu. En Adlai sagði, að innan skamms hefði forsetinn snúið sér að hon um og mælt: „Eg hcld að þú hafir rétt fyrir þér“ og strikaði svo með blýanti yfir þessa vafa sömu setningu. Adlai minntist persónulegra auðímýkinga. í vor sem leið var forsetinn að búa sig undir að halda mikla ræðu í San Fran sisco á tuttugu ára afmæli Sam einuðu þjóðanna. Stevenson var beðinn að semja frumgerð ræð unnar, sem hann gerði og lagði þar fram nokkrar vandlega hugsaðar stefnutillögur. Rétt á eftir birti New York Times grein eftir James Reston, þar sem hann kom með kænlega spádóma um tillögur forsetans. Sennilega af þessari ástæðu lét forsetinn endursemja ræðuna að mestu leyti. Þegar Stevenson, sem var þó allténd aðalsendifulltrúi Banda ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð unum, kom í Hvíta húsið til að fá að heyra endanlega gerð ræðunnar, gat Richard Good- win, aðstoðarmaður forsetans og vinur Stevensons, ekki með nokkru móti fallizt á það. Hann sagði Stevenson að Johnson for seti hafi þvertekið fyrir, að ræðan væri sýnd nokkrum manni, að Stevenson og Rusk ráðherra alls ekki undanskild um. „Það sem eftir var af bok menntalegu gildi ræðunnar, var frá mér komið, þótt mergurinn málsins í tillögum mínum haíi verið numinn burt“ sagði Stev enson. Mér fannst þessi atburður hafa sært hann og móðgað. Og samt. í allri hinni löngu sam ræðu okkar þetta kvöld, lét hann ekki hnjóðsyrði falla eða gagnrýni á Johnson. Mér er næst að halda, að hann hafi borið virðingu fyrir hæfni forsetans en alls ekki verið hlýtt til hans persónulega sem manns. Ég spurði hann álits á Dean Rusk, þeim er skipaði stöðuna, sem Stevenson hafði viljað fá. Hann yppti lítillega öxlum og svaraði: „Æ, ég á erfitt með að botna í honum. Hann er svona hálfpartinn steinrunn- inn.“ Þegar Kennedy forseti féll frá, vissi Stevenson ekki, hvort nýi forsetinn vildi að hann héldi áfram hjá Sam einuðu þjóðunum eða hvort hann sjálfur kærði sig um það. Næst er hann hitti John son, hvatti forsetinn hann til að kveðja fréttamenn á sinn fund og tilkynna, að hann hefði „látið skrá sig um stundarsak- ir.“ Adlai sagði mér, að hann hafi færzt undan þessu og látið sitja við það orða- lag á tilkynningunni, að hann mundi ekki ganga af skipinu á örlagatímum. Stevenson varð að koma fram sem umboðsmaður bandarískr ar utanríkisstefnu hjá Sam einuðu þjóðunum, en vita- skuld áleit hann sig meira en það. Fjöldi fólks í mörg um iöndum heims hafði dáð hann og fagnað honum sem nokkurs konar tákni friðar um víða veröld. um háleita hugsun og manngæzku. Sem manninum Adlai Stevenson var honum í mun að reyna af fremsta megni að gera þjóðir heims öruggari um til- veru sína. Hann hafði miklar áhyggjur út af stríðinu í Viet nam. Nú hagræddi hann sér enn betur í sóffanum og sagði mér sögur af samningatilraun- um, sem hvorki almenningi né mér var kunnugt um. Ég veit ekki hvort sumt fólk fær fyrir boða um dauða sinn. Og þó, á meðan Adlai var að tala, gat ég ekki varizt þeirri hugs un, að hann væri að segja mér frá þessu öllu af því að honum byði í grun, að þetta yrði að kunngjöra áður en það væri um seinan. Snemma hausts 1964, hélt hann áfram, hafði U Thant fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna persónulega fengið stjórn arvöld Norður-Vietnam til að samþykkja að gera sendiboða út af örkinni til viðræðna við bandarískan sendifulltrúa í Rangoon í Burma. Einhver í Washington vildi endilega að þessari tilraun yrði frestað fram yfir forsetakosningar. Þeg ar kosningar voru um garð gengnar, tók U Thant aftur upp þráðinn. Hanoi var enn fús til að gera út sendiboða. En Robert McNamara land- varnarráðherra var hreinlega andvígur þessari sáttatilraun, það yrði að upplýsa stjórnina í Suður-Vietnam um þetta, því þetta væri bara til að draga sið ferðisstyrkinn úr henni, og ekki væri bætandi á vandræða ástandið á því búi. Þetta sagði Stevenson og það með, að U Thant hefði orðið æva- reiður út af því, að þannig var spiUt öllum árangri af þrotlausum tilraunum hans til sátta, en hann hafi samt ekki gert uppskátt um það, sem gerzt hafði. Tíminn leið og stríðið breidd ist út. Úr öllum áttum innan Sameinuðu þjóðanna var 'lagt hart að U Thant að beita sér sem helzti friðarpostuli heims- Því stakk hann upp á skil yrðislausu vopnahléi og yrði vopnahléslínan dregin ekki aðeins yfir Vietnam, heldur einnig grannríkið Laos. U Thant kom með þessa stór- merku uppástungu. Bandarískir embættismenn gætu stílað skil mála um vopnahléstilboð, ná- kvæmlega eftir sínu höfði, og hann, U Thant, skyldi túlka það nákvæmlega þeim orðum. Aftur hafi McNamara hafn að. sagði Stevenson mér og kvaðst ekki vita til, að nokk urt svar hafi komið frá Rusk utanríkisráðherra. Er þessir atburðir gerðust, var það yfirlýst sjónarmið Bandaríkjanna, að haldið yrði áfram að berjast unz Norður- Vietnam „léti nágranna sína í friði“ eins og það hét á máli utanríkisráðuneytisins þá. Það þýddi m. ö o. að komm únistar yrðu að hafa frum kvæðið að því að hætta að berjast. Og það var fyrst í ræðunni, er Johnson forseti hélt í Baltimore í apríl s. 1. að hann tilkynnti, að Banda rikin lýstu sig fús til samn ingaumleitana án þess að setja skilyrði. (Nokkrum dögum eftir frá fall Stevensons flutti ég er indi í CBS-útvarpi og rakti þar í megindráttum það. sem hér greinir frá án þess þó að tilgreina heimildir, sem nauð syn knýr oft til. en það kalla fréttamenn í Washington „reglu nauðungarrithvinsku.“ Ég varð ekki var við nein við brögð gagnvart þessum upp- lýsingum þá, en hálfum mán- uði síðar, er ég skrapp í fríi Framhald á bls. 12 I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.