Tíminn - 06.03.1966, Side 9

Tíminn - 06.03.1966, Side 9
SUNNUDAGUR 6. marz 1966 j nýjum Ásgríms- lundi. Lítinn vafa má telja á því, að mörgum listelskum manni verði gengið næstu dagana inn í Boga- salinn til þess að skoða Ásgrims sýninguna, sem þar er opin þessa daga. Mikill yndisarður er að skoða myndir Ásgríms aftur og aftur eins og færi gefst á meðal annars í Listasafni rikis- ins og þó fremur í húsi hans sjálfs við Bergstaðastræti, þar sem skipt er um myndir með jöfnu millibili. Ásgrímur Jóns- son hefði orðið niræður þessa daga, ef hann hefði lifað. Lista- auður sá, sem hann gaf íslenzku þjóðinni, er veigamikiil hluti af þjóðbúningi hennar og vafasamt TÍMINN Á Ásgrímssýningunni í Bogasalnum. 'Frú Bjarnveig Bjarnadóttir fyrir miðju. MENN OG MÁLEFNI 0 ’* o \. að hún eigi betri útgáfu íslands- sögu og íslandslýsingar. Húsið hans við Bergstaðastræti er orð- ið að lítilli listakirkju, þar sem allir hljóta að ganga um með lotningu. En sýning sú, sem nú er í Bogasalnum, er nýr fjársjóður þessa listaauðs, myndir, sem menn fá að skoða í fyrsta sinn, ný verk sem birtast tugum sam- an. Allir afkastamiklir málarar eiga urmul hálfgerðra eða ólok- inna verka, og svo var einnig um Ásgrím. En hann bjó jafn- an við þröngan húsakost, og því varð geymsla ýmissa fulllok- inna mynda hans ekki ætíð sem skyldi. Eftir hann fundust tugir fagurra og fullgerðra mynda, sem skemmzt höfðu eða óhreink azt. Stjórn Ásgrímssafns með frú Bjarnveigu Bjarnadóttur í broddi fylkingar réðst í að reyna að bjarga þessum auði með því að senda verkin til út- landa, þar sem sérfræðingar skíra þau. Þjóðin á Bjarnveigu meira að þakka, en menn gera sér ef til vill ljóst enn, fyrir gæzlu hennar á Ásgrímssafni. Og nú gefst mönnum færi á að ganga í nýjan lund til Ásgríms í Bogasalnum. Þá för skyldu menn ekki láta undir höfuð leggjast, því að enginn hefur málað íslenzkan bjarkaskóg né ;'lenzka fjallasýn fegur en hann. Hér er um sérstæðan og merki- legan listaviðburð að ræða. Þau eru mörg „alþýðuafmæl- in“ í þessari viku. Hinn 11. þessa mánaðar verða Alþýðublaðið og Mþýðuflokkurinn fimmtug og degi síðar Alþýðusambandið. t>að var á miðjum öðrum áratugi bessarar aldar, sem íslenzk •°rkamannastétt, sem kallaði sig með hreykni alþýðu. fann sam- ^akamátt sinn, beislaði hann og tók að beita honum. Vafalitið má telja stofnun Alþýðusam- bands íslands einn allra merk- asta tímamótaviðburð í íslenzkri sióifeitaptiis- og framfarasögu. og fá =amtök munu hafa höggvið á fleiri hnúta og viðjar, sem krepptu að fátækasta hluta þjóð arinnar. Þessar stéttir hafa marga hildi háð og margan sig- ur unnið í krafti samtaka sinna, og oft orðið að sækja fast fram. Alþýðublaðið og Alþýðuflokk urinn áttu lengi mikinn og giftu drjúgan þátt í sókn þessara stétta úr umkomuleysi til betra lífs, og fyrir það hlýtur þjóðin að votta þeim þakklæti. En ánægjulegra hefði verið, að Al- þýðuflokkurinn hefði nú verið ráðandi afl í stjórn og sókn AI- þýðusambandsins en ekki í vinnumennsku hjá þeim stóru húsbændum, sem barátta Al- þýðusambandsins hefur löngum verið hörðust við. Hlýtur það að verða mörgum Alþýðuflokks- manni nokkurt umhugsunarefni þessa afmælisdaga, hvernig á því stendur, að nú er svo sköp- um skipt. Getum við unað meiðvrðalöesiöf- inni lengur ? Oft og mörgum sinnum hefur það verið umræðuefni, hvort meiðyrðalöggjöf sú, sem nú gild ir, og orðin er allgömul, sé ekki úrelt og ekki lengur í sam- ræmi við nútíðarskilning í prent frelsi. Enginn telur meiðyrðalög gjöf með öllu óþarfa og flestir telja, að ákvæði hennar eigi að miðast við það að vernda menn fyrir álygum, fyrir ósönnum áburði. En hitt er jafnrétt, að gildandi ákvæði hennar ganga lengra. Þau gera ráð fyrir, að áburður, ámæli og sakagiftir geti talizt refsivert athæfi, þótt sannaðar séu. Þessi ákvæði eru meira að segja svo hörð, að þau hlióta að hefta og skerða gagn- i-vni. sem oft og einatt er sam- félaginu gagnleg og beinlínis í biónustu almenns siðgæðis og rét.tlætis, og því eru lögin ærið oft skjöldur fyrir einstaklinga, sem vinna verk, er aðrir bíða caklausir tjón af. og þau girða oft veg sannra málsraka til upp- ivcingar brotamálum. Fyrr á árum voru meiðvrða- mái mjög tíð ef mönnum þótti illa að sér vegið í blöðum eða á öðrum opinberum vettvangi. Blaðamenn og ritstjórar fengu oft dóma, og margt var dæmt „dautt og órnerkt," án tillits til sanngildis. Fésektir og jafnvel fangelsisdómar fylgdu stundum. Á síðustu áratugum hefur orðið á þessu breyting. Stefnum fyr- ir meiðyrði fækkaði að mun. Menn töldu það varla ómaksins vert að standa í málaferlum, þótt ógætilega væri að þeim vegið í orði, og sú skoðun varð æ ríkari, að mestu máli skipti að verja sig fyrir dómstóli al- menningsálitsins. Hið opinbera viðurkenndi og óbeinlínis, að ákvæði meiðyrðalöggjafarinnar væru úrelt með þvi að fram- fylgja um skeið slælega dómum, og dómstólar dæmdu lágar fé- sektir fyrir meiðyrði. Svo var komið, að menn töldu í raun og veru búandi við núverandi meiðyrðalöggjöf vegna þess, að henni var beitt vægilega og meið yrðadómar oft taldir marklitlir. Endurskoðun tímabær. Þannig hefur staðið alllengi, en ýmis sólarmerki hin síðustu misseri benda til, að endurmati þessara meiðyrðaákvæða verði varla skotið á frest lengur. Dóm- ar hafa verið þyngdir, og fyrir skömmu féll meiðyrðadómur með óvenjulega háum fésektum og ærubótum. Svo virðist sem stærsta blað landsins telji þetta merk þáttaskil til umbóta og seg ir svo um það í forystugrein: „Fram að þessu hefur meið- yrðalöggjöfin ekki veitt mikla vernd hér á landi, en sýnilegt er nú, að dómstólar skilja bet- ur en áður. að þessi löggjöf á að vernda æru manna. og má vera að þessi dómur verði til þess, að sorpblöðin fari sér hæg- ar héðan 1 frá en hingað til.“ Hins vegar fer varla hjá því, sð hinir þ.yngdu meiðyrðadóm- ar. sem felldir eru eftir ákvæð- ’irn sem telja áburðarsök meið- vrðj. hvort sem hún er sönnuð eða ekki, hljóti að gera mönnum ljóst að þessum ákvæð um verður að breyta. Það er ekkert leyndarmál, að umræður dagblaða um meint misferlismál verða ærið oft siðlítil einmitt vegna hinna hörðu meiðyrðaá- kvæða. Blöðin tala um þessi mál undir rós og án þess að nefna nöfn, þótt þau viti og geti sann- að misferlið á ákveðna einstakl- inga, og þannig lendir áburður- inn oft á hópi manna eða jafnvel stétt, þar sem fleiri eru sak- lausir en sekir. Slíkt er auðvit- að eins mikið eða meira siðleysi en að nefna þá eina, sem sekir eru. Við athugun mundu menn vafalítið komast að þeirri nið- urstöðu, að meiðyrðaákvæðin séu úrelt, þau séu ekki í sam- ræmi við nútímaskilning á eðli og nauðsyn prentfrelsis og leiði eins oft til siðlægingar sem sið- betrunar í umræðum og jafnvel eins oft til ærukrenkingar sem æruverndar saklausra manna. listalaun á dagskrá Svo hefur nú farið sem ástæða var til að ætla eftir síð- ustu atburði við úthlutun lista mannalauna, að hreyfing er kom in á þessi mál, þó að mennta- málaráðherra, sem lýst hafði yf- ir, að hann mundi nú freista þess á nýjan leik að leysa mál- ið úr sjálfheldunni, haldi enn að sér höndum. Tvö frumvörp um nýja skipan þessara mála eru komin fram á Alþingi, ann- að frá Gils Guðmundssyni, hitt frá Karli Kristjánssyni. Frum- vörp þessi hníga um margt í sömu átt en þó ber nokkuð á milli. Frumvarp Gils er öllu viða meira og bindur saman fleiri hliðarþætti. Frumvarp Karls er fremur miðað við raunhæfa lausn þess vanda, sem við blas- ir og harðast kreppir að. en leið- ir hjá sér að blanda í málið öðrum báttum Það er þvi miklu h'klegra til þess að verða raun- hæfur áfangi til lausnar vanda- málsins. op IWin. I mjög athyglisverðri fram- sögnræðu. sem Karl Kristjáns- son flutti fyrir frumvarpi sínu, '’æddi hann meðal annars tölu- vert um sambúð valdsins og list- ____________________________9 arinnar — stjórnmálanna og skáldverksins, og mælti á þessa leið: „í öðru lagi er svo tilhneig- ing pólitískra valdhafa til þess að vilja sveigja listir til þjón- untu við sína stefnu og láta iðk- endur lista njóta þess eða gjalda, hver afstaða þeirra er. Þar af leiðir, að það er óverjandi ónær- gætni gagnvart listum að hafa þá skipan, sem við höfum, að kjósa menn éftir flokkspólittsk- um línum til þess að skipta milli listamanna því fé, sem Al- þingi veitir á ári hverju til list- launa. Þetta er samvizkulaust gagnvart listunum og hlýtur að hefna sín í menningu þjóðarinn ar, þegar til lengdar lætur. List- in á ekki að þurfa að lúta öðr- um lögmálum en sínum eigin. Hún á að vera frjáls. Listamenn eiga ekki að vera málalið. Þeir eiga ekki að þurfa að gæta hags- muna gagnvart ríkisvaldi í sköp- un eða túlkun listar. Shakespeare sagði: „Valdið setur tunguhaft á listina.“ Þetta er sígildur sannleikur. En vald- ið gerir þetta þegar það getur.“ Karl minnti síðan á afskipti og átök „valdsins“ á Alþingi um listamannalaun fyrr á ár- um, svo sem um listalaun til „byltingaskáldsins“ Þarsteins Er lingssonar, Matthíasar Jochums- sonar og Halldórs Laxness og taldi, að þótt þessi dæmi væru gömul, sýndu önnur nýrri, að við hér á íslandi hefðum ekki gætt þess nógu vel, að valdið reyndi ekki að setja tunguhaft á listina. Síðan sagði hann m.a.: „Þrjú síðustu árin hefur sjö manna nefnd skipt fjárfúlgu þeirri, sem Alþingi hefur veitt til listlauna. Nefndin hefur ver- ið kosin hlutfallskosningu í sam einuðu þingi, og er flokkslega í sömu styrkleikahlutföllum og þingið. Þar hefur ríkisstjórnin sinn meirihluta. Og stjórnar- meirihlutinn í nefndinni hagar sér líkt og meirihlutinn á Al- þingi, rétt eins og verið sé að vinna að pólitískum ákvörðun- um. Svört messa yfir ríkjandi þjóðlífsstefnu fær ekki neina viðurkenningu hjá meirihlutan- um. Þar kemur ekki til greina að launa neina lýsingu á öheil- brigðu borgarlífi samtíðar. Ég er með þessu ekki að deila á meirihlutamennina í nefnd- inni, þótt vissulega séu þeir ásökunarverðir. En þeir eru í álögum pólitíkurinnar. Ég er að deila á það fyrirkomulag, sem veldur álögunum. I istin er laneferða- nesti. Að lokum sagði Karl: „Stefna sú, er ég vil láta frum varpið þjóna er þessi: Að leysa listlaunareglurnar úr þeim viðjum annarlegra og óskildra sjónarmiða, sem þar hafa verið að verki. Að tryggja svo sem unnt er, að þeir einir hafi úthlutun á hendi, er sæmilega dómbær- ir séu á hverja listgrein og hafi t.iltrú launþeganna sjálfra og vinni verk sín á ábyrgð þeirra. Að skipulagið sé lifandi og ’f'ðræðislegt, stirðni hvorki né storkni í akademíu eða emb- ættislegu formi. Að úthlutun listalauna sé út af fyrir sig og ekki ofin samar Framhald á 14. síðu. ‘ \ '»r 't,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.