Tíminn - 06.03.1966, Síða 12

Tíminn - 06.03.1966, Síða 12
TÍjyiJNN 12____________________________ STEVENSON Framhald af bls. 8. til Frakklands, birtist sama fréttin — án þess að nefna U Thant — í New York Herald Tribune og einnig á forsíðum margra blaða í Frakklandi og fleiri löndum. Embættismenn í Washington hristu þetta af sér með þeirri staðhæfingu, að um haustið eða veturinn hafi ekki gefizt nein veruleg tæki færi til friðarumleitana. Óvíst er, hvort hið sanna verður nokkurn tíma gert opinskátt á þeim stöðum. En það leikur ekki á tveim ttingum, að Adlai Stevenson, sem var í náinni samvinnu við U Thant að þess um tilraunum, var sannfærð ur um, að ekki hefði átt að láta þessi tækifæri ganga úr greip um, hvaða árangur sem þær friðarumleitanir hefðu borið). Hann var greinilega ekki að segja mér frá þessum tækifær um eða möguleikum eða hvað menn vilja kalla það, einungis vegna þess, að þetta hafi verið örugg leið til að koma á friði í Vietnam. Heldur tilgreindi hann þetta sem skýrt dæmi þess, hversu starf hans hjá Sameinuðu þjóðunum hefði verið ónýtt og mikil fyrirhöfn unnin fyrir gýg. Hann hafði áður vanizt því að marka stefnu en ekki láta segja sér, hvernig stefna ætti að vera og hversu hann ætti að verja hana og útskýra fyrir umheim inum. Einkum fannst honum óþolandi, ef visst fólk í Hvíta húsinu eða utanríkisráðuneyt- inu, ekki nema unglingar í hans augum, færu að segja hon um fyrir verkum. Honum þótti þetta fólk ekki bera minnsta skynbragð á erfiðleik ana, sem hann ætti við að etja hjá Sameinuðu þjóðunum, og hann dró stórlega í efa, að það hefði verulegt vit á vanda og hættum í heimsmálum. Það kom stundum fyrir, er hann stóð í miðri kappræðu við kommúniska fulltrúa hjá Sam einuðu þjóðunum — fyrir opnu útavrpi eða sjónvarpi — að allt í einu hringdi síminn til hans frá Washington eða sendisvein ar lögðu miða á borðið hjá honum, þar sem á voru skrif uð orð frá æðri stöðum um það, hvernig hann ætti að botna ræðuna. Það leyndi sér ekki, að þessar aðfarir höfðu reitt hann ákaflega til reiði. Sumarnóttin færðist yfir, komið fram um lágnætti. Ég sagði við Stevenson, að hvað sem hann tæki sér fyrir hend ur eftir að hann hætti hjá Sameinuðu þjóðunum, væri mjög þýðingarmikið að hann færði í letur persónulegar end urminningar sínar. „Það er nú það“, sagði hann þá. „Cass Canfield fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar Harper & Row hefur verið að kvabba á mér langa lengi. En fjandakornið að ég hafi nokk urn tíma skrifað dagbækur eða minnisblöð eins og þú og þinir líkar gerið. Mér veitist mjög erfitt að fást við ritstörf. Hvern ig náungar eins og Art Schles inger geta rutt úr sér öllum þessum bókum, það er meira en ég fæ skilið." Ég minnti hann á, hvernig Dean Acheson hefði farið að, þegar hann lét af embætti utan ríkisráðherra. Hann vildi ekki búa bók til prentunar með ítarlegum endurminningum, — sumpart af því hann vildi ekki segja allt af létta um menn, sem enn voru á lífi — en gaf í þess stað léttar og hrífandi lýsingar á ýmsu frægu fólki, sem hann hafði kynnzt í starfi sínu, Churchill og fleirum. Stevenson varð hnakkakertari. þegar ég rifjaði þetta upp og velti þessu fyrir sér þegjandi um stund. Hann sagði halda, að hann væri búinn að vera nógu lengi í þjónustu ríkisins, nálega 30 ár, og þegar hann nú hætti hjá Sameinuðu þjóðunum, ætl aði hann ekki að taka að sér annað starf í þágu hins opin- bera. Hann ætlaði að stunda lögfræðistörf, vera búsettur í New York en starfa aðallega við lögfræðiskrifstofu sína í Chicgao, það mundi gefa tæki færi til að hitta barnabörn sín oft. Þau áttu stórt rúm í hjarta hans. Það var nú svo, að Adlai hafði lifað eiginkonu laus og ekki átt neitt fast heimili í meira en fimmtán ár. Ég hafði vitað lengi, að hann var í rauninni einmana mað- ur, og hann vissi, að mér var kunnugt um þetta, þótt ætíð hætti hann við að ræða það við mig. „0, jæja“, sagði hann loks. „um hríð vildi ég gjarna sitja í skjóli á skemmtistað með vínglas í hendi og horfa á fólkið dansa.“ Hann átti orðið bágt með að halda sér vakandi. Ég stóð upp og hann lét sér það lynda. Þeg ar við vorum á leiðinni fram ganginn, mættum við lágvöxn vex er nýtt syntetiskf þvottaduft, er léttir störf þvottadagsins. vex þvottaduftið leysir upp óhreinindi við lógt hitastig vatnsins og er sérstaklega gott í allan þvott. vex gefur hreinna og hvitara tau og skýrari liti. vex er aðeins framleitt úr beztu fóanlegum syntetiskum efnum. Reynið vex í næsta þvott. vex fæst í næstu verzlun. um ljóshærðum manni með gler augu. Adlai kynnti okkur. Þetta var Truman Capote, skáld- sagnahöfundurinn, enn einn kunningi Bruce-hjónanna, sem gisti hjá þeim, og hann hafði verið að skemmta sér. Eitt hvað sagði hann, sem við heyrð um ekki, þegar við vorum að fara inn í lyftuna. Stevenson sagði á leiðinni niður: „Þessi ungi maður er nýbúinn að skrifa bók, og hún á eftir að gefa honum tvær milljónir doll ara. Hvað segirðu um það?“ Hann fór með mér alla leið að útidyrunum, bað bílstjórann að aka mér heim á hótelið og sækja sig í fyrramálið klukkan hálftíu. Adlai átti þá að mæta í brezka utanríkisráðuneytinu. Við kvöddumst með handa- bandi. Og hann sló hnefanum léttlega á öxlina á mér um leið og ég gekk út. Adlai Stevenson dó af þreytu, hann hreint, og beint sleit sér út. Ég veit ekki, hvernig á að orða það öðru vísi. Vitaskuld átti það þátt í því hversu verk hans unnust oft fyrir gýg. En hann dó ekki úr vonbrigðum. Hafi einhverjir á- litið hann ,,harmsögulega“ per sónu, efast ég um, að hann hafi litið þannig. á sjálfan sig. Hvort sem aðrir halda því fram, að ævi hans hafi verið eintóm mis j tök, þá er ég þeirrar skoðunar, að hún hafi borið mikinn ávöxt. Þegar hann stóð á fimmtugu, vissu fáir aðrir en nánustu vin- ir um hina fágætu mannkosti hans og hæfileika. En er hann lézt fimmtán árum síðar hörm uðu milljónir fólks hann með tárum. Og hann hafði þessi áhrif á hinn siðmenntaða heim án þess að beita nokkrum valda méðulum. Hann áorkaði því einungis með orðum sínum og gerðum. Ég ætla ekki að reyna að skil greina fyndni hans og heil- SUNNUDAGUR 6 marz 1966 brigða skynsemi. Aðrir eru önnum kafnir við það í ævisög um og öðrum bókum, sem eru að koma út hver af annarri. Ég veit sem stjórnmálablaðamað ur, að Adlai Stevenson lét að sér kveða með fyndni og vizku í amerísku stjórnmálalífi, og það krefst talsverðar þekking ar á því sviði. til að geta met ið, hve geysimikill þáttur hans er í þeim efnum. Adlai var aðdáunarverður embættismaður, en fyrst og fremst var hann einstaklega manneskjulegur einstaklingur sem maður við mann. Hann lét sér mjög annt um vini sína. Því er það skiljanlegt, að öll um vinum hans þótti ákaflega vænt um hann. Hann var það, sem Frakkar kalla „hjartans vinur“ af því að hann kannaði hjartalag manna. Þess vegna mun ég, eins margir aðrir, aldrei gleyma honum. En mér mun aldrei framar þykja vænt um stjórnmálamann. Ég hef ekki rétt til þess, starís míns vegna, og því getur líka fylgt óbærileg kvöl. Bílaleigan VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135 oe eftir lokun símar 34936 og 36217. Daggjald kr. 300,00 og kr 3,00 pr. km. Jón Grétar Sigurðsson, héraðsdómslögmaður. Laugsveg, 28B II. hæð sími 18783. ALLT A SAMA STAÐ DAGLEGA NÝJAR VÖRUR Bílamottur í miklu úrvali. Þvottakústar. , Aurhlífar á flesta bíla. Bílalyftur og ver kstæSi s lyf tu r. Plastáklæði í miklu úrvali. Rúðulistar og béttigúmmí. Vatnslásar í margar gerðir bíla. Rafgeymasambönd Flestar stærðir Rúðuupphalara, handföng, stýringar og hurðarhvílur. Verzlið þar, sem úrvalið er verðið bezt. Egill Vilhjálmsson h.f. LAUGAVEGI 118 — SÍMI 2-22-40 fsiöffT)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.