Tíminn - 12.03.1966, Síða 5

Tíminn - 12.03.1966, Síða 5
TIMINW 5 <$■ . fmum —i Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórariim Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- grelðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. Alþýðusambandið fimmtugt Aíþýðösaniband Islands á fimratugsafmæli í dag. Það uar stofnað 12. marz 1916, og var þá þegar einn gildasti þá±tra±m 1 þeirri Hftaug, sem undin var ungu sjálfstæði íslands, sem þá var í reifum. Hinn fyrsti stakkur samtak- anna var í eimu pólitískur og faglegur. Þeim var í senn ætlað að vera stéttarborg að erlendri skipan verkalýðs- mála og baráttuvirki gegn fastsætinni og íhaldssamri ráðastétt, sem lengi hafði setið yfir hlut alþýðu, oft og einatt í skjóli erlends valds á íslandi. Alþýðusambandið var því hornsteinn í pólitískri upp- byggingu og sveit í þjóðmálasókn frjálslyndra manna, sem vfldu brjóta af sér viðjar og veita nýjum straumum lýðréttinda og betri almennra lífskjara í æðakerfi hins nýja íslenzka ríkis. Hliðstæð stéttarsamtök og pólitískir flokkar voru stofnaðir um sama leyti og settu sér svipuð markmið og skipuðu sér í fylkinguna ásamt alþýðusam- tökunum. Þessi mikla og samvirka fylking hratt síðan fram mestu umbótaöldu, sem þjóðin hefur þekkt. Pólitísk átök hafa oft verið mikil í Alþýðusamband- mu, en þrátt fyrir það hafa samtökin þó orðið víðtæk- ari og ópólitískari stéttarsamtök með árunum og við- fangsefnin breytzt. Framan af árum var kjarabaiáttan einhliða og ein- fóld í sniðum og oft hörð og óvægin. Með síaukinni tækni, verkaskiptingu og fjölþættari þróun þjóðlífsins, hefur kjarabaráttan breytzt mjög, og nýjar kröfur eru gerðar til ASÍ sem stofnunar. Nú skiptir kjararannsókn- in og rök hennar oft meginmáli í launadeilum. Eitt brýn- asta verkefnið er, því að ASÍ komi upp eigin hagfræði- stofnun. Annað meginverkefni er að stofna verkalýðs- málaskóla, því að forysta í verkalýðsmálum krefst nú æ meiri haglegrar og félagslegrar þekkingar. Þótt alþýðusamtökin hafi á liðinni hálfri öld lyft mörg- um Grettistökum, munu þau stærri, sem bíða. Þau hafa gerbreytt lífskjörum vinnandi fólks á landinu og lyft þjóðinni allri, og þakkarskuld hennar fyrir það er mikil. Bezta ósk ASÍ til handa á þessum tímamótum er sú, að þeim megi af enn meiri giftu takast að ráða fram úr viðfangsefnum framtíðarinnar. Þjóðin öll þakkar starf ASÍ í hálfa öld og óskar því mikilla framtíðarsigra. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eru tvíburar. Leiðirnar lágu mjög saman framan af árum, og nú er hann fimmtugur. Hann var einn af hornsteinum alþýðu- sóknarinnar á íslandi með fengnu sjálfstæði. Framfara- sigrar hans framan af árum voru miklir og margir, meðan hann hafði samfylgd við önnur framfarasamtök. Samstarf Aiþýðuflokksins og Framsóknarflokksins varð þjóðinni giftudrjúgt, og margt væri nú öðru vísi og verr á vegi statt i lífi þjóðarinnar, ef Alþýðuflokksins hefði ekki notið við. Framsóknarflokkurinn á Alþýðuflokknum miklar og góðar þakkir að gjalda fyrir samstarfið við mörg og stórbrotin framfaramái. og þess er vert að minnast á fimmtugsafmæli Alþýðuflokksins. Hins er rétt að óska, að hann megi í næstu framt.íð finna hinn fyrri grundvöll sinn og vaxa á honum til nýrrar reisnar og sóknar að framfaramálum alþýðustéttanna á íslandi. Alþýðuflokkurinn 50 ára FORMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS 1916—1965 Hannibal Valdimarss. Haraldur Guðmundss. Emll Jónsson 1952—1954 1954—1956. síðan 195«. AlþýSuflokkurinn er fiinmtíu ára í dag. Hann er elztur núv. stjórnmálaflokka, en litlu munar þó á aldri lians og Framsóknar flokksins, sem verður fimmtugur í desember næstk. Stofnun þess ara tveggja flokka markaði alger þáttaskil í stjómmálasögu lands ins. Fram að stofnun þeirra hafði stjórnmálabaráttan fyrst og fremst snúizt um afstöðuna lil Dana og flokkaskipunin markazt af því. Eftir stofnun Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins færist stjórnmálabaráttan yf- Íir á það svið að snúast fyrst og fremst um innanlandsmálin. Sam eiginlega voru þessir flokkar merkisberar framsóknar og fram 1 fara í félagslegum og verklegum | efnum og mun næsta torvelt að benda á nokkurt meiriháttar um bótamál, sem hrundið hefur verið fram seinasta aldarhelminginn og annar hvor þeirra hefur ekki átt frumkvæði að. Stofnun Alþýðuflokksins. Emil Jónsson utanríkisráð'herra núv. fonmaður Alþýðuflokkins, hefur í ritinu „Kjósandinn, stjórn málin og valdið", sagt frá stofn un Alþýðuflokksins á þessa leið: „Jafnaðarstefnan og verkalýðs- hreyfingin berst hingað út til íslands á síðustu árum fyrri aldar. Voru þá stofnuð uokkur verkalýðsfélög, bæði í Reykjavik og á nokikrum stöðum úti um land. Flest þessara félaga urðu ekki langlíf, en þau voru fyrsti lífsneistinn. Fyrsta félagið, sem enn lifir og starfar, er prentara félagið, sem ’stofnað var 1897. Eftir aldamótin koma svo til ný félög hvert af öðru: Dagsbrúm i Reykjavík 1906, Hlíf í Hafnar- firði 1907, Verkamannafélagið Framsókn 1914, Bókbandssveina félagið í Reykjavík 1915 og síðan hvert af öðru. Á þessu^ tíma- bili komu líka við sögu margir ungir menn, sem dvalizt höfðu i erlendis og kynnzt þar verkalýðs hreyfimgunni og jafnaðarstefn- unni. Urðu nokkrir þeirra ómet anlegir stuðningsmeni) brautryðj endanna, tóku mjög virkan þátt í starfi þeirra og hvöttu til dáða. Má þar fyrstan telja til Ólaf Frið riksson, og fleiri mætti nefna þótt það verði ekki gert hár. — 1915 gerist það svo, að fimm verkalýðsfélög í Reykjavík kjósa hvert um sig tvo menn til þess, eins og stendur í fundargerðabók þeirra 10-menninganna, „að semja lög fyrir væntanlegt verkamanna saimband á fslandi." Fulltrúamir, er félögin höfðu valið til þessa starfs, voru Frá Verkamannafélaginu Dags- brún: Ólafur Friðriksson og Ottó N. Þorláksson. Frá Hásetafélagi Reykjavíkur: Guðleifur Hjörleifs- son og Jónas Jónsson frá Hriflu. Frá Verkakvennafélaginu Fram- sókn: Jónína Jónatansdóttir og Carolína Siemsen. Frá Bókbands sveinafélaginu: Þorleifur Gunn- arsson og Gísli Guðmundsson. Frá Hinu íslenzka prentarafé- lagi: Guðjón Einarsson og Jón Þórðarson. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði farið tvítugur utan og dvalizt við nám í fjögur ár á ýmsum Íhelztu menntasetrum Evrópu. Þar kynntist hann mennta- og umbótastefnum, sem efst voru á baugi þá, og þar á meðal verka lýðshreyfingunni og jafnaðar- stefnunni. Hann hefur greilega átt mikinn trúnað meðnefndar manna sinna, því að honum var falið að semja upplcast að lögum sambandsins. Á stofnfundinum var hann einnig kosinn í nefnd til að semja stefnuskrá fyrir sambandið. — Alþýðusamband íslands var svo stofnað 12. marz 1916. Það var hvort tveggja í senn, sam- band verkalýðsfélaganna í land- inu og pólitískur flokkur, sem starfaði á vettvangi sveitarstjórn anmála og þjóðmála. Það tókst á hendur að sameina verkalýðsfé- lögin til baráttu fyrir kaup- og kjaramáluim við atvinnurekend ur, og það haslaði sér völl í bæjar og sveitarstjórnum annars vegar og á Alþingi hins vegar, til þess að berjast þar fyrir hagsmuna- málum alþýðustéttanna. Að stofnun Alþýðusambandsins stóðu, auk þeirra fimm Reykjavík urfélaga, sem áður er getið, tvö verkalýðsfélög úr Hafnarfirði, Verkamannafélagið Hlíf og Há- setafélag Hafnarfjarðar, og voru þannig sjö félög, sem að stofn uninni stóðu. — Ottó Þorláksson var kjörinn fyrsti forseti sambandsstjórnar og Jón Baldvinsson ritari. En um haustið í nóvember 1916, á fyrsta sambandsþinginu, var Jón Baldvinsson kosinn forseti þess. Gegndi hann því starfi síðan í rúm 20 ár.“ Tengsli Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins héldust til árs ins 1940, en þá voru þessi sam- tök aðskilin. Mörgum kann nú að finnast að upphafleg tengsli þessara aðila hafi verið óeðlileg, en þau voru sniðin eftir erlend um fyrirmyndum, sem höfðu þólt gefast vel og haldazt enn að mestu í Bretlandi og á Norður löndum. Reynslan hefur sýnt, að verkalýðshreyfingin er ekki sterk, nema hún styðjist við sterk an flokk á stjórnmálasviðinu. Annars getur það, sem vinnst á faglega sviðinu, tapazt á hinu pólitíska. Kjör verkafólks 1916. í Skinfaxa 1916 er grein eftir Jónas Jónsson, þar sem hann bregður upp mynd af því, hvern ig kjörum alþýðu manna í bæj- unum var háttað, þegar Alþýðu sambandið og Alþýðuflokkurinn komu til sögunnar: „En nú er komin upp önnur alþýðustétt en bændur. Árlega fjölgar hinum fátæku kauptúna búum, verfcamönnum á sjó og landi. Þessi stétt er önnur fjöl- mennasta stétt í landinu og í sam einingu við sveitamenn skapar hún þjóðarauðinn. En verkamenn hafa ekki haldið saman, fyrr en ef telja skyldi síðustu misserin, „Yfir stéttin" hefur farið með óskorað vald íyrir hönd verkamanna, en „árangurinn" óglæsilegur. Almenn fátækt, húsakynni, fæði og fatnað ur af lélegasta tagi. Stundum heil fjölskylda í einu kjallaraher bergi, og ekkert eftirlit að hálfu þjóðfélagsins. Bækur litlar sem engar. Skólar engir né uppfræðsla eftir barnasfcólum sleppir. Eftirlít með bátum og skipum sama og ekki neitt, enda slys og drukknan ir tíðari en með nokkurri annarri þjóð. Lítið sem ekkert gert lil að bæta úr neyð forsjárlausra sjó- mannabarna. Á togurum verri vinna en nokkurn tima hefur þekkzt áður hér á landi, og er viss leið til bráðrar úrkynjunar, ef efcki er við gert samanber vinnu vísindi o. s. frv.) Og til að kóróna þetta allt, eru skattarnir til almenn ingsþarfa lagðir langþyngst á þessa niðurbældu stétt. Lengi mætti telja, en þess þarf ekki. Tilætlunin sú ein, að vekja athygli góðra og atthugulla manna á því, að hér er voðalega mikið viðfangsefni. Þeir, sem hafa átt að hafa forsjá með verfcamönnum, hafa skammarlega vanrækt sitt starf. En ef kauptúnabúar vildu nú hjálpa sér sjálfir? Ekki ættu drenglyndir menn í sveitum að verða til að kasta fyrsta steinin um. Bændur ættu að minnast þess, að ekkert hefur bjargað þeim, nema félagsskapur þeirra og atorka“. Fjórar stoðir. Þótt Jónas Jónsson væri helzti eða einn helzti hvatamaðurinn að stofnun Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, skipaði hann sér ekki þar í sveit. Hann taldi ebki mögulegt, eins og aðstæður voru þá, að bændum og verkamönnum yrði samfylfct í sama flokki, held ur yrðu flokkarnir að verða tveir, en góð samvinna ætti að haldast milli þeirra. Þess vegna vann Jón- Framhald á bls. 1,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.