Tíminn - 13.03.1966, Page 9
SUNNUDAGUR 13. ma<! 1966
0
Þorsteinn ekur olíubílnum tröðina helm að Eiðum með skafla jafn-
háa bílnum á báða bóga.
Snjóbíllinn.
enda þröngur stakkur skorinn
því að skólinn ætti ekki enn
sem komið væri neinn
samkomusal, skemmtanir yrði
að halda í matsal skólans, sem
væri afar óhentugl. En í álmu
nýbyggingar, sem væri í smíð-
um og vonandi yrði haldið
áfram með í ár, ættu að verða
salarkynni fyrir samkomur og
skemmtanir nemenda.
Það var nokkur eftirvænting
meðal nemenda, og ástæðan
var sú, að um næstu helgi átti
að halda árshátíð skólans. Þessi
stóri mannvænlegi hópur bar
það ekki með sér, að hafa verið
án vegasambands nokkra hríð.
TÍMINN
5
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
HELGISÝNINGAR
Nú er tími hins talaða orðs
ekki sízt í predikunum presta
liðinn hjá í bili. Það mætti
segja, að þrátt fyrir snilld
ræðumanna drukkni orð í orð
um, síðan útvarpið ber svo
margt að eyrum fólks.
Því vex meira vald þess, sem
augun sjá, og helzt þarf það,
sem nema skal til áhrifa að
taka bæði til augna og eyrna
í senn. Þar er nú sjónvarpið
á tindi í augum fólks og efst
á óskalista margra.
Þetta er tákn þeirra tíma,
sem við lifum á. Hvort sem
ljúft er eða leitt, skiptir ekki
máli. Engum tjáir að spyrna
gegn broddunum.
Það er því ein af starfsað-
ferðum miðaldakirkjunnar,
sem nú er að koma aftur í
nýrri mynd, samt eða breyttri.
En það er helgileikir eða
helgisýningar. •.
Þær hafa raunar alltaf lifað
einhvers staðar innan kirkj-
unnar, svo sem áhrifamikil að
ferð til tjáningar, t.d. píslar-
leikirnir í Ober-Emmargau í
Þýzkalandi.
En nú hefur heimssamband,
sem raunar var aðeins fá-
mennt félag áhugafólks í Eng
landi tekið útbreiðslu þessar
ar fornu starfsaðferðar á sína
arma að meira eða minna
leyti. Nefnist það Religiös
Drama Society og hefur skrif-
stofu sína í Lundúnaborg.
Langholtssöfnuður í Reykja
vík vildi gjarnan verða meðal
hinna fyrstu stofnana á ís-
landi, sem reyndi að endur-
lífga þessar fornu helgisýn-
ingar, sem raunar hafa ildrei
náð fótfestu hérlendis, nema,
ef nefna mætti að Herranótt
Menntaskólans eigi til þeirra
upphaf sitt að rekja.
Það mætti og geta þess, að
undanfarin jól hefur Voga-
skólinn sýnt helgisýningu í'rá
fæðingu Krists, bæði í skól-
anum og safnaðarheimilinu í
Hálogalandskirkju. En það er
vel fallið til slíkra helgileikja.
Ennfremur skal þess minnzt
að dr. Jakob Jónsson, hef-
ur skrifað eða samið helgileik
sem heitir „Bartemeus blindi“,
og var hann sýndur í Bessa-
staðakirkju af leikurum Þjóð-
leikhússins fyrir nokkrum ár-
um.
Jólablaðið Hálogaland í
Langholtssöfnuði í Reykjavík,
birtir nú helgileik stuttan, sem
sr. Árelíus Nielsson hefur stælt
úr ensku, en fleira af slíku
tagi er í uppsiglingu og von
andi á söfnuðurinn eftir að
bera þetta málefni fram til
sigurs.
Það er nóbelsverðlauna-
skáloið enska T. E. Eliot, sem
hefur ef svo mætti segja, end-
urvakið þessa listgrein, helgi-
leikina í list þessarar aldar.
Sameinar hann bæði orðlist,
tónlist og leiklist í helgileikj
um sínum á snjallan hátt.
Megi íslenzka kirkjan bera
gæfu til þess að glæða og
vekja þessa fornfrægu aðferð
til að flytja boðskap Krists
og gróðursetja kenningar hans
í hjörtum manna.
Árelíus Níelsson.
Bréf til Búnaðarþings
Við setningu Búnaðarþings um
daginn gat fonmaður Búnaðarfé-
lags íslands tveggja mála sérstak-
lega. Frumvarps til laga um Bjarg
ráðasjóð og frumvarps til laga um
skyldutryggingu búfjár. Hann bar
þá strax töluvert mál í þau og
mátti af orðum hans ráða, að
hann efaðist um málstað sinn
gagnvart bændum. Þessi mál
hljóta að vekja furðu og gremju
starfandi bænda. Þau fela bæði í
sér beinan skatt á þurftarlaun
þeirra. Mér virðist ráðamenn stétt
arinnar gætu fundið sér annað til
dundurs en finna upp nýja skatta
á sama tíma og talað er um sölu-
tregðu afurða og því opinber-
lega gert á fæturna að bændur nái
ekki lögákveðnu kaupi.
Þessu tryggingafargani hefur
skotið upp öðru hverju en alltaf
verið hafnað af bændum. Þetta
virðist spretta upp hjá mönnum,
sem ganga með landsföðurþanka
í höfðinu og ætla svo að caka
heila stétt manna á hné sér og
troða sínum hugmyndum upp á
hana.
Þvi skýtur upp hjá mönnum,
sem stunda innivinnu í bæjunum,
hafa ofninn við bakið (horfa á
veröldina út um tvöfalt gler), að
þeir vorkenna okkur þessum fáu
náttúrubörnum, sem enn glímum
við veður og vind til sjós og lands.
Leggjum fjármuni og lífsafkomu
undir duttlungum náttúruafla, sól
og regn, síld og þorsk.
En þeir þurfa bara ekkert að vor
kenna okkur. Við værum ekkert
að þessu frekar en þeir ef við
hefðum ekki ánægju af þessari
glímu og hvar er ekki áhætta, er
ekki lífið sjálft tóm áhætta? Og
því vilja þeir tryggja okkur í bak
og fyrir hverja kú og kind.
Lítum nú á Bjargráðasjóð. í
greinargerð frumvarpsins fyrir
hann segir að þessi rúmlega fimm-
tuga stofnun hafi aldrei gegnt sínu
ætlunarverki vegna fjárskorts, en
um leið skýrt frá að ríkið hafi
jafnan hlaupið undir bagga pegar
á hefur þurft að halda. Og það
hefur það vissulega gert og jafn-
an reynzt vel. Því þá ekki að
leggja Bjargráðasjón niður og láta
tekjur bænda í friði?
í greinargerðinni er töluvert
mál borið í starfsemi sjóðsins í
rosanum 1955. Þá lánaði ríkið fé,
sem frægt er enn þá. Bjargráða-
sjóði var síðan gefið féð sem úti
stóð hjá bændum. Þár með varð
sjóðurinn einn af fáum, sem
græddi á rosanum, ef ekki sá
eini. Mörgum bændum hefur þótt
hörð innheimta sjóðsins á fé þessu
því í gjafabréfi ríkisins til sjóðs-
ins segir, að stjórn Bjargráðasjóðs
veiti þeim lántakendum, er þess
óska ívilnanir um greiðslu vaxta
og afborgana af lánum sínum, svo
sem með því að lækka eða fella
niður vexti, lengja lánstímann
eða gefa lánin eftir að einhverju
eða öllu leyti, ef sjóðstjórnin tel-
ur þess þörf að fengnu áliti hlut-
aðeigandi sveitastjórnar. Sveit-
ungi minn, fátækur, sagði um
daginn, er þetta bar á góma,
,mér væri bezt að ég hefði aldrei
heyrt Bjargráðasjóð nefndan, þó
ekki væri nema vegna þeirrar skap
raunar, sem þetta lán frá 1955
hefur valdið mér. Það var að vísu
gott að fá aurana á sínum tíma.
Ég sótti um eftirgjöf, var tekið
líklega, en í haust var mér svo
stefnt vegna þessa, í fyrsta skipti
í 25 ára búskap.
Þessi mikli rosi 1955 sló á menn
ótta um mjólkurskort í bæjunum.
En úr þessu rættist furðu vel.
Bændum gekk mun betur að fóðra
á hrakningi, blautu vorheyi og
fóðurbæti en fræðimenn gerðu ráð
fyrir. Ef tekið hefði verið á mál-
inu af svolítið meiri víðsýni og
raunvevulegri hjaipsemi við fjár-
hag bænda hefði féð átt að fara
til að greiða niður verð á fóður-
bæti. r innig got komið til greina
að hækka svolítið verð á mjólk
og kjöti fyrir auknum kostnaði
vegná fóðurkaupa. Þannig hefði
féð nýzt bændum betur en í kassa
Bjargráðasjóðs.
Afurðatjón varð sára lítið þetta
ár. Innvegin mjólk í M.B.F. var
árið 1954 23 millj. 746 þús. lítrar
árið 1955 23 millj. 889 þús. 1. og
árið 1956 25 millj. lítrar.
Afurðir af sauðfé voru góðar,
hafa oft verið lakari síðan. í nýja
frumvarpinu f. sjóðinn er gert
ráð fyvu afurðatjónadeild er bæti
bændum afurðatjón. Eftir þes -
um tölum frá M.B.F. hefði bæn
um því ekkert borið úr þeim ný
Bjargráðasjóði Þorsteins á Vati
leysu árið 1955. En fengið :
borga honum djrúgan skatt a
sínum hröktu heyjum.
Þá er talað um tjón af völdur:
skitupestar í kúm, sem er nokku
Ekki getur það talizt svo tilfin
anlegt að taki að tryggja fyn
því. í frumvarpinu er gert r
fyrir að leggja á bændur nýj
launashatt %% af kjöti og mjó '
3.5 millj. á ári í ár, en fljótt hæl.
ar það eins og nú horfir. Þá i
borið mál í að ríkið leggi fé ;
móti, talað um þörf Austfirðin;
Eiga sunnlenzkir bændur þá a
greiða heyið, sem þeir „seldu" i
Austurlands í haust? Var ekki g
nokkuð að geta látið það og 1.
það fyrir lágt verð? Hvert æt
Bjarráðasjóður að sækja hey fyi :
aurana okkar í næsta stórrosa
Suðurlandi? Ætli við björgr
okkur ekki bezt sjálfir. Kalnei
hefur lýst því yfir, að svona hc
flutningar, sem í haust séu hre
neyðarúrræði og verði ekki leyr
ir aftur. Er ekki bezt að rii
Ijúki þessari tilraun og borgi ha-
Þá gerir nýja frumvarpið ráS i
ir lánum til sveitarfélaga. En ■
er einmitt verið að stofna U*<
sjóð sveitarfélaga. Hvers vey
að hafa þá tvo? Meiri skriffinns. •
fleiri í stjórn, ekkert annað. f-n
hætta vofir yfir svona sjóðum a
ráðamenn þeirra fari að lána í a
mögulegt — leika bankastjóra
þeir hafa aura en hallæri ek
vio hendina. Ég vil því spyrja
hverju voru peningar Bjargrá?
sjóðs fastir í haust? Var það a
í hallærislánuro?
Þá komum við að hinu frir
varpinu — skyldutryggingu b.
fjár. Það er komið frá Alþin
flutt þar af bændum og svei';
þingmönnum. Þeir hefðu gjarn.
getað látið kyrrt liggja. Eiga ;■
vita okkar bændanna vilja. \ .
viljum nefnilega ekkert með þei
hafa nú frekar en áður. Svoi
trygging verður dýr 1—2 þúsui
krónur á vísitölubúið segir í fru
varpinu. Hækkaði sennilega flj
Framhaid á bls. 1_