Tíminn - 13.03.1966, Page 12

Tíminn - 13.03.1966, Page 12
12 SUNNUDAGUR 13. marz 1966 TjMINN T rúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L l D Ó R Skóðavörðustíg 2. Auglýsið í Tímanum BARNALEIKTÆKI ★ ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESS., Suðurtandsbraut 12, Sími 35810. Rýmingarsala! Nýii% glæsilegir svamp- SVEFNSÓFAR seljast með 1500 kr. af- slætti. Nýir gullfallegir svefnbekkir á aðeins kr. 2300 og 2.900. Ný, vönduð teak-sófaborð 150x50 sm á háifvirði: kr. 1750. Selium einnig nýuppgerða eins manna svefnsófa frá kr. 1950, tveggja manna á kr. 2.900, 3.500 og 3.900. Sófasett á aðeins kr. 4.500. Svefnstóla á kr. 1500. Gerið kjarakaup. Sendum gegn póstkröfu. SÓFAVERK5TÆÐIÐ, Greftisgötu 69, sími 20676. Vil selja dráttarvél, Mass- ey Harris Cony (benzín), smiðaár 1956 Mótor 1 góðu lagi og vélin gangfær. Til- valin vél við létta heimilis- vinnu. Tækifærisverð. All- ar uplýsingar veitir Páll Marvinsson, Sandfelli, pr. Hofsós, Skagafirði. 1ÓI II | W/rW' Jll «m 'dr S*(M££. Ql Qj 01 Ð u D D 5 imr Einangrunargler Framleitt etnungis úr úrvals gleri — 5 ára ébyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAN h. f. Skúlagötu 57 Sími 23200. BIFREIÐA- EIGENDUR Vatnskassaviðgerðir, Elementaslripti. Tökum vamskassa úr og sstjum í. Gufuþvoum mótora o.fl. Vatnskassav<»rkstæðið, Grensásveo 18, simi 37534 Heilbrigði, hreysti, fegurð HEÍLSURÆKT ATLAS 13 æfingabréf með 60 skýr- ingamyndum — allt í einni bók. Aflraunakerfi ATLAS er bezta og fljótvirkasta aðferðin til að fá mikinn vöðvastyrk. Æfrngatími: 10—15 mínútur á dag Árangurinn enun sýna sig eftii vikutíma. Pantið bókina strax í dag — hún verður send um hæl. — Bókin kostar kr. 175,00. — Utanáskrift okkar er Ileiísurækt Atlas, ipósthólf 1115 Reykjavík. Eg undirritaður óska eftir að mér verði sent eitt eintak af Heilsnrækt Atlas og sendi hér með gjald- ið, kr. 175.00 'vinsamlega sendið það í ábyrgðar- bréfi eða póstávísun). Nafn .. Heimili ♦ BILLINN Eent an Ioecar Sími 1 8 8 33 MENN OG MÁLEFNI Pramhaia af bls. 7 tíma þurfa íslendingar að hafa ráðizt í nýjar virkjanir, ef hér á ekki að verða stórfelldur raf- orkuskortur eftir t.d. 10 ár. Ekkert er hægt að fullyrða um hvað þessar nýju virkjanir muni kosta, en allir eru þó sam mála um, að þær verði hlutfalls lega dýrari en Bú.rfellsvirkjun. Nokkur bót hefði það verið í þessum efnum, ef það ákvæði hefði verið í samningnum, að verðið, sem álbræðslan greiddi, hækkaði í samræmi við það. sem innanlandsverðið á raforku hækkaði vegna nýrra orkuvera og annars óhjákvæmilegs kostn aðar. Þessu er ekki að heilsa, því að samið er um óbreytt raf- orkuverð til 25 ára. Niðurstaða alls þessa verður sú, að mestar líkur eru til, að álhringurinn fái raforku frá Búr fellsvirkjun undir framleiðslu- verði og íslendingar verði vegna þess að ráðast miklu fyrr í nýjar orkuframkvæmdir, sem muni hækka raforkuverð hjá þeim meðan hringurinn býr við óbreytt verð. Þegar allar framangreindar staðreyndir eru íhugaðar, sést vel, hvílíkar skýjaborgir þeir út- reikningar Jóhanns Hafsteins eru, að íslendingar muni græða nær 900 millj. á raforkusölunni til álbræðslunnar næstu 25 ár- in! Miklu meiri líkur eru til þess, að vegna hennar verði ís- lendingar að búa við mun óhag- stæðara raforkuverð næstu ára- tugina en ella. í fyrsta lagi staf- ar það af því, að raunhæfar lík- ur verða til þess, að verðið, sem álbræðslan greiðir, nægi ekki til að standa undir stofn- og rekstr- arkostnaði þess hluta Búrfells- virkjunaj, sem bræðslan fær til afnota. í öðru lagi vegna þess, að þetta knýr okkur til að ráð ast miklu fyrr í nýjar orkufram- kvæmdir en verða myndi, ef ef við byggjum einir að Búrfellsvirkjuninni. Þetta sýnir ótvírætt, að ekki er ráðlegt fyrir okkur að selja raforkuna ódýrara en Norð- menn gera. í stað þess fáum við um 20% lægra verð en þeir. f stað þess bindum við verðið til 25 ára, en Norðmeun fá hækkanir samkvæmt vísitölu á fimm ára fresti, og telja það þó hvergi nærri fullnægjandi. Slíkur er munurinn á þessari raforkusölu hjá okkur og þeim. Það er ókjarasamningur, sem ekki er hægt að mæla bót, að semja þannig um fast verð á raforku til langs tíma, án þess vitað sé með neinni vissu hver JÓN EYSTEINSSON, lögfræSingur Sírm 21516 Lögtræðiskrifstofa Laugavegi 11. ÞORSTEINN JÚLÍUSSON héraðsdómslöcrmaður, Laugavegi 22 (inng Klannarst.) Sím] 14045 stofn- og rekstrarkostnaður Búr fellsvirkjunar verðúr, og því síður stofn- og rekstrarkostnað- ur næstu virkjana. Þetta er af- leiðing þeirrar óheillastefnu, að ríkisstjórnin var búin að bíta í sig, að koma hér upp álbræðslu hvað sem það kostaði. Þetta hlaut að leiða til ömurlegrar út- komu. Loftkastalareikningar Jóhanns Hafsteins munu ekki reynast betur en nýju fötin keis- arans til þess að hylja þá hörmu legu staðreynd. BRÉF TIL BÚNAÐARÞ. Framhald af 9. síðu lega í þófinu, þegar ráðsnjallir menn íæru að halda bræjunum tíl haga. Ég tel útilokað að fyrirbyggja misnotkun á svona tryggingu. Hvernig á að sanna eða afsanna slíkt? Dýralæknar okkar eru of þarfir menn bændum til að þvæla þeim í að votta að dauður gripur sé dauður. í þessu frumvarpi er líka verið að hampa ríkisfé. Eg álít það hróplega misnotkun á rík- isfé að greiða með því hræ af gripum. Ef ríkisfé er á lausu, á að nota það til að fyrirbyggja sem mest búfjárdauða. Þar má nefna lambalát, votheysveiki, doða í fé, bráðapest og m.fl. Votheys- veikin út af fyrir sig, er stór mál fyrir bændur. Það er ekki nóg að segja eins og Halldór Páls- son „vothey er óþverri, sem ekki á að gefa fé.“ Það þarf að koma í veg fyrir veikina. Vafalaust geta vísindin það, ef fé er fyrir hendi. Þá má nefna afurðatjón af völd- um júgurbólgu og ýmissa kvilla í kúm. Það ætla tryggingarnar ekki að bæta ef gripurinn drepst ekki. En mætti ekki bæta eitt- hvað úr því með fé og vinnu fróðra manna. Alvarlegasti þverbresturinn í þessum tryggingum er su, að með þeim er ekki verið að skapa verð- mæti. Þær verka bar sem skattur á framleiðsluna. Þær taka af okk ur andvirði dauða gripsins, sem er einskis virði og greiða svo hluta af því aftur. Bara hluta af því, sem þeir tóku, hitt fer í kostn að. Svona fargan kostar mikið og er stóratvinnuvegur fyrir skrif- Stofulið og alls konar umboðs- menn. Kannski það vegi ekki svo lítið hjá áhugamönnum. Svo háttar í okkar harða landi, að í landbúnaði er blessunarlega lítið um stóráföll þannig að menn standi eftir öreiga vegna tjóns á búfé. Þetta er smá upptíningur, sem verður að taka sem afföll. f greinargerð búfjártryggingar- frumvarpsins segir að ekki sé hægt að tryggja uppskeru garðyrkju- bænda t.d. kartöflur, hún sé svo áfallasöm. En þar segir að garð- yrkja sé svo vel borguð að menn þoli áhættuna, þurfi enga trygg- ingu. Þetta er einmitt það, sem landbúnaðurinn þarf allur að búa við. Góða afkomu, sem gefur rekstraröryggi, næga tryggingu og jafnar venjuleg afföll, sem verða í framleiðslunni. Því er ekki að neita að til eru stóráföll, eins og á Þórustöðum í Ölfusi á síðasta ári, en þar þarf ríkissjóður að grípa inn í eins og hann hefur gert og bændur borga í hann jafnt og aðrir. Þess háttar tilfelli geta talizt til almannavarna, en þær eru nú töluvert umtalaðar. f umræðum á Alþingi um líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn benti Ólafur Björnsson prófessor á að sjóðsstofnun á þessum verð- bólgutímum er tilgangslítil. Fast- ar sjóðatekjur og vextir hafa við verðbólgunni. Bændur hljóta því að mótmæla báðum þessum frum- vörpum, sem stefna að beinni kjaraskerðingu þeirra og ætlast til af fulltrúum sínum á Búnaðar- þingi að þeir hafi vit fyrir for- ystunni og felli þau. Hörður Sigurgrimsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.