Tíminn - 13.03.1966, Side 16
.
Framsóknarmenn,
Hafnarfirði
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar
heldur aðalfund sinn næst kom-
andi mánudagskvöld í Góðtempl-
arahúsinu uppi kl. 8.30 síðdegis.
Dagskrá: Venjul. aðalfundarstörf-
Önnur mál.
Framsóknarkonur
Félag Framsoknarkvenna held
ur fund í Tjarnargötu 26 næst-
komanoi miðvikudag kl. 8.30. Elsa
Guðjónsson safnvörður flytur er
indi um þjóðlegan útsaum og sýn
ir skuggamyndir Ýmislegt annað
verður á dagskrá.
60. fbl. — Simnudagur 13. marz 1966 — 50. árg.
Skátasambandið
sækir um lóðir
undir þrjú hús
3 nýir námsflokkar eru að
hyrja í bréfaskéla SÍS ogASÍ
GÞE-Reykjavík, laugardag.
f Bréfaskóla SÍS og ASÍ er
nú verið að undirbúa þrjá
nýja námsflokka, sem tilbúnir
verða innan skamms. Eru þetta
námsflokkar í vinnuhagræð-
ingu og bókhaldi verkalýðsfé-
laga, og verða þeir báðir á
vegum ASÍ, en þriðji flokkur-
inn er á vegum SÍS og þar
mun verða fjallað um kjörbúð
arstörf.
Einnig er verið að undirbúa
fjóra aðra flokka og fjallar sá
fyrsti um vinnulöggjöf, annar
um sögu verkalýðshreyfingar-
innar og sá þriðji um deildar-
stjórn og sá fjórði um búðar-
störf, en undirbúningur þess
ara flokka er enn á byrjunar-
stigi og ekki er enn hægt að
segja, hvenær þeir taka til
starfa.
Svo sem kunnugt er, sam-
einuðust Samband íslenzkra
samvinnufélaga og Alþýðusam
band íslands um rekstur Bréfa
skólans ekki alls fyrir iöngu,
en enn sem komið er hefur
enginn námsflokkur tekið til
starfa á vegum ASÍ, og verða
því þessir tveir er hefjast
í vor, hinir fyrstu. Á
vegum bréfaskólans eru nú 30
námsflokkar, en sífellt er ver
ið að bæta við þá og aðsóknin
að skólanum er mjög góð, og
í sífelldri aukningu.
FB-Reykjavík, laugardag.
Skátasamband Reykjavíkur sótti
nýlega um þrjár lóðir hjá Borg-
Leitaö eftir
kaupendum
að Akraborg
inni erlendis
FB-Reykjavík laugardag.
Snemma í febrúar var aug
lýst til sölu Akraborgin, sem
siglt hefur milli Reykjavík-
ur, Akraness og Borgarness
allmörg undanfarin ár. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefur fengið hefur
enginn innlendur kaupandi
koimið fram enn, en nú er
verið að leita eftir kaup-
endum að skipinu erlendis.
Akraborgin er nýkomin
úr klössun, og umgengni
prýðileg, að því er sagði í
auglýsingunni, þegar skipið
var auglýst til sölu. Skipið
hefur haldið uppi föstum
áætlunarferðum til Akra-
ness og Borgarness, en nú
í seinni tíð hefur rekstur-
inn gengið illa, þar sem mik
ið af vöruflutningum til
þessara staða fer nú fram
með flutningabílum, og
menn velja nú æ oftar þann
kostinn að aka sjálfir, ef
þeir ætla til höfuðborgarinn
ar, í stað þess að taka sér
far með skipinu.
arráði, en á þessum lóðum hefur
Skátasambandið í hyggju að reisa
lítil hús, sem síðan eiga að verða
eins konar hverfismiðstöðvar fyr-
ir skátastarfið. Miklum erfiðleik-
um er nú bundið, að stefna ung-
um börnum til skátastarfs niður
í Skátaheimilið við Snorrabraut,
því mörg barnanna eiga nú orðið
langt að sækja, þar sem borgin
stækkar stöðugt. Er því brýn nauð-
syn, að skátarnir fái aðstöðu til
þess að efla starfsemi sína í út-
hverfum borgarinnar, að því Guð-
laugur Hjörleifsson formaður bygg
inganefndar Skátasambandsins
sagði, í stuttu viðtali við blaðið.
Skátaheimilið við Snorrabraut
er nú að verða bæði allt of lítið
fyrir hið mikla skátastarf, sem
rækt er í borginni, og auk þess
er það að verða úr sér gengið og
allt of dýrt í rekstri til þess að
heppilegt megi teljast að halda
þar áfram. Skátunum hefur verið
heimilað að byggja nýtt skátaheim
ili á þessum sama stað, en það
er ekki hægt að gera fyrr en
starfseminni hefur verið komið á
fastan grundvöll annars staðar, því
að sjálfsögðu væri ekki hægt að
rífa gamla heimilið og eiga svo
hvergi höfði sínu að halla.
Skátarnir hafa þegar fengið inni
á nokkrum stöðum, t.d. í Haga-
skóla, Hlíðarskóla og í Hallveig-
arstöðum, en erfiðast hefur ástand
ið verið í Laugarnesi, Vogunum
og Bústaðahverfinu, og þar er nú
sótt um lóðir fyrir lítil skátahús.
Guðlaugur Hjörleifsson sagði, að
gerð hefði verið lausleg skissa af
húsi, eins Otg því, sem talið væri
þörf á. Væri þar um að ræða
120—130 fermetra einnar hæða
hús, með þrem til fjórum flokks-
herbergjum og síðan einum stór-
um samkomusal, sem allir flokk-
arnir, sem þarna störfuðu hefðu
sameiginlega. í húsinu ættu að
geta starfað um 300 skátar, dreng
Framhald á 14. síðu.
ALFRÆÐIBOK MENNiNGARSJOÐS
VERÐUR FULLBUIN HAUSTIÐ1967
■MMSM I
GÞE-Reykjavík, laugardag.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið fékk í gær hjá Gils Guð-
mundssyni framkvæmdastjóra
bókaútgáfu Menningarsjóðs, er
gert ráð fyrir því, að alfræðibók
sú, sem Menningarsjóður annast
útgáfu á verði fullbúin haustið
! 1967. Verður bókin í tveimur bind
I um, sem samtals verða 1500—1600
blaðsíður.
, Verður alfræðibókin svipuð i
sniðum og litlar alfræðibækur,
sem algengar eru víða erlendis,
en hér á landi hefur slíkar bæk-
ur skort tilfinnanlega. Árið 1962
lögðu kennarasamtökin fram til-
mæli til menntamálaráðs um að
það hlulaðist til um útgáfu slíkr-
ar bókar. Ákvörðun um þetta var
þó ekki tekin fyrr en að tveim-
ur árum liðnum, og var þá þegar
hafizt handa um framkvæmdir.
Ritstjórar bókarinnar eru þeir
Árni Böðvarsson og Guðmundur
Þorláksson, en auk þeirra hafa
um 30—40 menn’starfað að samn-
ingu bókarinnar. Þetta verður al-
fræðiorðabók í orðsins fyllstu
tnerkingu, fjallað verður um flest
það sem máli skiptir og verður
efnið bæði innlent og erlent, en
hvert einstakt atriði verður af-
greitt á mjög stuttan og laggóðín
hátt, og ekki verður fjölyrt meir
en brýnasta þörf krefur. Uppslátt-
arorð í bókinni verða nokkuð
mörg, en skýringar með þeim
verða einnig mjög stuttar.
í bókinni verður mjög lítið af
myndum og skýringarteikningum,
nema þar sem fjallað er um nátt-
úrufræði, landafræði, tækni og
þess háttar. Mannamyndir verða
hins vegar fáar sem engar. Al-
fræðibókin verður vafalaust mjög
mikill fengur fyrir allan almenn-
ing svo að ekki sé talað um náms-
fólk.
Frá FUF, Kópavogi
Félag ungra Framsóknarmanna
í Kópavogi mun efna til stjórnmála
náimskeiðs. Námskeiðið hefst
sunnudaginn 27. marz n. k. kl. 3
síðdeg.'s í félagsheimilinu Neðstu
tröð 4. Væntanlegir þátttakendur
snúi sér til fulltrúa stjórnarinnar,
sem eru til viðtals í félagsheimil
inu frá 8—10 þriðjudaga, miðviku
daga og fimmtudaga. Veita þeir
allar nánari upplýsingar.
r
Arnessýsla
Aðalfundur Framsóknarfélagi
Árnessýslu verður haldinn í san
komusal KÁ á Selfossi fimmtudaj
inn 17. marz og hefst kl. 9,30 síí
degis. Dagskrá I. venjuleg aða
fundarstörf. 2. Þingménn Fram
sóknarflokksins í Suðurlandskjöi
dæmi ræða um þjóðmálin.
STJÓRN OG STOFNENDUR ASÍ
í BOÐI HJÁ FORSETA ÍSLANDS
SJ-Reykjavík, laugardag.
Forseti fslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, bauð í morgun^ mið-
stjórn og stofnendum ASÍ að
Bessastöðum í tilefni 50 ára af-
mælis samtakanna, og er myndin
hér til hliðar tekin við það tæki-
færi.
Þegar þing ASÍ kemur saman
í haust, er ráðgert að minnast
afmælisins með hátíðahöldum,
þar sem nú er erfiðleikum bund-
ið að ná saman nema litlum
hluta forystumanna samtak-
anna. Eftir hálfan mánuð eða
svo kemur út hátíðahefti Vinn-
unnar, og hefur verið unnið að
því undanfarnar vikur að eiga
viðtöl við formenn félaganna er
stofnuðu ASÍ. í þessu hefti verða
einnig viðtöl við núverandi for
menn félaganna, ásamt ágripi af
sögu ASÍ.
(Ljósmynd GE)