Tíminn - 17.03.1966, Síða 1
ÉÍIMI
^ 1
\ J
]
' ■* % <• ■
t í
Eltu uppi gervi-
hnött á 28 þús-
kílómetra hraða
NTB—Kennedyhöfða, mið-
vikudag.
Lengsfa og hraðasta „veiði-
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Það voru margir sem not-
færðu sér blíðskaparveðrið í
dag. Meðal þeirra sem það
gerðu voru um 60 hestakonur,
sem létu húsverkin bíða en
brugðu sér á hestbak. Ljós-
myndari og blaðamaður Tim-
ans hittu þennan stóra og
föngulega hóp að máli er
hann var skammt fyrir ofan
borgina.
í Ijós kom að för þeirra var
heitið upp að Engi, en Helga
húsfreyja hafði boðið þeim í
síðdegiskaffi. Hestakonurnar,
sem voru á öllum aldri allt frá
13 ára til sjötugsaldurs, Ijóm-
uðu bókstaflega af kátínu og
gleði. Hestarnir, loðnir og feit-
ir, voru ekki síður fullir af
ærslum.
Flestar höfðukonurnar einn
hest til reiðar, en nokkrar
höfðu tvo til reiðar. Ein var
meira að segja með þrjá til
reiðar.
Er við inntum hestakonurn-
ar eftir því hvort þær væru
félagar í Fáki, var okkur svar-
að því til að svo væri en auk
þess væru nokkrir gestir með
í förinni.
í kvöld ætla þær að koma
saman hér í borginni og spila
félagsvist. Vonandi verða stól-
seturnar ekki harðar! Efri
myndin er af stórum hluta
hópsins, en sú neðri af þrem-
ur konum með hesta á áninga-
stað.
(Tímamynd G.E.)
ferð" sögunnar hófst kl. 15.41
í dag að íslenzkum tíma, þeg
ar Armstrong og David Scott
var skotið á loft frá Kennedy-
höfða í geimfarinu Gemini-8
í því skyni að elta uppi og
tengjast við Agena-gervihnött
er skotið hafði verið á loft 1
klukkustund og 41 mínútu
áður. Geimfararnir verða að
fara 160 þúsund kílómetra
leið á 28.157 kílómetra
hraða á klukkustund, áður en
þeir ná gervihnettinum, en
þetta atriði hefur mjög mikla
þýðingu í kapphlaupinu um
það, hver verður fyrstur til
tunglsins. .
Bæði gervihnötturinn og geim-
skipið komust á rétta braut.
Bandaríska geimvísindastofnunin
NASA, tilkynnti í dag, að jarð-
firð Gemini-8, sem Armstrong
stjórnar, sé 271 km frá jörðu, en
jarðnánd 160 km.
Þegar Agena-gervihnettinum
var skotið á loft, sátu geimfararn-
ir í geimfari sínu og horfðu á at-
burðinn í sjónvarpi.
10 mínútum síðar var Agena
kominn á braut. Þúsundir tækja
hófu þegar að finna út nákvæm-
lega hver braut gervihnattarins
yrði, en mjög þýðingarmikið var,
að hann væri á nákvæmlega réttri
braut. Ef Agena hefði farið of
langt út í geiminn — eða verið of
nærri jörðinni — hefði Gemini-8
ekki verið skotið á loft, þar sem
stefnumótið hefði ekki verið fram
kvæmanlegt vegna skorts á nægi-
legu eldsneyti til stefnubreyting-
anna.
En brátt var Upplýst, að gervi-
Framhald á 14. síðu.
Meirí áherilu þarf a5 leggja
á framleiðslu kjöts en mjólkur
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Á Búnaðarþingi í dag flutti for-
maður Stéttarsambands bænda,
Gunnar Guðbjartsson, ítarlegt er
indi um stöðu landbúnaðarins í
dag, þegar fóðurvöruskattur var
á dagskrá. Helzta málið að áliti
Stéttarsambandsins og framleiðslu-
ráðsins kvað hann vera þörf á
framleiðsluþreytingu í landbúnað-
inum, þannig að lögð verði meira
áherzla á framleiðslu kjötafurða
en mjólkurafurða.
Gunnar hóf ræðu sína með því
að skýra frá aukningu mjólkur og
kjöts frá fyrra ári. Árið 1964 var
kjötframleiðslan 10.15 milljónir
kílóa en árið 1965 var hún 11,36
milljónir kílóa, þannig að aukn-llítra í 106 millj. lítra frá fyrra I framleiðsluna og mjólkurafurðir.
ingin var um 12.5%. ári eða um 6.0%. Smjörframleiðslan óx á s. 1. ári
Mjólkurmagnið óx úr 100 millj. I Næst talaði hann um smjör-l Framhald á 14. síðu.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
í gærkvöldi kl. 10.15 að íslenzk
um tíma var tilkynnt, að íekizt
hefði að tengja Gemini-8 við Ag-
ena-eldflaugina. Vakti þetta mik-
inn fögnuð á Kennedy-höfða, og
er þetta mikill sigur fyrir banda-
ríska vísindamenn. Armstrong til
kynnti, að geimfarið og gervihnött
urinn væru bæði mjög stöðug.
87% AF FISKI SEM VEIDDIST I
LOÐNUNÓT TALINN ÓÞROSKA
AS-Ólafsvík, miðvikudag.
Hér á víkinni er fjöldi loðnu-
báta, sem moka upp smáfiski,
mest undir málsfiski í tugum og
hundruðum tonna. Eru þessir bát-
ar sagðir á loðnuveiðum en þeir
liggja upp í flutningaskipið Sfld-
ina, sem liggur hér á Ólafsvík.
Loðnan hefur gengið upp á grunn
ið. Fylgir henni óhemju smáfisks-
ganga, sem þessi stórvirku veiði-
tæki moka nú upp. Reykjaborgin
landaði hér 30 tonnum í gær-
kvöldi. Er sorglegt að horfa á
smáfisk þannig drepinn, allt nið-
ur í smásfli, sem hlýtur að hafa
alvarlegustu afleiðingar. En afli
þessara báta mun vera um 4—500
tonn á sólarhring af smáfiski.
Þessi veiði hefur vakið almenna
gremju hér vestra og krefjasl
menn þess, að veiðarnar verði
stöðvaðar tafarlaust.
Framhald á 14. síðu