Tíminn - 17.03.1966, Page 5
5
FIMMTUDAGUR 17. marz 1966
Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján BenedOrtsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrfmur Gislason. Ritstj.skrifstofur I Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðSlusfmi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJ.
Látum þjóðina dæma
Sú tillaga miSstjórnar Framsóknarflokksins að efnt
verði til þingrofs og kosninga hið allra fyrsta og áður
en tekin er endanleg afstaða til samninganna við sviss-
neska álhringinn, hefur hvarvetna fengið góðar undir
tekör, nema í innsta hring stjórnarflokkanna.
Bökin fyrir þingrofskröfunni eru svo augljós, að eðli-
legt er, að hún hljóti öflugar undirtektir þjóðarinnar.
Tæp þrjú ár eru liðin frá seinustu þingkosningum. Að-
alloforð stjórnarflokkanna fyrir þær kosningar var
sfcöðvun verðbólgunnar. Því var réttilega lýst yfir, að
yrði því marki ekki náð, væri allt unnið fyrir gíg. Meiri-
hluti kjósenda treysti Þessu loforði og stjórnarflokkarnir
héldu meirMuta sínum. Efndirnar eftir þriggja ára
stjóm blasa nú við. Aldrei hefur verðbólguvöxturinn ver--
ið ferlegri. Stjórnarblöðin segja, að hann hafi verið mik-
íll í tíð vinstri stjórnarinnar. Jafnvel útreikningar Gylfa
Þ. Gíslasonar sýna þó, að hann hafi verið smávægilegur
, þá í samanburði við það, sem hann hefur orðið seinustu
þrjú árin. En þó er ekki ætlun ríkisstjórnarinnar að
nema hér staðar. Hvergi bólar á neinni viðleitni hjá
henni í þá átt. Þvert á móti er hún í þann veginn að á-
kveða að leyfa hér erlendar stórframkvæmdir, álbræðslu
í Straumsvík og herstöð í Hvalfirði, er mundi stórauka
þensluna og verðbólguna frá því, sem nú er.
Framsóknarflokkurinn segir, að hér sé svo stórlega
vikið frá loforðum stjómarflokkanna fyrir seinustu kosn-
ingar, að það eigi að láta þjóðina sjálfa dæma að nýju
áður en lengra er haldið. Framsóknarflokkurinn segir,
að hættan, sem þjóðinni stáfi nú af verðbólguvextinum,
sé svo gífurleg, að það eigi að gefa henni kost á að
bregða við fæti og breyta um vinnubrögð áður en lengra
er stefnt út í ófæruna.
Þetta tækifæri vill þjóðin líka fá. Þessvegna fær
þingrofskrafa Framsóknarflokksins hvarvetna góðar
undirtektir, nema í innsta hring stjórnarflokkanna. Þar
em auðsjáanlega hræddir menn, sem ekki vilja leggja
málin undir dóm þjóðarinnar í tæka tíð. Sá ótti styrkir
þingrofskröfuna meira en nokkuð annað.
Eina leiðin
Andstæðingablöð Framsóknarmanna reyna að snúa
út úr þeim orðum Helga Bergs á miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins, að ekki sé til nema ein leið, og það sé
hin leiðin. Ekki stafar þetta þó af því, að blöðin skilji
ekki, hvað Helgi á við. Sú leið, sem nú er farin af ríkis-
stjórninni í efnahagsmálunum, er raunverulega engin
leið. Stjórnin ræður ekki neitt við vandann, sem við er
að fást, reynir heldur ekki til þess og hefur það eitt
markmið að hanga. Afleiðingin verður sívaxandi glundr-
oði, sívaxandi verðbólga, sívaxandi dýrtíð. Ritstjórar
stjórnarblaðanna geta vitanlega huggað sig við það að
kalla þetta leið, en vissulega er hún engin. Eina færa
leiðin út úr öngþveitinu, er leiðin, sem Framsóknarmenn
hafa bent á, og hlotið hefur nafnið hin leiðin. Hún er
fólgin í því að raða verkefnum skynsamlega, eins og
góður atvinnurekandi gerir í atvinnurekstri sínum, og
tryggí3 þannig jafnvægi og framfarir. Með rökum geta
andstæðingarnir ekki haggað því, að þetta er eina færa
leiðin, sem bent hefur verið á. Þess vegna er gripið til
útúrsnúninga og hártogana. Það vitnar bezt um mái
staðinn.
TÍMIWW
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál;
Styrjöld, sem ekki er hægt að
vinna, styrkir ekki frelsið
Söguleg ummæli MacArfhurs við John Foster Dulles
Bandarískur flóttamaður aðstoðar flóttakonu frá Vietnam.
FORSETINN hélt fyrir
skömmu ræðu í síðdegisveizlu
í New York. Þar tók hann lil
meðferðar spurninguna, sem
veldur mestum kvíða manna
og þyngstum áhyggjum út af
gangi stríðsins í Víetnam.
„Sumir spyrja“, sagði John
son forseti, „um hættuna á víð
tækari styrjöld, ef til vill gegn
hinum feikilega fjölmenna
landher Rauða-Kína. Og svarið
við þessari spurningu er einn-
ig neitandi. Við gerum aldrei
neitt, sem til þessa geti leitt
og á því er ekki hætta, meðan
enn leynist snefill af sikynsemi
bak við stóru orðin í Peking”.
Þetta væri vitanlega fullnað
arúrskurður, ef málið snerist
um það eitt, hvað forsetinn
ætlaðist sjálfur fyrir. Vitan-
lega lætur hann ekki visvitandi
eða af ásettu ráði ráðast á
Kínverja eða erta þá íil átaka.
Hvers vegna er þá efi..n að
læðast um og áhyggjurnar á
sveimi.
Jú, auðvitað vegna þess að
enn muna margir Kóreu-styrj-
öldina. Menn hafa ekki gleymt
þvf, að Truman forseti hafði
ekki á prjónunum neinar fyrir
ætlanir um að berjast við
Rauða-Kína eða erta Kínverja
til átaka. Og McArthur hers-
höfðingi fullvissaði hann um,
að Kinverjar gætu eski tekið
neinn virkan þátt í atökunum
í Kóreu, en þrátt fyrir þetta
var hann kominn í styrjold við
Kínverja um leið og hann hélt
her sínum til kínversku landa-
mæranna.
ÖLDUNGADEILDARMENN-
INA, sem eru á öndverðum
meiði við forsetann, grunar
alls ekki, að hann vilji stríð
við Kínverja. En þeir eru
hræddir um, að stefna hans
muni leiða til árekstra við Kín
verja, enda þótt hann ætli alls
efekl í styrjöld við þá.
Vitanlega hefur það marga
ókosti í för með sér að rök-
ræða þessa spumingu opinbei
lega. Og fæstum okkar, sem í
deilunum taka þátt, eru þær
ánægjuefni. Ekki ber að efa,
að opinber ágreiningu- milli
forsetans og leiðtoga flokss
hans, bæði í öldungadeildinní
og meðal þjóðarinnar, er mjög
hughreystandi og uppörvandi
fyrir þá, sem eru að berjast
gegn okkur. Hann eykur vitan-
lega baráttukjark þeirra og
ari en ella um skilmála fyrir
umsömdum friði.
En á hitt er einnig að u j
að óvinurinn er hvergi nærri
á næstu grösum. Ekki verður
komið auga á neina fjandmenn
i augsýn frá bandarísku landi.
Öryggi Bandarfkjanna er því
ekki í neinni hættu, iafnvel þó
ag ágreiningurinn og rökræð-
urnar kunni að auka stríðs-
mönnum í Hanoi og Peking
kjark.
Ástæðurnar eru oú allt aðr
ar en þær voru, þegar ráðizt
var á bandaríska flotann i
bandarískri höfn ávið 1941.
Okkur er því leyfilegt að rök
ræða atferli okkar og aðferð
ir í styrjöldinni, sem geisar
langt í burtu frá okkar eigin
landi.
VIÐ ERUM að rökræða,
hvort við stefnum ekki i þessu
stríði að markmiðum sem gætu
ert Kínverja til átaka ef of
langt væri gengið. Við erum
einnig að ræða, hvort við ger-
um allt, sem í okkar valdi
stendur til þess að forðast i
Asíu þann yfirgripsmikla land
hemað, sem forsetinr, er svo
ákveðið á móti.
Yfirgripsmikil styrjöld á
landi í Asíu hlyti ag vera af
okkar hálfu örlagarík mistök
þess háttar mistök, sem þjóðir
ná sér aldrei til fulls eftir.
Þetta væm söguleg mistök á
við þau, sem Aþenumenn
gerðu, þegar þeir lentu í styrj
öld við við Syrakúsu, eða
Napóleon varð á þegar hann
réðist inn í Rússland, og Hitl
er henti, þegar hann réðist síð
ar einnig inn í Rússland, og
Japanar gerðu sig seka um,
þegar þeir réðust á Perluhöfn.
Hver svo sem tilgangur og
áætlun árásarmahnarna í þess
um sögulegu átökum var á
sinni tíð, hvort sem þeir börð
ust af göfugum hvötam eða
auvirðilegum, skiptir ekki meg
inmáli, né heldur hitt, hvort
við séum betri menn eða meiri
menn en þeir voru. Aðalatrið-
ið er, að til eru styrjaidir, sem
komast verður hjá að heyja og
forðast ber vegna þess, að þær
leiða til eyðileggingar og.einsk
is annars.
RÖK ÞEIRRA, sem andstæð
ir eru útbreiðslu styrjaldar
innar í Víetnam, eru þau, að
stríðið sé einmilt þess eðlis,
að efling þess og utbreiðsla
muni leiða til styrjaldar við
Kína, en styrjöld við ICína væri
háskalegt glapræði. Þessi af-
staða andstöðunnar stafar
hvorki af skyndilegu, yfirþyrm-
andi friðsemdarkasti né vand-
lætingaröfgum.
Afstaðan á rætur sínar að
rekja til þeirrar gömlu banda
rísku hernaðarkenningtr, að
forðast beri landsstyrjó'.d á
meginlandi Asíu því að í henni
sé ekki unnt að vinna sigur.
Allt fram á veturinn 1965 höíð
um við aðeins einu sinni breytt
út af þessari reglu. Það var í
Kóreustyrjöldinni óg vitanlega
er sú styrjöld undantekaingin
sem segja má, að sanui í höfuð
atriðum réttmæti reglunnar.
Bandaríkjamönnum tóikst að
vísu að síðustu að verja Suð-
ur-Kóreu, en þeir töpuðu styrj-
öldinni í Norður-Kóreu. Vert
er eftirtektar, að Suður-Kórea
er skagi, sem við gátum náð
til af hafi, en að Norður-Kór
eu liggur meginland Asíu og
þar nýtur við hins óhemjulega
fjölmennis ICínverja í landhern
aði.
ALLIR forustumenn okkar
í hemaði á síðari árum — Eis
enhower, MacArthur, Bradley,
Ridgway — hafa hvað eftir ann
að varað okkur við að láta
glepjast út í þátttöku í ófriði á
meginlandinu. MacArthur
sagði við John Foster Dulles,
að hver sá forseti, sem sendi
bandarískan her til landhern
aðar á meginlandi Asíu, ætti
að láta lækna athuga á sér
höfuðið.
í Vietnamstyrjöldinni hefir
ekkert gerzt, sem afsanni þessa
bandarísku kenningu um að við
verðum að komast hjá þátttöku
í landhernaði á meginlandinu,
og við verðum að treysta á
sjóhernað til þess að verja,
vernda og efla bandaríska hags
muni á Kyrrahafi og í Asíu.
Af þessum ástæðum fæ ég ekki
með nokkru móti skilið, iivern
ig í ósköpunum eigi að heyja
sigursælar styrjaldir fyrir
„frelsi" og „sjálfsákvörðunar-
rétti“ án tillits til þess, hvar
styrjaldir þessar eru háðar cg
þvert gegn margendurtekinni ?
reynslu ofefcar sjálfra. t