Tíminn - 17.03.1966, Page 9
FIMMTUDAGUR 17. marz 1966
TÍMINN»
Bréf til Matthíasar
hversu mikið afl þarf til þess að
hreyfa hlutinn. Visindaínenn
vita ekki enn hversu áreiðan-
leg þessi aðferð er. Þá verða
mældir geimgeislar. Einnig
verða gerðar athuganir á því,
hversu mikið dregur úr styrk-
leika radíómerkja, er þau fara
í gegnum andrúmsloft jarðar.
Til þesisa verður notað sér-
stakt senditæki, sem fest verð
ur ofan á geimfarið og mun
senda merki á tveim bylgjum
— últra-hárri tíðni (UHF) og
mjög hárri tíðni (VHF).
Athyglisverð tilraun verður
gerð með sjónvarpsmyndatöku
að næturlagi. Verður athugað,
hvort hægt sé að nota sjónvarps
myndir af jörðinni að nætur-
lagi, þegar allt er dimmt. Verð
ur notuð sérstök sjónvarps-
myndavél, sem fest er aftan á
geknfarið. Aðrar myndatökur
munu einnig eiga sér stað. M.
a. er þar um að ræða mynda-
töku af skýjunum, en það er
liður í tilraunum til þess að
geta sagt sem fyrst fyrir mn
óveður og storma og er tengd
tilraunum með Essna-veðurat-
hugunar gervihnettina.
Að sjálfsögðu mun einnig
fara fram að venju rannsóknir
á líðan geimfaranna og hugsan
legum breytingum á heilbrigði
þeirra.
Ferð Gemini-8 er ein af
m'örgum ferðum geimfara af
þessari gerð, sem ráðgerðar eru
á næstunni. Síðar í sumar er
ætlunin að senda á loft Gem-
ini-9, en geimfararnir um borð
í því geimfari verða þeir Eug
ene Oeman og Thomas Stafford
— en sá fyrmefndi kom hingað
til lands s. 1. sumar til æfinga.
Annar þeirra mun fara út íir
geimfarinu, en dvelja þar leng
ur en Scott, eða tvær hringferð
ir um jörðu. Þá er einnig áætl-
að að skjóta Gemini-10 á loft
á þessu ári, og enn mun einn
geimfari fara út úr geimfarinu
og dvelja þar um tíma.
í þessum geimferðum verða
ýmsar athuganir gerðar, og
nokkrar þeirra sem Gemini-8 á
að framkvæma, verða endur-
teknar og fullkomnari upplýs-
ingum safnað.
Atlas-Agena eldflaugin.
Heiðraði ritstjóri.
Ég hefi ekki í annað hús að
venda en að skrifa þér, þar sem
Sigurður er í Þinginu og Eyjólfur
Konráð allur í alúmíninu. En ég
skrifa með hálfum huga og get
jafnvel búizt við að þú skiljir mig
illa. Ég get sem sé ekki fléttað inn
í þetta neinum æskuminningum úr
Vesturbænum, hefi aldrei leikið
mér á Landakotstúninu, hvað þá
farið í siglingar á Fossi á unglings
árum. Ég hefi ekki einu sinni átt
heima fyrir vestan Læk. Og ég er
heldur ekki skáld, hvort sem um
er að kenna hæfileikaskorti eða
hinni vöntuninni, að hafa farið á
mis við stórkostleg uppeldisáhrif
Hólavalla og Landakots.
Ég skal nú reyna að fara að
komast að efninu. í gær fletti ég
Lesbók Morgunblaðsins og ætlaði
að gá að rabbinu hans SAM. Þeir
geta verið svo Ijómandi skemmti-
legir stundum þessir reiðu, ungu
menn, sem sum blöðin eru farin
að hafa á sínum snærum til að
láta gjamma við og við, svo að
fólk geti séð svart á hvítu, hve
frjálslynd þau eru.
En nú brá svo við, að ég sá
ekkert rabb eftir SAM. í þess
stað var kominn annar maður,
einhver Magnús Þórðarson, og
þeytti lúður „frelsisins“ af slíku
afli, að allt ætlaði að rifna. Fyrr
mátti nú vera vindauðgi. Segja
mætti mér, að hann væri alinn
upp allt vestur undir Gróttu.
Lagið, sem þessi mikli lúður-
þeytari lék, var um sjónvarpið.
Eftir að hafa hlýtt á það til enda
urðu mér stórum Ijósari en áður
ýmsir þættir þess merkilega máls.
Ég hafði haft illan bifur á her-
mannasjónvarpinu. Til dæmis hafði
ég ímyndað mér, að dagskrá her-
mannasjónvarps væri naumast góð
til síns brúks, nema í hana væri
ofið einhverju, sem snerti starf
hermannanna, það er að segja af-
lífunina. Og ég hafði heyrt börn
í nágrenninu tala um eitthvað, sem
héti Combat og í Geirsbók stend-
ur að það þýði „bardagi“. Vitan-
lega hefi ég aldrei þorað að líta
á þetta, því að „mér er ekki
mennt sú léð, mannsblóð hefi ég
aldrei séð“, eins og stendur ein-
hvers staðar í rímum.
Annars hafði dagskráin ekki
komið málinu við í mínum augum,
nema þá að litlu leyti. Mér fannst
valdhafarnir rétta fram opna sál
þjóðaræskunnar eins og ílát handa
hernum, þegar þeir leyfðu stækk-
un sjónvarpsstöðvarinnar þarna
syðra. Fannst þarna veittur meira
en vafasamur einkaréttur (ekki
frelsi), og almenningur gæti naum
ast sætt sig við minna en að fá
fram lokun stöðvarinnar, svona
sem aðvörun til framtíðarvaldhafa
um meiri gát í málum sem þess-
um.
Mig hafði furðað á, að „frelsis-
hetjur“ sjónvarpsáhugamanna
skyldu ekki fara þess á leit við
sendiráð Rússa, að það setti hér
upp sjónvarpsstöð, svona til að
minnka áhallann og gefa kost á
vali, sem ég hafði heyrt að ætti
skylt við frelsi. Aðrir en Rússar
voru varla líklegir til að leggja í
slíkan áróðurskostnað. Til þessar-
ar göngu í rússneska sendiráðið
hafði ég í huganum kjörið sýslu-
mann og æskulýðsleiðtoga þeirra
þarna fyrir ofan Skarðsheiði.
(Hann er þó ekki skyldur Magn-
úsi þessum, eða alinn upp ámóta
vestarlega í bænum, nema hvort
tveggja sé?) Ég á við þennan,
sem bjargaði heiðri þjóðarinnar
og rétti við riðandi heimsmenn-
inguna með símskeyti eitt sinn,
þegar blásið var til fundar hér í
Reykjavík.
Ég bjóst þá og þá við að frétta
$ um för sýslumanns og annarra
frelsisþyrstra sálna í rússneska
sendiráðið. Mér þótti þetta drag-
ast furðulega, jafn skeleggir menn
og þarna eiga hlut að máli.
En nú sé ég þetta allt í öðru
og efalaust miklu réttara Ijósi en
áður, eftir að hafa notið hins hvin-
mikla lúðurþyts Magnúsar. Ég
trúi eins og nýju neti, að dagskrá-
in sé foráttugóð. Og ég trúi hinu
líka, að fullt frelsi felist í einka-
rétti einnar erlendrar þjóðar al-
veg sérstaklega þegar einkaréttur-
inn ér einskorðaður við einn þátt
í starfsemi þeirrar þjóðar, það er
að segja herinn. Það auðveldar
eðlilega meiri einbeitingu i frels-
inu.
Um tvennt er ég ekki enn sam-
mála Magnúsi. Hann segir berum
orðum, að kommúnistar geti ekki
talizt heiðarlegir í neinni þjóð-
málabaráttu. Heiðarleiki í þessu
sambandi er að vísu ótrúlega loðið
og afsleppt hugtak, ef ekki af-
stætt. Og ég skal játa að komm-
únistar eru margir lítils uppvaxt-
ar, aldir upp í Þingholtunum,
Skuggahverfinu, inn við Baróns-
stig, ef ekki hreinlega utanbæjar
sumir hverjir. Af þeim er því að
sjálfsögðu ekki mikils að vænta.
En ég hefi þekkt fáeina um æv-
ina. Sumir þeirra voru eldheitir í
sannfæringu sinni, fórnfúsir og
trúir sinni köllun. Ég held enn,
að þetta megi ef til vill meta til
heiðarleika í þjóðmálabaráttu.
Hitt atriðið er um innflutning á
erlendum bókum. Ég er enn hálft
um hálft þeirrar skoðunar, að fs-
lendingar þyrftu að banna hann
ef her einnar erlendrar þjóðar
hefði á honum einkarétt og ein-
ræði um val. Þú sérð sem sagt,
Matthías minn, að þessir einu
Fædd 7. 5. 1884 að Járngerðar-
stöðum í Grindavík.
Dáin 5. 2. 1966 í Reykjavík.
Ennþá brotnar brim við kletta
og björg um Reykjanes.
Sjórinn liggur logntær stundum,
— eða lyftir sér til kuls og
hlés —
Grindavík var gæfta verstöð,
og golan úr flestum áttum blés.
Þá var vænt að vera i blóma
af vöskum drengjum eftirsótt.
Þegar þeir að landi lögðu
litlu skipi um miðja nótt.
Færa bæði bros og bita
að borðstokknum á smárri skeið.
En það var fremur bros en biti,
sem beindi drengjum fram á
leið.
\
Grindavíkur vona vor
vakti lengi í sál,
það gaf bæði giftu og þor
og glæstust svör og mál.
Frá bernsku og æsku lífsins,
leikur
ljós um stigin spor
Þann 5. febr. s.i. andaðist að
heimili dóttur sinnar Ingibjargar
og manns hennar Andrésar að
Rauðalæk 18 í Reykjavík Sigríður
Tómasdóttir. Sigríður var fædd að
Járngerðarstöðum í Grindavík 7.
maí 1884, dóttir hjónanna þar Mar
grétar Sæmundsdóttur og Tómasar
Guðmundssonar. Þar ólst Sigríður
upp á stóru og mannmörgu heim-
ili í stórum systkinahópi .
hljómleikar Magnúsar hafa ekki
dugað til fulls á mig. Svona get-
ur verið um fleiri. Heldurðu ekki
að rétt væri að biðja hann að
grípa „frelsislúðurinn" aftur við
tækifæri og blása ögn meira, ha?
Ef til vill þyrfti hann ekki, að
leggja eins mikið að sér og í gær,
væri jafnvel óhætt að draga dúlít-
ið úr vindinum.
En þú þarft ekki að taka þetta
fjas mitt of hátíðlega, þar sem ég
á heima langt fyrir innan Læk,
alla leið inni í Kleppsholti. (Já,
vel á minnzt. Hann skyldi þó ekki
vera alinn upp einhvers staðar
hér í nágrenninu hann SAM? Mér
hefur stundum fundizt ég finna til
andlegs skyldleika með honum).
Hérna í nágrenninu er merk
ríkisstofnun. Mér var einu sinni
sögð sú saga, að tveir vistmenn af
þeirri stofnun hefðu verið á gangi
hér í Holtinu sér til hressingar.
Þá spyr annar hinn allt í einu:
„Hefir þú hún?“
,,Nei, en ég á að fá hún hráð-
um“, var svarið.
Mér var sögð sú skýring á
þessu samtali, að læsingar á her-
bergjum væru þarna stundum með
þeim hætti, að ekki væru notaðir
lyklar, heldur væru húnarnir tekn
ir úr hurðaskránum. Einstöku vist
menn, sem væru mjög hæglátir og
nytu fullsta trausts húsbænda,
fengju svo að bera á sér hún.
Og af því að ég sá ekkert rabb
frá SAM í Lesbókinni í gær
langar mig að spyrja, hvort þið
séuð búnir að taka af honum
„húninn“ fram yfir kosningar?
14.3. 1966.
Með beztu kveðju tiI SAM.
Kleppshyltingur.
Járngerðarstaðir voru á þeim
tíma eitt af höfuðbólum Grinda-
víkur. Þar var rekin allmikill land
búskapur, ásamt sjávarútgerð, og
því ærið starf til sjós og lands.
Á unglingsárum sínum stundaði
Sigríður nám í Reykjavík, í
Kvennaskólanum o.s.frv. og bjó á
þeim misserum hjá móðurbróður
sínum dr. Bjarna Sæmundssyni.
Átti hún bjartar myndir frá þeim
tima.
Nítján ára gömul gekk hún að
eiga Sigurþór Ólafsson frá Múla-
koti f Fljótshlíð og fluttist með
honum til búskapar austur þangað
og bjó flest sín búskaparár að
Kollabæ, eða hátt í 50 ár. Kolla-
bæjarheimilið var nokkuð stórt,
á húsbóndann hlóðust mörg opin
ber störf, og gestastraumur alla
tlð mikill. Húsmóðirinn hafði þvi
Framhald á bls. 12
Myndin sýnir hvernig geimförin munu tengjast saman.
Sigríöur Tómasdóttir
Kollabæ