Tíminn - 17.03.1966, Qupperneq 11

Tíminn - 17.03.1966, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 17. marz 1966 TÍMLNN n TOM TULLETT 17 á „varningnum“ sem til umræðu var. Cusack var gagnkunn- ugur þessu efni, því hann hafði árum saman fengizt við eit- urlyfjasala. Þeir hittust nokkrum sinnum, og loks voru áþreifingar á . enda. Bergeret virtist ánægður með Bandarikjamanninn og komst í geðshræringu, þegar Cusack hafði orð á að vinum hans léki hugur á hvorki meira né minna en fimmtíu kílóum af heróíni. Fleiri fundir áttu sér stað, Cusack var kynntur nokkrum mönnum öðrum og loks skýrt frá að hann ætti að fá að hitta Marius Ansaldi, sem fær væri um að láta í té allt það magn eiturlyfja sem Cusack vildi kaupa. Samningaumleitanirnar höfðu tekið marga daga, og allan þann tíma varð Cusack, sem stóð í sambandi við eiturlyfja- deild frönsku ríkislögreglunnar, að gæta sín. Minnsta skyssa gat orðið til að hann fengi hníf í bakið eða lenti í Signu, sem tekið hefur á móti svo mörgum hnýsnum lagavörðum. Tengiliður hans við frönsku ríkislögregluna var Edmund Bailleul lögregluforingi, sem lengi hafði grunað að Ansaldi væri aðalmaður í umfangsmi-klum hring alþjóðlegra eitur- lyfjásala og var sannfærður um að hann réði yfir vinnslustöð. Cusack hélt sig í nánd við hótelið, og loks símaði Bergeret og stefndi honum til veitingahúss í einu úthverfi Parísar. Þeir áttu að hittant klukkan átta um kvöldið. Hann var lát- inn vita að nú myndi Ansaldi koma að finna hann og sagt að taka með sér peningana. Franska lögreglan lá í leyni og Ousack sat við borð og beið. Umhverfis hann voru venjulegir kvöldgestir, ung pör sem héldust í hendur, og gítartónar bárust um veitingasal- inn. Cusack drakk bjór í rólegheitum og horfði á fólkið, en skimaði svo lítið bar á eftir Antoine Bergeret. Glæpamennirnir sem fást við jafn háskalegan leik og eitur- lyfjasölu eru engir viðvaningar, og eins og allir snjallir kaupsýslumenn eru þeir stundvísir. Þegar klukkutími var -kominn fram yfir tilsettan tíma, var Cusack orðið ljóst, að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. HÖfðu þeir komizt á snoðir um hver hann var? Hafði einhver borið kennsl á hann? Hann fór í næsta símaklefa og hringdi til Antoine. Þar var engar fréttir að fá. Honum var sagt að Antione hefði farið að heiman snemma morguns og ekki látið vita hvert hann ætlaði. , Fyrirætlunin um að hremma Ansaldi var farin út um þúfur. Einhver hafði með einhverju móti orðið þess áskynja hver Cusack var, og nú þýddi ekki að reyna að halda rann- sókninni áfram. Þegar hann fór upp í flugvélina á heimleið, velti hann því fyrir sér hvort hann kæmist nokkru sinni að því hvað gerzt hefði. Misseri leið áður en hann varð nokkurs vísari. Þá bar svo við að leynilögreglumenn frönsku ríkislögregl- unnar handsömuðu hóp peningafalsara í Orlóans. Þegar geng ið hafði verið frá kærum á hendur öllum bófunum, gaf einn til kynna að hann væri fús til að leysa frá skjóðunni, vafa- laust í von um að hann hlyti í staðinn vægan dóm. Hann skýrði leynilögreglumönnunum frá að tveir lyfjafræðingar rækju leynilega eiturlyfjaverksmiðju þar sem þeir ynnu heróín úr morfíni. Hann skýrði einnig frá að það hefði verið hann sem bar kennsl á Cusack á einum fundi þeirra Bergerets. Honum var engin vorkunn að þekkja Bandaríkjamanninn, vitnisburður hans hafði eitt sinn tryggt honum fangelsisdóm. Þarna var loksins fengin ný vísbending um hvemig unnt væri að klófesta Marius Ansaldi og bófaflokk hans. Vitnið sagði að eiturlyfjaverksmiðjan væri í París, einhvers staðar í grennd við Montgeron, en hann gat ekki vísað nánar á staðinn. Bailleul lögregluforingi sendi snjöllustu menn sína út af örkinni til að hafa upp á Antoine Bergeret, því hann grunaði fastlega að hann hefði enn samband við Ansaldi. Tvær vikur tók að finna hann, og þá kom í ljós að hann gekk nú undir nafninu Boldoni. Þegar hann var loks fundinn, var honum veitt eftirför dag og nótt. Stundum elti hann hjárænulegur götusöngvari, stundum betlari og stundum götulögregluþjónn, því meiri- háttar glæpamönnum kemur aldrei til hugar að þeim geti stafað hætta af einkennisbúnum lögreglumanni. Hópurinn kortlagði allar lífsvenjur Bergeret, hvar hann matqðist, hvar hann keypti sér tóbak og blöð og hverja hann hitti. Morgun nokkurn. sat hann á bekk við Avenue Ivlébert andspænis Sigurboganum. Á næstu grösum var leynilög- reglumaður í hlutverki skemmtiferðamanns, sem renndi kvik- myndatökuvélinni yfir umhverfið. Allt í einu tók lítill Peugeot UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON Það er viðvíkjandi leigj- 11 Hún gekk að dyrunum, senni lega til að laga sig dálítið. Þegar hún kom aftur, var fótatak henn- ar öðru vísi, líklega hafði hún farið í skó í staðinn fyrir flóka inniskóna, sem hún hafði haft á fótunum. Hún opnaði dyrnar og horfði á þá með litlum, ptrðum augum. — Gerið svo vel. Ég er ekkt bú- in að hreingera. Hún var samt klædd í snotran svartan . kjól og var vendilega greidd og snyrt. Hún var ein- hvers staðar nálægt sjötugs aldri, lítil og horuð, en furðanlega spræk og lífleg. — Hafið þér skilríki? Maigret sýndi henni skjöl sín og hún horfði athugul á þau. — Þér eruð sem sagt Maigret lögregluforingi? Hún vísaði þeim inn i dagstofu, sem var allstór en svo hlaðin húsgögnum og smádóti, að varla var hægt að þverfóta þar. — Gerið svo vel að fá ykkur sæti. Hvað viljið þér? — Sjálf settist hún líka og hún lagði sig sýnilega fram um að koma virðulega fram, en hún gat ekki leynt því, að hún gat ekki haldið höndunum í ró. anda yðar. — Ég hef engan leigjanda. Ef ég einstaka sinnum tek á móti stúlkum og leyfi þeim að búa hérna . .. — Við þekkjum alla málavöxtu frú. Hún hélt stillingu sinni, en leit á fulltrúann með svip, sem sýndi að hún skildi, hvað hann átti við. — Þekkið hvað? — Við vitum allt. Við heyrum ekki undir skattalögregluna og það sem þér skrifið á skattaskýrsl una yðar er ekki okkar mál. Það var ekkert blað i stofunni. Maigret tók upp mynd af hinni óþekktu stúlku. — Þekkið þér hana? — Hún hefur búið hjá mér nokkra daga. — Nokkra daga? — Við skuium segja nokkr ar vikur. — Ættum við ekki fremur að segja tvo og hálfan mánuð? — Það getur verið. Á mínum aldri skiptir tíminn ekki höfuð- máli. Þér getið ekki ímyndað yð- ur, hvað dagarnir eru fljótir að líða fyrir mér. — Hvað hét hún? — Louise Laboine. — Var það nafnið á nafnskír- teini hennar? — Ég sá ekki kortið hennar. Það var nafnið, sem hún gaf upp. Og þér vitið ekki, hvort það er hennar rétta. — Ég hafði enga ástæðu til að tortryggja hana. — Sá hún auglýsingu frá yður? — Hafið þér talað við húsvörð- inn? — Það skiptir engu máii, frú Cremieux. Við skulum engum tíma eyða. Og gerið yður ijóst, að það er ég sem spyr. Hún ansaði mjög virðulega: — Gott og vel. Spyrjið bara. — Svaraði Louise Laboine aug lýsingu yðar? — Hún hringdi til að spyrja um verðið. ún spurði svo hvort ég vildi lækka mig dálítið og ég sagði henni, að hún yrði að koma og tala við mig. — Samþykktuð þér að lækka leiguna? — Já. — Hvers vegna? — Ég er svo áhrifagjörn. Hvað eigið þér við? — Þegar þær koma hingað fyrst, þá eru þær auðrnýktin og þakklætið uppmálað. Ég spurði hana, hvort hún væri mikið úti á kvöldin. og hún kvað nei við því. — Vitið þér, hvar hún vann? — Ég held hún hafi unnið á einhvers konar skrifstofu. Það var ekki fyrr en eftir nokkra daga, að það rann upp fyrir mér, hvern mann hún hafði að geyma. — Hvernig þá? — Mjög einræn og dul. — Og þér vitið ekkert um hana? Sagði hún yður ekkert? — Eins lítið og unnt var. Hún hélt auðsjáanlega, að þetta væri hótel. Hún fór á morgnana og rétt bauð mér góðan dag, ef ég varð á vegi hennar. — Fór hún alltaf á sama tíma? — Nei, mér til stórrar undrun- ar, þá fór hún að fara á öðrum tímum og ég spurði hana, hvort hún hefði fengið nýtt starf. — Og hverju svaraði hún? — Hún svaraði engu. Svona var hún. Þegar spurning kom henni í vanda þóttist hún ekkert heyra. Á kvöldin forðaðist hún mig eins og heitan eldinn. — Hún varð að ganga í gegn- um dagstofuna til þess að komast inn í herbergi sitt. — Já, ég held mig venjulega hér. Ég hvatti hana til að setjast niður og fá sér kaffibolla. Að- eins í eitt skipti lét hún svo lítið að þiggja það og það toguðust varla úr henni tíu orð í það skipt ið. — Hvað töluðuð þér um við hana? — Nú, allt milli himins og jarð ar. Ég reyndi að fá einhverja vitneskju um hana. — Hvers konar vitneskju? — Hver hún var, hvaðan hún kæmi, hvar hún hefði búið áður . . — Og urðuð þér einskis vísari? — Ég fékk bara að vita, að hún er kunnug í Suður-Frakklandi. Ég talaði um Nice, þar sem ég og maðurinn minn dvöldumst venju lega tvær vikur á hverju ári, og mér skildist, hún hefði einnig ver ið þar. Þegar ég spurði um for- eldra hennar, varð hún fjarlæg á svpi. Hefðuð þér séð hana í þess- um ham, þá hefðuð þér engu síð- ur en ég orðið argur. — Hvar borðaði hún? — Úti. Ég harðbanna alla mat seid inni í herberginu vegna brunahættu. ÞaS er engum get- um að því að leiða, hvað getur komið fyrir, þegar þær byrja að bauka með prímusana sína, svo ekki sé talað um, hvernig það fer með húsgögnin, hér eru dýrmæt ÚTVARPIÐ í dag Fimmtudagur 17. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.00 A _______________ frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska iagaþætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum. Margrát Bjarnason talar við Eyborgu Guð mundsdóttur listmálara. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegisút varp. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Segðu mér sögu. Bergþóra Gúst- afsdóttir og Sigríður Gunnlaugs- dóttir stjórna þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt máL Árni Böðvarsson talar. 20.05 Gest úr í útvarpssal: Fredell Lack fiðlu leikari frá Bandaríkjunum og Árni Kristjánsson píanóleikari flytja Sónötu í c-moll op. 30 nr. 2 eftir Beethoven. 20.35 Umferð- arhindranir og endurhæfing fatl aðra. Ólöf Ríkharðsdóttir flytur erlndi að tilhlutan Sjáifsbjargar. 20.55 Kórsöngur: Norður-þýzki kórinn syngur Mörike-söngva eft ir Hugo Distler. 21.10 Bókaspjail. 21.45 „Cockaigne“, forleikur op. 40 eftir Elgar. Fílharmoníusveit Lundúna leikur undir stjórn Ed- uards van Beinum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passíu- sálma (33) 22.20 „Heljarslóðaror- usta“ eftir Benedikt Gröndal. Lár us Pálsson ieikari les (2). 22.40 Djassþáttur: „Svo fögur þruma’* Jón Múli Árnason kynnir. 13.15 Bridgeþáttur Hallur Símonarson flytur. 23.40 Dagskrárlok. Föstudagur 18. marz. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Rósa Gestsdóttir les Minningar Hortensu Hollandsdrottningar, í þýðingu Áslaugar Árnadóttur (2). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð degisútvarp. 17.00 Fréttir. 17.05 í veldi hljómanna. Jón örn Mar inósson kynnir sígilda tónlist fyr ir nngt fólk. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum, Alan Boucher býr tU flutnings fyrir böm og unglinga. Sverrir Hólmarsson les söguna af bóndadótturinni, sem gerðist hermaður. 18.20 Veður- fregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka. a. lestur fornrita: Færeyinga saga. Ólafur Halldórsson cand. mag ies. b. Alþingiskosningar og alþingis- menn f Árnessýslu. Jón Gíslason póstfulltrúi flytur fyrsta erindi sitt: Jón Jónsson frá Ámóti ____ Álaborgar-Jón. c. Tökum lagið! d. Stefjamál. Helga Sigurðardótt ir frá Hólmavík flytur frumort kvæði og stökur. e. í slóð Seyni- staðarbræðra. Andrés Björnsson flytur þátt eftir Þormóð Sveins son á Akureyri. 21.30 Útvarpssag an: „Dagurinn og nóttin" eftir Johan Bojer. Hjörtur Pálsson les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passíusálma (34). 22.20 ís lenzkt mál. Dr. Jakob Benedikts son flytur þáttinn. 22.40 Nætur hljómleikar: Tvö tónverk eftir Haydn. 23.20 Dagskrárlok. BtS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.