Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.03.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Dúnsæng er fermingar- gjöfin Ávallt fyrirliggjandi: Æðardúnssængur Koddar, lök, sængurver misi., hvítt damask. og silkidamask. FERMINGARFÖT af öllum stærðum, terriJín og ulL Jakkaföt - Matrosföt Fermingarskyrtur PATTONSGARNIÐ ný komiS allir iitir og grófleikar. Póstsendum. Vesturgötu 12, sími 13570 Bílaleigan VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135 oe eftir lokun símar 34936 og 36217. Daggjald kr. 300,00 og Kr. 3,00 pr. km. LAUGAVEGI 90-92 Stærsta úrval bifreiSa á einum staS. — Salan er örugg hjá okkur. FRÍMERKI FVrir bvert islenzkt tri- merki sem þer sendið méi fáið þér 3 ^rlend. Sendið minnst 36 stk JÖN AGNARS P O. Box 905. Reykjavík. ÞORSTEINN JÚLlUSSON héraðsdómslögmaður, Laugavegi 22 ('rnng. Klapoarst.) Sími 14045 rafái. ^uglýsið í Tímanum PILTAR. EFÞ10 EIGIP UNMUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRIN0ANA / ELTA UPPI Framhald af bls. 1. hnötturinn var á svo til alveg réttri braut — jarSfirð var 298 km en jarðnánd 287. Hin fyrirhug aða braut var nákvæmlega 296 km frá jörðu. Gemini-8 komst á braut sína yf- ir Bermudaeyjum og eltingarleik- urinn hófst. Stefnumótið, og sam- tengingin, er þó aðeins ein til- raun af mörgum, sem geimfararn- ir eiga að framkvæma. Annar þýð ingarmesti atburðurinn verður geimganga — eða geimsund rétt- ara sagt — David Scotts geimfara, en hann mun verða utan geimfars ins í tvær og hálfa klukkustund. Þetta mun eiga sér stað á fimmtu- daginn. Á laugardag lenda geim- fararnir síðan í Atlantshafi. Mjög vel tókst að skjóta Gem- ini-8 á loft. Eftir tvær mínútur losaði Titan-eldflaugin sig við fyrsta þrepið, og annað þrepið varð samkvæmt áætlun óvirkt fimm mínútum og 41 sekúndu eft- ir skotið. Á því augnabliki var Gemini-8 komið á hina fyrirhug- uðu braut umhverfis jörðu um 1920 km frá Agena-gervihnettin- um. Gemini-8 mun síðan fara fjóra hringi umhverfis jörðu og gera ýmiss konar stefnubreytingar, þannig að eftir fjóra hringi hafi geimfarið náð Agena-eldflauginni. Því næst verða geimförin tengd saman. Agena-gervihnötturinn er búinn sérstökum búnaði, sem gerir Gemini-8 mögulegt að festa sig við hann. Mun Gemini-8 koma innyfir gervihnöttinn og því næst snúa framnefinu að honum. Verð- ur Gemini-8 þvínæst stjórnað fast að gervihnettinum og tengjast þeir saman eins og tveir vagnar væru tengdir saman. Þetta eiga geimfararnir að framkvæma fjór- um sinnum, svo að þeir fái næga æfingu. Lyndon Johnson Bandaríkjafor- seti sagði eftir geimskotið, að Bandaríkin væru ákveðin í að verða fyrst til að senda mannað geimfar til tunglsins, og að þetta myndi eiga sér stað fyrir árið 1970. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakMr til allra, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á sextugsafmæli mínu. Sigmar Brynjólfsson, Lundi, Eyrarbakka. Útför Magnúsar Auðunssonar Sóiheimum i Landbroti, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. marz, kl. 10.30 f. h. Athöfninni veröur útvarpað. Krlstiana Jónsdóttir, börn og aðrlr vandamenn. Móðlr okkar, Guðrún Ólafsdóttir lézt á Sólvangi f Hafnarfirði að morgni 16. marz. Axel Kristjánsson, Georg Kristjánsson, Ólafur Kristjánsson. Útför eiginkonu minnar og móður okkar, Lovisu Samúelsson, fædd Möller fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn þann 19. marz n. k. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á félög til heilbrigðismála. Slgurður Samúelsson læknir og börn. BÚNAÐARÞING Framhald af 1. síðu. úr 1.54 millj. kílóa í 1.76 milljón kílóa frá fyrri ári, eða um 220 tn. Sala smjörs á innanlandsmarkaði dróst saman Úr 1210 tonnum ár ið 1964 niður í 1092 tonn árið 1965. Helztu ástæður taldi hann vera: 1. Tal lækna og skrif um hættu á hjartasjúkdómum af völd- um smjöráts. 2. Hið háa verð á smjöri. 3. Jurtasmjörlíkið, sem hafið var að framleiða árið 1964, en á s.l. ári hefðu verið seld af því 260 tonn. Ennfremur var ekki unnt að selja smjör úr landi árið 1965, þannig að smjörbirgðir í árslok 1965 voru 1168 tonn, eða 668 tonnum meira en árið áður. Með svipuðu framhaldi má áætla að smjörbirgðir 5 árslok 1966 verði um 1500 tonn. Til þess að nýta mjólkurafurð- ir betur hafa mjólkurbú, sem vinna mjólk, samþykkt að vinna í stað smjörs, bæði osta og ný- mjólkurduft úr nýmjólkinni, vegna tilmæla framleiðsluráðs. Fram- leiðsla á ostum og nýmjólkur- dufti er mun hagstæðari en á smjöri, en þó er sala á ostum og nýmjólkurdufti ekki hagkvæm. Tillaga Stéttarsambandsins í þessum efnum var að hækka mjólk urlítra um eina krónu og lækka smjörkílóið niður í 65 krónur. Þessi tillaga hefði mætt andstöðu í verðlagsráði af þrem ástæðum: 1. Framkvæmd þessa myndi hækka framfræslukostnað. 2. Hækka vísitölu. 3. Ef salan ykist þyrfti ríkissjóður að borga mikið í niðurgreiðslur Því væri skynsamlegt og nauð- synlegt fyrir bændur og þjóðina f heild að snúa sér að annarri framleiðslu, sem sé sauðfjár- og nauðgriparækt. Kjötframleiðslan árið 1965 nam 11.36 milljónum ikílóa í stað 10.15 árið áður þ.e.a.s. aukningin varð um 12,5%. Á síðastliðnu ári var mest af kjöti á útlendan markað selt til Bretlands, þar sem kjöt- verðið var um 22 kr. kílóið og til Noregs, en þar fékkst fyrir kílóið um 36 krónur. Nú stendur til að selja þriðjung kjötfram- leiðslunnar til Norðurlanda eða um 2500 tonn. Einnig talaði hann um ull og gærur, sem lækkað hafa í verði á erlendum markaði, en samt væru ull, gærur og kjöt miklu betri útflutningsvörur en mjólk- urafurðir og því bæri nausyn til þess að beina framleiðslunni inn á þessar brautir. f þessu sambandi væri unnt að beina framleiðslunni inn á aðrar brautir með því að leggja á erlendar fóðurvörur. 87% AF FISKI Framhald af bls. 1. Við þessa frétt er því að bæta að Hafrannsóknarstofnunin hefur kynnt sér málið, og í blaðinu í dag er auglýsing frá Sjávarútvegs- málaráðuneytinu þar sem bent er á boð og bönn varðandi veiði á óþroska fiski. Jón Jónsson fiskifræðingur, sagði að samkvæmt sýnishornum er Hafrannsóknarstofnunni hefði borizt frá Skarðsvík og frá Ólafs- vík væri hér um að ræða 3ja til 6 ára fisk, mest þó af 4ra ára fiski. Meðallengd væri um 55 cm og 87% teldist óþroska fiskur. FRETTIR Framhald af bls. 2. lega þó. Dauft er yfir útgerðinni, reytingsafli í net, en undirbúning- ur hafinnn undir grásleppuveiðina. Eins og skýrt hefur verið frá, hefur færðin hér verið mjög slæm og hafa börn úr sveitinni ekki komizt til skólans síðan um mán- aðamótin jan.-feb. Sökum um- ferðaerfiðleika, hefur mjólk oft verið hér af skornum skammti og hefur nokkrum sinnum orðið að skammta hana. Lágheiði hefiir ekki verið farin síðan fyrir jól og er mjög sjald- gæft að hún sé lokuð svo lengi í einu. Flóabáturinn Drangur er eina samband okkar við umheim- inn, en komið hefur fyrir, að hann hafi ekki getað komið hér við vegna þess, hve vont hefur verið í sjóinn. GE-Kárastöðum. Þykkur ís er nú á Þingvalla- vatni og hefur lækkað í þvi í vetur á annan metra. Engin rjúpa hefur sézt hér í vetur síðan fyrir áramót, en þá sást hún í geysistórum hópum. Ekki hefur heldur orðið vart við tófu á þessum slóðum í vetur. KBG-Stykkishólmi. Þröngt er nú á Breiðafjarðar- miðum vegna aðkomubáta. Flykkj- ast bátar þangað hvaðanæva að af landinu, af Vestfjörðum, Norður- landi og nú er óvenju mikið af sunnanbátum á miðunum. Nokkur brögð eru að því, að bátar hafi misst net sín í togar- ana, t.d. missti einn bátur hálfa aðra trossu fyrir skemmstu. Bát- arnir stunda veiðar nálægt land- helgislínu og aðeins fyrir utan og þykir þeim þeir ekki hafa minni rétt til þess að veiða þar en tog- ararnir. Nokkuð er veitt hér af loðnu en það eru eingöngu aðkomubátar, sem þær veiðar stunda. Auglýsið í Tímanum FIMMTUDAGUR 17. marz 19fif FUNDUR Fi-amhald af 16 síðu. íslenzks iðnaðar í ört vaxandi sam keppni við erlendar iðnaðarvörur og sumir spyrja: Hvort er hag- kvæmara frá þjóðhagslegu sjónar miði að framleiða vöruna hér inn anlands, eða flytja hana inn full- unna? Þessu munu framsögumenn fundarins svara, en þeir hafa all ir um árabil stjórnað umfangsmikl um iðnfyrirtækjum. Fjölmennið og mætið stundvís- lega. Stjórnin. SAS OG LOFTLEIÐIR Framhald af 16 síðu. bandi og geti því boðið lægri far gjöld. Það sé því að verða veru- legur keppinautur SAS á leiðinni yfir Atlantsihafið. Fram að þessu hafa þessar Cana dairvélar, er taka nú 189 farþega ekki mátt lenda í Skandinavíu. Þeir verða að fljúga til Kastrup- flugvallarins í Danmörku á DC- 6 vélunum en þær stærri noti þeir m. a. til Luxemborgarflugs. Gera má ráð fyrir að með til- komu þessarar nýju vélar fari Loftleiðir fram á lendingarleyfi í Kastrup og á norskum og sænsik um flugvöllum. í lok greinarinnar er skýrt nokbuð frá nýju vélinni, flughraða hennar, farþegatölu o. s. frv. Til samanburðar er þess getið, að stærstu flugvélar SAS, DC-8-55 taki í mesta lagi 148 farþega. MINNING Framhald af bls. 7 frá Moshlíð á Barðaströnd. Var hún honum styrk stoð í ellinn) og annaðist hann þangað til heilsa hans var svo þrotin, að hann varU að fara á hjúkrunarheimili. Sveinn Jónsson var hinn gervL legasti maður, tæpur meðalmaður á hæð, en þrekinn vel, þykkur undir hönd og bar sig vel. Skol- hærður, bláeygður og bjartur yfir litum. Gleðimaður við hóf og hafði alla ævi yndi af að vera með ungu fólki og sækja samkomur þess og leiki. Hann var vinsæll maður. Árdegis í dag kvöddu hann vin- ir og gamlir samstarfsmenn í kap- ellunni í Fossvogi. í kvöld siglir hann í síðasta sinn vestur um Bjarneyjaflóa í fylgd vaskra drengja. Það er við hæfi. Og ef- laust taka eyjarnar ekki verr á móti honum nú en á morgni æv- innar. 5. 3. 1966. B. Sk. Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. bræðslufyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar, og þetta stefnir þjóðinni í geigvænlega hættu og sjálfstæði hennar í bein an voða. Þetta er munurinn á ÍS- LENZKRI stóriðju og ER- LENDRI stóriðju, sem fórnað er fslenzkum þjóðarréttindum og hagsmunum og bætt ofan á ærinni áhættu. Rauð rós Vegna þes að niður féll kafli úr smáklausu með þessu nafni hér í þættinnm í gær, skal hún birt í heild á ný: Hannes á horninu í Alþýðu blaðinu rifjar í gær upp þá sögu, að í kröfugöngu árið 1923 hafi ung og fátæk hús- móðir gengið í veg fyrir Al- þýðuflokksmerkisbera í farar broddi og fest rauða rós á barm hans. Þetta er falleg minning, en ýmsir mnnu spyrja hvað ung og fátæk hús móðir muni nú verða til þess að ganga fram og festa rauða rós á barm Alþýðuflokksfor- ingja i stjórnargöngunni með íhaldinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.