Tíminn - 20.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1966, Blaðsíða 7
SUNNUÐAGUR 20. marz 1966 Afmælisgjöfin AlþýSuflokkurinn fékk sér- kennilega afmælisgjöf frá sam- starfsflokki sínum í ríkisstjórn- inni. Eins og áður var sagt frá hér í blaðinu, hafði ríkisstjórn- in ákveðið fyrir nokkru að draga verulega úr niðurborg- unum á vöruverði og auka dýr- tíðina sem því svaraði. Þetta hafði einnig verið samþykkt af þingmönnum stjórnarflokkanna. í miðstjóm Alþýðuflokksins risu hins vegar upp gegn þessu nokkrir af hinum eldri forustu- mönnum flokksins, og fengu því fnamgengt, að faUið var frá þessu að sinni. Einkum var það Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambands íslands og gam all sam-starfsmaður Sigurjóns Á. Ólafssonar og Jóns Baldvins- sonar, er hér lét til sín taka. Sást á þvi, að andinn frá dögum þeirra Jóns Baldvinssonar og Sigurjóns er ekki með öllu dauður í Alþýðuflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar staðráðinn í því að láta ekki hina görnlu samstarfsmenn Jóns Baldvinssonar og Sigur- jóns Á. Ólafssonar komast upp með það að stöðva mál, sem hann var búinn að ákveða að skyldi ganga fram. Málið var tekið fyrir að nýju í ríkisstjórn- inni og ráðherrum Alþýðuflokks ins gefinn ný fyrirmæli. Rétt fyrir afmæh Alþýðuflokksins var mótspyrna Jóns Sigurðsson- ar og félaga hans endanlega brotin á bak aftur í Alþýðu- flokknum. Því má segja, að af- mælisgjöfin, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og ráðherrar Alþýðu flokksins færðu Alþýðuflokkn- um á fimmtugsafmæli hans, hafi verið fólgin í því að stofna til hinnar nýju dýrtíðaröldu, sem fara mun í kjölfar þess, að dregið verður úr niðurborgun- unum. Áreiðanlega hefði þetta ekki gerzt, ef menn á borð við Jón Baldvinsson, Sigurjón Á. Ólafs- son og Héðin Valdimarsson sætu enn við stýrið hjá Alþýðu- flokknum. Þeir hefðu ekki látið bjóða sér slíka afmælisgjöf. Þetta er lítið dæmi þess, hvern- ig AlþýÖuflokkurinn er orðinn aKt annar flokkur en hann var. Ótti Alþ.ftokksins Að öllu leyti stafar þetta ekki af því, að foringjar Alþýðu- flokksins séu orðnir alveg frá- hverfir þeirri stefnu, sem vakti fyrir Jóm Baldvinssyni og Sig- urjóni Á. Ólafssyni. Að vísu er stórkostlegur munur á viðhorfi þeirra og hinna gömlu leiðtoga Alþýðuflokksins. En það veldur ekki öllu. Það kemur hér einn- ig til viðbótar, að foringjar Al- þýðuflokksins eru hræddir við að lenda í stjórnarandstöðu. Þeir óttast, að Alþýðuflokkur- inn sé orðinn svo veikur flokk- ur, að hann muni ekki getað lifað, án þess að vera í stjórn- araðstöðu. Þess vegna vinna þeir allt til að halda henni. Þess vegna þora þeir ekki annað en að fara eftir því, er forsprakk- ar Sjálfstæðisflokksins segja þeim. Annars halda þeir, að þeim verði vísað á dyr. Bjarni taki einhverja aðra i stjórnina í stað þeirra. Það er þessi ótti foringja A1 þýðuflokksins, ásamt takmörk- uðum málefnalegum áhuga, sem veldur því, að þeir eru eins og hlekkjaðir við stjórnarfley íhaldsins og ráða þar engu, sem máli skiptir. Setið skal meðati sætt er En það er ekki Alþýðuflokk- urinn einn, sem lifir í ótta. For ingjar Sjálfstæðisflokksins og þó sérstaklega Bjarni Benedikts son hafa það megintakmark, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli allt- af vera í ríkisstjórn. Kjördæma- breytingin seinasta var miðuð við það m. a., að Sjálfstæðis- flokkurinn gæti haft verzlunar- aðstöðu í sem flestar áttir. Að- alhugsjón Bjarna er að Sjálf- stæðisflokkurinn haldi þessari aðstöðu og detti aldrei aftur úr ríkisstjórn. Það, sem Bjarni ótt- ast nú, er ekki það, að hann missi þjónustu núverandi leið- toga Alþýðuflokksins, heldur að þeir geti reynzt honum ónægur stuðningur, þegar fram í sækir. Stjórnarflokkarnir tveir geti tapað svo fylgi, að þeir missi starfshæfan meirihluta á Al- þingi. Það er af þessum ástæð- um, sem Bjarni hefur stundum gerzt 10. þingmaður Alþýðu- bandalagsins við leynilegar nefndarkosningar á Alþingi, og að hann er stöðugt að gera gæl- ur við kommúnista. Hann vill eiga þar von í nýrri hækju, ef Alþýðuflokkshækjan dugar ekki lengur. Ótti Bjarna við að missa völd in birtist alveg sérstaklega í því að hann þorir ekki að hefjast handa um neinar raunhæfar að- gerðir í dýrtíðarmálunum. Vissu lega veit Bjarni það ekki síður en Ólafur Thors, að raunveru- lega er allt unnið fyrir gíg, ef ekki tekst að stöðva dýrtíðina. Samt lætur hann hana vaxa óð- flugar en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er sú, að hann óttast óvinsældir, sem kynnu að fylgja því, ef fast og djarflegar væri tekið á þessum málum. Hann óttast, að það geti stefnt 1 hættu því valdakerfi, sem hann er bú- inn að koma upp. Þess vegna kýs hann að aðhafast ekki neitt slíkt, heldur reynir að fleyta sér áfram með nýjum og nýjum bráðabirgðaráðstöfunum. Stefna hans er í stuttu máli, ef stefnu skyldi kalla: Setið skal meðan sætt er. Evrópumetið Fátt er betri mælikvarði á það, hvort vel eða illa er stjórn- að en þróun efnahagsmálanna. Það veltur mest á ríkisstjórnun- um og viðbrögðum þeirra, hvort dýrtíð og óðaverðbólgu er hald- ið í skefjum eða ekki. Léleg eða óákveðin stjórnarforusta leiðir af sér upplausn og ringul- reið. Föst og markviss stjórnar- forysta hefur gagnstæð áhrif. Þótt fleiri aðilar hafi hér áhrif, verða áhrif ríkisstjórnarinnar alltaf mest Athygli hlýtur það að vekja, að í engu landi Evrópu hefur TIMINN Bjarni Benediktsson — hann gaf afmælisgjöf dýrtíðin magnazt eins hratt sein asta áratuginn og þó einkum seinustu þrjú árin og á íslandi. Ekkert Evrópuland kemst ná- lægt íslandi í þessum efnum. Skýringin á þessu er augljós. í öðrum löndum Evrópu keppa ríkisstjórnirnar að því að hafa föst tök á efnahagsmálunum. Á íslandi reynir stjórnin sama og ekkert til þess, en það litla, sem hún gerir í þeim efnum, gengur í öfuga átt, sbr. sparifjárfryst- ingin og vaxtaokrið. Ástæðan er sú, að Bjarni Benediktsson hef- ur óttazt, að raunhæfar aðgerð- ir gætu orðið óvinsælar a. m. k. í bili og þannig stefnt valdakerfi flokks hans í hættu. í staðinn hefur hann fylgt reglunni: Set- ið skal meðan sætt er. Ábyrgðarleysi Bjarni Benediktsson hefur stundum hælt sér af því, að hann væri meira karhnenni en Hermann Jónasson sem stjórn- arformaður. Hermann hafi beð- izt lausnar fyrir vinstri stjórn- ina, þegar hann fékk ekki fram þær aðgerðir í efnahagsmálun- um, sem hann taldi nauðsynleg- ar til að stöðva dýrtíðina. Her- mann gafst upp, segir Bjarni. Bjarni hefur hins vegar setið fast í stólnum sínum, þótt oft hafi gengið alveg öfugt við það, sem hann hefur vafalaust í hjarta sínu helzt kosið. Honum er nóg að sitja við stýrið, þótt hann stýri ekki. Það eru einmitt slíkir stjórn- arhættir, sem grafa grunninn undan allri heilbrigðri stjórn- mála- og efnahagsstarfsemi. Þeg ar stjórnmálamennirnir hætta að verða ábyrgir, hætta að standa eða falla með ákveðinni stefnu eða ákveðnum málum, bjóða þeir glundroðanum og stjórnleysinu heim. Málum þjóð- anna er meira en illa komið, þegar það er orðið æðsta mark forustumannanna að sitja með- an sætt er og láta sig litlu eða engu varða allt annað. Slíkt á ekkert skylt við úthald, þraut- seigju eða karlmennsku. Slikt er ábyrgðarleysi og valdastreita af verstu tegund. Það eru slíkir stjórnarhættir, sem hafa orðið til mests tjóns. Stjórnmálamenn og atvinnumenn Þeim, sem sýsla mest við stjórnmál er stundum skipt í tvo aðalflokka: Stjórnmálamenn og atvinnumenn. Stjórnmálamenn eru þeir, sem marka hinar stóru línur, menn, sem berjast fyrir ákveðn um stefnum og málefnum, menn, sem ekki hugsa um vin- sældir eða óvinsældir, heldur standa og falla með því, sem þeir telja satt og rétt. Slíkir menn bíða oft ósigra .En und- antekningarlítið eru það þessir menn, sem hafa haft forustu um mestu umbæturnar. Það eru þeir, sem með baráttu sinni hafa lagt grundvöllinn að gengi og sigrum þjóða sinna. Atvinnumenn eru þeir, sem fyrst og fremst taka þátt í stjórn málum til að afla sjálfum sér og flokki sínum valda. Þessir menn setja völdin ofar málefn- um. Þeir standa ekki eða falla með stefnu sinni. Þeir sjá oft, hvað rétt er að gera, en þeir gera það ekki, ef þeir halda að það sé óvinsælt og geti orðiö til þess, að þeir missi völdin. Þeirra höfuðtakmark er að sitja meðan sætt er. Atvinnumenn í stjórnmálum eru oft sæmilega heiðarlegir í einkalífi. Þeir sækjast oft ekki eftir auðlegð, heldur völdum. Hættan, sem stafar af þeim, felst í því, að valdasýki þeirra skapar óheilbrigða stjórnar- hætti, upplausn og glundroða. Þannig verða þeir óbeint vald- ir að margvíslegri spillingu. Það er t. d. eins víst og nótt fylgir degi, að í kjölfar sívaxandi dýr- tíðar og óðaverðbólgu fylgir margvísleg spilling, ósvífin braskstarfsemi, vinnusvik o. s. frv. Mjög er t. d. rætt um það, að slíkt fari í vöxt hér á landi, enda er nú farið að beita skattalögreglu og verður þó lítið ágengt. Þegar allt er í upplausn og allt á uppboði, getur fá- menn skattalögregla lítið bætt ástandið. Það þarf allt annað en lögreglu til að bæta það. Það þarf festu og einbeitni í stjórn- arháttum, sem tekur fyrir upp- sprettuna, en reynir ekki að refsa einum og einum af handa hófi. Það þarf að taka fyrir upp- sprettuna, sem er fyrst og fremst sjálf óðaverðbólgan. Atvinnumennimir oe útlendingar Eitt sérkenni á atvinnumönn- um í stjórnmálum er það, að þeir eru veikir fyrir erlendu valdi. Ef þeir óttast, að valda- kerfi þeirra sé að bresta, leita þeir oft erlendrar aðstoðar til að treysta það. Ætlun þeirra með þessu er engan veginn sú að koma þjóð sinni undir er- lend yfirráð. Þeir ætla fyrst og fremst að treysta valdakerfi sitt og telja sig geta haft í fullu tré við hina erlendu aðila. Áð- __________________________7 ur en þeir sjálfir gera sér Ijóst, eru þeir búnir að vekja upp draug, sem þeir ráða ekki sjálf ir við. Stundum hefur það tek- ið mannsaldra að fást við slíka drauga, sem atvinnumennirnir í stjórnmálum hafa vakið upp sér til styrktar, en urðu bæði þeim og öðrum ofurefli. Hin mikla ákefð ýmissa for- ustumanna stjórnarflokkanna varðandi það að hleypa erlendu einkafjármagni inn í landið og veita því ýmis sérréttindi, ef einmitt' sprottin af þessu. Þeir álíta hina erlendu auðjöfra lík- lega til að vilja styrkja valda- kerfi sitt. Ætlunin er ekki að gera þá að neinum ofjörlum. En þeir geta verið orðnir það áður en þjóðin veit af, ef næg- ar skorður eru ekki settar í upp hafi. Og víst er það, að alþýða manna hefur aldrei átt stuðn- ing í erlendum auðfélögum. Ný samstaða. Því er ekki að neita, að það valdakerfi, sem drottnar á ís- landi í dag og nefnir sig Sjálf- stæðisflokk, er á margan hátt vel skipulagt. Annað þýðir ekki en að viðurkenna, að þar hafa talsvert slyngir atvinnumenn í stjórnmálum að verki verið. Þeir hafa tryggt sér mikil fjár- ráð til hinnar pólitísku baráttu og notað margvíslegar aðferðir til að treysta sig í sessi. Völd þeirra eru samt ekki fyrst og fremst þessu að þakka. Sundr- ung frjálslyndu aflanna hefur þar mátt sín mest. Gegn þessu valdakerfi verður ekki hamlað af sundurleitum flokkum. Það verður ekki gert af Alþýðu- flokknum, sem er nú í fullkom- inni þjónustu þess, og það verð- ur ekki heldur gert af Alþýðu- bandalaginu, sem er skipt í rúss neska deild, kínverska deild og fjölmargar deildir aðrar. Það verður aðeins gert með öflugri samfylkingu frjálslyndra manna undir forustu þess íhaldsand- stöðuflokksins, sem öflugastur er, Framsóknarflokksins. En það, sem þjóðin þarf fyrst og fremst nú, er öflug samstaða allra þjóðhollra manna í öllum flokkum til að afstýra þeim háska, sem felst í sívax- andi óðaverðbólgu og varhuga- verðum samningi við erlendan auðhring, sem gera á á verð- bólgutímum. Stundarvelmegun, sem þjóðin býr við í dag, má engan blekkja. Framundan bíða stærri verkefni á sviði efnahags- mála, skólamála og félagsmála en þjóðin hefur nokkru sinni þurft að glíma við. Hún þarf trausta forustu, sem byggir á víðtækum grundvelli, til að leysa þessi vandamál. Ekkert er þvi hættulegra en að áfram verði fylgt tækifærisstefnu veikrar ríkisstjórnar, sem er undir leiðsögn atvinnumanna, sem hafa það fyrir aðalmark- mið að sitja meðan sætt er. Þjóðin þarf að fá tækifæri í nýj um kosningum til að breyta um stefnu og vinnubrögð. MENN OG MÁLEFNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.