Tíminn - 20.03.1966, Blaðsíða 8
, 93 tJ jt-J Jt.
TÍMINN
SUNNUDAGUR 20. marz 1966
"w V3 Vi> ’Jy'lJ'
8
Hún var meira en
föðurlandsvinur
Stríðshetjan — hjúkrunarkonan Edith Cavell, myndin var telcln
skömmu áður en fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, óg áður en hún
fór að aðstoða neðanjarðarhreyfinguna í hinni hersetnu Brussel.
Hún er mesta kvenhetja
Bretlands _ úr fyrri heimstyrj-
öldinni. Á Trafalgar Square
hefur verið reist stytta til minn
ingar um fórnir þær, er hún
færði sem njósnari. Hvað Þýzka
landi viðvék var dauði hennar
frammi fyrir skotsveitinni mis-
tök, sem keisarinn sjálfur hafði
orðið til þess að gefa skipun
um, að því er sagt er. í Banda-
ríkjunum hafði aftaka hennar
í október 1915 — aðeins fáum
mánuðum eftir að 124 Banda-
ríkjamenn fórust, þegar Lusit-
aniu var sökkt, þau áhrif, að
hlutleysisstefnan breyttist í
ofsafengna andúð gegn Þjóð-
verjum.
James Bond hefði ekki litið
tvisvar sinnum í átt til Edith
Cavell hjúkrunarkonu. Hún var
miðaldra, þreytuleg kona, og
af útlitinu var ekki hægt að
ákveða stöðu hennar í þjóðfé-
Minnisvarðinn í London. í okfo-
ber síðast liðnum var iialdin
minningarathöfn við minnisvarð-
ann, en þá voru liðln 50 ár frá
aftöku Edith Cavell.
laginu. Maður nokkur, sem
varð vitni að síðustu stundum
lífs hennar, lýsti henni á þá
leið, að „hún hefði verið lítil
og veikbyggð, og helzt hefði
litið út fyrir að minnsti vind-
blær hefði getað borið hana á
brott, en hún var mjög hug-
rökk.“ Við fáum svolitla inn-
sýn í huga hennar með því að
lesa bréf, sem hún skrifaði dag-
inn áður en hún var skotin.
Bréfið var skrifað til ungrar
enskrar konu, sem var eitur-
lyfjaneytandi og undir læknis
hendi í hjúkrunarskólanum f
Brussel, þar sem Cavell var for-
stöðukona. Stúlkan var erfiður
sjúklingur og alltaf að falla í
freistni, en þrátt fyrir það,
einn af fáum nánum vinum
Edith Cavell. Hún virðist hafa
dregizt að öllum, sem áttu bágt.
„Elsku stúlkan mín,“ stend-
ur í bréfinu . . . „ekkert skipt-
ir máli, þegar svona er komið
nema hrein samvizka gagn-
vart guði, og manni finnst lífið
hafa verið til einskis, fullt af
misgjörðum og óframkvæmd-
um hlutum . . . Ég vil að þú
vitir, að ég var hvorki hrædd
né óhamingjusöm, heldur full-
komlega reiðubúin að fórna
lífi mínu fyrir England.“
En Edith Cavell var ekki
einungis föðurlandsvinur. Held
ur eins og hún sagði við prest-
inn, sem kom til hennar rétt
áður en hún var tekin af lífi:
„Þetta vil ég segja, nú þegar
ég stend frammi fyrir Guði og
eilífðinni: Ég geri mér fulla
grein fyrir því, að föðurlands
ástin er ekki nægileg. Ég má
ekki bera í brjósti hatur eða
biturleika gagnvart nokkrum
manni.“
Hundrað ár eru liðin frá fæð-
ingu hennar. Hún fæddist í
þorpi í austanverðu Englandi,
dóttir prests, sem þjónaði fá-
tækum söfnuði. Honum tókst
þó að safna saman nægilega
miklum peningum til þess að
geta sent hana í skóla. Þegar
skólagöngunni lauk fór hún til
Brussel til þess að verða barn-
fóstra hjá ríkri fjölskyldu. Ár-
ið 1896 sneri hún aftur til Eng-
lands og hafði þá ákveðið að
gerast hjúkrunarkona.
Þessi ákvörðun sýnir töluvert
hugrekki. Það voru aðeins 36
ár liðin frá því Florence Night-
ingale hafði stofnað fyrsta
hjúkrunarskólann í London, og
þetta starf var hvorki þægilegt
né vel borgað. Unga hjúkrun-
arkonan reyndist hafa sérstaka
hæfileika til að bera, og
árið 1907 bað belgískur læknir
hana að koma aftur til Brussel
og setja þar á stofn fyrsta
hj úkrunarskólann.
Árið 1914 var skólinn orðinn
fastur í sessi, þrátt fyrir það
að lítið væri til af peningum.
Hin lágværa Edith Cavell var
sögð mjög fær stjórnandi. Hún
var í leyfi i Englandi, þegar
styrjöldin brauzt út, en sneri
aftur til Brussel 3. ágúst — dag
inn áður en Þjóðverjar gerðu
innrás í Belgíu. Hinn 20. ágúst
hófu lensuriddararnir innreið
sína í borgina, og Edith Cavell
hlýtur að hafa fylgzt með því,
þegar 300 þúsund hermenn úr
fyrsta her Kluck þrömmuðu
fram hjá í þrjá daga samfleytt
líkastir stórfljóti, gráir fyrir
járnum, og það glamraði
í stríðsvélunum, sem dregnar
voru yfir steinlagðar göturn-
ar. Hún hlýtur að hafa heyrt
um ógnarverk Þjóðverja: 150
borgarar teknir af lífi í Aer-
schot, 664 í Dinant, Louvain
brennd. í öllum þessum tilfell-
um var hinn meinti glæpur
njósnir. Samt tók skólinn henn
ar jafnt á móti særðum Þjóð-
verjum sem bandamönnum,
þar til þýzku hjúkrunarkonurn
ar komu á vettvang.
Þegar árið 1915 gekk í garð,
hafði margra ára strit og slæmt
mataræði gert Edith gamla fyr-
ir aldur fram. Hún hefði frem-
ur getað verið 65 ára en 49
eins og hún raunverulega
var. Það er nokk-
urn veginn öruggt, að hún
hafði að minnsta kosti einu
einni fengið aðkenningu að
slagi — enda þótt hún viður-
kenndi það aldrei — og að-
stoðarskólastýra hennar var
viss um, að hún óttaðist að
annað væri í vændum. Edith
virtist finna, að farið var að
halla undan fæti. Ákveðið hafði
verið, að skólinn flyttist í nýja
byggingu, og samstarfsfólk
hennar tók eftir því, að hún
var farin að tala um hvað „þið“
munið gera þar, en ekki hvað
„hún“ mundi gera þar.
Þetta var svo manneskjan,
sem nokkrir fulltrúar belgísku
neðanj arðarhreyfingarinnar
sneru sér til 1915. Mennirnir
voru að skipuleggja flótta
franskra og belgískra her-
manna, sem höfðu orðið við-
Skila við heri sína, og ætlunin
var að koma nú aftur um Hol-
land til réttra herbúða. Á sama
hátt átti einnig að senda belg
íska pilta, sem dæmdir höfðu
verið til hegningarvinnu fyrir
Þjóðverja. Mundi ungfrú Cav-
ell gefa leyfi til þess að skól-
inn yrði notaður sem bæki-
stöð fyrir þessa neðanjarðar-
starfsemi?
Hún gerði það. Það skipti
ekki máli, þótt Þjóðverjar
myndu að sjálfsögðu hafa auga
með enskri konu í Belgíu, skól-
inn yrði notaður sem felustað-
ur fyrir þá, sem þurftu þess
með. Þar gátu þeir fengið lækn
isaðstoð og beðið þar til leið-
sögumenn gætu farið með þeim
til hollenzku landamæranna.
Fyrstu tveir flóttamennirnir
voru brezkur ofursti og lið-
þjálfi. Ungu hjúkrunarkonurn-
ar skríktu og horfðu á þá stór-
um augum. Svo hurfu þeir.
Öryggisráðstafanir neðan-
jarðarhreyfingarinnar voru tak
markaðar, jafnvel þótt tillit sé
tekið til þess, hve langt er lið-
ið síðan þetta var. Þýzkir njósn
arar heimsóttu skólann klæddir
borgaralegum fötum, og höfðu
margt að yfirskini. Hjúkrunar-
konurnar þekktu þá auðveid-
lega á þýzku hermannastígvél-
unum, en í einni slíkri heim-
sókn hafði brezk liðsforingja-
húfa orðið eftir, og lá fyrir
allra augum í einu þvottaher-
berginu. Viðbrögð eins Belg-
ans voru slík, að jafnvel hjúkr-
unarnemarnir héldu, að hann
væri þýzkur leyniþjónustumað-
ur.
Brátt var svo komið að heil-
brigð skynsemi sagði, að flytja
yrði bækistöðina, en ungfrú
Cavell mun hafa verið mikið á
móti því að dylja starfsemi sína.
Nær allir í skólanum munu
hafa verið vissir um, að áður
en lyki myndi þýzka ieyniþjón-
ustan hafa náð þeim, og þeir
hljóta líka að hafa vitað, að
Þjóðverjar víluðu ekki fyrir
sér að skjóta fanga, þótt um
konur væri að ræða. Samt sem
áður hélt starfsemin áfram.
Svo var það 5. ágúst, að til
skarar var látið skríða — Edith
Cavell og aðstoðarkona hennar
Elizabeth Wilkins voru fluttar
í St. Gilles fangelsið í Brussel.
Ungfrú Wilkins neitaði öllu,
og hélt fast við fram-burð sinn,
og var sleppt mjög fljótlega.
Þótt ótrúlegt megi virðast ját-
aði Edith Cavell öllu — að hún
hefði aðstoðað um 200 menn
við að komast til Hollands, að
hún hefði fengið bréf frá nokkr
um, sem komizt höfðu alla leið
til Englands. Síðari játningin
var nóg til þess að hún hlyti
þungan dóm. Hermenn, sem
komizt höfðu undan tii Hol-
lands, voru ekki gersamlega
glataðir, og myndi vera haldið
þar óákveðinn tíma og því starf
aði Þjóðverjum ekki veruleg
hætta af þeim. En hermenn,
sem komust undan til Eng-
lands, yrðu fljótlega komnir af
stað aftur og farnir að skjóta
á Þjóðverja.
Játningin hefur aldrei kom-
izt í hámæli. En samkvæmt frá-
sögn Edith sjálfrar, var hún
Sigurvegarar___Þýzkir hermenn í Brussel. „Allir virtust hafa vitað,
að fyrr eða síðar kæmist upp um starfsemi skólans."