Tíminn - 20.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.03.1966, Blaðsíða 5
 SUNNDDAGUR 30. marz 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján BenedUrtsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tóimas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, snni 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hj. Ótti Morgunblaðsins Það sést orðið á Mbl., að bæjarstjórnar- og sveitar- stjórnarkosningar eru í nánd. Borgarstjómarkosningarn- ar í Reykjavík valda því bersýnilega miklum áhyggjum. Mbl. birtir í tilefni þeirra fleiri og færri greinar á hverjum degi. Alveg sérstaka athygli hlýtur það að vekja, að flestum af þessum greinum er stefnt gegn Framsóknarflokknum og borgarfulltrúum hans, Einari Ágústssyni og Kristjáni Benediktssyni. Þessi skrif eru nær öll í þeim anda, sem hefur sérkennt Morgun'blaðið síðan útlendir selstöðukaupmenn neyddu Vilhjálm Fin- sen til að láta það af hendi. í stað röksemda er beitt uppnefnum, skrípamyndum, dylgjum, persónulegum svívirðingum. Alveg sérstök rækt er svo lögð við útúr- snúninga. Mbl. sannar enn með þessu, að það er óheiðarlegasta og rætnasta blað, sem hefur verið gefið út á íslandi. Framsóknarmenn þurfa hins vegar ekki að kvarta und- an þessum málflutningi Mbl. fyrr og síðar. Langoftast hefur þessum menningarlausa málflutningi, sem inn- leiddur var af útlendum selstöðukaupmönnum fyrir tæpum 50 árum, verið beitt gegn Framsóknarflokknum og forustumönnum hans. Og jafnan hefur þessi siðlitli á- róður Mbl. verið magnaðastur, þegar Frámsóknarflokk- urinn hefur staðið sig bezt í baráttunni fyrir framfara- málum og hagsmunamálum almennings. Fyrir Framsóknarmenn og aðra umbótamenn í Reykja- vík er það sannarlega mikilvæg vísbending, að áróðri Mbl. skuli sérstaklega beint gegn borgarfulltrúum Fram- sóknarflokksins. Það sýnir betur en nokkuð annað, að þeir hafa haldið vel á málum í borgarstjórninni, og í- haldið óttast þá mest af andstæðingum sínum. íhaldið aðeins brosir að því, þegar Alþýðublaðið þykist vera á móti því seinustu vikurnar fyrir kosningar. íhaldið hef- ur Alþýðuflokkinn svo fullkomlega í vasanum, að því þykir bara gaman að þessum látalátum. Alþýðubandalag- ið, sem telur orðið álíka margar klíkur og eyjar eru á Breiðafirði, veldur íhaldinu síður en svo nokkrum á- hyggjum. Sá ósamstæði hópur er löngu hættur að vera íhaldinu þyrnir í augum, eins og bezt hefur sannazt við leynilegar nefndarkosningar á Alþingi. En Framsóknarflokkinn óttast íhaldið sem fyrr. Ótti þess beinist nú sérstaklega að borgarfulltrúum hans í Reykjavík. fhaldið veit, að þeir njóta vaxandi trausts. fhaldið veit líka að margir kjósendur, er áður hafa fylgt því af misskilningi, vilja helzt aðhyllast hófsaman og traustan umbóta- og framfaraflokk eins og Framsóknar- flokkinn. Þess vegna mun hinn menningarsnauði áróður Mbl. um Framsóknarflokkinn og frambjóðendur hans halda áfram að magnast fram að kosningum. Hann mun sýna, hverjir það eru, sem íhaldið óttast mest. Sjálfsögð yfirlýsing Yfirlýsing sú, sem fjórtán ríki Atlantshafsbandalags- ins hafa birt í tilefni af seinustu aðgerðum de Gaulle, var eðlileg og sjálfsögð. Áframhaldandi starf Atlants- hafsbandalagsins er nauðsynlegt, og verður það að ó- breyttum ástæðum. Atlantshafsbandalagið hefur óum- deilanlega treyst friðinn í Evrópu. Meðan svo háttar til og ekki skapast annar traustari grundvöllur til að varð- veita friðinn, t.d. efling Sameinuðu þjóðanna, ber að halda samvinnu Atlantshafsríkjanna áfram. TÍMINN 5 Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Með skynsamlegum aöferðum má hafa tök á efnahagsþróuninni Kenningar John Maynard Keynes hafa reynzt raunhæfar OKKAR beztu hugsuðir, sem fylgjast með eða fást við stjórn efnahagslífsins, ræða í einlægni um, hvemig eigi að varðveita og auka þá dæmafáu velmeg- un, sem þjóðin nýtur. Liðin eru 20 ár síðan lýst var yfir í atvinnulögunum frá 1946 að „full atvinna" meðal allrar þjóðarinnar væri markmið okk ar og fimm ár síðan að Kenne- dy forseti lét taka í notkun í fjármálum ríkisins og pen- ingamálum'yfirleitt þær aðferð ir, sem ullu hinni miklu blómg- un efnahagsiffsins. Þessi blómg un dafnaði farsællega undir forustu Walters Hellers og við naut einingar meginþorra fær- ustu hagfræðinga þjóðarinnar. Fátt var um reynslu til að byggja á við framkvæmd blómg unarinnar, en saga hennar er mjög ánægjuleg og uppörvandi fyrir þá, sem þora að trúa, að unnt sé að láta vit, skyn- samlegar aðferðir og skynsam- legar umræður ná yfirhönd- inni í mannlegum málum. Fyr- ir fjörutíu árum trúði enginn, nema ef til vill fáeinir ein- angraðir hugsuðir í Evrópu, að auðvaldskerfi einkaeignar og frjáls framtaks á opnum mark- aði gæti gengið án alvarlegra sveiflna upp og niður. Skipti- skeið samdráttar og þenslu voru talin standar utar og ofar mannlegu valdi, líkt og hinar ýmsu árstíðir. Menn yrðu að sætta sig við þetta sem arf- gróna eðlisþætti í mannlegu lífí. JOHN MAYNARD KEYNES varð fyrstur manna til þess í hinum vestræna heimi að ráð- ast með árangri gegn þessari örlagatrú. Að vísu naut hann við kenninga annarra, einkum Knuts Wicksells frá Svíþjóð. Keynes hóf að rita um þessi mál á þriðja tug aldarinnar, milli kreppunnar eftir fyrri heimsstyrjöldina og kreppunn- ar miklu 1929. Keynes var lengi talinn spill Verð á rafmagni er nú al- mennt verið að hækka á fs- landi — eins og raunar flest annað. — Hækkun þessi hefur sums staðar þegar verið fram- kvæmd og er annars staðar í undirbúningi. Rafmagnsverðið hækkar mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum og kemur þar víst margt til greina. Tvær meginástæður eru færðar fyrir umræddri hækkun á rafmagnsverði. í fyrsta lagi verðjöfnun — til þess að taka þátt í raflagningu til dreifbýl- isins, og er sú hækkun talin eiga að nema um 13% í heild eða að jafnaði. í öðru lagi vegna aukins til- kostnaðar og sú hækkun taJin eiga að nema um 6%. Hækkan- ir ættu því samtals að nema um 19% á rafmagnsverðinu í heild. andi villutrúarmaður, ef ekki óguðlegur, þar sem hann neit- aði að lúta viðurkenndum, eðlis grónum lögmálum. En kenn- ingar hans unnu samt sem áð- ur á í háskólunum, bæði hér og í öðrum löndum. Þaðan bár ust þær inn í fjármála- og efnahagsráðuneyti sérhvers þró aðs iðnaðarríkis. Síðast liðin fimm ár hefur ný kynslóð bandarískra hag- fræðinga staðið við stjórnvöl- inn, ákvarðað og markað stefn una. Allir eru þeir að ein- hverju leyti arftakar Keynes. Efnahagsmálastefnan, sem þeir hafa markað og framfylgt á stjórnarárum Kennedys og Johnson hefur yfirleitt sýnt frábærlega góðan árangur. Takmarkið „full atvinna,“ sem þingið setti sér 1946, er nú þegar í sjónmáli. „Full at- vinna“ getur í raun og veru ekki verið full atvinna fyrir hvern einasta mann. í bjóðfé- lagi eins og hér hjá okkur Bandaríkjamönnum, hljóta ávallt að vera allmargir menn, sem ekJd er í svip unnt að veita atvinnu vegna búsetu þeirra, vöntunar á tækifærum, þjálf- unarleysis eða skorts á hæfni þeirra sjálfra. SÁ VIÐGANGUR bandarísks efnahagslífs s.l. fimm ár bor- inn saman við fortíð okkar sjálfra eða það, sem gerzt hef- ur hjá öðrum þjóðum, hlýtur hann að teljast kraftaverk. Á þessum fimm árum hefur þjóð- arframleiðslan aukizt um 190 milljarða dollara. Meðal árs- aukningin á þessu tímabili hef- ur verið 5,5%. Hún hefur ver- ið nálega tvöföld á við það, sem hún var á sjötta tugnum, áður en „nýju hagfræðingarn- ir“ fóru að móta stefnu Banda- ríkjamanna. Enda þótt þessi ævintýralega blómgun hafi fært launafólki mikla aukningu launa og at- vinnurekendum mikla aukn- ingu ágóða, hefur ekki enn orð- 19% hækkunin mun því yfir- leitt ekki látin nægja, enda mun þriðja ástæðan ekki vera tilgreind opinberlega. Hún er sú, að Alþjóðabankinn mun hafa sett fram, sem eitt af skil- yrðum fyrir lánveitingu til Búr fellsvirkjunar, að rafmagnsverð á fslandi verði almennt hækkað verulega áður en hafizt er handa um virkjun Þjórsár og gengið endanlega frá samning- um um byggingu aluminverk- smiðju á íslandi. Því að bank- aum mun ljóst, að verð það á rafmagni, sem Sviss alumin hefur verið lofað er undir fram leiðslukostnaðarverði, þannig að rafmagnsnotkun íslendinga verður að standa undir mis- muninum ásamt auknum og vaxandi innlendum kostnaði. Það er því minna áberandi að hækka rafmagnsverðið strax ið vart neinnar verulegrar verð bólgu. Neyzluvöruverð hækk- aði ekki um full 2% á ári frá 1960 til 1965. Vísitala heild- söluverðs var óbreytt þar til í fyrra. Vinnukostnaður í heild hækkaði ekki alveg um 1 af hundraði á ári að meðaltali. Á ÞESSU fimm ára tímabili hefur blómgunin nokkuð bætt hlut fátækasta fólksins í land- inu, þó það sé hvergi nærri nóg. Fjölskyldum og einstaklingum undir fátæktarmörkunum (3000 dollara tekjur á ári) hef- ur fækkað og eru nú ekki nema 17 af hundraði í stað 22 af hundraði áður. Bilið milli tekna hvítra manna og svartra hefur mjókkað. Atvinnulausum fulltíða negrum hefur fækkað, voru áður 9% en voru komn- ir niður í 5,6% á síðasta fjórð- ungi liðins árs. Otto Eckstein prófessor, sem áður sat í efna- hagsráðgjafanefndinni, hafði við full rök að styðjast þegar hann sagði: „Þegar efnahags- líf okkar gengur á öllum átta er það öflug vél þjóðfélags- legra framfara, hin mikilvirk- asta, sem enn hefur tekist að smíða.“ Mikilvægasta úrlausnarefni hagfræðinganna og þjóðarinn- ar allrar er, hvernig- stjórna beri þessu undursamlega efna- hagslífi einmitt nú, þegar full atvinna er í sjónmáli og auk- innar verðbólguhneigðar verð- ur vart vegna stríðsins í Viet- nam. Við höfum ástæðu til að vera bjartsýn á að stjórn efnahags- lífsins takizt vel á þessu ný- byrjaða skeiði. Þess ber til dæmis að minnast, að tæknin við mælingu þenslunnar hef- ur aldrei verið jafn fullkom- in og nú, né á færi jafn margra sérfróðra manna. Hag- fræðingarnir hafa nú öðlast það mikið vald og almennt traust, að stjórnmálamönnun- um reynist varla auðvelt að knésetja þá, né áróðri sérhags- muna að yfirgnæfa þá. verulega svo að hækkunin þurfi ekki að verða eins ör og mikil eftir að aluminverksmiðja er tekin til starfa. Heyrzt hefur, að rafveitan á Suðurnesjum hafi lagt til, að rafmagn til frystihúsa hækkaði um 50—100% og hafði þó áður verið dýrara en væri notuð olía til að drífa frystivélarnar og annað í því sambandi. Þessir háu rafmagnstaxtar munu þó ekki ennþá hafa fengið stað- festingu atvinnumálaráðuneyt- isins. Frystihúsin á Suðurneej- um munu vera að láta athuga hvað kostar að setja upp diesel- vélar til að framleiða raforku fyrir fiskiðnaðinn,, því þau munu hafa fullan hug a að breyta yfir í það (aftur), verði rafmagnsverð hækkað verulega frá því, sem nú er, þar sem þá mun ókleyft að framleiða útflutningsvöru með svo dýrri orku, enda olía þá mun ódýr- ari. Ennfremur munu frysti- húsin hafa fengið upplýst hjá Framhald á 14. aíðu. Rafmagnsokur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.